Þrír nýir eigendur bætast í hópinn Árni Sæberg skrifar 24. janúar 2025 12:19 Frá vinstri: Kristbjörn Hrólfur Gunnarsson, Eva M. Kristjánsdóttir og Kristinn Jónasson. KPMG Nýlega bættust þau Eva M. Kristjánsdóttir, Kristbjörn Hrólfur Gunnarsson og Kristinn Jónasson við eigendahóp KPMG og KPMG Law en þau hafa öll starfað hjá KPMG um árabil. Í fréttatilkynningu þess efnis segir að Eva M. Kristjánsdóttir sé ný í eigendahóp KPMG. Hún leiði þjónustu félagsins á sviði innri endurskoðunar og hlítingarráðgjöf ásamt því að koma að áhætturáðgjöf. Eva sé með meistarapróf í viðskiptafræði frá Háskólanum í Reykjavík og hafi sérhæft sig í upplýsingaöryggi, innra eftirliti og staðfestingavinnu. Hún hafi starfað á ráðgjafarsviði KPMG síðan 2015 og unnið að margvíslegum verkefnum tengdum innri- og ytri endurskoðun, úttektum á hlítingu við lög og reglur ásamt ráðgjöf fyrir félög í flestum atvinnugreinum, en leggi sérstaka áherslu á fjármálafyrirtæki, skráð félög og opinbera aðila. Vinnur náið með viðskiptavinum Kristbjörn Hrólfur Gunnarsson hafi nýlega bæst við eigendahóp KPMG og starfi á endurskoðunarsviði fyrirtækisins. Hann hafi lokið meistaragráðu í endurskoðun og reikningsskilum frá Háskóla Íslands og öðlaðist löggildingu til að stunda endurskoðun árið 2019. Kristbjörn búi yfir víðtækri reynslu í þjónustu við fjölbreytt fyrirtæki og hafi síðustu ár sinnt hlutverki verkefnastjóra við endurskoðun félaga af mismunandi stærðargráðum og í fjölþættum atvinnugreinum. Þar að auki hafi hann tekið þátt í fjölmörgum verkefnum sem snerta reikningshald, skattamál, rekstur félaga, kaup og sölu fyrirtækja, auk þess sem hann hafi verið þátttakandi í samnorrænum hópi sérfræðinga á sviði endurskoðunar. Kristbjörn leggi sérstaka áherslu á að vinna náið með viðskiptavinum sínum, með það að markmiði að öðlast innsýn í þarfir þeirra og bjóða lausnir sem nýtast þeim í daglegum rekstri. Sérfræðingur í skattarétti Kristinn Jónasson sé nýr í eigendahóp hjá KPMG Law. Hann sé lögmaður og hafi starfað hjá KPMG Law og áður KPMG frá árinu 2013 og hafi á þeim tíma byggt upp yfirgripsmikla reynslu á sviði skattaréttar. Sérhæfing hans felist í virðisaukaskatti en í störfum sínum hafi hann ásamt fleirum farið fyrir alhliða þjónustu til innlendra- sem erlenda fyrirtækja sem stunda eða hyggjast stunda atvinnustarfsemi á Íslandi. Kristinn hafi á þessum tíma unnið að margvíslegum verkefnum en stór hluti þeirra verkefna sem hann leiðir séu á sviði upplýsingatækni, ferðaþjónustu og rekstri fasteignafélaga. Góð viðbót „Þau Eva, Kristbjörn og Kristinn eru frábær viðbót við eigendahóp KPMG og við erum virkilega ánægð að fá þau í hópinn. Þau eru öll reynslumiklir sérfræðingar á sínum sviðum og njóta virðingar og trausts meðal viðskiptavina okkar sem og starfsfólks hjá KPMG og KPMG Law. Eigendahópur KPMG er sterkari bæði útávið og innávið með þau innanborðs og ég óska þeim til hamingju með áfangann og hlakka til áframhaldandi samstarfs,“ er haft eftir Hlyni Sigurðssyni, framkvæmdastjóra KPMG. Vistaskipti Lögmennska Mest lesið Einkaþotufyrirtæki með skrautlega sögu svipt starfsleyfi vegna öryggismála Viðskipti innlent Andlega uppsögnin: „Þetta er ekki sonur minn sko…“ Atvinnulíf Þrír nýir eigendur bætast í hópinn Viðskipti innlent Loðnumælingar gefa ekki ástæðu til bjartsýni Viðskipti innlent Hildur nýr mannauðsstjóri Distica Viðskipti innlent Segja verðið betra en í Krónunni, Bónus og Costco Neytendur Vatnsbúskapurinn fer batnandi Viðskipti innlent Norska sjóbjörgunarsveitin semur við íslenskt fyrirtæki Viðskipti innlent Innkalla brauð vegna brots úr peru Neytendur Enn deila Musk og Altman Viðskipti erlent Fleiri fréttir Loðnumælingar gefa ekki ástæðu til bjartsýni Þrír nýir eigendur bætast í hópinn Vatnsbúskapurinn fer batnandi Hildur nýr mannauðsstjóri Distica Einkaþotufyrirtæki með skrautlega sögu svipt starfsleyfi vegna öryggismála Norska sjóbjörgunarsveitin semur við íslenskt fyrirtæki Boða til fundar með íbúum Ölfuss um kolefnisförgunarstöð Ari nýr tæknistjóri Fimmti hver leigjandi vildi heldur búa annars staðar Nýtt 68 herbergja hótel byggt á Hvolsvelli Taka jákvætt í kolefnisförgunarstöð í Ölfusi Ölgerðin kaupir Gæðabakstur Segir skipta gríðarlegu máli að fá loðnuvertíð Kaffi Kjós til sölu Skóari skellir í lás á Grettisgötunni Brotið á Jóhannesi en Birkir fer tómhentur frá Strassborg Karen inn fyrir Þórarin Björn Leifsson horfir til Vestmannaeyja Yfirtakan hækkaði gengi krónunnar töluvert Afkoma Arion lengst yfir spám greinenda Þögul sem gröfin um auglýsinguna umdeildu Eftirlitið gefur lítið fyrir yfirlýsingu Styrkáss Erla Ósk ráðin forstöðumaður EMBA náms við HR Fjögur skip hefja leit að loðnu Segir seinkun Hvammsvirkjunar geta þýtt tugmilljarða tekjutap Svigrúm fyrir keppinauta „sem ástunda ekki jafnósvífna verðlagningu“ Hagnaðurinn dregst saman Hrönn stýrir Kríu Skoða að leita réttar síns vegna „óeðlilegra viðskiptahátta“ ríkisins Jónína tekur við af Elísabetu hjá BBA//Fjeldco Sjá meira
Í fréttatilkynningu þess efnis segir að Eva M. Kristjánsdóttir sé ný í eigendahóp KPMG. Hún leiði þjónustu félagsins á sviði innri endurskoðunar og hlítingarráðgjöf ásamt því að koma að áhætturáðgjöf. Eva sé með meistarapróf í viðskiptafræði frá Háskólanum í Reykjavík og hafi sérhæft sig í upplýsingaöryggi, innra eftirliti og staðfestingavinnu. Hún hafi starfað á ráðgjafarsviði KPMG síðan 2015 og unnið að margvíslegum verkefnum tengdum innri- og ytri endurskoðun, úttektum á hlítingu við lög og reglur ásamt ráðgjöf fyrir félög í flestum atvinnugreinum, en leggi sérstaka áherslu á fjármálafyrirtæki, skráð félög og opinbera aðila. Vinnur náið með viðskiptavinum Kristbjörn Hrólfur Gunnarsson hafi nýlega bæst við eigendahóp KPMG og starfi á endurskoðunarsviði fyrirtækisins. Hann hafi lokið meistaragráðu í endurskoðun og reikningsskilum frá Háskóla Íslands og öðlaðist löggildingu til að stunda endurskoðun árið 2019. Kristbjörn búi yfir víðtækri reynslu í þjónustu við fjölbreytt fyrirtæki og hafi síðustu ár sinnt hlutverki verkefnastjóra við endurskoðun félaga af mismunandi stærðargráðum og í fjölþættum atvinnugreinum. Þar að auki hafi hann tekið þátt í fjölmörgum verkefnum sem snerta reikningshald, skattamál, rekstur félaga, kaup og sölu fyrirtækja, auk þess sem hann hafi verið þátttakandi í samnorrænum hópi sérfræðinga á sviði endurskoðunar. Kristbjörn leggi sérstaka áherslu á að vinna náið með viðskiptavinum sínum, með það að markmiði að öðlast innsýn í þarfir þeirra og bjóða lausnir sem nýtast þeim í daglegum rekstri. Sérfræðingur í skattarétti Kristinn Jónasson sé nýr í eigendahóp hjá KPMG Law. Hann sé lögmaður og hafi starfað hjá KPMG Law og áður KPMG frá árinu 2013 og hafi á þeim tíma byggt upp yfirgripsmikla reynslu á sviði skattaréttar. Sérhæfing hans felist í virðisaukaskatti en í störfum sínum hafi hann ásamt fleirum farið fyrir alhliða þjónustu til innlendra- sem erlenda fyrirtækja sem stunda eða hyggjast stunda atvinnustarfsemi á Íslandi. Kristinn hafi á þessum tíma unnið að margvíslegum verkefnum en stór hluti þeirra verkefna sem hann leiðir séu á sviði upplýsingatækni, ferðaþjónustu og rekstri fasteignafélaga. Góð viðbót „Þau Eva, Kristbjörn og Kristinn eru frábær viðbót við eigendahóp KPMG og við erum virkilega ánægð að fá þau í hópinn. Þau eru öll reynslumiklir sérfræðingar á sínum sviðum og njóta virðingar og trausts meðal viðskiptavina okkar sem og starfsfólks hjá KPMG og KPMG Law. Eigendahópur KPMG er sterkari bæði útávið og innávið með þau innanborðs og ég óska þeim til hamingju með áfangann og hlakka til áframhaldandi samstarfs,“ er haft eftir Hlyni Sigurðssyni, framkvæmdastjóra KPMG.
Vistaskipti Lögmennska Mest lesið Einkaþotufyrirtæki með skrautlega sögu svipt starfsleyfi vegna öryggismála Viðskipti innlent Andlega uppsögnin: „Þetta er ekki sonur minn sko…“ Atvinnulíf Þrír nýir eigendur bætast í hópinn Viðskipti innlent Loðnumælingar gefa ekki ástæðu til bjartsýni Viðskipti innlent Hildur nýr mannauðsstjóri Distica Viðskipti innlent Segja verðið betra en í Krónunni, Bónus og Costco Neytendur Vatnsbúskapurinn fer batnandi Viðskipti innlent Norska sjóbjörgunarsveitin semur við íslenskt fyrirtæki Viðskipti innlent Innkalla brauð vegna brots úr peru Neytendur Enn deila Musk og Altman Viðskipti erlent Fleiri fréttir Loðnumælingar gefa ekki ástæðu til bjartsýni Þrír nýir eigendur bætast í hópinn Vatnsbúskapurinn fer batnandi Hildur nýr mannauðsstjóri Distica Einkaþotufyrirtæki með skrautlega sögu svipt starfsleyfi vegna öryggismála Norska sjóbjörgunarsveitin semur við íslenskt fyrirtæki Boða til fundar með íbúum Ölfuss um kolefnisförgunarstöð Ari nýr tæknistjóri Fimmti hver leigjandi vildi heldur búa annars staðar Nýtt 68 herbergja hótel byggt á Hvolsvelli Taka jákvætt í kolefnisförgunarstöð í Ölfusi Ölgerðin kaupir Gæðabakstur Segir skipta gríðarlegu máli að fá loðnuvertíð Kaffi Kjós til sölu Skóari skellir í lás á Grettisgötunni Brotið á Jóhannesi en Birkir fer tómhentur frá Strassborg Karen inn fyrir Þórarin Björn Leifsson horfir til Vestmannaeyja Yfirtakan hækkaði gengi krónunnar töluvert Afkoma Arion lengst yfir spám greinenda Þögul sem gröfin um auglýsinguna umdeildu Eftirlitið gefur lítið fyrir yfirlýsingu Styrkáss Erla Ósk ráðin forstöðumaður EMBA náms við HR Fjögur skip hefja leit að loðnu Segir seinkun Hvammsvirkjunar geta þýtt tugmilljarða tekjutap Svigrúm fyrir keppinauta „sem ástunda ekki jafnósvífna verðlagningu“ Hagnaðurinn dregst saman Hrönn stýrir Kríu Skoða að leita réttar síns vegna „óeðlilegra viðskiptahátta“ ríkisins Jónína tekur við af Elísabetu hjá BBA//Fjeldco Sjá meira