Eftir sjö töp í röð tókst Leicester að vinna Tottenham Ágúst Orri Arnarson skrifar 26. janúar 2025 16:00 Jamie Vardy skoraði jöfnunarmarkið fyrir Leicester mjög snemma í seinni hálfleik. Alex Pantling/Getty Images Eftir sjö tapleiki í röð í ensku úrvalsdeildinni vann Leicester 2-1 á útivelli gegn Tottenham. Brentford sótti 2-1 sigur á sama tíma gegn Crystal Palace á Selhurst Park. Tottenham tók forystuna á 33. mínútu þegar Pedro Porro sendi fyrirgjöf á fjærstöngina sem Richarlison stangaði í netið. Þetta var annað mark hans í jafnmörgum deildarleikjum. This was Richarlison’s reply to a fan asking about Spurs’ recent form on TikTok…And he went on to score the opening goal in today's match against Leicester! pic.twitter.com/Jv7oTiiDnc— Premier League (@premierleague) January 26, 2025 Heimamenn héldu því inn í hálfleik með forystuna en það breyttist fljótt því Leicester jafnaði í upphafi seinni hálfleiks, aðeins 58 sekúndum eftir að hann hófst. Jamie Vardy var þar á ferð með sitt sjöunda deildarmark á tímabilinu eftir, potaði boltanum yfir línuna eftir klafs í teignum. Jamie Vardy is never going to miss from there 😅The scores are level in north London 🤝#TOTLEI pic.twitter.com/D25T0aDRo2— Premier League (@premierleague) January 26, 2025 Það var skammt stórra högga á milli fyrir heimamenn því aðeins þremur mínútum síðar lentu þeir undir. Bilal El Khannouss skoraði markið með laglegu innanfótarskoti rétt fyrir utan teig. Það sem eftir lifði leiks tókst Leicester að verja forystuna, með kjafti og klóm og fimm gulum spjöldum. Sigurinn tók Leicester upp í 17. sæti deildarinnar, tveimur sætum neðar og sjö stigum á eftir Tottenham. Crystal Palace - Brentford 1-2 Brentford sótti þrjú stig á Selhurst Park og Bryan Mbuemo tókst að halda vítanýtingu sinni fullkominni. Eftir markalausan og tíðindalítinn fyrri hálfleik fékk Brentford vítaspyrnu dæmda á 62. mínútu þegar Maxence Lacroix fór með takkana hátt á loft inni í eigin vítateig. Bryan Mbuemo steig á punktinn og skaut í stöngina, en hann fékk að endurtaka spyrnuna þegar myndbandsdómarinn benti á að leikmenn Crystal Palace hefðu lagt of snemma af stað í árás á frákastið. Mbuemo skoraði svo í annarri tilraun. Faultless from the spot 💯Bryan Mbeumo has scored all nine of his Premier League penalties 👉😀#CRYBRE pic.twitter.com/7fDYCkkgET— Premier League (@premierleague) January 26, 2025 Heimamenn voru afar ósáttir með ákvörðun dómarans og markmaðurinn Dean Henderson fékk gult spjald fyrir að sparka boltanum upp í stúku í átt að stuðningsmönnum Brentford. Kevin Schade bætti öðru marki við áhugaverðan hátt á 80. mínútu, skallaði boltann með gagnauganu og þurfti aðhlynningu sjúkraþjálfara eftir á. En sem betur fer fyrir Brentford endaði boltinn í netinu því Crystal Palace skoraði aðeins fimm mínútum síðar. Romain Esse var þar á ferð eftir stoðsendingu Daniels Munoz. Palace kom jöfnunarmarki ekki að þrátt fyrir níu mínútna uppbótartíma og Brentford fór með 1-2 sigur. Liðin sitja í ellefta og tólfta sæti deildarinnar en Brentford er með 31 stig og fjögurra stiga forystu á Crystal Palace eftir sigurinn í leik dagsins, sem var hluti af 23. umferð deildarinnar. Enski boltinn Mest lesið Stjórnin leyst frá störfum eftir að tólf ára drengur drukknaði Sport Ekkert bit í snáknum: „Hörmulegur og ætti að hætta“ Sport Daninn skaut Man. United upp fyrir Liverpool Enski boltinn Má mæta í bláum gallabuxum: „Skáksambandið gerir bara það sem Magnus biður um“ Sport Samþykkja hvern Rússann á fætur öðrum inn á Ólympíuleikana Sport Synir Diogo Jota leiða leikmenn út á Anfield Enski boltinn Stoltur af stráknum en ætlar ekki að kaupa hann aftur Handbolti „Þú birtir falsfrétt um mig, þú ert í banni“ Fótbolti Haaland stóðst vigtun eftir jólin Enski boltinn Mo Salah tryggði Egyptum sigur annan leikinn í röð Fótbolti Fleiri fréttir „Við eigum heima í Evrópu“ Daninn skaut Man. United upp fyrir Liverpool Amorim segir strákinn í frystinum vera framtíðin hjá Man. United Martinez með fyrirliðabandið og báðir Fletcher-bræðurnir á bekknum Havertz gæti snúið aftur á næstu dögum Alfons og Willum sáu tvö rauð spjöld fara á loft Synir Diogo Jota leiða leikmenn út á Anfield Cunha vill skemmta og Howe treystir leikmönnum United horfir til Þýskalands eftir höfnun Semenyo Haaland stóðst vigtun eftir jólin Hápunktarnir hingað til í enska boltanum Goðsögn fallin frá Kærður af knattspyrnusambandinu Bestu jólamörkin: Drogba, Scholes eða Giroud? Van de Ven bað Isak afsökunar: „Vildi ekki meiða hann“ Hvers vegna heillast stórliðin svo af Semenyo? Stewart, Snoop og Modric í eina sæng Vill ekki segja hversu lengi Bruno er frá Spyr hvort Guardiola stígi á vigtina Arsenal í undanúrslit eftir vító Man. Utd reyndi stíft en Semenyo kaus City „Tölfræðilega séð eiga þeir ekkert að vera í þessari stöðu“ Chelsea setur sig í samband við Semenyo Jiménez jafnaði bestu vítaskyttu sögunnar Slot mun sakna Isak í tvo mánuði eftir „glórulausa tæklingu“ Sjáðu „auma“ vítið sem skilaði Fulham sigri Fulham skildi Forest eftir við fallsvæðið Áfallið staðreynd og Isak búinn í aðgerð Fagnaði titli Liverpool sem óður maður um alla borg „Allir virðast elska hann“ Sjá meira
Tottenham tók forystuna á 33. mínútu þegar Pedro Porro sendi fyrirgjöf á fjærstöngina sem Richarlison stangaði í netið. Þetta var annað mark hans í jafnmörgum deildarleikjum. This was Richarlison’s reply to a fan asking about Spurs’ recent form on TikTok…And he went on to score the opening goal in today's match against Leicester! pic.twitter.com/Jv7oTiiDnc— Premier League (@premierleague) January 26, 2025 Heimamenn héldu því inn í hálfleik með forystuna en það breyttist fljótt því Leicester jafnaði í upphafi seinni hálfleiks, aðeins 58 sekúndum eftir að hann hófst. Jamie Vardy var þar á ferð með sitt sjöunda deildarmark á tímabilinu eftir, potaði boltanum yfir línuna eftir klafs í teignum. Jamie Vardy is never going to miss from there 😅The scores are level in north London 🤝#TOTLEI pic.twitter.com/D25T0aDRo2— Premier League (@premierleague) January 26, 2025 Það var skammt stórra högga á milli fyrir heimamenn því aðeins þremur mínútum síðar lentu þeir undir. Bilal El Khannouss skoraði markið með laglegu innanfótarskoti rétt fyrir utan teig. Það sem eftir lifði leiks tókst Leicester að verja forystuna, með kjafti og klóm og fimm gulum spjöldum. Sigurinn tók Leicester upp í 17. sæti deildarinnar, tveimur sætum neðar og sjö stigum á eftir Tottenham. Crystal Palace - Brentford 1-2 Brentford sótti þrjú stig á Selhurst Park og Bryan Mbuemo tókst að halda vítanýtingu sinni fullkominni. Eftir markalausan og tíðindalítinn fyrri hálfleik fékk Brentford vítaspyrnu dæmda á 62. mínútu þegar Maxence Lacroix fór með takkana hátt á loft inni í eigin vítateig. Bryan Mbuemo steig á punktinn og skaut í stöngina, en hann fékk að endurtaka spyrnuna þegar myndbandsdómarinn benti á að leikmenn Crystal Palace hefðu lagt of snemma af stað í árás á frákastið. Mbuemo skoraði svo í annarri tilraun. Faultless from the spot 💯Bryan Mbeumo has scored all nine of his Premier League penalties 👉😀#CRYBRE pic.twitter.com/7fDYCkkgET— Premier League (@premierleague) January 26, 2025 Heimamenn voru afar ósáttir með ákvörðun dómarans og markmaðurinn Dean Henderson fékk gult spjald fyrir að sparka boltanum upp í stúku í átt að stuðningsmönnum Brentford. Kevin Schade bætti öðru marki við áhugaverðan hátt á 80. mínútu, skallaði boltann með gagnauganu og þurfti aðhlynningu sjúkraþjálfara eftir á. En sem betur fer fyrir Brentford endaði boltinn í netinu því Crystal Palace skoraði aðeins fimm mínútum síðar. Romain Esse var þar á ferð eftir stoðsendingu Daniels Munoz. Palace kom jöfnunarmarki ekki að þrátt fyrir níu mínútna uppbótartíma og Brentford fór með 1-2 sigur. Liðin sitja í ellefta og tólfta sæti deildarinnar en Brentford er með 31 stig og fjögurra stiga forystu á Crystal Palace eftir sigurinn í leik dagsins, sem var hluti af 23. umferð deildarinnar.
Enski boltinn Mest lesið Stjórnin leyst frá störfum eftir að tólf ára drengur drukknaði Sport Ekkert bit í snáknum: „Hörmulegur og ætti að hætta“ Sport Daninn skaut Man. United upp fyrir Liverpool Enski boltinn Má mæta í bláum gallabuxum: „Skáksambandið gerir bara það sem Magnus biður um“ Sport Samþykkja hvern Rússann á fætur öðrum inn á Ólympíuleikana Sport Synir Diogo Jota leiða leikmenn út á Anfield Enski boltinn Stoltur af stráknum en ætlar ekki að kaupa hann aftur Handbolti „Þú birtir falsfrétt um mig, þú ert í banni“ Fótbolti Haaland stóðst vigtun eftir jólin Enski boltinn Mo Salah tryggði Egyptum sigur annan leikinn í röð Fótbolti Fleiri fréttir „Við eigum heima í Evrópu“ Daninn skaut Man. United upp fyrir Liverpool Amorim segir strákinn í frystinum vera framtíðin hjá Man. United Martinez með fyrirliðabandið og báðir Fletcher-bræðurnir á bekknum Havertz gæti snúið aftur á næstu dögum Alfons og Willum sáu tvö rauð spjöld fara á loft Synir Diogo Jota leiða leikmenn út á Anfield Cunha vill skemmta og Howe treystir leikmönnum United horfir til Þýskalands eftir höfnun Semenyo Haaland stóðst vigtun eftir jólin Hápunktarnir hingað til í enska boltanum Goðsögn fallin frá Kærður af knattspyrnusambandinu Bestu jólamörkin: Drogba, Scholes eða Giroud? Van de Ven bað Isak afsökunar: „Vildi ekki meiða hann“ Hvers vegna heillast stórliðin svo af Semenyo? Stewart, Snoop og Modric í eina sæng Vill ekki segja hversu lengi Bruno er frá Spyr hvort Guardiola stígi á vigtina Arsenal í undanúrslit eftir vító Man. Utd reyndi stíft en Semenyo kaus City „Tölfræðilega séð eiga þeir ekkert að vera í þessari stöðu“ Chelsea setur sig í samband við Semenyo Jiménez jafnaði bestu vítaskyttu sögunnar Slot mun sakna Isak í tvo mánuði eftir „glórulausa tæklingu“ Sjáðu „auma“ vítið sem skilaði Fulham sigri Fulham skildi Forest eftir við fallsvæðið Áfallið staðreynd og Isak búinn í aðgerð Fagnaði titli Liverpool sem óður maður um alla borg „Allir virðast elska hann“ Sjá meira