Innherji

Grænar fjár­festingar eins stærsta líf­eyris­sjóðsins undir tveimur milljörðum í fyrra

Hörður Ægisson skrifar
Ólafur Sigurðsson, framkvæmdastjóri Birtu, en lífeyrissjóðurinn hefur sett sér það markmið að um átta prósent af eignasafni sjóðsins verði í grænum fjárfestingum tengdum markmiðum um kolefnishlutleysi fyrir lok árs 2030.
Ólafur Sigurðsson, framkvæmdastjóri Birtu, en lífeyrissjóðurinn hefur sett sér það markmið að um átta prósent af eignasafni sjóðsins verði í grænum fjárfestingum tengdum markmiðum um kolefnishlutleysi fyrir lok árs 2030.

Stærstu lífeyrissjóðum landsins, sem skrifuðu allir undir viljayfirlýsingu gagnvart alþjóðlegum samtökum seint á árinu 2021 um að auka verulega við umhverfissjálfbærar fjárfestingar sínar út þennan áratug, hefur gengið heldur hægt að bæta við nýfjárfestingar sjóðanna í slíkum verkefnum. Lífeyrissjóðurinn Birta, sem ætlar að þrefalda vægi grænna fjárfestinga í eignasafninu fyrir árslok 2030, fjárfesti fyrir minna en tvo milljarða í fyrra í verðbréfum sem uppfylla skilyrði samkomulagsins.


Tengdar fréttir

Umboðsádrepa

Umboðsskylda stjórna lífeyrissjóða er vel skilgreind að mínu mati og mér þykir það miður að Ársæll telji að í fjárfestingastefnu Birtu felist blönduð áform og umboðsvandi. Fjárfestingastefna Birtu er skrifuð fyrir sjóðfélaga, til að kalla fram umræðu og það er sjálfstætt fagnaðarefni að hún skuli vera í kastljósinu.

Enn um umboðsskyldu

Hætta er á að ESG fjárfestingar fórni hagsmunum umbjóðenda, til dæmis varðandi áhættudreifingu í safni. Fjárfestingastefna sem byggi á blönduðum ásetningi sé í raun ígildi þess að umboðsmaður láti greiðslu af hendi rakna frá umbjóðendum til þriðja manns. Það geti umboðsaðili ekki gert án þess að hafa skýrt umboð.

Umboðsskylda á pólitískum tímum

Fáum dylst að nú er COP26 nýlokið sem er ráðstefna 197 landa sem hafa undirgengist sáttmála á vegum Sameinuðu þjóðanna sem hefur að markmiði að „Preventing “dangerous” human interference with the climate system.“




Fleiri fréttir

Sjá meira


×