Gunnar mætir Kevin Holland í búrinu í London Aron Guðmundsson skrifar 29. janúar 2025 15:30 Áhugaverður bardagi í vændum milli Gunnars og Kevin Holland Vísir/Getty Gunnar Nelson mun að öllum líkindum mæta Kevin Holland í bardagabúrinu á vegum UFC á O2 leikvanginum London þann 22.mars næstkomandi. Þetta hefur Vísir eftir öruggum heimildum en Haraldur Dean Nelson, faðir og umboðsmaður Gunnars staðfestir viðræður kappanna á milli í samtali við Vísi. Kapparnir séu búnir að samþykkja að mætast í bardagabúrinu og er nú beðið eftir því að bæði Gunnar og Kevin Holland riti undir formlegan samning varðandi bardagann. Um stóran bardaga verður að ræða fyrir Gunnar á leikvangi sem er farinn að teljast sem hans heimavöllur í UFC. Á O2 leikvanginum hefur hann oft barist, þar líður honum vel. Kevin Holland er vel þekkt stærð í UFC bardagaheiminum og hefur barist mjög oft undanfarin ár, nú síðast þann 18.janúar síðastliðinn er hann laut í lægra haldi gegn Reinier de Ridder. Holland hefur tapað fjórum af síðustu fimm bardögum sínum en hann ber þó að varast. Þetta er bardagamaður sem hefur unnið 26 bardaga á sínum bardagaferli, fjórtán þeirra með rothöggi og átta með uppgjafartaki. Bandaríkjamaðurinn Holland er afar litríkur karakter. Hann fagnaði með Donald Trump, Bandaríkjaforseta, eftir sigur á bardagakvöldi UFC í fyrra. Þá sneri hann niður byssumann á veitingastað í Houston hér um árið. Þegar kemur að bardaganum við Holland verða liðin tvö ár frá síðasta bardaga Gunnars, sem átti sér einmitt stað á O2 leikvanginum gegn Bandaríkjamanninum Bryan Barberena. Bardagi sem Gunnar kláraði í fyrstu lotu. Gunnar er á tveggja bardaga sigurgöngu en langt hefur liðið á milli hans bardaga fyrir UFC sambandið upp á síðkastið. Alls státar Gunnar sig af afar myndarlegri tölfræði á atvinnumannaferlinu: 19 sigra og aðeins fimm töp MMA Mest lesið „Við erum búnir að brenna skipin“ Íslenski boltinn Fórnar bandarískum háskólapartýum til að ná á toppinn Golf „Við bara brotnum“ Körfubolti „Þetta er fyrir utan teig“ Íslenski boltinn „Eru greinilega lið sem eru betri en við“ Körfubolti Markmenn Bestu deildar kvenna: Hásætið laust Íslenski boltinn „Mínir menn geta borið höfuðið hátt“ Íslenski boltinn „Kominn tími fyrir þá að fara í háttinn“ Körfubolti Uppgjörið: Grindavík - Valur 82-74 | Meistararnir sendir í sumarfrí Körfubolti Daði leggur skóna á hilluna Íslenski boltinn Fleiri fréttir „Þetta var manndrápstilraun“ Dagskráin í dag: Besta deild kvenna rúllar af stað, Meistaradeild Evrópu, NBA og margt fleira „Við erum búnir að brenna skipin“ Markmenn Bestu deildar kvenna: Hásætið laust „Þetta er fyrir utan teig“ „Við bara brotnum“ „Mínir menn geta borið höfuðið hátt“ „Eru greinilega lið sem eru betri en við“ „Kominn tími fyrir þá að fara í háttinn“ McTominay skoraði tvö og Napoli lifir í voninni Daði leggur skóna á hilluna Þjálfari Newcastle að jafna sig eftir lungnabólgu Guðrún beið afhroð Uppgjörið: Grindavík - Valur 82-74 | Meistararnir sendir í sumarfrí Uppgjörið: Stjarnan - ÍA 2-1 | Tveir sigrar í röð hjá Stjörnumönnum Uppgjörið: KR - Valur 3-3 | Ótrúleg dramatík í Laugardalnum Hefur áhyggjur af framtíð Verstappen „Stuðningsmenn Dallas vilja bara ekki fyrirgefa þetta“ Spilaði í sex sekúndur til að missa ekki úr leik Færeyjar fylgja Íslandi á sitt fyrsta HM Dani komin alla leið í úrslitaeinvígið um titilinn Aftur með þrennu á afmælisdeginum „Þetta var eitt af þessum stóru augnablikum sem ég mun aldrei gleyma“ Rory vill veita leikmönnum Man United innblástur „Þurfum að halda betur fókus þegar það hægist á leiknum“ KA búið að landa fyrirliða Lyngby Versti sóknarleikur nýliða í meira en þrjá áratugi Fórnar bandarískum háskólapartýum til að ná á toppinn Lærðu að fagna eins og verðandi feður Fyrsti nýi meðlimurinn í 25 ár Sjá meira
Þetta hefur Vísir eftir öruggum heimildum en Haraldur Dean Nelson, faðir og umboðsmaður Gunnars staðfestir viðræður kappanna á milli í samtali við Vísi. Kapparnir séu búnir að samþykkja að mætast í bardagabúrinu og er nú beðið eftir því að bæði Gunnar og Kevin Holland riti undir formlegan samning varðandi bardagann. Um stóran bardaga verður að ræða fyrir Gunnar á leikvangi sem er farinn að teljast sem hans heimavöllur í UFC. Á O2 leikvanginum hefur hann oft barist, þar líður honum vel. Kevin Holland er vel þekkt stærð í UFC bardagaheiminum og hefur barist mjög oft undanfarin ár, nú síðast þann 18.janúar síðastliðinn er hann laut í lægra haldi gegn Reinier de Ridder. Holland hefur tapað fjórum af síðustu fimm bardögum sínum en hann ber þó að varast. Þetta er bardagamaður sem hefur unnið 26 bardaga á sínum bardagaferli, fjórtán þeirra með rothöggi og átta með uppgjafartaki. Bandaríkjamaðurinn Holland er afar litríkur karakter. Hann fagnaði með Donald Trump, Bandaríkjaforseta, eftir sigur á bardagakvöldi UFC í fyrra. Þá sneri hann niður byssumann á veitingastað í Houston hér um árið. Þegar kemur að bardaganum við Holland verða liðin tvö ár frá síðasta bardaga Gunnars, sem átti sér einmitt stað á O2 leikvanginum gegn Bandaríkjamanninum Bryan Barberena. Bardagi sem Gunnar kláraði í fyrstu lotu. Gunnar er á tveggja bardaga sigurgöngu en langt hefur liðið á milli hans bardaga fyrir UFC sambandið upp á síðkastið. Alls státar Gunnar sig af afar myndarlegri tölfræði á atvinnumannaferlinu: 19 sigra og aðeins fimm töp
MMA Mest lesið „Við erum búnir að brenna skipin“ Íslenski boltinn Fórnar bandarískum háskólapartýum til að ná á toppinn Golf „Við bara brotnum“ Körfubolti „Þetta er fyrir utan teig“ Íslenski boltinn „Eru greinilega lið sem eru betri en við“ Körfubolti Markmenn Bestu deildar kvenna: Hásætið laust Íslenski boltinn „Mínir menn geta borið höfuðið hátt“ Íslenski boltinn „Kominn tími fyrir þá að fara í háttinn“ Körfubolti Uppgjörið: Grindavík - Valur 82-74 | Meistararnir sendir í sumarfrí Körfubolti Daði leggur skóna á hilluna Íslenski boltinn Fleiri fréttir „Þetta var manndrápstilraun“ Dagskráin í dag: Besta deild kvenna rúllar af stað, Meistaradeild Evrópu, NBA og margt fleira „Við erum búnir að brenna skipin“ Markmenn Bestu deildar kvenna: Hásætið laust „Þetta er fyrir utan teig“ „Við bara brotnum“ „Mínir menn geta borið höfuðið hátt“ „Eru greinilega lið sem eru betri en við“ „Kominn tími fyrir þá að fara í háttinn“ McTominay skoraði tvö og Napoli lifir í voninni Daði leggur skóna á hilluna Þjálfari Newcastle að jafna sig eftir lungnabólgu Guðrún beið afhroð Uppgjörið: Grindavík - Valur 82-74 | Meistararnir sendir í sumarfrí Uppgjörið: Stjarnan - ÍA 2-1 | Tveir sigrar í röð hjá Stjörnumönnum Uppgjörið: KR - Valur 3-3 | Ótrúleg dramatík í Laugardalnum Hefur áhyggjur af framtíð Verstappen „Stuðningsmenn Dallas vilja bara ekki fyrirgefa þetta“ Spilaði í sex sekúndur til að missa ekki úr leik Færeyjar fylgja Íslandi á sitt fyrsta HM Dani komin alla leið í úrslitaeinvígið um titilinn Aftur með þrennu á afmælisdeginum „Þetta var eitt af þessum stóru augnablikum sem ég mun aldrei gleyma“ Rory vill veita leikmönnum Man United innblástur „Þurfum að halda betur fókus þegar það hægist á leiknum“ KA búið að landa fyrirliða Lyngby Versti sóknarleikur nýliða í meira en þrjá áratugi Fórnar bandarískum háskólapartýum til að ná á toppinn Lærðu að fagna eins og verðandi feður Fyrsti nýi meðlimurinn í 25 ár Sjá meira