Plottað um heimsyfirráð eða dauða Sunna Sæmundsdóttir skrifar 30. janúar 2025 11:47 Sonja Ýr Þorbergsdóttir, formaður BSRB, býst við mikilli stemningu í Iðnó í kvöld. vísir/vilhelm Blásið verður til Kvennaárs með dansveislu í Iðnó í kvöld. Í ár eru fimmtíu ár liðin frá Kvennafrídeginum og í tilefni þess verður allt árið verður lagt undir jafnréttisbaráttu að sögn formanns BSRB. Tugir samtaka standa að viðburðinum. „Þetta er fyrsti formlegi viðburðurinn okkar og við erum hátt í fimmtíu samtök, þau sömu og stóðu að kvennaverkfalli, að fylgja eftir byltingunni og vitundarvakningunni og höfum boðað til Kvennaárs 2025,“ segir Sonja Ýr Þorbergsdóttir, formaður BSRB. Blásið er til Kvennaárs í tilefni þess að í ár eru fimmtíu ár liðin frá kvennafrídeginum. Sonja segir aðstandendur kvennaverkfallsins, sem efnt var árið 2023 með útifundi á Arnarhóli, hafa greint mikla eftirspurn eftir frekari samstöðuvettvangi. „Þannig við horfðum aðeins aftur í söguna og sáum að árið 1975, þegar kvennafrí var fyrst haldið, var allt árið undir. Það var af því að Sameinuðu þjóðirnar höfðu lýst yfir alþjóðlegu kvennaári og konur hér á landi tóku þetta mjög föstum tökum. Margir viðburðir og mikið að gerast þannig við ákváðum að blása aftur til þessa.“ Myndin er tekin á kvennaverkfalli árið 2023, líklega stærsta útifundi Íslandssögunnar. Talið er að hátt í hundrað þúsund manns hafi safnast saman á Arnarhóli.Vísir/Vilhelm Kröfurnar eru ýmsar og snúa meðal annars að því að uppræta kynbundinn launamun og kynbundið ofbeldi. „Svo erum við líka að fjalla um ólaunuðu störfin. Að það þurfi að grípa til aðgerða til þess að það sé jöfn skipting á ábyrgð á börnum og heimilshaldi hjá kynjum.“ Árið verður litað að ýmsum viðburðum en Sonja segir enn óákveðið hvað gert verður á kvennafrídeginum sjálfum í október. Ekki verði boðað aftur til verkfalls en aðstandendur taki á móti öllum hugmyndum, meðal annars í partýinu í Iðnó í kvöld. Sonja býst við góðri mætingu en viðburðurinn stendur frá klukkan fimm til níu og boðið verður upp á danskennslu til þess að keyra stemninguna í gang. „Svo ætlum við að hafa líka „trúnó og plott svæði“ þar sem fólk getur lagt á ráðin um það sem það ætlar að gera á árinu – heimsyfirráð eða dauða,“ segir Sonja glettin. Kvennafrídagurinn Jafnréttismál Stéttarfélög Dans Mest lesið Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Trump stendur loks við stóru orðin Erlent Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Innlent „Fyrst og fremst erum við að biðja um að fá að vera skráð í okkar hús“ Innlent Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Innlent Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug Innlent Brunaði austur til að finna litla frænda Innlent Þjóðin klofin í afstöðu til þess hvort jafnrétti kynjanna hafi verið náð Innlent Belgar komu í veg fyrir samþykkt um nýtingu rússneskra eigna Erlent Trump slaufar öllum viðræðum við Kanada út af sjónvarpsauglýsingu sem fór fyrir brjóstið á honum Erlent Dóra Björt stefnir á formanninn Innlent Fleiri fréttir Leggja til breytingar við Reykjavíkurflugvöll eftir að lá við árekstri kennsluvéla Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Heimilar umferð um Vonarskarð Sennilegt að ástand Þingvallavegar hafi haft áhrif á aðdraganda banaslyss Miðla sögu jafnréttisbaráttunnar á Íslandi til útlanda Bein útsending: Nútíma kvennabarátta – Staða kvenna af erlendum uppruna á vinnumarkaði Dóra Björt stefnir á formanninn Þjóðin klofin í afstöðu til þess hvort jafnrétti kynjanna hafi verið náð Bein útsending: Umhverfismat vegna Sundabrautar kynnt Varnar- og öryggisstefna fyrir Ísland: Áhersla á Norðurslóðir, NATO og samstarf við Bandaríkin Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Flugumferðarstjórar aflýsa vinnustöðvunum á morgun og laugardag Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug „Fyrst og fremst erum við að biðja um að fá að vera skráð í okkar hús“ Þriggja ára fangelsi eftir flug frá Berlín Fann aldagamlan mun, brást hárrétt við og langar að gerast fornleifafræðingur Brunaði austur til að finna litla frænda „Þá erum við að tala um 60 milljarða í töpuðum útflutningstekjum“ Kvíðið starfsfólk, handtökur og fornminjafundur Starfsmenn Kubbs og Terra grunaðir um samráð Lúkas Geir áfrýjar eins og hinir tveir Kvenleiðtogar á kvennafrídegi: Kristrún með fjölskyldunni, Inga vill kíkja á Arnarhól og Þorgerður með í baráttuanda Landsnet fagnar sigri í baráttu við landeigendur Falsað myndband af kennara og nemanda fór í dreifingu Nýr lögreglustjóri á Austurlandi verði skipaður á allra næstu dögum Gagnrýna lítinn fyrirvara á skipulagi kvennafrídagsins „Við finnum fyrir mikilli spennu frá heimsbyggðinni“ Verktakar hafi greinilega nóg því þeir kjósi frekar að bíða en lækka Pallborðið: Dómgreindarbrestur hjá CoolBet Guðmundur til ráðherra og framkvæmdastjóri HK tekur við Sjá meira
„Þetta er fyrsti formlegi viðburðurinn okkar og við erum hátt í fimmtíu samtök, þau sömu og stóðu að kvennaverkfalli, að fylgja eftir byltingunni og vitundarvakningunni og höfum boðað til Kvennaárs 2025,“ segir Sonja Ýr Þorbergsdóttir, formaður BSRB. Blásið er til Kvennaárs í tilefni þess að í ár eru fimmtíu ár liðin frá kvennafrídeginum. Sonja segir aðstandendur kvennaverkfallsins, sem efnt var árið 2023 með útifundi á Arnarhóli, hafa greint mikla eftirspurn eftir frekari samstöðuvettvangi. „Þannig við horfðum aðeins aftur í söguna og sáum að árið 1975, þegar kvennafrí var fyrst haldið, var allt árið undir. Það var af því að Sameinuðu þjóðirnar höfðu lýst yfir alþjóðlegu kvennaári og konur hér á landi tóku þetta mjög föstum tökum. Margir viðburðir og mikið að gerast þannig við ákváðum að blása aftur til þessa.“ Myndin er tekin á kvennaverkfalli árið 2023, líklega stærsta útifundi Íslandssögunnar. Talið er að hátt í hundrað þúsund manns hafi safnast saman á Arnarhóli.Vísir/Vilhelm Kröfurnar eru ýmsar og snúa meðal annars að því að uppræta kynbundinn launamun og kynbundið ofbeldi. „Svo erum við líka að fjalla um ólaunuðu störfin. Að það þurfi að grípa til aðgerða til þess að það sé jöfn skipting á ábyrgð á börnum og heimilshaldi hjá kynjum.“ Árið verður litað að ýmsum viðburðum en Sonja segir enn óákveðið hvað gert verður á kvennafrídeginum sjálfum í október. Ekki verði boðað aftur til verkfalls en aðstandendur taki á móti öllum hugmyndum, meðal annars í partýinu í Iðnó í kvöld. Sonja býst við góðri mætingu en viðburðurinn stendur frá klukkan fimm til níu og boðið verður upp á danskennslu til þess að keyra stemninguna í gang. „Svo ætlum við að hafa líka „trúnó og plott svæði“ þar sem fólk getur lagt á ráðin um það sem það ætlar að gera á árinu – heimsyfirráð eða dauða,“ segir Sonja glettin.
Kvennafrídagurinn Jafnréttismál Stéttarfélög Dans Mest lesið Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Trump stendur loks við stóru orðin Erlent Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Innlent „Fyrst og fremst erum við að biðja um að fá að vera skráð í okkar hús“ Innlent Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Innlent Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug Innlent Brunaði austur til að finna litla frænda Innlent Þjóðin klofin í afstöðu til þess hvort jafnrétti kynjanna hafi verið náð Innlent Belgar komu í veg fyrir samþykkt um nýtingu rússneskra eigna Erlent Trump slaufar öllum viðræðum við Kanada út af sjónvarpsauglýsingu sem fór fyrir brjóstið á honum Erlent Dóra Björt stefnir á formanninn Innlent Fleiri fréttir Leggja til breytingar við Reykjavíkurflugvöll eftir að lá við árekstri kennsluvéla Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Heimilar umferð um Vonarskarð Sennilegt að ástand Þingvallavegar hafi haft áhrif á aðdraganda banaslyss Miðla sögu jafnréttisbaráttunnar á Íslandi til útlanda Bein útsending: Nútíma kvennabarátta – Staða kvenna af erlendum uppruna á vinnumarkaði Dóra Björt stefnir á formanninn Þjóðin klofin í afstöðu til þess hvort jafnrétti kynjanna hafi verið náð Bein útsending: Umhverfismat vegna Sundabrautar kynnt Varnar- og öryggisstefna fyrir Ísland: Áhersla á Norðurslóðir, NATO og samstarf við Bandaríkin Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Flugumferðarstjórar aflýsa vinnustöðvunum á morgun og laugardag Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug „Fyrst og fremst erum við að biðja um að fá að vera skráð í okkar hús“ Þriggja ára fangelsi eftir flug frá Berlín Fann aldagamlan mun, brást hárrétt við og langar að gerast fornleifafræðingur Brunaði austur til að finna litla frænda „Þá erum við að tala um 60 milljarða í töpuðum útflutningstekjum“ Kvíðið starfsfólk, handtökur og fornminjafundur Starfsmenn Kubbs og Terra grunaðir um samráð Lúkas Geir áfrýjar eins og hinir tveir Kvenleiðtogar á kvennafrídegi: Kristrún með fjölskyldunni, Inga vill kíkja á Arnarhól og Þorgerður með í baráttuanda Landsnet fagnar sigri í baráttu við landeigendur Falsað myndband af kennara og nemanda fór í dreifingu Nýr lögreglustjóri á Austurlandi verði skipaður á allra næstu dögum Gagnrýna lítinn fyrirvara á skipulagi kvennafrídagsins „Við finnum fyrir mikilli spennu frá heimsbyggðinni“ Verktakar hafi greinilega nóg því þeir kjósi frekar að bíða en lækka Pallborðið: Dómgreindarbrestur hjá CoolBet Guðmundur til ráðherra og framkvæmdastjóri HK tekur við Sjá meira
Trump slaufar öllum viðræðum við Kanada út af sjónvarpsauglýsingu sem fór fyrir brjóstið á honum Erlent
Kvenleiðtogar á kvennafrídegi: Kristrún með fjölskyldunni, Inga vill kíkja á Arnarhól og Þorgerður með í baráttuanda
Trump slaufar öllum viðræðum við Kanada út af sjónvarpsauglýsingu sem fór fyrir brjóstið á honum Erlent