Segir VAR ekki hafa þorað að snupra Oliver Smári Jökull Jónsson skrifar 27. janúar 2025 18:31 Leikmenn Arsenal mótmæltu rauða spjaldinu harðlega en Michael Oliver lét sér fátt um finnast. Vísir/Getty Ákvörðun dómara í leik Arsenal og Wolves að reka Myles Lewis-Skelly af velli hefur fengið mikla gagnrýni. Sérfræðingur Sky Sports segir VAR-dómara ekki hafa þorað að snúa ákvörðun Michael Oliver við. Arsenal vann torsóttan 1-0 sigur gegn Wolves í ensku úrvalsdeildinni um helgina. Riccardo Calafiori skoraði sigurmarkið skömmu eftir að Joao Gomes fékk rautt spjald í liði Wolves. Fyrr í leiknum fékk hinn ungi Myles Lewis-Skelly leikmaður Arsenal rautt spjald og sú ákvörðun dómarans Michael Oliver hefur mikið verið rædd eftir leik. Lewis-Skelly fékk beint rautt spjald fyrir að brjóta á Matt Doherty nálægt vítateig Wolves og voru flestir sem horfðu á leikinn gapandi hissa þegar Oliver tók upp rauða spjaldið. Ekki síst eftir að myndbandsdómarinn Darren England tilkynnti að dómurinn stæði óhaggaður þar sem Lewis-Skelly hafði sýnt „alvarlega grófan leik“. Dermot Gallagher, fyrrum dómari og núverandi sérfræðingur hjá Sky Sports, er ekki sammála þessu mati fyrrum kollega sinna. „Mér finnst hann vera að stoppa efnilega skyndisókn. Það er mín skoðun og aðrir dómarar sjá atvikið öðrum augum,“ sagði Gallagher en hann dæmdi í ensku úrvalsdeildinni á árunum 1992-2007. „Lewis-Skelly sér að Doherty er að komast af stað og forgangur hans er að stoppa hann snöggt og hann setur fótinn út. Þetta er ásetningur en ekki rautt spjald.“ „Teymið brást dómaranum“ Gallagher segir dóminn þó ekki eins slæman og flestir telja. „Þetta er ekki versta ákvörðun í heimi. Michael Oliver er að því að hann fari niður á hásinina hans. Ef það er það sem hann telur, þá er dómurum sagt að fari leikmaður með takkana niður á hásinar andstæðings þá sé það rautt spjald.“ „Fyrir mér, mér finnst þetta vera gult spjald fyrir að stoppa skyndisókn. Er þetta gróft? Er þetta illgjarnt? Ég held ekki.“ Myles Lewis-Skelly var steinhissa þegar Oliver lyfti rauða spjaldinu.Vísir/Getty Stephen Warnock, fyrrum leikmaður Liverpool, er sammála Gallagher um að brotið hafi ekki verðskuldað rautt spjald. „Ég held að þetta hafi verið röng ákvörðun. Þetta er spark í öklann meira en eitthvað annað. Þetta er ásetningsbrot, taktískt brot og eitthvað sem hann veit að hann þarf að gera til að stoppa sóknina. En það var engin illgirni í þessu.“ „Hann fer aðeins með takkana í hann en hann traðkar ekki á honum.“ Warnock hefur áhyggjur af viðbrögðum myndbandsdómara en Darren England var í VAR-herberginu á leiknum. Hann hefur áður komist í fréttirnar fyrir frammistöðu sína þar en hann var myndbandsdómari þegar mark Luis Diaz var dæmt af vegna samskiptaleysis dómarateymisins í leik Liverpool gegn Tottenham á síðustu leiktíð. „Stóra málið fyrir mér er af hverju VAR greip ekki inn í og af hverju þeir sögðu honum ekki að kíkja í skjáinn. Fyrir mér brást teymið dómaranum.“ „Michael Oliver er okkar besti dómari. VAR vildi ekki snúa þessum dómi við því hann er aðalmaðurinn og ég held að það sé ennþá einhver svoleiðis vitleysa í gangi. Það er ennþá verið að tala um þessa goggunarröð.“ Enski boltinn Mest lesið Skoðar sín mál eftir að stuðningsmenn kveiktu í vellinum Fótbolti Sjáðu mark Andra í leik sem gerði þjálfara hans æfan Enski boltinn „Ég er 43 ára og fyrsta manneskjan sem ég hringi í á morgnana er mamma“ Fótbolti Losa sig við goðsögn: „Var að frétta að ég verð sendur heim“ Körfubolti Liverpool með léttasta jólamánuðinn í ensku deildinni Enski boltinn Nýja treyjan sem fylgja á Íslandi inn á næsta stórmót Fótbolti Segir dökk ský yfir íslensku knattspyrnuhreyfingunni Íslenski boltinn Skotspónn eftir skelfilegt víti: „Verða að byggja stærri leikvang“ Fótbolti Ætla ekki í stríð: Daníel þarf ekki að óttast breytingar lengur Sport Spiluðu fótbolta í háloftunum og settu nýtt heimsmet Fótbolti Fleiri fréttir „Ég missti hárið“ Sjáðu mark Andra í leik sem gerði þjálfara hans æfan Öll hundrað mörk Haalands á hundrað sekúndum VARsjáin: Hlaupastíll Sigmundar og eina rifrildi Benna og Fannars Sjáðu hjólhest Romero og níu mörk í sigri City Liverpool með léttasta jólamánuðinn í ensku deildinni Lögreglumenn hefðu verið ákærðir vegna Hillsborough-slyssins Tryggði Tottenham stigið með hjólhestaspyrnu Sjóðheitur Andri Lucas áfram á skotskónum Sögulegt kvöld hjá Haaland endaði næstum því með algjöru klúðri Fyrrverandi enskur landsliðsmaður handtekinn grunaður um nauðgun FC Mávar færa Ólafi Jóhanni montrétt á FM Segir viðbrögð Salah eðlileg: „Ekki sá eini sem var óánægður“ Handtekinn á flugvelli grunaður um nauðgun „Ein leiðin að gera hann nógu fúlan til að heimta að fá að fara“ Segir að Wirtz hafi verið plataður til Liverpool Arsenal að fá Arnar og Bjarka þeirra í Ekvador Sheffield Wednesday fær aftur refsingu og er nú með mínus tíu stig Undirbýr Liverpool líf án Salah? Arsenal minnti á Víking: „Ég elska svona mörk“ Fantasýn: Flaug upp töfluna og fékk „jólabónus“ Útskýrði af hverju hann valdi ekki Salah í fyrsta sinn Sjáðu fíflaganginn hjá Paquetá: Fékk tvö gul með 54 sekúndna millibili Enn einn sigur Villa og Mávarnir á flugi Sanngjarnt jafntefli niðurstaðan Fyrsta deildarmark Isaks kom í langþráðum sigri „Mikilvægi Zirkzee fólst ekki bara í markinu“ Endurkomusigur United á Selhurst Park Sjáðu skallamark Andra Lucasar gegn Wrexham Segir að Dorgu sé að farast úr stressi í hvert sinn sem hann fær boltann Sjá meira
Arsenal vann torsóttan 1-0 sigur gegn Wolves í ensku úrvalsdeildinni um helgina. Riccardo Calafiori skoraði sigurmarkið skömmu eftir að Joao Gomes fékk rautt spjald í liði Wolves. Fyrr í leiknum fékk hinn ungi Myles Lewis-Skelly leikmaður Arsenal rautt spjald og sú ákvörðun dómarans Michael Oliver hefur mikið verið rædd eftir leik. Lewis-Skelly fékk beint rautt spjald fyrir að brjóta á Matt Doherty nálægt vítateig Wolves og voru flestir sem horfðu á leikinn gapandi hissa þegar Oliver tók upp rauða spjaldið. Ekki síst eftir að myndbandsdómarinn Darren England tilkynnti að dómurinn stæði óhaggaður þar sem Lewis-Skelly hafði sýnt „alvarlega grófan leik“. Dermot Gallagher, fyrrum dómari og núverandi sérfræðingur hjá Sky Sports, er ekki sammála þessu mati fyrrum kollega sinna. „Mér finnst hann vera að stoppa efnilega skyndisókn. Það er mín skoðun og aðrir dómarar sjá atvikið öðrum augum,“ sagði Gallagher en hann dæmdi í ensku úrvalsdeildinni á árunum 1992-2007. „Lewis-Skelly sér að Doherty er að komast af stað og forgangur hans er að stoppa hann snöggt og hann setur fótinn út. Þetta er ásetningur en ekki rautt spjald.“ „Teymið brást dómaranum“ Gallagher segir dóminn þó ekki eins slæman og flestir telja. „Þetta er ekki versta ákvörðun í heimi. Michael Oliver er að því að hann fari niður á hásinina hans. Ef það er það sem hann telur, þá er dómurum sagt að fari leikmaður með takkana niður á hásinar andstæðings þá sé það rautt spjald.“ „Fyrir mér, mér finnst þetta vera gult spjald fyrir að stoppa skyndisókn. Er þetta gróft? Er þetta illgjarnt? Ég held ekki.“ Myles Lewis-Skelly var steinhissa þegar Oliver lyfti rauða spjaldinu.Vísir/Getty Stephen Warnock, fyrrum leikmaður Liverpool, er sammála Gallagher um að brotið hafi ekki verðskuldað rautt spjald. „Ég held að þetta hafi verið röng ákvörðun. Þetta er spark í öklann meira en eitthvað annað. Þetta er ásetningsbrot, taktískt brot og eitthvað sem hann veit að hann þarf að gera til að stoppa sóknina. En það var engin illgirni í þessu.“ „Hann fer aðeins með takkana í hann en hann traðkar ekki á honum.“ Warnock hefur áhyggjur af viðbrögðum myndbandsdómara en Darren England var í VAR-herberginu á leiknum. Hann hefur áður komist í fréttirnar fyrir frammistöðu sína þar en hann var myndbandsdómari þegar mark Luis Diaz var dæmt af vegna samskiptaleysis dómarateymisins í leik Liverpool gegn Tottenham á síðustu leiktíð. „Stóra málið fyrir mér er af hverju VAR greip ekki inn í og af hverju þeir sögðu honum ekki að kíkja í skjáinn. Fyrir mér brást teymið dómaranum.“ „Michael Oliver er okkar besti dómari. VAR vildi ekki snúa þessum dómi við því hann er aðalmaðurinn og ég held að það sé ennþá einhver svoleiðis vitleysa í gangi. Það er ennþá verið að tala um þessa goggunarröð.“
Enski boltinn Mest lesið Skoðar sín mál eftir að stuðningsmenn kveiktu í vellinum Fótbolti Sjáðu mark Andra í leik sem gerði þjálfara hans æfan Enski boltinn „Ég er 43 ára og fyrsta manneskjan sem ég hringi í á morgnana er mamma“ Fótbolti Losa sig við goðsögn: „Var að frétta að ég verð sendur heim“ Körfubolti Liverpool með léttasta jólamánuðinn í ensku deildinni Enski boltinn Nýja treyjan sem fylgja á Íslandi inn á næsta stórmót Fótbolti Segir dökk ský yfir íslensku knattspyrnuhreyfingunni Íslenski boltinn Skotspónn eftir skelfilegt víti: „Verða að byggja stærri leikvang“ Fótbolti Ætla ekki í stríð: Daníel þarf ekki að óttast breytingar lengur Sport Spiluðu fótbolta í háloftunum og settu nýtt heimsmet Fótbolti Fleiri fréttir „Ég missti hárið“ Sjáðu mark Andra í leik sem gerði þjálfara hans æfan Öll hundrað mörk Haalands á hundrað sekúndum VARsjáin: Hlaupastíll Sigmundar og eina rifrildi Benna og Fannars Sjáðu hjólhest Romero og níu mörk í sigri City Liverpool með léttasta jólamánuðinn í ensku deildinni Lögreglumenn hefðu verið ákærðir vegna Hillsborough-slyssins Tryggði Tottenham stigið með hjólhestaspyrnu Sjóðheitur Andri Lucas áfram á skotskónum Sögulegt kvöld hjá Haaland endaði næstum því með algjöru klúðri Fyrrverandi enskur landsliðsmaður handtekinn grunaður um nauðgun FC Mávar færa Ólafi Jóhanni montrétt á FM Segir viðbrögð Salah eðlileg: „Ekki sá eini sem var óánægður“ Handtekinn á flugvelli grunaður um nauðgun „Ein leiðin að gera hann nógu fúlan til að heimta að fá að fara“ Segir að Wirtz hafi verið plataður til Liverpool Arsenal að fá Arnar og Bjarka þeirra í Ekvador Sheffield Wednesday fær aftur refsingu og er nú með mínus tíu stig Undirbýr Liverpool líf án Salah? Arsenal minnti á Víking: „Ég elska svona mörk“ Fantasýn: Flaug upp töfluna og fékk „jólabónus“ Útskýrði af hverju hann valdi ekki Salah í fyrsta sinn Sjáðu fíflaganginn hjá Paquetá: Fékk tvö gul með 54 sekúndna millibili Enn einn sigur Villa og Mávarnir á flugi Sanngjarnt jafntefli niðurstaðan Fyrsta deildarmark Isaks kom í langþráðum sigri „Mikilvægi Zirkzee fólst ekki bara í markinu“ Endurkomusigur United á Selhurst Park Sjáðu skallamark Andra Lucasar gegn Wrexham Segir að Dorgu sé að farast úr stressi í hvert sinn sem hann fær boltann Sjá meira