Hlutverk í fjölskyldum Matthildur Bjarnadóttir skrifar 31. janúar 2025 09:32 Þegar barn missir foreldri eða forráðamann er öryggi barnsins eðlilega ógnað. Kvíði barna í kjölfar foreldramissis snýr oft og tíðum að þeim ótta að missa hitt foreldri sitt líka eða aðra nákomna. Eldri börn og unglingar sýna þennan kvíða oftar á praktískari hátt heldur en yngri börn og áhyggjur af fjármálum og þeirra eigin afkomu eru algengar. Spurningar á borð við hver borgar af húsnæði og lánum ef hitt foreldrið fellur líka frá eru ekki óalgengar og eiga það sameiginlegt að snúast um þá grundvallarspurningu barnsins; ,,hver hugsar um mig ef eitthvað kemur fyrir?” Í ljósi þess er mikilvægt fyrir foreldri eða forráðamenn að róa slíkar kvíðahugsanir og gera barninu það ljóst að það þarf ekki að taka á sig skyldur og ábyrgð hinna fullorðnu og það verði fyrir því séð á allan hátt. Börn geta tekið upp á því að haga sér á einhvern hátt eins og manneskjan sem þau misstu, þetta getur verið meðvitað eða ómeðvitað. Oftast gerir það ekkert til en ef börn fara að gera tilraunir til að vera alveg eins og stóri sterki pabbi sem huggaði aðra og veitti öryggi eða mamma sem hélt utan um alla og bar ábyrgð á heimilinu getur það orðið mjög íþyngjandi og streituvaldandi fyrir barnið sem getur ekki ráðið við slíkt hlutverk sem er líka ósanngjarnt gagnvart aldri þess og þroska. Þessi tilraun til að stíga inn í hlutverk þess sem er farinn getur verið þrá eftir nærveru og tengslum við hinn látna eða kvíðaviðbragð. Algeng undirliggjandi tilfinning hjá börnum er: “ef að það verður í lagi með foreldri mitt, þá verður í lagi með mig”. Þegar barn upplifir foreldri eða forráðamann í veikri stöðu og undir miklu álagi getur það því tekið til þess bragðs að gera allt sem í þeirra valdi stendur til að tryggja að það verði einmitt í lagi með fullorðnu manneskjuna sem á að passa það sjálft. Ekkert barn getur eða á að vera í þeirri stöðu að passa upp á fullorðið fólk. Foreldri sem verður vart við að barnið þeirra er farið að taka á sig óeðlilega ábyrgð, reynir að þóknast eins og hægt er eða hlífir foreldrinu við verkefnum sem foreldrið á að leysa getur þurft að stíga inn í og stoppa barnið sitt af. Þá þarf að setjast niður og útskýra fyrir barninu eða unglingnum að þó að mömmu eða pabba líði vissulega illa og gráti jafnvel stundum að þá þurfi barnið ekki að hafa áhyggjur af foreldrinu. Foreldrið þarf að láta barnið sitt hvíla í því að þau fullorðnu ráði við aðstæðurnar, að það verði í lagi með foreldrið þrátt fyrir allt og að foreldrið passi upp á barnið en ekki öfugt. Einnig getur verið gott að fá barnið til að hugsa um öll þau sem eru þeim stuðningur og eru líka til staðar fyrir foreldri þeirra. Stundum þarf að endurtaka svona samtöl nokkrum sinnum svo að barnið sleppi tökunum af óttanum og þessari óeðlilegu ábyrgðartilfinningu. Hlutverk í fjölskyldum geta riðlast við áföll og það er mikilvægt fyrir þau sem eru yngst og óþroskuð að fullorðna fólkið beri ábyrgð á sjálfu sér og börnunum svo að unga fólkið þurfi þess ekki. Auðvitað getur það gerst að uppeldisaðili lendi á vegg eftir missi og geti raunverulega ekki sinnt öllum þörfum barna sinna. Þá skiptir stuðningsnetið öllu máli og að annað fullorðið fólk grípi boltana. Þar getur það líka verið algjör björgun að þiggja faglegan stuðning. Því miður er bakland fólks mjög mismunandi og við skulum ekki vanmeta gildi þess þegar fólk í nærumhverfinu býðst til að létta undir t.d. þegar aðrir foreldrar skutla eða sækja á æfingu eða bjóða barni sem hefur misst að koma með í eitthvað skemmtilegt á frídegi. Allir foreldrar í krefjandi aðstæðum þurfa stuðning og hjálp við að skapa rými til að hvílast og endurnærast til að vera aflögufær fyrir börnin sín. Það er nefnilega ekki eins manns verk að koma barni til manns. Höfundur er prestur við Vídalínskirkju í Garðabæ og verkefnastjóri Arnarins, minningar- og styrktarsjóðs. Arnarvængir.is. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sorg Börn og uppeldi Matthildur Bjarnadóttir Mest lesið Íslenska er leiðinleg Nói Pétur Á Guðnason Skoðun Hverjum voru ráðherrann og RÚV að refsa? Júlíus Valsson Skoðun Árásir á gyðinga í skugga þjóðarmorðs Helen Ólafsdóttir Skoðun Þrjú slys á sama stað en svarið er: Það er allt í lagi hér! Róbert Ragnarsson Skoðun Hvernig varð staðan svona í Hafnarfirði? Einar Geir Þorsteinsson Skoðun Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun Kjósið reið og óupplýst! Ragnheiður Kristín Finnbogadóttir Skoðun Eingreiðsla til öryrkja í desember bundin við lögheimili á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun „Quiet, piggy“ Harpa Kristbergsdóttir Skoðun Betri en við höldum Hjálmar Gíslason Skoðun Skoðun Skoðun Hverjum voru ráðherrann og RÚV að refsa? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Íslenska er leiðinleg Nói Pétur Á Guðnason skrifar Skoðun Þrjú slys á sama stað en svarið er: Það er allt í lagi hér! Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Réttar upplýsingar um rekstur og fjármögnun RÚV Stefán Eiríksson,Björn Þór Hermannsson skrifar Skoðun Kjósið reið og óupplýst! Ragnheiður Kristín Finnbogadóttir skrifar Skoðun Ekkert barn á Íslandi á að búa við fátækt Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Árásir á gyðinga í skugga þjóðarmorðs Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Hundrað doktorsgráður Ólafur Eysteinn Sigurjónsson skrifar Skoðun EES: ekki slagorð — heldur réttindi Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar Skoðun Að þjóna íþróttum Rögnvaldur Hreiðarsson skrifar Skoðun „Quiet, piggy“ Harpa Kristbergsdóttir skrifar Skoðun Ísland er ekki í hópi þeirra sem standa sig best í loftslagsmálum Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Ísland, öryggi og almennur viðbúnaður Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Um ólaunaða vinnu, velsæld og nýja sýn á hagkerfið Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Soffía S. Sigurgeirsdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Leysum húsnæðisvandann Guðjón Sigurbjartsson skrifar Skoðun Hugleiðing um jól, fæðingu Krists og inngilding á Íslandi Nicole Leigh Mosty skrifar Skoðun Betri en við höldum Hjálmar Gíslason skrifar Skoðun Draumurinn um ESB-samning er uppgjöf – Ekki fórna framtíðinni fyrir falsöryggi Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Setjum við Ísland í fyrsta sæti? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Misskilningur Viðreisnar um áhrif EES-úrsagnar á Íslendinga erlendis Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Skattahækkanir í felum – árás á heimilin Lóa Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Að fyrirgefa sjálfum sér Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Hér starfa líka (alls konar) konur Selma Svavarsdóttir skrifar Skoðun Kílómetragjald í blindgötu – þegar stjórnvöld misskilja ferðaþjónustuna Þórir Garðarsson skrifar Skoðun 5 vaxtalækkanir á einu ári Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Falskur finnst mér tónninn Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Treystir Viðreisn þjóðinni í raun? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Þingmaður með hálfsannleik um voffann Úffa Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Allt fyrir ekkert – eða ekkert fyrir allt? Eggert Sigurbergsson skrifar Sjá meira
Þegar barn missir foreldri eða forráðamann er öryggi barnsins eðlilega ógnað. Kvíði barna í kjölfar foreldramissis snýr oft og tíðum að þeim ótta að missa hitt foreldri sitt líka eða aðra nákomna. Eldri börn og unglingar sýna þennan kvíða oftar á praktískari hátt heldur en yngri börn og áhyggjur af fjármálum og þeirra eigin afkomu eru algengar. Spurningar á borð við hver borgar af húsnæði og lánum ef hitt foreldrið fellur líka frá eru ekki óalgengar og eiga það sameiginlegt að snúast um þá grundvallarspurningu barnsins; ,,hver hugsar um mig ef eitthvað kemur fyrir?” Í ljósi þess er mikilvægt fyrir foreldri eða forráðamenn að róa slíkar kvíðahugsanir og gera barninu það ljóst að það þarf ekki að taka á sig skyldur og ábyrgð hinna fullorðnu og það verði fyrir því séð á allan hátt. Börn geta tekið upp á því að haga sér á einhvern hátt eins og manneskjan sem þau misstu, þetta getur verið meðvitað eða ómeðvitað. Oftast gerir það ekkert til en ef börn fara að gera tilraunir til að vera alveg eins og stóri sterki pabbi sem huggaði aðra og veitti öryggi eða mamma sem hélt utan um alla og bar ábyrgð á heimilinu getur það orðið mjög íþyngjandi og streituvaldandi fyrir barnið sem getur ekki ráðið við slíkt hlutverk sem er líka ósanngjarnt gagnvart aldri þess og þroska. Þessi tilraun til að stíga inn í hlutverk þess sem er farinn getur verið þrá eftir nærveru og tengslum við hinn látna eða kvíðaviðbragð. Algeng undirliggjandi tilfinning hjá börnum er: “ef að það verður í lagi með foreldri mitt, þá verður í lagi með mig”. Þegar barn upplifir foreldri eða forráðamann í veikri stöðu og undir miklu álagi getur það því tekið til þess bragðs að gera allt sem í þeirra valdi stendur til að tryggja að það verði einmitt í lagi með fullorðnu manneskjuna sem á að passa það sjálft. Ekkert barn getur eða á að vera í þeirri stöðu að passa upp á fullorðið fólk. Foreldri sem verður vart við að barnið þeirra er farið að taka á sig óeðlilega ábyrgð, reynir að þóknast eins og hægt er eða hlífir foreldrinu við verkefnum sem foreldrið á að leysa getur þurft að stíga inn í og stoppa barnið sitt af. Þá þarf að setjast niður og útskýra fyrir barninu eða unglingnum að þó að mömmu eða pabba líði vissulega illa og gráti jafnvel stundum að þá þurfi barnið ekki að hafa áhyggjur af foreldrinu. Foreldrið þarf að láta barnið sitt hvíla í því að þau fullorðnu ráði við aðstæðurnar, að það verði í lagi með foreldrið þrátt fyrir allt og að foreldrið passi upp á barnið en ekki öfugt. Einnig getur verið gott að fá barnið til að hugsa um öll þau sem eru þeim stuðningur og eru líka til staðar fyrir foreldri þeirra. Stundum þarf að endurtaka svona samtöl nokkrum sinnum svo að barnið sleppi tökunum af óttanum og þessari óeðlilegu ábyrgðartilfinningu. Hlutverk í fjölskyldum geta riðlast við áföll og það er mikilvægt fyrir þau sem eru yngst og óþroskuð að fullorðna fólkið beri ábyrgð á sjálfu sér og börnunum svo að unga fólkið þurfi þess ekki. Auðvitað getur það gerst að uppeldisaðili lendi á vegg eftir missi og geti raunverulega ekki sinnt öllum þörfum barna sinna. Þá skiptir stuðningsnetið öllu máli og að annað fullorðið fólk grípi boltana. Þar getur það líka verið algjör björgun að þiggja faglegan stuðning. Því miður er bakland fólks mjög mismunandi og við skulum ekki vanmeta gildi þess þegar fólk í nærumhverfinu býðst til að létta undir t.d. þegar aðrir foreldrar skutla eða sækja á æfingu eða bjóða barni sem hefur misst að koma með í eitthvað skemmtilegt á frídegi. Allir foreldrar í krefjandi aðstæðum þurfa stuðning og hjálp við að skapa rými til að hvílast og endurnærast til að vera aflögufær fyrir börnin sín. Það er nefnilega ekki eins manns verk að koma barni til manns. Höfundur er prestur við Vídalínskirkju í Garðabæ og verkefnastjóri Arnarins, minningar- og styrktarsjóðs. Arnarvængir.is.
Skoðun Réttar upplýsingar um rekstur og fjármögnun RÚV Stefán Eiríksson,Björn Þór Hermannsson skrifar
Skoðun Um ólaunaða vinnu, velsæld og nýja sýn á hagkerfið Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Soffía S. Sigurgeirsdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir skrifar
Skoðun Draumurinn um ESB-samning er uppgjöf – Ekki fórna framtíðinni fyrir falsöryggi Eggert Sigurbergsson skrifar
Skoðun Misskilningur Viðreisnar um áhrif EES-úrsagnar á Íslendinga erlendis Eggert Sigurbergsson skrifar
Skoðun Kílómetragjald í blindgötu – þegar stjórnvöld misskilja ferðaþjónustuna Þórir Garðarsson skrifar
Skoðun Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson skrifar