Æfðu viðbrögð við svörtustu sviðsmyndinni Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 28. janúar 2025 20:01 Runólfur Þórhallsson og Guðmundur Arnar Sigmundsson eru ánægðir með hvernig æfingin „Ísland ótengt“ tókst til í dag. Vísir/Bjarni Það er afar brýnt að kunna að bregðast við svörtustu sviðsmyndinni sem upp gæti komið ef netsamband við Ísland rofnar segir sviðstjóri hjá CERT-IS. Stefnt er að því að fara í raunprófanir til að æfa viðbragð við slíku ástandi og hvernig eina og takmarkaða varanetsamband Íslands um gervihnött yrði nýtt í neyð. Á annað hundrað sérfræðinga frá ýmsum fyrirtækjum og stofnunum komu saman á Hilton Hótel Nordica í dag á æfingunni „Ísland ótengt“ þar sem æfð voru viðbrögð við því ef sæstrengir myndu rofna til landsins. Sviðsstjóri hjá almannavörnum er ánægður með afrakstur dagsins sem sé mikilvægt skref í að auka áfallaþol og öryggi á Íslandi. Sjá einnig: „Algjört þjóðaröryggismál að hafa þetta í lagi“ „Við vorum að æfa svona á skrifborðsæfingu það ástand sem gæti komið upp ef það myndi stigmagnast að við værum að missa allt netsamband í gegnum sæstrengi við útlönd. Allt frá því að hafa þá alla í gangi í einu upp í að hægt og rólega duttu þeir allir út og Ísland varð hreinlega sambandslaust við umheiminn,“ segir Guðmundur Arnar Sigmundsson hjá netöryggissveit CERT-IS. „Hvort sem sambandsleysi kæmi upp vegna bilana, sem er mjög ólíklegt, eða náttúruhamfara, eða mannlegra mistaka við uppfærslu eða framkvæmdir, eða mannlegs ásetnings af því það er einhver að fremja hryðjuverk með því að taka kerfið niður, þá eru afleiðingarnar alltaf þær sömu. Afleiðingar sem við vorum að eiga við hér í dag,“ segir Guðmundur. Trúnaður ríkir um margt það sem skoðað var á æfingunni enda um viðkvæma innviði og þjóðaröryggismál að ræða. Fjórir megin sæstrengir liggja til Íslands og tryggja tengingu milli Íslands og umheimsins.Vísir „Við viljum fara í frekari raunprófanir á þessu ástandi, þar erum við að horfa á ólíklegustu en einmitt svörtustu sviðsmyndina og kunna að bregðast við henni,“ segir Guðmundur. „Hvernig myndum við þá nýta einu varaleið Íslands sem væri þá að nýta mjög takmarkað gangasamband í gegnum gervitungl. Hvernig gætum við þá forgangsraðað þessari umferð þannig að hún nýttist samfélaginu sem mestu í heild og þessum mikilvægu innviðum.“ Viðbúin ef stór áföll dynja á Runólfur Þórhallsson, sviðsstjóri almannavarnadeildar ríkislögreglustjóra, segir æfinguna hafa verið afar gagnlega. „Þetta er skref í vegferð til þess að auka áfallaþol og auka hér öryggi,“ segir Runólfur. „Í þessu samtali varð til ákveðin áhættugreining og hvernig við myndum bregðast við þessu ástandi. Grunnurinn í svona áhættugreiningu er þá að skoða hvernig bregðumst við við, hvaða mótvægisaðgerðir eru í boði, fá fólk til að hugsa um það og hugsa jafnvel út fyrir kassann. Hvernig látum við látið þjónustuna og samfélagið virka áfram þó að svona stór áföll dynji á okkur.“ Öryggismál á Grænlandi og Norðurslóðum voru meðal annars í brennidepli á fundi forsætisráðherra Danmerkur með Þýskalandskanslara í dag, en kanslarinn gerði auknar varnir sæstrengja við Eystrasalt meðal annars á blaðamannafundi í dag. Runólfur segist sjá tækifæri til aukinnar samvinnu með nágrannaríkjum hvað varðar varnir þeirra mikilvægu innviða sem sæstrengir eru. „Já alveg klárlega. Ríkislögreglustjóraembættið er í góðum samskiptum við öryggisþjónustur til dæmis á Norðurlöndum en aðrar öryggisþjónustur líka þannig við fáum góðar upplýsingar um það sem er að gerast,“ segir Runólfur. Öryggis- og varnarmál Sæstrengir Netöryggi Utanríkismál Mest lesið Hljóp inn í brennandi byggingu til að bjarga nágrannanum Innlent „Hættulegasti maður Noregs“ fannst látinn í fangaklefa Erlent Svona mun Suðurlandsbraut líta út Innlent Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Innlent Boðuð í þingsal á versta tíma: „Brynjar, þú ert nú meiri gaurinn!“ Innlent Róa á nýnasistamið í leit að ICE-liðum Erlent Hótaði málþófi vegna veiða sem tengdasonurinn stundar Innlent Sveitarstjóra ekki heimilt að banna hundahald Innlent Tæplega þrjátíu prósent Tesla Y þurftu í endurskoðun Innlent Helsta klappstýran sögð slegin yfir sálarástandi Trumps Erlent Fleiri fréttir Harma launalækkanir í fiskeldi á Vestfjörðum Myndbirtingar foreldra geti skapað hættu Óvissustigi lýst yfir vegna snjóflóðahættu „Muni ekki valda neinu öðru en umferðaröngþveiti“ „Mér þykir leiðinlegt að þetta gangi ekki betur“ Hafði aldrei heyrt um handbolta fyrr en hún kynntist handboltaóðu þjóðinni Auglýsa forskráningu í skóla í Grindavík Segir ekkert náttúrulögmál að bílasalar þurfi að velta hækkunum út í verðlagið Þrjár hlutu heiðursverðlaun Fimm handteknir grunaðir um skipulagðan þjófnað Ráðherra situr fyrir svörum, gleðitíðindi og konan sem hafði aldrei heyrt um handbolta Seinka sýningum fyrir leikinn Óbirt svör og starfslokin tekin fyrir Tæplega þrjátíu prósent Tesla Y þurftu í endurskoðun Mikil andstaða við nýtt 160 herbergja hótel á Laugarvatni Á fjórða hundrað vilja á lista Sjálfstæðisflokks í Reykjavík Hótaði málþófi vegna veiða sem tengdasonurinn stundar Svona mun Suðurlandsbraut líta út Kannast ekki við tilraunir til að stofna nýtt Vélfag Ljósið flytur í Grafarvog Launin lækkuð um 97 prósent en ekki afnumin „Við eigum ekki að vera hrædd við að taka umræðuna“ Pallborðið: Aðstoðarmenn, bæjarstjóri og viðskiptafræðingur Viðreisnarfélögum fjölgað um helming fyrir prófkjör Afi fór ekki yfir strikið með meintri rassskellingu Guðjón endurkjörinn og Simon líka Mannabreytingar samráðsfunda eins og tiltekt á jólakortalista Óttast vaxtahækkanir vegna sleggjunnar sem stjórnvöld „fengu í trýnið“ Verðbólgan eykst en loðnan gleður Bein útsending: Opinn fundur um áfallaþol Íslands Sjá meira
Á annað hundrað sérfræðinga frá ýmsum fyrirtækjum og stofnunum komu saman á Hilton Hótel Nordica í dag á æfingunni „Ísland ótengt“ þar sem æfð voru viðbrögð við því ef sæstrengir myndu rofna til landsins. Sviðsstjóri hjá almannavörnum er ánægður með afrakstur dagsins sem sé mikilvægt skref í að auka áfallaþol og öryggi á Íslandi. Sjá einnig: „Algjört þjóðaröryggismál að hafa þetta í lagi“ „Við vorum að æfa svona á skrifborðsæfingu það ástand sem gæti komið upp ef það myndi stigmagnast að við værum að missa allt netsamband í gegnum sæstrengi við útlönd. Allt frá því að hafa þá alla í gangi í einu upp í að hægt og rólega duttu þeir allir út og Ísland varð hreinlega sambandslaust við umheiminn,“ segir Guðmundur Arnar Sigmundsson hjá netöryggissveit CERT-IS. „Hvort sem sambandsleysi kæmi upp vegna bilana, sem er mjög ólíklegt, eða náttúruhamfara, eða mannlegra mistaka við uppfærslu eða framkvæmdir, eða mannlegs ásetnings af því það er einhver að fremja hryðjuverk með því að taka kerfið niður, þá eru afleiðingarnar alltaf þær sömu. Afleiðingar sem við vorum að eiga við hér í dag,“ segir Guðmundur. Trúnaður ríkir um margt það sem skoðað var á æfingunni enda um viðkvæma innviði og þjóðaröryggismál að ræða. Fjórir megin sæstrengir liggja til Íslands og tryggja tengingu milli Íslands og umheimsins.Vísir „Við viljum fara í frekari raunprófanir á þessu ástandi, þar erum við að horfa á ólíklegustu en einmitt svörtustu sviðsmyndina og kunna að bregðast við henni,“ segir Guðmundur. „Hvernig myndum við þá nýta einu varaleið Íslands sem væri þá að nýta mjög takmarkað gangasamband í gegnum gervitungl. Hvernig gætum við þá forgangsraðað þessari umferð þannig að hún nýttist samfélaginu sem mestu í heild og þessum mikilvægu innviðum.“ Viðbúin ef stór áföll dynja á Runólfur Þórhallsson, sviðsstjóri almannavarnadeildar ríkislögreglustjóra, segir æfinguna hafa verið afar gagnlega. „Þetta er skref í vegferð til þess að auka áfallaþol og auka hér öryggi,“ segir Runólfur. „Í þessu samtali varð til ákveðin áhættugreining og hvernig við myndum bregðast við þessu ástandi. Grunnurinn í svona áhættugreiningu er þá að skoða hvernig bregðumst við við, hvaða mótvægisaðgerðir eru í boði, fá fólk til að hugsa um það og hugsa jafnvel út fyrir kassann. Hvernig látum við látið þjónustuna og samfélagið virka áfram þó að svona stór áföll dynji á okkur.“ Öryggismál á Grænlandi og Norðurslóðum voru meðal annars í brennidepli á fundi forsætisráðherra Danmerkur með Þýskalandskanslara í dag, en kanslarinn gerði auknar varnir sæstrengja við Eystrasalt meðal annars á blaðamannafundi í dag. Runólfur segist sjá tækifæri til aukinnar samvinnu með nágrannaríkjum hvað varðar varnir þeirra mikilvægu innviða sem sæstrengir eru. „Já alveg klárlega. Ríkislögreglustjóraembættið er í góðum samskiptum við öryggisþjónustur til dæmis á Norðurlöndum en aðrar öryggisþjónustur líka þannig við fáum góðar upplýsingar um það sem er að gerast,“ segir Runólfur.
Öryggis- og varnarmál Sæstrengir Netöryggi Utanríkismál Mest lesið Hljóp inn í brennandi byggingu til að bjarga nágrannanum Innlent „Hættulegasti maður Noregs“ fannst látinn í fangaklefa Erlent Svona mun Suðurlandsbraut líta út Innlent Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Innlent Boðuð í þingsal á versta tíma: „Brynjar, þú ert nú meiri gaurinn!“ Innlent Róa á nýnasistamið í leit að ICE-liðum Erlent Hótaði málþófi vegna veiða sem tengdasonurinn stundar Innlent Sveitarstjóra ekki heimilt að banna hundahald Innlent Tæplega þrjátíu prósent Tesla Y þurftu í endurskoðun Innlent Helsta klappstýran sögð slegin yfir sálarástandi Trumps Erlent Fleiri fréttir Harma launalækkanir í fiskeldi á Vestfjörðum Myndbirtingar foreldra geti skapað hættu Óvissustigi lýst yfir vegna snjóflóðahættu „Muni ekki valda neinu öðru en umferðaröngþveiti“ „Mér þykir leiðinlegt að þetta gangi ekki betur“ Hafði aldrei heyrt um handbolta fyrr en hún kynntist handboltaóðu þjóðinni Auglýsa forskráningu í skóla í Grindavík Segir ekkert náttúrulögmál að bílasalar þurfi að velta hækkunum út í verðlagið Þrjár hlutu heiðursverðlaun Fimm handteknir grunaðir um skipulagðan þjófnað Ráðherra situr fyrir svörum, gleðitíðindi og konan sem hafði aldrei heyrt um handbolta Seinka sýningum fyrir leikinn Óbirt svör og starfslokin tekin fyrir Tæplega þrjátíu prósent Tesla Y þurftu í endurskoðun Mikil andstaða við nýtt 160 herbergja hótel á Laugarvatni Á fjórða hundrað vilja á lista Sjálfstæðisflokks í Reykjavík Hótaði málþófi vegna veiða sem tengdasonurinn stundar Svona mun Suðurlandsbraut líta út Kannast ekki við tilraunir til að stofna nýtt Vélfag Ljósið flytur í Grafarvog Launin lækkuð um 97 prósent en ekki afnumin „Við eigum ekki að vera hrædd við að taka umræðuna“ Pallborðið: Aðstoðarmenn, bæjarstjóri og viðskiptafræðingur Viðreisnarfélögum fjölgað um helming fyrir prófkjör Afi fór ekki yfir strikið með meintri rassskellingu Guðjón endurkjörinn og Simon líka Mannabreytingar samráðsfunda eins og tiltekt á jólakortalista Óttast vaxtahækkanir vegna sleggjunnar sem stjórnvöld „fengu í trýnið“ Verðbólgan eykst en loðnan gleður Bein útsending: Opinn fundur um áfallaþol Íslands Sjá meira