Segir Rússa hafa ætlað að ráða fleiri iðnaðarleiðtoga af dögum Samúel Karl Ólason skrifar 28. janúar 2025 20:45 Starfsmenn leyniþjónusta Bandaríkjanna og Þýskalands eru sagðir hafa komið í veg fyrir banatilræði gegn Armin Papperger, forstjóra eins stærsta hergagnaframleiðanda Evrópu. EPA/FRIEDEMANN VOGEL Einn forsvarsmanna Atlantshafsbandalagsins staðfesti í dag að Rússar hafi lagt á ráðin með að myrða Armin Papperger, framkvæmdastjóra þýska hergagnaframleiðandans Rheinmetall. Rússneskir útsendarar hefðu staðið að baki fjölmörgum skemmdarverkum og tilraunum til skemmdarverka í Evrópu á undanförnum árum, auk fleiri banatilræða. James Appathurai, aðstoðarframkvæmdastjóri NATO á sviði nýsköpunar, blandaðs hernaðar og tölvuvarna, sagði á fundi Evrópuþingsins í dag að meðal annars hefðu rússneskir útsendarar komið lestum af sporinu, staðið að íkveikjum, árásum á stjórnmálamenn og hefðu þar að auki ætlað sér að myrða fleiri en Papperger. Þetta var í fyrsta sinn sem banatilræðið er staðfest af embættismanni. Áhugasamir geta horft á upptöku af fundinum hér á vef Evrópuþingsins en hann var mjög langur. Sjá einnig: Rússar reyndu að ráða forstjóra Rheinmetall af dögum Starfsmenn leyniþjónusta Bandaríkjanna og Þýskalands eru sagðir hafa komið í veg fyrir að Papperger hafi verið myrtur en samkvæmt Politico sagði Appathurai að Rússar hafi ætlað sér að ráða fleiri evrópska iðnaðarleiðtoga af dögum. Rússar eru sagðir hafa reynt að nota glæpasamtök eða reynt að plata ungmenni eða farandfólk til að fremja skemmdarverk eða gera árásir. Appathurai sagði þessar árásir yfirleitt skipulagðar og framkvæmdar af vanhæfni en markmið þeirra væri skýrt. Það væri að valda óreiðu og grafa undan stuðningi við Úkraínu. Óásættanleg staða Appathurai sagði núverandi ástand óásættanlegt og að árásir og skemmdarverk hefðu aldrei verið eins tíð og nú. Upp væri komin umræða meðal bandamanna í NATO og á Vesturlöndum að sýna þyrfti meiri áræðni gagnvart þessum árásum og skemmdarverkum, eins og skemmdarverkum á sæstrengjum á Eystrasalti. Sjá einnig: Svíar leggja hald á skip vegna skemmda á sæstreng Appathurai nefndi sem dæmi að mögulega þyrfti að hætta að bíða eftir því að lögregla líkur rannsókn á skemmdarverkum sem slíkum áður en gripið er til aðgerða. Rannsóknir geti tekið maga mánuði. Samkvæmt frétt Reuters sagði Appathurai að hægt væri að leggja Rússum tilteknar línur og koma í veg fyrir árásir og vísaði hann sérstaklega til eldsprengja sem rússneskir útsendarar eru taldir hafa komið fyrir í flugvélum DHL og að það hefði verið stöðvað með því að senda skýr skilaboð til Moskvu. AP fréttaveitan segir að að minnsta kosti ellefu sæstrengir á Eystrasalti hafi orðið fyrir skemmdum frá því í október 2023. Þá ræddu blaðamenn fréttaveitunnar við embættismenn úr leyniþjónustum á Vesturlöndum sem segja að í einhverjum tilfellum sé líklega um slys að ræða. Ankeri séu að losna vegna slæms viðhalds og lélegra áhafna skipa og að rússneskir sæstrengir hafi einnig orðið fyrir skemmdum. NATO Evrópusambandið Rússland Innrás Rússa í Úkraínu Vladimír Pútín Tengdar fréttir Sakar Rússa um skipulagningu hryðjuverka Donald Tusk, forsætisráðherra Póllands, sakaði í dag Rússa um að hafa skipulagt hryðjuverkaárásir gegn flugvélögum víðsvegar um heiminn. Rússar hafa verið sakaðir um að senda eldsprengjur með flugvélum. 15. janúar 2025 14:24 Svíar séu hvorki í stríði né búi þeir við frið Svíþjóð er hvorki í stríði né býr það við frið, segir forsætisráðherrann Ulf Kristersson. Hann greindi frá því um helgina að Svíar myndu taka þátt í hertu eftirliti Atlantshafsbandalagsins á Eystrasalti. 13. janúar 2025 08:14 Segir Rússa undirbúa langvarandi átök við NATO Ríki Atlantshafsbandalagsins eru ekki undirbúin fyrir þá ógn sem stafar af Rússlandi til lengri tíma. Þörf væri á breyttu hugarfari meðal ráðamanna í NATO og auka þurfi fjárútlát til varnarmála. Það væri eina leiðin til að koma í veg fyrir stríð. 12. desember 2024 16:32 „Dögun þriðju kjarnorkualdarinnar er í vændum“ Æðsti hernaðarleiðtogi Bretlands segir heiminn hafa breyst og að hann sé flóknari. Þá segir hann að þriðja kjarnorkuöldin sé að hefjast og að hún yrði mun flóknari en þær fyrri. 5. desember 2024 23:53 Mest lesið Bein útsending: Konur streyma á Arnarhól Innlent Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Innlent Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Innlent Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Trump stendur loks við stóru orðin Erlent Blöskrar „vælið“ vegna Norðuráls Innlent Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Innlent Vara við vafasömum Excel-skjölum í umferð „bókstaflega út um allt“ Innlent Hóf störf of snemma eftir kvörtun vegna heimilisofbeldis Innlent Íslendingar meðal sakborninga en enginn í varðhaldi Innlent Fleiri fréttir Slepptu kynferðisbrotamanni fyrir mistök Fangelsaðir vegna íkveikju fyrir Wagner Vinstrikona gegn ESB og NATO líklegur næsti forseti Írlands Ætlar að flýta hernaðaruppbyggingu í Japan Musk kallar ráðherra heimskan og homma „Við ætlum að drepa þá. Þeir verða, sko, dauðir“ Kvennaverkfall að hefjast og breytingar á lánum Landsbankans Náðaði rafmyntamógúl sem hefur hjálpað rafmyntaveldi Trump Vilja að þunguðum konum verði líka heimilt að deyja Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Trump stendur loks við stóru orðin Trump slaufar öllum viðræðum við Kanada út af sjónvarpsauglýsingu sem fór fyrir brjóstið á honum Villur í dómum sömdum með aðstoð gervigreindar Belgar komu í veg fyrir samþykkt um nýtingu rússneskra eigna Verja kjarnorkuvopn sín á norðurslóðum með leynilegu eftirlitskerfi Sýknaður af öllum ákærum vegna „blóðuga sunnudagsins“ „Ísrael mun missa allan stuðning“ Annað safn rænt í Frakklandi um helgina Rannsaka „glæfraleg“ svikabrigsl fyrir andlát skákmeistarans unga Hafði varað við því að árásamaðurinn væri í lögreglubúning Gera ráð fyrir tugþúsundum á kosningafundum í Búdapest Mikill hiti í síðustu kappræðunum fyrir kosningar Leggur viðskiptaþvinganir á rússneska olíurisa Hafa drepið 34 í árásum á meinta smyglara Myndavélar sneru í ranga átt er gripunum var stolið Rannsaka jákvæð áhrif covid-bóluefnis á krabbameinssjúklinga Gerðu árás á leikskóla í Karkív Hegseth bannar nú samskipti við þingið Trump gæti veitt sjálfum sér tugi milljarða í bætur frá eigin stjórn Vísindamenn segja mikilvægt að vanda valið á þunglyndislyfjum Sextíu og þrír látnir eftir umferðarslys í Úganda Sjá meira
James Appathurai, aðstoðarframkvæmdastjóri NATO á sviði nýsköpunar, blandaðs hernaðar og tölvuvarna, sagði á fundi Evrópuþingsins í dag að meðal annars hefðu rússneskir útsendarar komið lestum af sporinu, staðið að íkveikjum, árásum á stjórnmálamenn og hefðu þar að auki ætlað sér að myrða fleiri en Papperger. Þetta var í fyrsta sinn sem banatilræðið er staðfest af embættismanni. Áhugasamir geta horft á upptöku af fundinum hér á vef Evrópuþingsins en hann var mjög langur. Sjá einnig: Rússar reyndu að ráða forstjóra Rheinmetall af dögum Starfsmenn leyniþjónusta Bandaríkjanna og Þýskalands eru sagðir hafa komið í veg fyrir að Papperger hafi verið myrtur en samkvæmt Politico sagði Appathurai að Rússar hafi ætlað sér að ráða fleiri evrópska iðnaðarleiðtoga af dögum. Rússar eru sagðir hafa reynt að nota glæpasamtök eða reynt að plata ungmenni eða farandfólk til að fremja skemmdarverk eða gera árásir. Appathurai sagði þessar árásir yfirleitt skipulagðar og framkvæmdar af vanhæfni en markmið þeirra væri skýrt. Það væri að valda óreiðu og grafa undan stuðningi við Úkraínu. Óásættanleg staða Appathurai sagði núverandi ástand óásættanlegt og að árásir og skemmdarverk hefðu aldrei verið eins tíð og nú. Upp væri komin umræða meðal bandamanna í NATO og á Vesturlöndum að sýna þyrfti meiri áræðni gagnvart þessum árásum og skemmdarverkum, eins og skemmdarverkum á sæstrengjum á Eystrasalti. Sjá einnig: Svíar leggja hald á skip vegna skemmda á sæstreng Appathurai nefndi sem dæmi að mögulega þyrfti að hætta að bíða eftir því að lögregla líkur rannsókn á skemmdarverkum sem slíkum áður en gripið er til aðgerða. Rannsóknir geti tekið maga mánuði. Samkvæmt frétt Reuters sagði Appathurai að hægt væri að leggja Rússum tilteknar línur og koma í veg fyrir árásir og vísaði hann sérstaklega til eldsprengja sem rússneskir útsendarar eru taldir hafa komið fyrir í flugvélum DHL og að það hefði verið stöðvað með því að senda skýr skilaboð til Moskvu. AP fréttaveitan segir að að minnsta kosti ellefu sæstrengir á Eystrasalti hafi orðið fyrir skemmdum frá því í október 2023. Þá ræddu blaðamenn fréttaveitunnar við embættismenn úr leyniþjónustum á Vesturlöndum sem segja að í einhverjum tilfellum sé líklega um slys að ræða. Ankeri séu að losna vegna slæms viðhalds og lélegra áhafna skipa og að rússneskir sæstrengir hafi einnig orðið fyrir skemmdum.
NATO Evrópusambandið Rússland Innrás Rússa í Úkraínu Vladimír Pútín Tengdar fréttir Sakar Rússa um skipulagningu hryðjuverka Donald Tusk, forsætisráðherra Póllands, sakaði í dag Rússa um að hafa skipulagt hryðjuverkaárásir gegn flugvélögum víðsvegar um heiminn. Rússar hafa verið sakaðir um að senda eldsprengjur með flugvélum. 15. janúar 2025 14:24 Svíar séu hvorki í stríði né búi þeir við frið Svíþjóð er hvorki í stríði né býr það við frið, segir forsætisráðherrann Ulf Kristersson. Hann greindi frá því um helgina að Svíar myndu taka þátt í hertu eftirliti Atlantshafsbandalagsins á Eystrasalti. 13. janúar 2025 08:14 Segir Rússa undirbúa langvarandi átök við NATO Ríki Atlantshafsbandalagsins eru ekki undirbúin fyrir þá ógn sem stafar af Rússlandi til lengri tíma. Þörf væri á breyttu hugarfari meðal ráðamanna í NATO og auka þurfi fjárútlát til varnarmála. Það væri eina leiðin til að koma í veg fyrir stríð. 12. desember 2024 16:32 „Dögun þriðju kjarnorkualdarinnar er í vændum“ Æðsti hernaðarleiðtogi Bretlands segir heiminn hafa breyst og að hann sé flóknari. Þá segir hann að þriðja kjarnorkuöldin sé að hefjast og að hún yrði mun flóknari en þær fyrri. 5. desember 2024 23:53 Mest lesið Bein útsending: Konur streyma á Arnarhól Innlent Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Innlent Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Innlent Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Trump stendur loks við stóru orðin Erlent Blöskrar „vælið“ vegna Norðuráls Innlent Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Innlent Vara við vafasömum Excel-skjölum í umferð „bókstaflega út um allt“ Innlent Hóf störf of snemma eftir kvörtun vegna heimilisofbeldis Innlent Íslendingar meðal sakborninga en enginn í varðhaldi Innlent Fleiri fréttir Slepptu kynferðisbrotamanni fyrir mistök Fangelsaðir vegna íkveikju fyrir Wagner Vinstrikona gegn ESB og NATO líklegur næsti forseti Írlands Ætlar að flýta hernaðaruppbyggingu í Japan Musk kallar ráðherra heimskan og homma „Við ætlum að drepa þá. Þeir verða, sko, dauðir“ Kvennaverkfall að hefjast og breytingar á lánum Landsbankans Náðaði rafmyntamógúl sem hefur hjálpað rafmyntaveldi Trump Vilja að þunguðum konum verði líka heimilt að deyja Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Trump stendur loks við stóru orðin Trump slaufar öllum viðræðum við Kanada út af sjónvarpsauglýsingu sem fór fyrir brjóstið á honum Villur í dómum sömdum með aðstoð gervigreindar Belgar komu í veg fyrir samþykkt um nýtingu rússneskra eigna Verja kjarnorkuvopn sín á norðurslóðum með leynilegu eftirlitskerfi Sýknaður af öllum ákærum vegna „blóðuga sunnudagsins“ „Ísrael mun missa allan stuðning“ Annað safn rænt í Frakklandi um helgina Rannsaka „glæfraleg“ svikabrigsl fyrir andlát skákmeistarans unga Hafði varað við því að árásamaðurinn væri í lögreglubúning Gera ráð fyrir tugþúsundum á kosningafundum í Búdapest Mikill hiti í síðustu kappræðunum fyrir kosningar Leggur viðskiptaþvinganir á rússneska olíurisa Hafa drepið 34 í árásum á meinta smyglara Myndavélar sneru í ranga átt er gripunum var stolið Rannsaka jákvæð áhrif covid-bóluefnis á krabbameinssjúklinga Gerðu árás á leikskóla í Karkív Hegseth bannar nú samskipti við þingið Trump gæti veitt sjálfum sér tugi milljarða í bætur frá eigin stjórn Vísindamenn segja mikilvægt að vanda valið á þunglyndislyfjum Sextíu og þrír látnir eftir umferðarslys í Úganda Sjá meira
Sakar Rússa um skipulagningu hryðjuverka Donald Tusk, forsætisráðherra Póllands, sakaði í dag Rússa um að hafa skipulagt hryðjuverkaárásir gegn flugvélögum víðsvegar um heiminn. Rússar hafa verið sakaðir um að senda eldsprengjur með flugvélum. 15. janúar 2025 14:24
Svíar séu hvorki í stríði né búi þeir við frið Svíþjóð er hvorki í stríði né býr það við frið, segir forsætisráðherrann Ulf Kristersson. Hann greindi frá því um helgina að Svíar myndu taka þátt í hertu eftirliti Atlantshafsbandalagsins á Eystrasalti. 13. janúar 2025 08:14
Segir Rússa undirbúa langvarandi átök við NATO Ríki Atlantshafsbandalagsins eru ekki undirbúin fyrir þá ógn sem stafar af Rússlandi til lengri tíma. Þörf væri á breyttu hugarfari meðal ráðamanna í NATO og auka þurfi fjárútlát til varnarmála. Það væri eina leiðin til að koma í veg fyrir stríð. 12. desember 2024 16:32
„Dögun þriðju kjarnorkualdarinnar er í vændum“ Æðsti hernaðarleiðtogi Bretlands segir heiminn hafa breyst og að hann sé flóknari. Þá segir hann að þriðja kjarnorkuöldin sé að hefjast og að hún yrði mun flóknari en þær fyrri. 5. desember 2024 23:53