Hákon fékk fyrst á sig sjálfsmark og svo var hann klobbaður Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 2. febrúar 2025 15:52 Hákon Rafn Valdimarsson hefði viljað geta betur í fyrsta leik sínum í byrjunarliði í ensku úrvalsdeildinni. Getty/John Walton Hákon Rafn Valdimarsson fékk sitt fyrsta tækifæri í byrjunarliði Brentford í ensku úrvalsdeildinni í dag en hann og félagar hans urðu að sætta sig við tap á heimavelli. Tottenham vann þá 2-0 sigur á nágrönnum sínum í London þar sem fyrra markið var sjálfsmark hjá varnarmanni Brentford en það seinna kom úr skyndisókn. Þetta var langþráður sigur hjá Tottenham sem hafði leikið fjóra leiki í röð án þessa að vinna. Það var ekki mikið að gera hjá Hákoni í leiknum og Brentford liðið skapaði miklu meiri hættu í leiknum. Leikmenn Tottenham refsuðu Brentford tvisvar sinnum og þetta var ekki góður dagur fyrir okkar mann. Athygli vakti að Hákon spilaði ekki með derhúfu þótt að sólin væri lágt á lofti og í andlitið á honum í fyrri hálfleiknum. Fyrsta markið sem hann fær á sig kom eftir frábæra hornspyrnu frá Heung-Min Son. Hákon lenti á bak við menn og komst ekki í boltann sem fór af baki Vitaly Janelt og í eigið mark. Þetta var svekkjandi fyrir íslenska landsliðsmarkvörðinn sem átti að gera betur. Kannski reynsluleysi að koma sér ekki í betri stöðu áður en hornspyrnan var tekin. Brenford var mun betra liðið í fyrri hálfleiknum og markið kom gegn gangi leiksins. Tottenham leikmennirnir ógnuðu nokkrum sinnum í seinni hálfleik en það reyndi ekki mikið á Hákon. Á móti voru heimamenn margoft við það að jafna leikinn. Það tókst ekki og Tottenham landaði mikilvægum sigri eftir slæmt gengi að undanförnu. Tottenham innsiglaði sigurinn með öðru marki undir lokin sem Pape Matar Sarr skoraði eftir stoðsendingu frá Son. Sendi boltann í gegnum klofið á Hákoni. Enski boltinn
Hákon Rafn Valdimarsson fékk sitt fyrsta tækifæri í byrjunarliði Brentford í ensku úrvalsdeildinni í dag en hann og félagar hans urðu að sætta sig við tap á heimavelli. Tottenham vann þá 2-0 sigur á nágrönnum sínum í London þar sem fyrra markið var sjálfsmark hjá varnarmanni Brentford en það seinna kom úr skyndisókn. Þetta var langþráður sigur hjá Tottenham sem hafði leikið fjóra leiki í röð án þessa að vinna. Það var ekki mikið að gera hjá Hákoni í leiknum og Brentford liðið skapaði miklu meiri hættu í leiknum. Leikmenn Tottenham refsuðu Brentford tvisvar sinnum og þetta var ekki góður dagur fyrir okkar mann. Athygli vakti að Hákon spilaði ekki með derhúfu þótt að sólin væri lágt á lofti og í andlitið á honum í fyrri hálfleiknum. Fyrsta markið sem hann fær á sig kom eftir frábæra hornspyrnu frá Heung-Min Son. Hákon lenti á bak við menn og komst ekki í boltann sem fór af baki Vitaly Janelt og í eigið mark. Þetta var svekkjandi fyrir íslenska landsliðsmarkvörðinn sem átti að gera betur. Kannski reynsluleysi að koma sér ekki í betri stöðu áður en hornspyrnan var tekin. Brenford var mun betra liðið í fyrri hálfleiknum og markið kom gegn gangi leiksins. Tottenham leikmennirnir ógnuðu nokkrum sinnum í seinni hálfleik en það reyndi ekki mikið á Hákon. Á móti voru heimamenn margoft við það að jafna leikinn. Það tókst ekki og Tottenham landaði mikilvægum sigri eftir slæmt gengi að undanförnu. Tottenham innsiglaði sigurinn með öðru marki undir lokin sem Pape Matar Sarr skoraði eftir stoðsendingu frá Son. Sendi boltann í gegnum klofið á Hákoni.