City búið að eyða meira en öll hin liðin til samans Smári Jökull Jónsson skrifar 28. janúar 2025 07:01 Omar Marmoush er nýgenginn til liðs við Manchester City fyrir tæplega 60 milljónir punda. Vísir/Getty Tæp vika er þar til enski félagaskiptaglugginn lokar. Nú þegar hafa liðin í ensku úrvalsdeildinni eytt meira en tvöfaldri þeirri upphæð sem eytt var í janúar í fyrra. Félagaskiptaglugginn í Englandi lokar mánudagskvöldið 3. febrúar en oftar en ekki er fjörið töluvert þegar líða fer að lokum gluggans. Fjölmargir leikmenn eru orðaðir við skipti á milli félaga og verður forvitnilegt að sjá hvaða breytingar verða á leikmannahópum liðanna á næstu dögum. Nú þegar tæp vika er þar til félagaskiptaglugginn lokar hafa liðin í ensku úrvalsdeildinni nú þegar eytt rúmlega tvöfaldri þeirri upphæð sem eytt var allan janúargluggan í fyrra. Í janúar árið 2024 eyddu félögin samtals 90 milljónum punda en á þessu ári hafa þau eytt 247 milljónum punda. Langt frá metinu Eitt lið sker sig úr hvað þetta varðar. Það eru meistarar Manchester City sem hafa eytt um 125 milljónum punda í þessum mánuði, meira en öll hin liðin í deildinni til samans. City fékk varnarmanninn Abdukodir Khusanov frá Lens, framherjann Omar Marmoush frá Frankfurt og suðurameríkumennina Vitor Reis og Claudio Echeverri frá Palmeiras og River Plate. Þetta er í fyrsta sinn síðan árið 2018 sem félagið eyðir hárri fjárhæð í janúar en þá keypti City varnarmanninn Aymeric Laporte frá Athletic Bilbao. Mest hafa ensku liðin eytt 840 milljónum punda í janúarglugganum en það var árið 2023 þegar Chelsea borgaði meðal annars tæplega 200 milljónir punda fyrir Enzo Fernandez og Mykhailo Mudryk. Enska deildin í sérflokki Líkt og vanalega er það lið ensku deildarinnar sem eyða mest allra í Evrópu. Liðin í Ligue 1 í Frakklandi hafa samtals borgað 106 milljónir fyrir leikmenn í janúar og helmingur þeirrar upphæðar eru 59 milljónir punda sem PSG borgaði fyrir Kvicha Kvaratskhelia. Spænsku liðin hafa verið afskaplega róleg og aðeins eytt 2 milljónum punda, minna en League 1 félagið Huddersfield sem borgaði 4 milljónir punda fyrir framherjann Joe Taylor. Mest lesið Sturluð staðreynd um afrek Eyglóar Sport Úlfarnir unnu United aftur Enski boltinn Segir Akureyri á hjara veraldar og varð hugfanginn í Sjallanum Sport Kallaði sig hálfvita eftir áreksturinn Formúla 1 Frestuðu fögnuði Liverpool með sýningu Enski boltinn Krakkarnir sem gætu fengið sénsinn hjá Amorim Enski boltinn Dagskráin í dag: Formúla 1 og NBA á Páskasunnudegi Sport Ancelotti segir engin illindi milli sín og forsetans Fótbolti Neto hetja Chelsea á síðustu stundu Enski boltinn Doncic og James byrjuðu á tapi á heimavelli Körfubolti Fleiri fréttir Neto hetja Chelsea á síðustu stundu Í beinni: Ipswich - Arsenal | Búnir að stimpla sig út? Í beinni: Man. Utd - Wolves | Tvítugur nýliði byrjar hjá United Krakkarnir sem gætu fengið sénsinn hjá Amorim Meiddur Ramsey stýrir Cardiff út tímabilið Guardiola segir Meistaradeildarsæti vera nóg Dýrlingarnir nældu í stig og jöfnuðu slakasta árangur sögunnar Stórsigur Villa galopnar baráttuna um Meistaradeildarsæti City nálgast sæti í Meistaradeild Evrópu Leeds og Burnley skrefi nær ensku úrvalsdeildinni James missir af mikilvægum leikjum meðan Chelsea eltir fernuna „Því miður verðið þið að þola mig aðeins lengur“ Fjöldi stuðningsmanna Man. United fór of snemma af vellinum í gærkvöldi Arne Slot: Samningarnir við Van Dijk og Salah sýna okkar metnað Ætlar að nota krakka í síðustu leikjum Man. United í ensku deildinni Van Dijk fær 68 milljónir á viku Hálf úrvalsdeildin á eftir Delap Van de Ven: Tottenham vill vinna Evrópudeildina fyrir Postecoglou Van Dijk skrifaði undir nýjan samning við Liverpool Newcastle upp í þriðja sætið Onana byrjar gegn Lyon en tímabilinu lokið hjá Zirkzee Van Dijk býst við mjög viðburðaríku sumri hjá Liverpool Chelsea eyddi tíu milljörðum í umboðsmenn Lélegasta lið Man United frá upphafi ensku úrvalsdeildarinnar Þjálfari Newcastle að jafna sig eftir lungnabólgu Rory vill veita leikmönnum Man United innblástur Stjórinn fór á barinn með stuðningsmönnunum eftir leik „Einbeitum okkur að fimmtudeginum“ Slæmur dagur hjá Rauðu djöflunum á St. James Park Náðu ekki tveimur titlum á tveimur dögum Sjá meira
Félagaskiptaglugginn í Englandi lokar mánudagskvöldið 3. febrúar en oftar en ekki er fjörið töluvert þegar líða fer að lokum gluggans. Fjölmargir leikmenn eru orðaðir við skipti á milli félaga og verður forvitnilegt að sjá hvaða breytingar verða á leikmannahópum liðanna á næstu dögum. Nú þegar tæp vika er þar til félagaskiptaglugginn lokar hafa liðin í ensku úrvalsdeildinni nú þegar eytt rúmlega tvöfaldri þeirri upphæð sem eytt var allan janúargluggan í fyrra. Í janúar árið 2024 eyddu félögin samtals 90 milljónum punda en á þessu ári hafa þau eytt 247 milljónum punda. Langt frá metinu Eitt lið sker sig úr hvað þetta varðar. Það eru meistarar Manchester City sem hafa eytt um 125 milljónum punda í þessum mánuði, meira en öll hin liðin í deildinni til samans. City fékk varnarmanninn Abdukodir Khusanov frá Lens, framherjann Omar Marmoush frá Frankfurt og suðurameríkumennina Vitor Reis og Claudio Echeverri frá Palmeiras og River Plate. Þetta er í fyrsta sinn síðan árið 2018 sem félagið eyðir hárri fjárhæð í janúar en þá keypti City varnarmanninn Aymeric Laporte frá Athletic Bilbao. Mest hafa ensku liðin eytt 840 milljónum punda í janúarglugganum en það var árið 2023 þegar Chelsea borgaði meðal annars tæplega 200 milljónir punda fyrir Enzo Fernandez og Mykhailo Mudryk. Enska deildin í sérflokki Líkt og vanalega er það lið ensku deildarinnar sem eyða mest allra í Evrópu. Liðin í Ligue 1 í Frakklandi hafa samtals borgað 106 milljónir fyrir leikmenn í janúar og helmingur þeirrar upphæðar eru 59 milljónir punda sem PSG borgaði fyrir Kvicha Kvaratskhelia. Spænsku liðin hafa verið afskaplega róleg og aðeins eytt 2 milljónum punda, minna en League 1 félagið Huddersfield sem borgaði 4 milljónir punda fyrir framherjann Joe Taylor.
Mest lesið Sturluð staðreynd um afrek Eyglóar Sport Úlfarnir unnu United aftur Enski boltinn Segir Akureyri á hjara veraldar og varð hugfanginn í Sjallanum Sport Kallaði sig hálfvita eftir áreksturinn Formúla 1 Frestuðu fögnuði Liverpool með sýningu Enski boltinn Krakkarnir sem gætu fengið sénsinn hjá Amorim Enski boltinn Dagskráin í dag: Formúla 1 og NBA á Páskasunnudegi Sport Ancelotti segir engin illindi milli sín og forsetans Fótbolti Neto hetja Chelsea á síðustu stundu Enski boltinn Doncic og James byrjuðu á tapi á heimavelli Körfubolti Fleiri fréttir Neto hetja Chelsea á síðustu stundu Í beinni: Ipswich - Arsenal | Búnir að stimpla sig út? Í beinni: Man. Utd - Wolves | Tvítugur nýliði byrjar hjá United Krakkarnir sem gætu fengið sénsinn hjá Amorim Meiddur Ramsey stýrir Cardiff út tímabilið Guardiola segir Meistaradeildarsæti vera nóg Dýrlingarnir nældu í stig og jöfnuðu slakasta árangur sögunnar Stórsigur Villa galopnar baráttuna um Meistaradeildarsæti City nálgast sæti í Meistaradeild Evrópu Leeds og Burnley skrefi nær ensku úrvalsdeildinni James missir af mikilvægum leikjum meðan Chelsea eltir fernuna „Því miður verðið þið að þola mig aðeins lengur“ Fjöldi stuðningsmanna Man. United fór of snemma af vellinum í gærkvöldi Arne Slot: Samningarnir við Van Dijk og Salah sýna okkar metnað Ætlar að nota krakka í síðustu leikjum Man. United í ensku deildinni Van Dijk fær 68 milljónir á viku Hálf úrvalsdeildin á eftir Delap Van de Ven: Tottenham vill vinna Evrópudeildina fyrir Postecoglou Van Dijk skrifaði undir nýjan samning við Liverpool Newcastle upp í þriðja sætið Onana byrjar gegn Lyon en tímabilinu lokið hjá Zirkzee Van Dijk býst við mjög viðburðaríku sumri hjá Liverpool Chelsea eyddi tíu milljörðum í umboðsmenn Lélegasta lið Man United frá upphafi ensku úrvalsdeildarinnar Þjálfari Newcastle að jafna sig eftir lungnabólgu Rory vill veita leikmönnum Man United innblástur Stjórinn fór á barinn með stuðningsmönnunum eftir leik „Einbeitum okkur að fimmtudeginum“ Slæmur dagur hjá Rauðu djöflunum á St. James Park Náðu ekki tveimur titlum á tveimur dögum Sjá meira