Íbúðirnar eru í fallegu lyftu húsi við Tryggagötu 16 sem var byggt árið 1936. Tveir inngangur eru í húsið, frá jarðhæð við Tryggvagötu og frá annarri hæð við Vesturgötu.
New York Loft -stíll
Fyrri eignin er 92 fermetrar að stærð og hönnuð í svo kölluðum New York Loft - stíl.
Alrýmið er opið með mikilli lofthæð og veglegum burðarsúlum sem setja mikinn karakter á rýmið. Stór spegill með stál römmum stelur senunni í stofunni og stækkar rýmið í senn. Í eldhúsinu má sjá fallega súkkulaðibrúna viðarinnrétting, sem nær yfir allan vegginn, með steinplötu á borðum.
Í íbúðinni er eitt svefnherbergi og eitt baðherbergi. Ásett verð er 79,9 milljónir.
Nánari upplýsingar á fasteignavef Vísis.




Ljósir litatónar og viðarloft
Seinni Íbúðin er stærri, eða um 104 fermetrar að stærð, og skiptist í stofu, borðstofu, eldhús, tvö rúmgóð svefnherbergi, baðherbergi með baðkari og sturtu, og þvottahús.
Alrýmið er rúmgott og er með fallegu útsýni yfir Reykjavíkurhöfn. Í eldhúsinu er nýleg innrétting í brúngráum lit með stein á borðum. Ásett verð er 88, 5 milljónir.
Nánari upplýsingar á fasteignavef Vísis.




