Írar undirbúa sig fyrir mesta óveður í manna minnum Silja Rún Sigurbjörnsdóttir skrifar 23. janúar 2025 23:39 Írar eru beðnir um að halda sig heima á morgun. GETTY/Andrew Milligan Írar undirbúa komu stormsins Éowyn sem nálgast strendur landsins. Búist er við að stormurinn muni hafa alvarlegar afleiðingar en rauð veðurviðvörun verður í gildi á öllu landinu. Spáð hefur verið hvössum vindi og hviðum allt að 130 kílómetrum á klukkustund, sem eru rúmlega 36 metrar á sekúndu. „Þetta verður eyðileggjandi, hættulegur og skaðlegur stormur,“ segir Keith Leonard, formaður samhæfingahóps neyðartilvika á landsvísu á Írlandi í umfjöllun fjölmiðilsins Guardian. Vindurinn gæti haft virkilega alvarlegar afleiðingar og jafnvel sett líf almennings í hættu. Viðbragðsaðilar fylgist grannt með stöðunni. Leonord sagði einnig að fleiri myndu finna fyrir rafmagnsleysi heldur en í storminum Ophelia sem reið yfir landið árið 2017 en 385 þúsund manns voru án rafmagns eftir óveðrið. Almenningur hefur verið beðinn um að halda sig heima og vera viðbúinn rafmagnsleysinu. Þá eigi almenningur einnig að halda sig frá sjávarströndinni þar sem búast má við stórum öldum. Í umfjöllun írska miðilsins The Irish Times kemur fram að írska veðurstofan, Met Éireann, hefur gefið út rauða veðurviðvörun fyrir allt landið. Þær fyrstu taka gildi klukkan tvö í nótt, aðfaranótt föstudags. Einnig kemur þar fram að skólar á öllum stigum verða lokaðir og almenningssamgöngur skertar. Engar lestar né strætisvagnar muni ganga. Þá er búist við að fresta þurfi flugferðum í öllu landinu. „Þetta er einn af hættulegustu stormum sem að Írar munu hafa staðið frammi fyrir. Við munum sjá gríðarlegan fjölda trjáa falla á morgun og margt fólk verður án rafmagns,“ segir Leonard í samtali við The Irish Times. Mesta óveður í Írlandi hingað til, samkvæmt Guardian, var í september árið 1961 þegar fellibylurinn Debbie reið yfir landið. Átján manns létust í Írlandi vegna bylsins og sex í Norður-Írlandi. Að sögn Einar Sveinbjarnarsonar, veðurfræðings, gætu eldingar sem slógu niður hérlendis tengst óveðrinu „með óbeinum hætti.“ Ísland ætti hins vegar að sleppa við alla vinda frá Éowyn. Írland Bretland Mest lesið Hljóp inn í brennandi byggingu til að bjarga nágrannanum Innlent „Hættulegasti maður Noregs“ fannst látinn í fangaklefa Erlent Svona mun Suðurlandsbraut líta út Innlent Hótaði málþófi vegna veiða sem tengdasonurinn stundar Innlent Tæplega þrjátíu prósent Tesla Y þurftu í endurskoðun Innlent Sveitarstjóra ekki heimilt að banna hundahald Innlent Saksóknarar hóta uppreisn í Minneapolis Erlent Afi fór ekki yfir strikið með meintri rassskellingu Innlent „Við eigum ekki að vera hrædd við að taka umræðuna“ Innlent Ellefu meðlimir glæpafjölskyldu teknir af lífi í Kína Erlent Fleiri fréttir Saksóknarar hóta uppreisn í Minneapolis „Hættulegasti maður Noregs“ fannst látinn í fangaklefa Segir Venesúela munu þurfa að sækja um úthlutun úr eigin olíusjóði í Katar Ellefu meðlimir glæpafjölskyldu teknir af lífi í Kína Fundu fjarlægustu vetrarbrautina hingað til Segir útsendara „mögulega“ ekki hafa fylgt verkreglum Segir Trump ekki reiðan Íslandi Dómsdagsklukkan færð fram Sendir herskipaflota að Íran og hótar „ofbeldi“ Helsta klappstýran sögð slegin yfir sálarástandi Trumps Verða ekki viðstödd réttarhöld stjúpsonarins Vilja veita þúsundum sem dvelja ólölega á Spáni dvalarleyfi Ná saman um myndun minnihlutastjórnar í Hollandi Maður sprautaði illa lyktandi vökva á Ilhan Omar Róa á nýnasistamið í leit að ICE-liðum Dómari stöðvar brottflutning Liam og föður hans Bandaríkin hyggja á heræfingar í Mið-Austurlöndum Svíar líta til kjarnorkuvopna Tónninn breytist með yfirmannaskiptum hjá ICE Tala fallinna og særðra nálgast tvær milljónir Svíar hyggjast lækka sakhæfisaldur „Móðir allra samninga“ Um þriðjungur Dana fær 50 þúsund króna „matartékka“ beint í vasann frá ríkinu Segja mögulegt að yfir 30.000 hafi verið drepin í mótmælunum Franska þingið samþykkti símabann hjá börnum Evrópusambandið og Indland ganga frá fríverslunarsamningi Bovino sendur til Kaliforníu og Leavitt dregur í land Lét þingmenn heyra það og sagði Evrópu ekki geta varið sig sjálfa Trump sagður hafa lofað óháðum rannsóknum í Minnesota Einn lifði flugslys í Maine af en sjö dóu Sjá meira
Spáð hefur verið hvössum vindi og hviðum allt að 130 kílómetrum á klukkustund, sem eru rúmlega 36 metrar á sekúndu. „Þetta verður eyðileggjandi, hættulegur og skaðlegur stormur,“ segir Keith Leonard, formaður samhæfingahóps neyðartilvika á landsvísu á Írlandi í umfjöllun fjölmiðilsins Guardian. Vindurinn gæti haft virkilega alvarlegar afleiðingar og jafnvel sett líf almennings í hættu. Viðbragðsaðilar fylgist grannt með stöðunni. Leonord sagði einnig að fleiri myndu finna fyrir rafmagnsleysi heldur en í storminum Ophelia sem reið yfir landið árið 2017 en 385 þúsund manns voru án rafmagns eftir óveðrið. Almenningur hefur verið beðinn um að halda sig heima og vera viðbúinn rafmagnsleysinu. Þá eigi almenningur einnig að halda sig frá sjávarströndinni þar sem búast má við stórum öldum. Í umfjöllun írska miðilsins The Irish Times kemur fram að írska veðurstofan, Met Éireann, hefur gefið út rauða veðurviðvörun fyrir allt landið. Þær fyrstu taka gildi klukkan tvö í nótt, aðfaranótt föstudags. Einnig kemur þar fram að skólar á öllum stigum verða lokaðir og almenningssamgöngur skertar. Engar lestar né strætisvagnar muni ganga. Þá er búist við að fresta þurfi flugferðum í öllu landinu. „Þetta er einn af hættulegustu stormum sem að Írar munu hafa staðið frammi fyrir. Við munum sjá gríðarlegan fjölda trjáa falla á morgun og margt fólk verður án rafmagns,“ segir Leonard í samtali við The Irish Times. Mesta óveður í Írlandi hingað til, samkvæmt Guardian, var í september árið 1961 þegar fellibylurinn Debbie reið yfir landið. Átján manns létust í Írlandi vegna bylsins og sex í Norður-Írlandi. Að sögn Einar Sveinbjarnarsonar, veðurfræðings, gætu eldingar sem slógu niður hérlendis tengst óveðrinu „með óbeinum hætti.“ Ísland ætti hins vegar að sleppa við alla vinda frá Éowyn.
Írland Bretland Mest lesið Hljóp inn í brennandi byggingu til að bjarga nágrannanum Innlent „Hættulegasti maður Noregs“ fannst látinn í fangaklefa Erlent Svona mun Suðurlandsbraut líta út Innlent Hótaði málþófi vegna veiða sem tengdasonurinn stundar Innlent Tæplega þrjátíu prósent Tesla Y þurftu í endurskoðun Innlent Sveitarstjóra ekki heimilt að banna hundahald Innlent Saksóknarar hóta uppreisn í Minneapolis Erlent Afi fór ekki yfir strikið með meintri rassskellingu Innlent „Við eigum ekki að vera hrædd við að taka umræðuna“ Innlent Ellefu meðlimir glæpafjölskyldu teknir af lífi í Kína Erlent Fleiri fréttir Saksóknarar hóta uppreisn í Minneapolis „Hættulegasti maður Noregs“ fannst látinn í fangaklefa Segir Venesúela munu þurfa að sækja um úthlutun úr eigin olíusjóði í Katar Ellefu meðlimir glæpafjölskyldu teknir af lífi í Kína Fundu fjarlægustu vetrarbrautina hingað til Segir útsendara „mögulega“ ekki hafa fylgt verkreglum Segir Trump ekki reiðan Íslandi Dómsdagsklukkan færð fram Sendir herskipaflota að Íran og hótar „ofbeldi“ Helsta klappstýran sögð slegin yfir sálarástandi Trumps Verða ekki viðstödd réttarhöld stjúpsonarins Vilja veita þúsundum sem dvelja ólölega á Spáni dvalarleyfi Ná saman um myndun minnihlutastjórnar í Hollandi Maður sprautaði illa lyktandi vökva á Ilhan Omar Róa á nýnasistamið í leit að ICE-liðum Dómari stöðvar brottflutning Liam og föður hans Bandaríkin hyggja á heræfingar í Mið-Austurlöndum Svíar líta til kjarnorkuvopna Tónninn breytist með yfirmannaskiptum hjá ICE Tala fallinna og særðra nálgast tvær milljónir Svíar hyggjast lækka sakhæfisaldur „Móðir allra samninga“ Um þriðjungur Dana fær 50 þúsund króna „matartékka“ beint í vasann frá ríkinu Segja mögulegt að yfir 30.000 hafi verið drepin í mótmælunum Franska þingið samþykkti símabann hjá börnum Evrópusambandið og Indland ganga frá fríverslunarsamningi Bovino sendur til Kaliforníu og Leavitt dregur í land Lét þingmenn heyra það og sagði Evrópu ekki geta varið sig sjálfa Trump sagður hafa lofað óháðum rannsóknum í Minnesota Einn lifði flugslys í Maine af en sjö dóu Sjá meira