Kristianstad um söluna á Hlín: Hefði ekki gerst fyrir fjórum til fimm árum Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 31. janúar 2025 07:30 Hlín Eiríksdóttir átti tvö frábær ár með Kristianstad og var með 26 mörk og 11 stoðsendingar á tveimur tímabilum. @kristianstadsdff Hlín Eiríksdóttir er orðinn leikmaður enska úrvalsdeildarliðsins Leicester City eftir að enska liðið keypti hana í gær frá sænska liðinu Kristianstad. Kristianstad þakkaði Hlín fyrir á miðlum sínum og óskaði henni góðs gengis í enska boltanum. Hlín átti tvö frábær tímabil með Kristianstad, skoraði 11 mörk í 26 leikjum fyrra tímabilið og 15 mörk í 25 leikjum síðara tímabilið. Hlín skrifaði síðan undir nýjan samning við sænska félagið en áður en hún spilaði sinn fyrsta leik undir honum þá var hún seld til Englands. Kristianstad fór yfir gang mála á miðlum sínum. „Fyrir nokkrum viku þá ákvað Hlín Eiríksdóttir að framlengja samning sinn við Kristianstads DFF. Það kom mörgum á óvart af því að það hafi verið mikill áhugi á henni frá erlendum félögum síðustu mánuði,“ segir í færslu á miðlum Kristianstad. „Í síðustu viku kom síðan í ljós að áhuginn á henni hafði ekki minnkað. Það endaði með því að Leicester City FC og Kristianstads DFF komu sér saman um að sölu á leikmanninum og hún hefur nú skipt um lið,“ segir í færslunni. Þar er einnig stutt viðtal við Lovisa Ström, framkvæmdastjóra sænska félagsins. „Það var mjög ofarlega á óskalista mínum síðasta haust að framlengja samninginn við Hlín. Það tók sinn tíma að landa þeim samningi. Við ræddum saman og gerðum okkur grein fyrir því að það gætu komið tilboð í hana og þá yrðum við að meta stöðuna aftur,“ sagði Lovisa Ström. „Nú hefur Leicester City komið með tilboð sem bæði við í KDFF og Hlín erum sátt við. Það gerði þessi félagsskipti möguleg. Þetta hefði ekki gerst fyrir fjórum til fimm árum,“ sagði Ström og vísar þá í það að þá var mjög sjaldgæft að kvennaliðin hefðu peninga til að kaupa leikmenn. „Ef sama staða hefði komið upp þá þá hefði Leicester haft áhuga á henni en ekki gert meira í því. Nú er kaup á leikmönnum í kvennafóboltanum orðin náttúrulegur hluti af okkar fótboltaheimi,“ sagði Ström. „Við erum ofboðslega þakklát fyrir það sem Hlín gerði fyrir félagið á þessum tveimur tímabilum hjá KDFF og við óskum henni alls hins besta í ensku úrvalsdeildinni,“ sagði Ström. View this post on Instagram A post shared by Kristianstads DFF (@kristianstadsdff) Enski boltinn Mest lesið Bað kærastann sinn afsökunar Sport Konunum fórnað í peningavandræðum karlaliðs Barcelona Fótbolti „Fáránleg staða sem er komin upp“ Enski boltinn Spáir Bröndby sigri í einvíginu á móti Víkingum Fótbolti Gullsending Sveindísar Jane valin sú besta Fótbolti Enska augnablikið: Hefði gengið af Hjálmari dauðum Enski boltinn Hent út úr Tottenham liðinu fyrir óstundvísi Enski boltinn Donnarumma sagður á leið til City í sögulegum skiptum Fótbolti Rashford segir Man. United fast í einskismannslandi Enski boltinn Grealish valdi númerið sitt vegna Rooney og Gascoigne Enski boltinn Fleiri fréttir Enska augnablikið: Hugsaði til van Persie eftir frægt mark í Eyjum Rashford segir Man. United fast í einskismannslandi Grealish valdi númerið sitt vegna Rooney og Gascoigne „Fáránleg staða sem er komin upp“ Stuðningsmenn Chelsea bjartsýnastir en mjög svartsýnir hjá Newcastle Enska augnablikið: Hefði gengið af Hjálmari dauðum Hent út úr Tottenham liðinu fyrir óstundvísi Vildi hvergi annarsstaðar spila Dýrasti leikmaður í sögu City lánaður til Everton Enska augnablikið: Forsjáli félaginn sem missti af öllu Úr enska boltanum í eiturlyfjasmygl og sjö ára fangelsi Isak ætlar aldrei að spila fyrir Newcastle aftur Coote dæmdur í átta vikna bann fyrir ummælin um Klopp Enska augnablikið: Sá allra svalasti „Öllum í ensku úrvalsdeildinni er illa við Man United“ Bale af golfvellinum og á skjáinn Hákon Rafn gæti fengið sénsinn Donnarumma skilinn eftir heima Enska augnablikið: Hlaupið út úr húsinu Hafa selt næstum alla vörnina en liðsstyrkur á leiðinni frá liði Hákonar Grealish lánaður burt en City vill ekki selja Savinho Crystal Palace tapaði áfrýjun og þarf að spila í Sambandsdeildinni Newcastle loks að fá leikmann Delap með tvö í öruggum sigri í síðasta leik fyrir mót Palace stefnir á að selja fyrirliðann fyrir gluggalok Enska augnablikið: Skellur þegar hann hrinti dómaranum Crystal Palace vann Samfélagsskjöldinn Enska augnablikið: Hjátrú og alsæla Mo Salah krefur UEFA um svör vegna Palestínu Pele Enska augnablikið: Lærði 200 ný blótsyrði Sjá meira
Kristianstad þakkaði Hlín fyrir á miðlum sínum og óskaði henni góðs gengis í enska boltanum. Hlín átti tvö frábær tímabil með Kristianstad, skoraði 11 mörk í 26 leikjum fyrra tímabilið og 15 mörk í 25 leikjum síðara tímabilið. Hlín skrifaði síðan undir nýjan samning við sænska félagið en áður en hún spilaði sinn fyrsta leik undir honum þá var hún seld til Englands. Kristianstad fór yfir gang mála á miðlum sínum. „Fyrir nokkrum viku þá ákvað Hlín Eiríksdóttir að framlengja samning sinn við Kristianstads DFF. Það kom mörgum á óvart af því að það hafi verið mikill áhugi á henni frá erlendum félögum síðustu mánuði,“ segir í færslu á miðlum Kristianstad. „Í síðustu viku kom síðan í ljós að áhuginn á henni hafði ekki minnkað. Það endaði með því að Leicester City FC og Kristianstads DFF komu sér saman um að sölu á leikmanninum og hún hefur nú skipt um lið,“ segir í færslunni. Þar er einnig stutt viðtal við Lovisa Ström, framkvæmdastjóra sænska félagsins. „Það var mjög ofarlega á óskalista mínum síðasta haust að framlengja samninginn við Hlín. Það tók sinn tíma að landa þeim samningi. Við ræddum saman og gerðum okkur grein fyrir því að það gætu komið tilboð í hana og þá yrðum við að meta stöðuna aftur,“ sagði Lovisa Ström. „Nú hefur Leicester City komið með tilboð sem bæði við í KDFF og Hlín erum sátt við. Það gerði þessi félagsskipti möguleg. Þetta hefði ekki gerst fyrir fjórum til fimm árum,“ sagði Ström og vísar þá í það að þá var mjög sjaldgæft að kvennaliðin hefðu peninga til að kaupa leikmenn. „Ef sama staða hefði komið upp þá þá hefði Leicester haft áhuga á henni en ekki gert meira í því. Nú er kaup á leikmönnum í kvennafóboltanum orðin náttúrulegur hluti af okkar fótboltaheimi,“ sagði Ström. „Við erum ofboðslega þakklát fyrir það sem Hlín gerði fyrir félagið á þessum tveimur tímabilum hjá KDFF og við óskum henni alls hins besta í ensku úrvalsdeildinni,“ sagði Ström. View this post on Instagram A post shared by Kristianstads DFF (@kristianstadsdff)
Enski boltinn Mest lesið Bað kærastann sinn afsökunar Sport Konunum fórnað í peningavandræðum karlaliðs Barcelona Fótbolti „Fáránleg staða sem er komin upp“ Enski boltinn Spáir Bröndby sigri í einvíginu á móti Víkingum Fótbolti Gullsending Sveindísar Jane valin sú besta Fótbolti Enska augnablikið: Hefði gengið af Hjálmari dauðum Enski boltinn Hent út úr Tottenham liðinu fyrir óstundvísi Enski boltinn Donnarumma sagður á leið til City í sögulegum skiptum Fótbolti Rashford segir Man. United fast í einskismannslandi Enski boltinn Grealish valdi númerið sitt vegna Rooney og Gascoigne Enski boltinn Fleiri fréttir Enska augnablikið: Hugsaði til van Persie eftir frægt mark í Eyjum Rashford segir Man. United fast í einskismannslandi Grealish valdi númerið sitt vegna Rooney og Gascoigne „Fáránleg staða sem er komin upp“ Stuðningsmenn Chelsea bjartsýnastir en mjög svartsýnir hjá Newcastle Enska augnablikið: Hefði gengið af Hjálmari dauðum Hent út úr Tottenham liðinu fyrir óstundvísi Vildi hvergi annarsstaðar spila Dýrasti leikmaður í sögu City lánaður til Everton Enska augnablikið: Forsjáli félaginn sem missti af öllu Úr enska boltanum í eiturlyfjasmygl og sjö ára fangelsi Isak ætlar aldrei að spila fyrir Newcastle aftur Coote dæmdur í átta vikna bann fyrir ummælin um Klopp Enska augnablikið: Sá allra svalasti „Öllum í ensku úrvalsdeildinni er illa við Man United“ Bale af golfvellinum og á skjáinn Hákon Rafn gæti fengið sénsinn Donnarumma skilinn eftir heima Enska augnablikið: Hlaupið út úr húsinu Hafa selt næstum alla vörnina en liðsstyrkur á leiðinni frá liði Hákonar Grealish lánaður burt en City vill ekki selja Savinho Crystal Palace tapaði áfrýjun og þarf að spila í Sambandsdeildinni Newcastle loks að fá leikmann Delap með tvö í öruggum sigri í síðasta leik fyrir mót Palace stefnir á að selja fyrirliðann fyrir gluggalok Enska augnablikið: Skellur þegar hann hrinti dómaranum Crystal Palace vann Samfélagsskjöldinn Enska augnablikið: Hjátrú og alsæla Mo Salah krefur UEFA um svör vegna Palestínu Pele Enska augnablikið: Lærði 200 ný blótsyrði Sjá meira