Um er að ræða sjarmerandi 86 fermetra eign í fallegu húsi sem var byggt árið 1932. Íbúðin hefur fengið gott viðhald síðastliðin ár og skiptist í forstofu, eldhús, opnar og rúmgóðar stofur, tvö svefnherbergi og eitt baðherbergi.
Í eldhúsinu er ljós innrétting með dökkri borðplötu og rauður frístandandi ísskápur frá Smeg, sem gefur rýminu mikinn karakter.
Stofa og borðstofa eru samliggjandi í rúmgóðu og björtu alrými. Blátt veggfóður prýðir hluta borðstofunnar og tónar fallega við húsgögnin, sem eru í retró-stíl. Á gólfum er viðarparket.
Fyrir framan húsið er sameiginlegur sólpallur og í bakgarðinum er sameiginleg hjólageymsla.
Nánari upplýsingar á fasteignavef Vísis.




