Innherji

Út­flutnings­félögin verma botns­ætin eftir mikla raun­gengis­styrkingu krónunnar

Hörður Ægisson skrifar
Að meðaltali eru félögin tuttugu sem Jakobsson Capital birtir reglulega verðmat á undirverðlögð um liðlega nítján prósent.
Að meðaltali eru félögin tuttugu sem Jakobsson Capital birtir reglulega verðmat á undirverðlögð um liðlega nítján prósent. Samsett

Það eru krefjandi tímar í atvinnulífinu um þessar mundir með hækkun raungengis og almennt meiri launahækkunum hér á landi síðustu ár en þekkist í öðrum löndum sem er glögglega farið að koma fram í uppgjörum útflutningsfyrirtækja og annarra félaga með tekjur í erlendri mynt. Áberandi er hvað þau fyrirtæki í Kauphöllinni, einkum sem eru sjávarútvegi, hafa skilað hvað lökustu ávöxtuninni á markaði undanfarna tólf mánuði.


Tengdar fréttir

Ekki „stórar áhyggjur“ af verðbólgunni þótt krónan kunni að gefa aðeins eftir

Þróunin í raunhagkerfinu er núna öll á þann veg að segjast nánast sömu sögu, hvort sem litið er til vinnu- eða húsnæðismarkaðar, um að hagkerfið sé kólna hraðar en áður, að sögn stjórnenda Seðlabankans, sem segja „planið vera að virka“ þótt það sé taka lengri tíma að ná niður verðbólgunni. Ekki er ástæða til að hafa „stórar áhyggjur“ af því fyrir verðbólguna þótt krónan kunni að gefa eftir á meðan það er slaki í hagkerfinu.

Skatta­hækkanir á út­flutnings­greinar mun líklega grafa undan raun­genginu

Áform stjórnvalda um aukna skattlagningu á helstu útflutningsgreinar landsins, einkum sjávarútveginn, mun ólíklega skila tekjum í samræmi við væntingar enda munu umsvifin og samkeppnishæfni minnka á sama tíma, að sögn hlutabréfagreinanda og hagfræðings, sem furðar sig á lítilli umræðu í þjóðfélaginu um stöðu okkar mikilvægustu atvinnuvega. Þvert á yfirlýstan tilgang þá sé líklegast að skattahækkanir á útflutningsatvinnuvegina muni draga úr kaupmætti og velmegun þegar á öllu er á botninn hvolft.

Lækka verðmat á Kald­vík um nærri þriðjung vegna óvissu og ytri áfalla

Erfiðar ytri aðstæður, minni framleiðsla og versnandi sjóðstaða ráða hvað mestu um að verðmatsgengið á Kaldvík hefur verið lækkað um nærri þrjátíu prósent, samkvæmt nýrri greiningu, en er samt enn nokkuð yfir núverandi markaðsgengi. Eldisfyrirtækið er núna verðlagt rétt undir bókfærðu eigin fé.

Margt gæti rétt­lætt vaxtalækkun ef ekki væri fyrir Ódys­seifska leiðsögn bankans

Hagtölur að undanförnu hafa sýnt veikan hagvöxt, minni verðbólgu en búist var við og raunverðslækkun fasteignaverðs og ef ekki væri fyrir Ódysseifska leiðsögn Seðlabankans þá hefði sú þróun „hæglega“ getað réttlætt 25 punkta vaxtalækkun í næstu viku, að mati aðalhagfræðings Kviku. Ekki er útilokað að nefndarmenn í peningastefnunefnd muni nýta færið á komandi fundi til að opna á vaxtalækkanir við fyrsta tækifæri.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×