Manchester United fær grænt ljóst fyrir Wembley norðursins Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 29. janúar 2025 08:01 Sir Jim Ratcliffe fyrir utan Old Trafford, heimavöll Manchester United. Hann vill byggja nýjan Old Trafford sem hann vill verði eins og Wembley norðursins. Getty/Peter Byrne Loksins góðar fréttir af Manchester United segja sumir en nú er kominn einhver gangur í stærsta verkefni félagsins sem er að byggja nýjan leikvang á Old Trafford svæðinu. United hafði fengið stuðning frá bresku ríkisstjórninni í byrjun vikunnar og í gær samþykkti Trafford hverfisráðið að huga að slíkum framkvæmdum. Það var lykilatriði að fá þetta græna ljós frá stjórnarfólki Trafford hverfisins. United ætlar sér ekki aðeins að byggja nýjan og glæsilegan leikvang heldur vill félagið stuðla að byggingu glæsilegs íbúa- og þjónustusvæðis í kringum leikvanginn. Þar koma yfirvöld á Trafford svæðinu náttúrulega sterk inn. #MUFC’s plans for a new 100,000 capacity stadium as centrepiece of a major regeneration project have been given a huge boost after the government threw their support behind the proposalsUnited CEO Omar Berrada welcomes Chancellor Rachel Reeves’ backinghttps://t.co/K2mfif6znR— James Ducker (@TelegraphDucker) January 26, 2025 Trafford ráðið ætlar nú að ráða ráðgjafarteymi sem mun vinna með enska úrvalsdeildarfélaginu og öðrum lykilaðilum til að skipuleggja svæðið. Markmiðið er að finna lausn sem hentar búum, fyrirtækjum, gestum og svo auðvitað Manchester United. Sir Jim Ratcliffe, hluteigandi hjá Manchester United, hefur verið með það á oddinum síðan hann kom inn á koma vallarmálum félagsins í dag. Old Trafford er komið til ára sinna og það er langt síðan að leikvangurinn var tekinn í gegn. Hann tekur vissulega 74 þúsund manns en það er margt í ólagi og upplifun áhorfenda alls ekki sú besta í deildinni. Það er vissulega möguleiki á að koma honum til nútímans en Ratcliffe vill ganga enn lengra. Ratcliffe vill byggja nýjan hundrað þúsund sæta leikvang á Old Trafford svæðinu og talaði um að byggja Wembley norðursins. Leikvangurinn gæti því einnig keppt við Wembley í London um stóra viðburði í enskum íþróttum auk þess að vera hannaður til að hýsa alls konar viðburði eins og tónleika og annað. 🚨MANCHESTER UNITED STADIUM PROJECT TAKES ANOTHER STEP CLOSER✅Council votes yes🏟️Hunt is now on for master planners👍Unanimous backing✒️https://t.co/Q7ETqdNsHI #mufc— Mike Keegan (@MikeKeegan_DM) January 28, 2025 Enski boltinn Mest lesið Pirraður Heimir: „Er þetta spurning?“ Fótbolti Haaland skoraði fimm í tíu marka sigri Noregs Fótbolti Uppgjörið: Frakkland - Ísland 2-1 | Grátlegt tap í París eftir hetjulega baráttu Fótbolti Arnar eftir tapið súra í París: „Hef þroskast svo mikið” Fótbolti Þungavigtin: Jói Kalli á Tene níu dögum fyrir bikarúrslitaleik Fótbolti Einkunnir Íslands: Andri Lucas bestur í grátlegu tapi í París Fótbolti Breiðablik hafnaði tilboði í Ágúst Orra Íslenski boltinn Sársvekktur Andri Lucas: „Ég eiginlega veit ekki hvað hann dæmir á“ Fótbolti Þungavigtin: Mike hefur miklar áhyggjur af því að KR falli í körfunni Körfubolti „Frammistaða sem við getum svo sannarlega byggt ofan á“ Fótbolti Fleiri fréttir Ange tekinn við Forest: „Hefur sýnt og sannað að hann geti unnið titla“ Liverpool hyggst fá Guéhi frítt Postecoglou að taka við Forest Nuno rekinn frá Forest Segir að treyja Man United sé þung byrði Man City og úrvalsdeildin náð sáttum varðandi auglýsingasamninga „Tottenham Hotspur er ekki til sölu“ Rúrik segir að Füllkrug vilji ekki láta laga tennurnar í sér Gyökeres vitni í réttarhöldum Segir að Liverpool-menn muni sennilega aldrei jafna sig á fráfalli Jota Orðin dýrust í sögu kvennaboltans Fantasýn: „Ekki kaupa Isak núna“ Levy var neyddur til að hætta Maðurinn sem keyrði á Liverpool stuðningsfólkið neitar sök Ein sú besta gæti snúið aftur eftir 20 mánaða fjarveru Gæti orðið fyrsti músliminn til að spila fyrir enska landsliðið Levy hættur hjá Tottenham eftir 25 ár í starfi Mo Salah var ekki skemmt vegna færslu um fyrrum félaga Setti nýtt heimsmet í Liverpool treyjum Chiesa og Tel ekki valdir í Meistaradeild en Dowman gæti slegið met Liverpool eyddi meira en öll sádi-arabíska deildin til samans Rauðu djöflarnir horfa til framtíðar með nýjum markverði Sunnudagsmessan: Fylltu í eyðurnar Guardiola fer ótroðnar slóðir með Donnarumma milli stanganna Grimsby notaði ólöglegan leikmann gegn United en slapp með sekt Biturðin lak af tilkynningu um Isak Man. City seldi markvörð og lánaði varnarmann Pressan gríðarleg eftir eyðslu sumarsins „Sjáum af hverju hann er að reyna koma honum í liðið“ Isak dýrastur í sögu ensku úrvalsdeildarinnar Sjá meira
United hafði fengið stuðning frá bresku ríkisstjórninni í byrjun vikunnar og í gær samþykkti Trafford hverfisráðið að huga að slíkum framkvæmdum. Það var lykilatriði að fá þetta græna ljós frá stjórnarfólki Trafford hverfisins. United ætlar sér ekki aðeins að byggja nýjan og glæsilegan leikvang heldur vill félagið stuðla að byggingu glæsilegs íbúa- og þjónustusvæðis í kringum leikvanginn. Þar koma yfirvöld á Trafford svæðinu náttúrulega sterk inn. #MUFC’s plans for a new 100,000 capacity stadium as centrepiece of a major regeneration project have been given a huge boost after the government threw their support behind the proposalsUnited CEO Omar Berrada welcomes Chancellor Rachel Reeves’ backinghttps://t.co/K2mfif6znR— James Ducker (@TelegraphDucker) January 26, 2025 Trafford ráðið ætlar nú að ráða ráðgjafarteymi sem mun vinna með enska úrvalsdeildarfélaginu og öðrum lykilaðilum til að skipuleggja svæðið. Markmiðið er að finna lausn sem hentar búum, fyrirtækjum, gestum og svo auðvitað Manchester United. Sir Jim Ratcliffe, hluteigandi hjá Manchester United, hefur verið með það á oddinum síðan hann kom inn á koma vallarmálum félagsins í dag. Old Trafford er komið til ára sinna og það er langt síðan að leikvangurinn var tekinn í gegn. Hann tekur vissulega 74 þúsund manns en það er margt í ólagi og upplifun áhorfenda alls ekki sú besta í deildinni. Það er vissulega möguleiki á að koma honum til nútímans en Ratcliffe vill ganga enn lengra. Ratcliffe vill byggja nýjan hundrað þúsund sæta leikvang á Old Trafford svæðinu og talaði um að byggja Wembley norðursins. Leikvangurinn gæti því einnig keppt við Wembley í London um stóra viðburði í enskum íþróttum auk þess að vera hannaður til að hýsa alls konar viðburði eins og tónleika og annað. 🚨MANCHESTER UNITED STADIUM PROJECT TAKES ANOTHER STEP CLOSER✅Council votes yes🏟️Hunt is now on for master planners👍Unanimous backing✒️https://t.co/Q7ETqdNsHI #mufc— Mike Keegan (@MikeKeegan_DM) January 28, 2025
Enski boltinn Mest lesið Pirraður Heimir: „Er þetta spurning?“ Fótbolti Haaland skoraði fimm í tíu marka sigri Noregs Fótbolti Uppgjörið: Frakkland - Ísland 2-1 | Grátlegt tap í París eftir hetjulega baráttu Fótbolti Arnar eftir tapið súra í París: „Hef þroskast svo mikið” Fótbolti Þungavigtin: Jói Kalli á Tene níu dögum fyrir bikarúrslitaleik Fótbolti Einkunnir Íslands: Andri Lucas bestur í grátlegu tapi í París Fótbolti Breiðablik hafnaði tilboði í Ágúst Orra Íslenski boltinn Sársvekktur Andri Lucas: „Ég eiginlega veit ekki hvað hann dæmir á“ Fótbolti Þungavigtin: Mike hefur miklar áhyggjur af því að KR falli í körfunni Körfubolti „Frammistaða sem við getum svo sannarlega byggt ofan á“ Fótbolti Fleiri fréttir Ange tekinn við Forest: „Hefur sýnt og sannað að hann geti unnið titla“ Liverpool hyggst fá Guéhi frítt Postecoglou að taka við Forest Nuno rekinn frá Forest Segir að treyja Man United sé þung byrði Man City og úrvalsdeildin náð sáttum varðandi auglýsingasamninga „Tottenham Hotspur er ekki til sölu“ Rúrik segir að Füllkrug vilji ekki láta laga tennurnar í sér Gyökeres vitni í réttarhöldum Segir að Liverpool-menn muni sennilega aldrei jafna sig á fráfalli Jota Orðin dýrust í sögu kvennaboltans Fantasýn: „Ekki kaupa Isak núna“ Levy var neyddur til að hætta Maðurinn sem keyrði á Liverpool stuðningsfólkið neitar sök Ein sú besta gæti snúið aftur eftir 20 mánaða fjarveru Gæti orðið fyrsti músliminn til að spila fyrir enska landsliðið Levy hættur hjá Tottenham eftir 25 ár í starfi Mo Salah var ekki skemmt vegna færslu um fyrrum félaga Setti nýtt heimsmet í Liverpool treyjum Chiesa og Tel ekki valdir í Meistaradeild en Dowman gæti slegið met Liverpool eyddi meira en öll sádi-arabíska deildin til samans Rauðu djöflarnir horfa til framtíðar með nýjum markverði Sunnudagsmessan: Fylltu í eyðurnar Guardiola fer ótroðnar slóðir með Donnarumma milli stanganna Grimsby notaði ólöglegan leikmann gegn United en slapp með sekt Biturðin lak af tilkynningu um Isak Man. City seldi markvörð og lánaði varnarmann Pressan gríðarleg eftir eyðslu sumarsins „Sjáum af hverju hann er að reyna koma honum í liðið“ Isak dýrastur í sögu ensku úrvalsdeildarinnar Sjá meira