Spörum með breyttri verðstefnu í lyfjamálum Ólafur Stephensen skrifar 31. janúar 2025 11:00 Félag atvinnurekenda (FA) hefur brugðizt við ákalli ríkisstjórnarinnar um tillögur til sparnaðar og hagræðingar í ríkisrekstrinum. Meðal annars var kallað eftir tillögum um verkefni sem gætu aukið framleiðni og sparnað til langs tíma. Ein slík er tillaga FA um breytta verðstefnu ríkisins varðandi innkaup á lyfjum. FA hefur árum saman - án árangurs - bent heilbrigðisráðuneytinu og undirstofnunum þess á að verðstefna ríkisins í lyfjamálum sé farin að vinna gegn upphaflegu markmiði sínu, að spara heilbrigðiskerfinu fé. Í gildi eru þær reglur og viðmið að hámarksheildsöluverð á sjúkrahúslyfjum miðast við lægsta verð í hinum norrænu ríkjunum en verð á öðrum lyfjum hefur miðazt við meðalverð á Norðurlöndum, nema á veltuminnstu lyfjunum. Ríkið ákveður með öðrum orðum hámarksheildsöluverðið, án tillits til aðstæðna á markaðnum. Skráðum lyfjum fækkar Þessi stefna hefur þýtt að skráðum lyfjum á Íslandi hefur fækkað. Kostnaður við að skrá lyf á okkar litla markaði er sá sami og við skráningu á margfalt stærri mörkuðum, dreifing er dýrari m.a. vegna mikils fjölda apóteka miðað við höfðatölu, kostnaður vegna ýmiss konar öryggisatriða er að stórum hluta fastur sama hvort um stóran eða lítinn markað er að ræða og loks bætist við kostnaður vegna krafna um að fylgiseðlar með lyfjum séu á íslenzku í þágu öryggis sjúklinga, sem getur þýtt að endurmerkja þarf allar umbúðir á íslenzku. Dæmi eru um að þessi kostnaður sé hærri en innkaupsverðið á lyfinu sjálfu. Lægsta verðið á margfalt stærri mörkuðum stendur augljóslega ekki undir öllum þessum kostnaði. Þetta þýðir að lyfjaframleiðendur hafa afskráð lyf af íslenzka markaðnum og skrá ekki og/eða markaðssetja ný lyf hérlendis. Nokkur Evrópuríki hafa sett skráð lyfjaverð hér á landi inn í sínar „viðmiðunarkörfur“ og lyfjaverð hér skapar því verðþrýsting í þessum ríkjum. Það dregur enn frekar úr hvata lyfjaframleiðenda til að skrá lyf hér á landi, því að verðið hér á landi getur leitt til lækkunar á verði á öðrum og mun stærri mörkuðum. Skráð lyf og markaðssett hér á landi eru aðeins lítill hluti þess sem gerist annars staðar á Norðurlöndum. Betri og ódýrari lyf komast ekki í notkun á Íslandi Þetta þýðir tvennt. Annars vegar eru mörg ný lyf, með bætta virkni gegn ýmsum sjúkdómum, ekki í boði á Íslandi. Fólk sem þarf á lyfjameðferð að halda líður fyrir það. Fólk sem gæti komizt í virkni og vinnu ef það fengi réttu lyfin gerir það ekki, sem skapar kostnað annars staðar í heilbrigðiskerfinu og þýðir að ríkið verður af skatttekjum. Hins vegar þýðir þetta að ýmis ný lyf, til dæmis samheitalyf, sem eru hagkvæmari í notkun en eldri lyf, verða heldur ekki skráð á Íslandi. Þótt þau séu miklu ódýrari í notkun en eldri lyfin þýðir stefnan um lægsta verð eða meðalverð á Norðurlöndum að þau fást ekki skráð á Íslandi. Niðurstaðan er stundum sú að eldri lyf, sem eru bæði dýrari í notkun og með lélegri virkni, eru áfram í notkun í stað nýrra lyfja. Ef ríkisstjórnin sér ekki strax að núverandi kerfi er farið að vinna gegn markmiðum sínum, er ráð að gerð verði heilsuhagfræðileg úttekt á kostnaðarlegum og lýðheilsulegum afleiðingum hinnar mjög svo óskynsamlegu verðstefnu í lyfjamálum. Höfundur er framkvæmdastjóri Félags atvinnurekenda. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ólafur Stephensen Lyf Rekstur hins opinbera Mest lesið Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Jarðvegstilskipun Evrópu Anna María Ágústsdóttir Skoðun „Rússland hefur hins vegar ráðist inn í 19 ríki“ Einar Ólafsson Skoðun Jólahugvekja trans konu Arna Magnea Danks Skoðun Þegar lögheimilið verður að útilokunartæki Jack Hrafnkell Daníelsson Skoðun Er pláss fyrir unga karlmenn í kvennaheimi? Hnikarr Bjarmi Franklínsson Skoðun Framkvæmdir við gatnamót Höfðabakka Árni Guðmundsson Skoðun Samsköttun, samnýting eða skattahækkun? Kristófer Már Maronsson Skoðun Vandfýsin og útilokandi samstaða: Ólýðræðislegir tilburðir íslensku elítunnar gegn réttindabaráttu verkaðlýðsins Armando Garcia Skoðun Hvað ætlið þið að gera fyrir okkur Seyðfirðinga? Júlíana Björk Garðarsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Þegar Hr. X bjargaði jólunum Anna Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Öll lífsins gæði mynda skattstofn Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Þegar lögheimilið verður að útilokunartæki Jack Hrafnkell Daníelsson skrifar Skoðun Vandfýsin og útilokandi samstaða: Ólýðræðislegir tilburðir íslensku elítunnar gegn réttindabaráttu verkaðlýðsins Armando Garcia skrifar Skoðun Mýtuvaxtarækt loftslagsafneitunar Sveinn Atli Gunnarsson skrifar Skoðun Hvað ætlið þið að gera fyrir okkur Seyðfirðinga? Júlíana Björk Garðarsdóttir skrifar Skoðun Jarðvegstilskipun Evrópu Anna María Ágústsdóttir skrifar Skoðun Jólagjöfin í ár Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Samsköttun, samnýting eða skattahækkun? Kristófer Már Maronsson skrifar Skoðun Framkvæmdir við gatnamót Höfðabakka Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Á krossgötum í Atlantshafi Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Börnin fyrst – er framtíðarsýn Vestmannaeyja að fjara út? Jóhann Ingi Óskarsson skrifar Skoðun Jólahugvekja trans konu Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Erum við sérstökust í heimi? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Gerum betur í borgarstjórn. Endurheimtum traust og bætum þjónustu við borgarbúa á öllum aldri Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Stóra myndin í fjárlögum Daði Már Kristófersson skrifar Skoðun „Rússland hefur hins vegar ráðist inn í 19 ríki“ Einar Ólafsson skrifar Skoðun Blessuð jólin, bókhaldið og börnin Kristín Lúðvíksdóttir skrifar Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson skrifar Skoðun Er pláss fyrir unga karlmenn í kvennaheimi? Hnikarr Bjarmi Franklínsson skrifar Skoðun Bréfið sem aldrei var skrifað Grímur Atlason skrifar Skoðun Hugleiðingar úr Dölum um framkomin drög að Samgönguáætlun 2026-2040 Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar Skoðun Íslensk ferðaþjónusta í nýju landslagi Ólína Laxdal skrifar Skoðun Sköpum öflugt, hafsækið atvinnulíf á viðskiptalegum forsendum! Gunnar Tryggvason skrifar Skoðun Hefurðu heyrt söguna? Ísak Hilmarsson skrifar Skoðun Teygjum okkur aðeins lengra Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Þingmenn raða sólstólum á Titanic Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Hamarsvirkjun: Þegar horft er framhjá staðreyndum og lýðræði Ásrún Mjöll Stefánsdóttir skrifar Skoðun Réttlæti án sannleika er ekki réttlæti Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Spilakassar í skjóli mannúðar og björgunar Alma Hafsteinsdóttir skrifar Sjá meira
Félag atvinnurekenda (FA) hefur brugðizt við ákalli ríkisstjórnarinnar um tillögur til sparnaðar og hagræðingar í ríkisrekstrinum. Meðal annars var kallað eftir tillögum um verkefni sem gætu aukið framleiðni og sparnað til langs tíma. Ein slík er tillaga FA um breytta verðstefnu ríkisins varðandi innkaup á lyfjum. FA hefur árum saman - án árangurs - bent heilbrigðisráðuneytinu og undirstofnunum þess á að verðstefna ríkisins í lyfjamálum sé farin að vinna gegn upphaflegu markmiði sínu, að spara heilbrigðiskerfinu fé. Í gildi eru þær reglur og viðmið að hámarksheildsöluverð á sjúkrahúslyfjum miðast við lægsta verð í hinum norrænu ríkjunum en verð á öðrum lyfjum hefur miðazt við meðalverð á Norðurlöndum, nema á veltuminnstu lyfjunum. Ríkið ákveður með öðrum orðum hámarksheildsöluverðið, án tillits til aðstæðna á markaðnum. Skráðum lyfjum fækkar Þessi stefna hefur þýtt að skráðum lyfjum á Íslandi hefur fækkað. Kostnaður við að skrá lyf á okkar litla markaði er sá sami og við skráningu á margfalt stærri mörkuðum, dreifing er dýrari m.a. vegna mikils fjölda apóteka miðað við höfðatölu, kostnaður vegna ýmiss konar öryggisatriða er að stórum hluta fastur sama hvort um stóran eða lítinn markað er að ræða og loks bætist við kostnaður vegna krafna um að fylgiseðlar með lyfjum séu á íslenzku í þágu öryggis sjúklinga, sem getur þýtt að endurmerkja þarf allar umbúðir á íslenzku. Dæmi eru um að þessi kostnaður sé hærri en innkaupsverðið á lyfinu sjálfu. Lægsta verðið á margfalt stærri mörkuðum stendur augljóslega ekki undir öllum þessum kostnaði. Þetta þýðir að lyfjaframleiðendur hafa afskráð lyf af íslenzka markaðnum og skrá ekki og/eða markaðssetja ný lyf hérlendis. Nokkur Evrópuríki hafa sett skráð lyfjaverð hér á landi inn í sínar „viðmiðunarkörfur“ og lyfjaverð hér skapar því verðþrýsting í þessum ríkjum. Það dregur enn frekar úr hvata lyfjaframleiðenda til að skrá lyf hér á landi, því að verðið hér á landi getur leitt til lækkunar á verði á öðrum og mun stærri mörkuðum. Skráð lyf og markaðssett hér á landi eru aðeins lítill hluti þess sem gerist annars staðar á Norðurlöndum. Betri og ódýrari lyf komast ekki í notkun á Íslandi Þetta þýðir tvennt. Annars vegar eru mörg ný lyf, með bætta virkni gegn ýmsum sjúkdómum, ekki í boði á Íslandi. Fólk sem þarf á lyfjameðferð að halda líður fyrir það. Fólk sem gæti komizt í virkni og vinnu ef það fengi réttu lyfin gerir það ekki, sem skapar kostnað annars staðar í heilbrigðiskerfinu og þýðir að ríkið verður af skatttekjum. Hins vegar þýðir þetta að ýmis ný lyf, til dæmis samheitalyf, sem eru hagkvæmari í notkun en eldri lyf, verða heldur ekki skráð á Íslandi. Þótt þau séu miklu ódýrari í notkun en eldri lyfin þýðir stefnan um lægsta verð eða meðalverð á Norðurlöndum að þau fást ekki skráð á Íslandi. Niðurstaðan er stundum sú að eldri lyf, sem eru bæði dýrari í notkun og með lélegri virkni, eru áfram í notkun í stað nýrra lyfja. Ef ríkisstjórnin sér ekki strax að núverandi kerfi er farið að vinna gegn markmiðum sínum, er ráð að gerð verði heilsuhagfræðileg úttekt á kostnaðarlegum og lýðheilsulegum afleiðingum hinnar mjög svo óskynsamlegu verðstefnu í lyfjamálum. Höfundur er framkvæmdastjóri Félags atvinnurekenda.
Vandfýsin og útilokandi samstaða: Ólýðræðislegir tilburðir íslensku elítunnar gegn réttindabaráttu verkaðlýðsins Armando Garcia Skoðun
Skoðun Vandfýsin og útilokandi samstaða: Ólýðræðislegir tilburðir íslensku elítunnar gegn réttindabaráttu verkaðlýðsins Armando Garcia skrifar
Skoðun Gerum betur í borgarstjórn. Endurheimtum traust og bætum þjónustu við borgarbúa á öllum aldri Magnea Marinósdóttir skrifar
Skoðun Hugleiðingar úr Dölum um framkomin drög að Samgönguáætlun 2026-2040 Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar
Skoðun Þingmenn raða sólstólum á Titanic Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Hamarsvirkjun: Þegar horft er framhjá staðreyndum og lýðræði Ásrún Mjöll Stefánsdóttir skrifar
Vandfýsin og útilokandi samstaða: Ólýðræðislegir tilburðir íslensku elítunnar gegn réttindabaráttu verkaðlýðsins Armando Garcia Skoðun