Þjóðaröryggisráðgjafi skildi gögnin sín ítrekað eftir á glámbekk Sólrún Dögg Jósefsdóttir skrifar 27. janúar 2025 20:08 Landerholm og Ulf Kristersson forsætisráðherra Svíþjóðar eru vinir til margra ára og var tilnefning Landerholm í embættið því umdeild. EPA Henrik Landerholm, þjóðaröryggisráðgjafi Svíþjóðar, hefur sagt starfi sínu lausu eftir að lögregla opnaði rannsókn á hugsanlegum brotum hans í starfi. Landerholm er sagður hafa skilið háleynileg gögn eftir á hóteli og ítrekað gleymt gögnum á glámbekk í starfi sínu. Landerholm var tilnefndur í embættið fyrir tveimur árum en tilnefningin þótti umdeild vegna margra ára vináttu hans við Ulf Kristersson forsætisráðherra Svíþjóðar. Sænskir miðlar hafa undanfarnar vikur fjallað um hrakfarir Landerholm í starfi þjóðaröryggisráðgjafa. Honum er að auki gefið að sök að hafa skilið stílabók eftir í húsakynnum útvarpsstöðvar eftir að hann veitti viðtal. Þá er hann sagður hafa skilið farsímann sinn eftir í ungverska sendiráðinu í Svíþjóð í sólarhring. Atvikunum er lýst sem sérlega vandræðalegum fyrir Landerholm, sé litið á starfsvettvang hans. Ræstingarfólk fann gögnin Í umfjöllun Guardian um málið segir að Landerholm hafi skilið trúnaðargögn eftir í öryggisskáp á hóteli þar sem ráðstefna fór fram í mars 2023. Samkvæmt heimildum sænska miðilsins Dagens Nyheter hnaut ræstingarfólk hótelsins um gögnin eftir að Landerholm hafði yfirgefið svæðið og sá samstarfsmaður hans um að sækja þau á hótelið. Sami miðill greindi frá því að í desember 2022 hafi Landerholm gleymt farsíma sínum í ungverska sendiráðinu og síminn verið þar heila nótt. Á þeim tíma stóð Svíþjóð í aðildarviðræðum að Atlantshafsbandalaginu en yfirvöld í Ungverjalandi voru treg til að heimila inngöngu Svía í bandalagið. Síminn sendur með leigubíl á kaffihús Þá er Landerholm sagður hafa gleymt stílabók í húsakynnum sænska ríkisútvarpsins eftir að hann veitti stöðinni viðtal. Í það skipti kom enginn að sækja símann heldur var honum komið fyrir í plastpoka og pokinn sendur á kaffihús í Stokkhólmi með leigubíl, samkvæmt umfjöllun SR. Landerholm sendi frá sér yfirlýsingu í dag þar sem hann sagðist meðvitaður um að lögreglurannsókn hefði verið opnuð vegna atviksins á hótelinu. „Ég hef greint forsætisráðherra frá þessu og við erum sammála um að í ljósi aðstæðna get ég ekki lengur sinnt skyldum mínum og því segi ég af mér sem þjóðaröryggisráðgjafi,“ segir í yfirlýsingu Landerholm. Svíþjóð Mest lesið Bílstjórinn þrettán ára Innlent Föst í Portúgal: „Siðlaust“ að fljúga vélunum út í morgun Innlent Orrustuþotur yfir Borgundarhólmi og drónar trufla flug í Noregi Erlent Fyrrverandi landgönguliði drap að minnsta kosti fjóra í Michigan Erlent „Virðist bitna á saklausum ferðamönnum“ Innlent Ekki erfitt að vera föst í 25 gráðum en ástæðan sorgleg Innlent Adams hættir og Cuomo og Mamdani skiptast á skotum Erlent „Óvænt og líka mjög leiðinlegt“ Innlent Vísað burtu af hóteli og svo handtekinn í sameign Innlent Fara yfir stöðuna vegna Play og skipuleggja sig Innlent Fleiri fréttir Adams hættir og Cuomo og Mamdani skiptast á skotum Fyrrverandi landgönguliði drap að minnsta kosti fjóra í Michigan Evrópusinnar héldu meirihluta í Moldóvu Orrustuþotur yfir Borgundarhólmi og drónar trufla flug í Noregi Fjöldi fórnarlamba eftir skothríð og íkveikju í kirkju mormóna Æðsti leiðtogi mormóna látinn Banna dróna yfir Danmörku Óttast úrbræðslu vegna rafmagnsleysis í kjarnorkuveri Sjálft lýðræðið undir er Moldóvar ganga til kosninga Vill fá Trump til að gefa Taívan upp á bátinn Segist hafa hafnað boði til einkaeyju Epsteins Árásir stóðu yfir í rúma tólf tíma Dróna- og skuggastríð í Evrópu: Hvað gengur Rússum til og hvað getur NATO gert? Sigar hernum á „hryðjuverkamenn“ í Portland Ráku starfsmenn FBI sem fóru á hnéð eftir morðið á Floyd Fundu leynilega sígarettuverksmiðju í neðanjarðarbyrgi Drónar sáust á flugi yfir herflugvelli í Danmörku og Noregi Ræningjar fjölmenntu með byssur og haka í skartgripabúð Musk, Thiel og Andrés nefndir í nýjum skjölum Epsteins Ætlar að peppa herforingjana á fundinum fordæmalausa Drónaútgerð?: Þingmaður hefur áhyggjur af rússneskum skipum við Færeyjar Fyrrverandi aðstoðarmaður forseta dæmdur fyrir njósnir Yfirgáfu salinn þegar Netanjahú hóf ræðu sína Tekinn af lífi fyrir að myrða stúlkubarn við „særingu“ Comey hvergi banginn þrátt fyrir ákæru Ekki hægt að staðfesta drónaflug við Álaborgarflugvöll Bandaríkjamenn sagðir vilja Tony Blair við stjórnvölinn á Gasa Segist ekki munu leyfa Ísrael að innlima Vesturbakkann Lofthelgi aftur lokað í Álaborg vegna drónaflugs James Comey ákærður vegna Rússarannsóknar Sjá meira
Landerholm var tilnefndur í embættið fyrir tveimur árum en tilnefningin þótti umdeild vegna margra ára vináttu hans við Ulf Kristersson forsætisráðherra Svíþjóðar. Sænskir miðlar hafa undanfarnar vikur fjallað um hrakfarir Landerholm í starfi þjóðaröryggisráðgjafa. Honum er að auki gefið að sök að hafa skilið stílabók eftir í húsakynnum útvarpsstöðvar eftir að hann veitti viðtal. Þá er hann sagður hafa skilið farsímann sinn eftir í ungverska sendiráðinu í Svíþjóð í sólarhring. Atvikunum er lýst sem sérlega vandræðalegum fyrir Landerholm, sé litið á starfsvettvang hans. Ræstingarfólk fann gögnin Í umfjöllun Guardian um málið segir að Landerholm hafi skilið trúnaðargögn eftir í öryggisskáp á hóteli þar sem ráðstefna fór fram í mars 2023. Samkvæmt heimildum sænska miðilsins Dagens Nyheter hnaut ræstingarfólk hótelsins um gögnin eftir að Landerholm hafði yfirgefið svæðið og sá samstarfsmaður hans um að sækja þau á hótelið. Sami miðill greindi frá því að í desember 2022 hafi Landerholm gleymt farsíma sínum í ungverska sendiráðinu og síminn verið þar heila nótt. Á þeim tíma stóð Svíþjóð í aðildarviðræðum að Atlantshafsbandalaginu en yfirvöld í Ungverjalandi voru treg til að heimila inngöngu Svía í bandalagið. Síminn sendur með leigubíl á kaffihús Þá er Landerholm sagður hafa gleymt stílabók í húsakynnum sænska ríkisútvarpsins eftir að hann veitti stöðinni viðtal. Í það skipti kom enginn að sækja símann heldur var honum komið fyrir í plastpoka og pokinn sendur á kaffihús í Stokkhólmi með leigubíl, samkvæmt umfjöllun SR. Landerholm sendi frá sér yfirlýsingu í dag þar sem hann sagðist meðvitaður um að lögreglurannsókn hefði verið opnuð vegna atviksins á hótelinu. „Ég hef greint forsætisráðherra frá þessu og við erum sammála um að í ljósi aðstæðna get ég ekki lengur sinnt skyldum mínum og því segi ég af mér sem þjóðaröryggisráðgjafi,“ segir í yfirlýsingu Landerholm.
Svíþjóð Mest lesið Bílstjórinn þrettán ára Innlent Föst í Portúgal: „Siðlaust“ að fljúga vélunum út í morgun Innlent Orrustuþotur yfir Borgundarhólmi og drónar trufla flug í Noregi Erlent Fyrrverandi landgönguliði drap að minnsta kosti fjóra í Michigan Erlent „Virðist bitna á saklausum ferðamönnum“ Innlent Ekki erfitt að vera föst í 25 gráðum en ástæðan sorgleg Innlent Adams hættir og Cuomo og Mamdani skiptast á skotum Erlent „Óvænt og líka mjög leiðinlegt“ Innlent Vísað burtu af hóteli og svo handtekinn í sameign Innlent Fara yfir stöðuna vegna Play og skipuleggja sig Innlent Fleiri fréttir Adams hættir og Cuomo og Mamdani skiptast á skotum Fyrrverandi landgönguliði drap að minnsta kosti fjóra í Michigan Evrópusinnar héldu meirihluta í Moldóvu Orrustuþotur yfir Borgundarhólmi og drónar trufla flug í Noregi Fjöldi fórnarlamba eftir skothríð og íkveikju í kirkju mormóna Æðsti leiðtogi mormóna látinn Banna dróna yfir Danmörku Óttast úrbræðslu vegna rafmagnsleysis í kjarnorkuveri Sjálft lýðræðið undir er Moldóvar ganga til kosninga Vill fá Trump til að gefa Taívan upp á bátinn Segist hafa hafnað boði til einkaeyju Epsteins Árásir stóðu yfir í rúma tólf tíma Dróna- og skuggastríð í Evrópu: Hvað gengur Rússum til og hvað getur NATO gert? Sigar hernum á „hryðjuverkamenn“ í Portland Ráku starfsmenn FBI sem fóru á hnéð eftir morðið á Floyd Fundu leynilega sígarettuverksmiðju í neðanjarðarbyrgi Drónar sáust á flugi yfir herflugvelli í Danmörku og Noregi Ræningjar fjölmenntu með byssur og haka í skartgripabúð Musk, Thiel og Andrés nefndir í nýjum skjölum Epsteins Ætlar að peppa herforingjana á fundinum fordæmalausa Drónaútgerð?: Þingmaður hefur áhyggjur af rússneskum skipum við Færeyjar Fyrrverandi aðstoðarmaður forseta dæmdur fyrir njósnir Yfirgáfu salinn þegar Netanjahú hóf ræðu sína Tekinn af lífi fyrir að myrða stúlkubarn við „særingu“ Comey hvergi banginn þrátt fyrir ákæru Ekki hægt að staðfesta drónaflug við Álaborgarflugvöll Bandaríkjamenn sagðir vilja Tony Blair við stjórnvölinn á Gasa Segist ekki munu leyfa Ísrael að innlima Vesturbakkann Lofthelgi aftur lokað í Álaborg vegna drónaflugs James Comey ákærður vegna Rússarannsóknar Sjá meira