Sjáðu herbergið sem Samfó vill en Sjallar neita að yfirgefa Vésteinn Örn Pétursson skrifar 30. janúar 2025 22:30 Þingflokksformaður Samfylkingarinnar segir sinn flokk einfaldlega þurfa meira pláss. Beinast liggi við að taka stærsta herbergi hússins, sem Sjálfstæðismenn hafa haft til umráða síðastliðin 84 ár. Kollegi hans í Sjálfstæðisflokknum heldur nú síður. Samfylkingin geti einfaldlega fundað í öðru herbergi sem rúmi vel 15 manna þingflokk. Vísir/Einar Deilur standa nú yfir á þingi um hvort Sjálfstæðisflokkurinn eigi að víkja úr stærsta þingflokksherberginu, sem Samfylkingin ásælist. Samfylkingin er nú stærsti flokkurinn, en Sjálfstæðismenn segja það engu máli skipta. Í dag var fjallað um það að Samfylkingin, sem er nú stærsti flokkurinn á þingi, hefði óskað eftir að fá herberginu, sem er það stærsta, úthlutað til sín. Erindi þess efnis hefði borist þingflokksformanni Sjálfstæðisflokks frá skrifstofustjóra Alþingis, sem hefur litla trú á að Samfylkingin fái sínu framgengt. Hildur Sverrisdóttir, þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins, segir reglur forsætisnefndar um úthlutun þingflokksherbergja alveg skýrar. Sjálfstæðismenn þurfi ekki að láta herbergið eftir. Herbergi sem þeir hafi haft til umráða síðan árið 1941. Gott ef stjórnin er öll í kallfæri Guðmundur Ari Sigurjónsson, þingflokksformaður Samfylkingarinnar, segir til skoðunar að hafa herbergi stjórnarflokkanna nálægt hvert öðru. Þá myndi hans flokkur taka herbergi Sjálfsfstæðisflokksins, sem hefur einum færri þingmenn. Í kvöldfréttum Stöðvar 2 sagði hann hafa komið á óvart hve miklar tilfinningar væru í spilinu. Hildur sagði það skiljanlegt að yngri flokkar áttuðu sig ekki á gildi þess að halda herbergi sem hefði fylgt flokknum í 84 ár. Skýrar reglur sem þó gætu breyst Staðreyndin er þó sú að Samfylkingin, sem bætti við sig níu þingmönnum í síðustu kosningum, hefur sprengt af sér þingflokksherbergið sem það hafði yfir að ráða á síðasta kjörtímabili. Hildur segir fimmtán manna þingflokk þó vel geta fundað í næst stærsta herberginu. Reglur þingsins kveði á um að ekki eigi að flytja flokka milli herbergja nema nauðsynlegt sé. Þá segir Guðmundur Ari að vel komi til greina að breyta reglunum, kjósi Sjálfstæðismenn að túlka þær á þennan veg. Herbergið sem Samfylkingin vill komast í, og Sjálfstæðismenn vilja allra síst yfirgefa, má sjá í sjónvarpsfréttinni í spilaranum hér að ofan. Sjálfstæðisflokkurinn Samfylkingin Alþingi Nágrannadeilur Tengdar fréttir Segir Sjálfstæðismenn hyggja á setuverkfall verði þeim vísað á dyr Samfylkingin hefur óskað eftir því að fá úthlutað stærsta þingflokksherberginu í Alþingishúsinu – herbergi sem hefur hýst þingflokk Sjálfstæðisflokksins í 84 ár. Þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins segir kröfuna fáránlega enda fullkomlega óþarfa, auk þess að þingflokksherbergið hefur sögulegt og tilfinningalegt gildi fyrir Sjálfstæðisflokkinn. 30. janúar 2025 10:42 Sterk tilfinningabönd Sjálfstæðismanna við herbergið koma Guðmundi Ara í opna skjöldu Guðmundur Ari Sigurjónsson þingflokksformaður Samfylkingarinnar er undrandi á því hversu fast Sjálfstæðismenn vilja halda í þingflokksherbergi sitt. 30. janúar 2025 11:39 Mest lesið Vaktin: Dómari kveður upp um refsingu Diddy Erlent Grunaður um að hafa brotið á fleiri en tíu börnum Innlent Sagt að njóta ótruflaðrar ástar í Venesúela Innlent Látinn fara eftir að hafa neitað Trump um sverð í eigu Eisenhower Erlent Fólk að bugast þar til hætt var að manna vaktir á föstudögum Innlent „Mér finnst þeir vera að taka frá mér lífið“ Innlent Starfsmaður á Brákarborg grunaður um kynferðisbrot Innlent Bein útsending: Siglt áleiðis til Gasa Erlent Óljóst hvort Kínverjarnir geti sótt vélina sína Innlent Segist breyttur maður og biðlar til dómarans Erlent Fleiri fréttir Nýsestur á skrifstofunni þegar hann fékk bíl í flasið Starfsmaður á Brákarborg grunaður um kynferðisbrot Fresta framkvæmdum vegna veðurs Sýnist komið að seinni hluta í eldsumbrotum í Sundhnúksgígaröðinni Grunaður um að hafa brotið á fleiri en tíu börnum Varaformannsslagur í Miðflokknum: Öll vinir og „peppuð“ fyrir landsþingi Stöðfirðingum enn ráðlagt að sjóða vatn vegna mengunar Tillögurnar í leikskólamálum séu vonbrigði og uppgjöf Jörð skelfur í Krýsuvík og Þjóðaröryggisráð fundaði í morgun Fólk að bugast þar til hætt var að manna vaktir á föstudögum Snorri etur kappi við Bergþór og Ingibjörgu Hafnaði kæru Sameindar vegna Konukots í Ármúla Ingibjörg tekur slaginn við Bergþór Skjálftahrina við Krýsuvík og Kleifarvatn Sagt að njóta ótruflaðrar ástar í Venesúela Bergþór vill verða varaformaður Óljóst hvort Kínverjarnir geti sótt vélina sína „Mér finnst þeir vera að taka frá mér lífið“ Rauk upp úr flugvél Jet2 Loka leikskóladeild á Stöðvarfirði vegna manneklu Nýjar tillögur falli á herðar vinnandi foreldra Eðlilegt að Ísland skoði að taka þátt Til umræðu að setja upp lokunarpósta við Fossvogsbrú Ragnhildur tekur við Kveik Blæs á sögusagnir um úthugsaða fléttu og ótti við að enda rúmliggjandi Vilja að fallið verði frá hækkun áfengisskatta „Þetta er auðvitað allt of lítið úrtak til að vera marktækt“ Refsing fyrir að reyna að myrða lækni þyngd Miklar breytingar á gjaldskrá leikskóla borgarinnar Nýr stjóri Icelandair vildi bara Airbus þegar hann stýrði Play Sjá meira
Í dag var fjallað um það að Samfylkingin, sem er nú stærsti flokkurinn á þingi, hefði óskað eftir að fá herberginu, sem er það stærsta, úthlutað til sín. Erindi þess efnis hefði borist þingflokksformanni Sjálfstæðisflokks frá skrifstofustjóra Alþingis, sem hefur litla trú á að Samfylkingin fái sínu framgengt. Hildur Sverrisdóttir, þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins, segir reglur forsætisnefndar um úthlutun þingflokksherbergja alveg skýrar. Sjálfstæðismenn þurfi ekki að láta herbergið eftir. Herbergi sem þeir hafi haft til umráða síðan árið 1941. Gott ef stjórnin er öll í kallfæri Guðmundur Ari Sigurjónsson, þingflokksformaður Samfylkingarinnar, segir til skoðunar að hafa herbergi stjórnarflokkanna nálægt hvert öðru. Þá myndi hans flokkur taka herbergi Sjálfsfstæðisflokksins, sem hefur einum færri þingmenn. Í kvöldfréttum Stöðvar 2 sagði hann hafa komið á óvart hve miklar tilfinningar væru í spilinu. Hildur sagði það skiljanlegt að yngri flokkar áttuðu sig ekki á gildi þess að halda herbergi sem hefði fylgt flokknum í 84 ár. Skýrar reglur sem þó gætu breyst Staðreyndin er þó sú að Samfylkingin, sem bætti við sig níu þingmönnum í síðustu kosningum, hefur sprengt af sér þingflokksherbergið sem það hafði yfir að ráða á síðasta kjörtímabili. Hildur segir fimmtán manna þingflokk þó vel geta fundað í næst stærsta herberginu. Reglur þingsins kveði á um að ekki eigi að flytja flokka milli herbergja nema nauðsynlegt sé. Þá segir Guðmundur Ari að vel komi til greina að breyta reglunum, kjósi Sjálfstæðismenn að túlka þær á þennan veg. Herbergið sem Samfylkingin vill komast í, og Sjálfstæðismenn vilja allra síst yfirgefa, má sjá í sjónvarpsfréttinni í spilaranum hér að ofan.
Sjálfstæðisflokkurinn Samfylkingin Alþingi Nágrannadeilur Tengdar fréttir Segir Sjálfstæðismenn hyggja á setuverkfall verði þeim vísað á dyr Samfylkingin hefur óskað eftir því að fá úthlutað stærsta þingflokksherberginu í Alþingishúsinu – herbergi sem hefur hýst þingflokk Sjálfstæðisflokksins í 84 ár. Þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins segir kröfuna fáránlega enda fullkomlega óþarfa, auk þess að þingflokksherbergið hefur sögulegt og tilfinningalegt gildi fyrir Sjálfstæðisflokkinn. 30. janúar 2025 10:42 Sterk tilfinningabönd Sjálfstæðismanna við herbergið koma Guðmundi Ara í opna skjöldu Guðmundur Ari Sigurjónsson þingflokksformaður Samfylkingarinnar er undrandi á því hversu fast Sjálfstæðismenn vilja halda í þingflokksherbergi sitt. 30. janúar 2025 11:39 Mest lesið Vaktin: Dómari kveður upp um refsingu Diddy Erlent Grunaður um að hafa brotið á fleiri en tíu börnum Innlent Sagt að njóta ótruflaðrar ástar í Venesúela Innlent Látinn fara eftir að hafa neitað Trump um sverð í eigu Eisenhower Erlent Fólk að bugast þar til hætt var að manna vaktir á föstudögum Innlent „Mér finnst þeir vera að taka frá mér lífið“ Innlent Starfsmaður á Brákarborg grunaður um kynferðisbrot Innlent Bein útsending: Siglt áleiðis til Gasa Erlent Óljóst hvort Kínverjarnir geti sótt vélina sína Innlent Segist breyttur maður og biðlar til dómarans Erlent Fleiri fréttir Nýsestur á skrifstofunni þegar hann fékk bíl í flasið Starfsmaður á Brákarborg grunaður um kynferðisbrot Fresta framkvæmdum vegna veðurs Sýnist komið að seinni hluta í eldsumbrotum í Sundhnúksgígaröðinni Grunaður um að hafa brotið á fleiri en tíu börnum Varaformannsslagur í Miðflokknum: Öll vinir og „peppuð“ fyrir landsþingi Stöðfirðingum enn ráðlagt að sjóða vatn vegna mengunar Tillögurnar í leikskólamálum séu vonbrigði og uppgjöf Jörð skelfur í Krýsuvík og Þjóðaröryggisráð fundaði í morgun Fólk að bugast þar til hætt var að manna vaktir á föstudögum Snorri etur kappi við Bergþór og Ingibjörgu Hafnaði kæru Sameindar vegna Konukots í Ármúla Ingibjörg tekur slaginn við Bergþór Skjálftahrina við Krýsuvík og Kleifarvatn Sagt að njóta ótruflaðrar ástar í Venesúela Bergþór vill verða varaformaður Óljóst hvort Kínverjarnir geti sótt vélina sína „Mér finnst þeir vera að taka frá mér lífið“ Rauk upp úr flugvél Jet2 Loka leikskóladeild á Stöðvarfirði vegna manneklu Nýjar tillögur falli á herðar vinnandi foreldra Eðlilegt að Ísland skoði að taka þátt Til umræðu að setja upp lokunarpósta við Fossvogsbrú Ragnhildur tekur við Kveik Blæs á sögusagnir um úthugsaða fléttu og ótti við að enda rúmliggjandi Vilja að fallið verði frá hækkun áfengisskatta „Þetta er auðvitað allt of lítið úrtak til að vera marktækt“ Refsing fyrir að reyna að myrða lækni þyngd Miklar breytingar á gjaldskrá leikskóla borgarinnar Nýr stjóri Icelandair vildi bara Airbus þegar hann stýrði Play Sjá meira
Segir Sjálfstæðismenn hyggja á setuverkfall verði þeim vísað á dyr Samfylkingin hefur óskað eftir því að fá úthlutað stærsta þingflokksherberginu í Alþingishúsinu – herbergi sem hefur hýst þingflokk Sjálfstæðisflokksins í 84 ár. Þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins segir kröfuna fáránlega enda fullkomlega óþarfa, auk þess að þingflokksherbergið hefur sögulegt og tilfinningalegt gildi fyrir Sjálfstæðisflokkinn. 30. janúar 2025 10:42
Sterk tilfinningabönd Sjálfstæðismanna við herbergið koma Guðmundi Ara í opna skjöldu Guðmundur Ari Sigurjónsson þingflokksformaður Samfylkingarinnar er undrandi á því hversu fast Sjálfstæðismenn vilja halda í þingflokksherbergi sitt. 30. janúar 2025 11:39