Sautján ára máli Amöndu Knox lýkur með sakfellingu Samúel Karl Ólason skrifar 24. janúar 2025 15:34 Amanda Knox ásamt eiginmanni sínum og lögmanni í Flórens í fyrra. AP/Antonio Calanni Hæstiréttur Ítalíu hefur staðfest úrskurð neðra dómstigs um að Amanda Knox sé sek um meiðyrði. Markar það mögulega endann á sautján ára dómsmálum og lögsóknum eftir að hún var sökuð um, og seinna meir dæmd fyrir, að myrða Meredith Kercher, meðleigjanda sinn, árið 2007. Knox sjálf tilkynnti að Kercher var látin í íbúð þeirra í miðbæ Perugia en hún hafði verið skorin á háls. Málið hefur í gegnum árin notið mikillar athygli og hefur meðal annars verið fjallað um það í heimildarmynd á Netflix. Knox og Raffaele Sollecito, þáverandi kærasti hennar, voru árið 2008 sakfelld fyrir að myrða Kercher og voru dæmd í 25 og 25 ára fangelsi. Hún var einnig sakfelld fyrir að saka Patrick Lumumba, bareiganda, um að hafa framið morðið. Eftir að hafa setið inni í á fjórða ár voru Knox og kærastinn sýknuð um morðið af Hæstarétti Ítalíu árið 2015 og var þjófurinn Rudy Guede síðar meir sakfelldur fyrir morðið. Blóðug fingraför hans fundust á munum í herbergi Kercher. Guede var dæmdur í sextán ára fangelsi en árið 2019 var honum sleppt á reynslulausn og er nú laus allra mála. Hann hefur alltaf haldið fram sakleysi sínu. Mannréttindadómstóll Evrópu skipaði ítalska ríkinu árið 2019 að greiða Knox skaðabætur. Var það vegna þess að henni hafði ekki verið útvegaður lögmaður né túlkur við yfirheyrslur. Sjá einnig: Ítalska ríkinu gert að greiða Amöndu Knox bætur Knox var einnig sýknuð af sakfellingunni fyrir meiðyrði í garð Lumumba á sínum tíma en sakfelld aftur, þegar ný réttarhöld fóru fram. Hún hefur reynt að áfrýja þeim úrskurði. Sjá einnig: Amanda Knox dæmd fyrir meiðyrði þrettán árum eftir sýknu Washington Post hefur eftir Lumumba frá því í gær að Knox, sem hann hafði ráðið til vinnu á bar sínum í Perugia, hafi aldrei beðið hann afsökunar. Sagðist hann vona að gjörðir hennar myndu fylgja henni til æviloka. Knox, sem var tvítug þegar hún benti á Lumumba, heldur því fram að hún hafi gert það vegna þrýstings frá lögreglumönnum sem yfirheyrðu hana. Hún hefur ekki staðið frammi fyrir frekari fangelsisvist vegna málsins en hefur sagt að þeta sé tilraun til að hreinsa nafn hennar fyrir fullt og allt. Ítalía Amanda Knox Erlend sakamál Mest lesið Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Innlent Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Innlent Bandaríkin áður mun öflugri á Grænlandi Erlent Ragnar Þór verður ráðherra Innlent Þessi sóttu um hjá Höllu Innlent Netsambandslaust meðan mótmælt er í Íran Erlent Telur að Evrópa myndi fórna Grænlandi fyrir NATÓ Erlent Guðmundur Ingi segir af sér Innlent Kosningavaktin 2026: Landsmenn kjósa sér sveitarstjórnir Innlent Leita að manneskju við Sjáland Innlent Fleiri fréttir Netsambandslaust meðan mótmælt er í Íran Bandaríkin áður mun öflugri á Grænlandi Telur að Evrópa myndi fórna Grænlandi fyrir NATÓ Mikil spenna í Minneapolis eftir banaskot ICE-liða Veikindi geimfara gætu flýtt heimför áhafnar geimstöðvar Segist hafa grænt ljós frá Trump fyrir frekari refsiaðgerðum gegn Rússum Enn mótmælt í Íran og átök að aukast Gervigreind Musk sögð hafa búið til kynferðislegar myndir af ellefu ára gömlum börnum Þingmaður Svíþjóðardemókrata tekin full undir stýri með kókaín í poka Trump-liðar hóta fauta Maduros sömu örlögum eða dauða Trump sé tilbúinn að ganga „eins langt og nauðsynlegt er“ gagnvart Grænlandi Þyngdartap með lyfjum mun fljótara að ganga til baka eftir að notkun er hætt Trump dregur enn frekar úr þátttöku Bandaríkjanna á alþjóðasviðinu Þúsundir Kólumbíumanna mótmæltu hótunum Trump „Trúið ekki þessari áróðursvél“ Gæti leitt til aukinnar íhlutunar í Atlantshafi Fulltrúi ICE skaut konu til bana í Minneapolis Maduro, Diddy og Mangione í sama fangelsi Danskir og bandarískir erindrekar funda um Grænland í næstu viku „Ég efa að NATO yrði til staðar fyrir okkur“ Tóku einnig skuggaskip í Karíbahafinu Vill senda danska hermenn til Grænlands Allra augu á Íslandi og Atlantshafinu Ásælni Trumps í Grænland og skuggaskip Rússa Víða truflanir í Evrópu vegna snjókomu Gerðu áhlaup á rússneskt skuggaskip í efnahagslögsögu Íslands Rússar senda herskip til móts við olíuskip elt af Bandaríkjunum Segir Venesúela munu afhenda Bandaríkjunum milljónir tunna af olíu Útiloka ekki að beita hernum í Grænlandi „Stórt framfaraskref“ Sjá meira
Knox sjálf tilkynnti að Kercher var látin í íbúð þeirra í miðbæ Perugia en hún hafði verið skorin á háls. Málið hefur í gegnum árin notið mikillar athygli og hefur meðal annars verið fjallað um það í heimildarmynd á Netflix. Knox og Raffaele Sollecito, þáverandi kærasti hennar, voru árið 2008 sakfelld fyrir að myrða Kercher og voru dæmd í 25 og 25 ára fangelsi. Hún var einnig sakfelld fyrir að saka Patrick Lumumba, bareiganda, um að hafa framið morðið. Eftir að hafa setið inni í á fjórða ár voru Knox og kærastinn sýknuð um morðið af Hæstarétti Ítalíu árið 2015 og var þjófurinn Rudy Guede síðar meir sakfelldur fyrir morðið. Blóðug fingraför hans fundust á munum í herbergi Kercher. Guede var dæmdur í sextán ára fangelsi en árið 2019 var honum sleppt á reynslulausn og er nú laus allra mála. Hann hefur alltaf haldið fram sakleysi sínu. Mannréttindadómstóll Evrópu skipaði ítalska ríkinu árið 2019 að greiða Knox skaðabætur. Var það vegna þess að henni hafði ekki verið útvegaður lögmaður né túlkur við yfirheyrslur. Sjá einnig: Ítalska ríkinu gert að greiða Amöndu Knox bætur Knox var einnig sýknuð af sakfellingunni fyrir meiðyrði í garð Lumumba á sínum tíma en sakfelld aftur, þegar ný réttarhöld fóru fram. Hún hefur reynt að áfrýja þeim úrskurði. Sjá einnig: Amanda Knox dæmd fyrir meiðyrði þrettán árum eftir sýknu Washington Post hefur eftir Lumumba frá því í gær að Knox, sem hann hafði ráðið til vinnu á bar sínum í Perugia, hafi aldrei beðið hann afsökunar. Sagðist hann vona að gjörðir hennar myndu fylgja henni til æviloka. Knox, sem var tvítug þegar hún benti á Lumumba, heldur því fram að hún hafi gert það vegna þrýstings frá lögreglumönnum sem yfirheyrðu hana. Hún hefur ekki staðið frammi fyrir frekari fangelsisvist vegna málsins en hefur sagt að þeta sé tilraun til að hreinsa nafn hennar fyrir fullt og allt.
Ítalía Amanda Knox Erlend sakamál Mest lesið Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Innlent Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Innlent Bandaríkin áður mun öflugri á Grænlandi Erlent Ragnar Þór verður ráðherra Innlent Þessi sóttu um hjá Höllu Innlent Netsambandslaust meðan mótmælt er í Íran Erlent Telur að Evrópa myndi fórna Grænlandi fyrir NATÓ Erlent Guðmundur Ingi segir af sér Innlent Kosningavaktin 2026: Landsmenn kjósa sér sveitarstjórnir Innlent Leita að manneskju við Sjáland Innlent Fleiri fréttir Netsambandslaust meðan mótmælt er í Íran Bandaríkin áður mun öflugri á Grænlandi Telur að Evrópa myndi fórna Grænlandi fyrir NATÓ Mikil spenna í Minneapolis eftir banaskot ICE-liða Veikindi geimfara gætu flýtt heimför áhafnar geimstöðvar Segist hafa grænt ljós frá Trump fyrir frekari refsiaðgerðum gegn Rússum Enn mótmælt í Íran og átök að aukast Gervigreind Musk sögð hafa búið til kynferðislegar myndir af ellefu ára gömlum börnum Þingmaður Svíþjóðardemókrata tekin full undir stýri með kókaín í poka Trump-liðar hóta fauta Maduros sömu örlögum eða dauða Trump sé tilbúinn að ganga „eins langt og nauðsynlegt er“ gagnvart Grænlandi Þyngdartap með lyfjum mun fljótara að ganga til baka eftir að notkun er hætt Trump dregur enn frekar úr þátttöku Bandaríkjanna á alþjóðasviðinu Þúsundir Kólumbíumanna mótmæltu hótunum Trump „Trúið ekki þessari áróðursvél“ Gæti leitt til aukinnar íhlutunar í Atlantshafi Fulltrúi ICE skaut konu til bana í Minneapolis Maduro, Diddy og Mangione í sama fangelsi Danskir og bandarískir erindrekar funda um Grænland í næstu viku „Ég efa að NATO yrði til staðar fyrir okkur“ Tóku einnig skuggaskip í Karíbahafinu Vill senda danska hermenn til Grænlands Allra augu á Íslandi og Atlantshafinu Ásælni Trumps í Grænland og skuggaskip Rússa Víða truflanir í Evrópu vegna snjókomu Gerðu áhlaup á rússneskt skuggaskip í efnahagslögsögu Íslands Rússar senda herskip til móts við olíuskip elt af Bandaríkjunum Segir Venesúela munu afhenda Bandaríkjunum milljónir tunna af olíu Útiloka ekki að beita hernum í Grænlandi „Stórt framfaraskref“ Sjá meira