Valssóknin er sjóðheit þessa dagana og hafa skorað fjörutíu stig tvo leiki í röð, þær höfðu ekki gert það áður á tímabilinu.
Þórey Anna Ásgeirsdóttir fór mestan í liði Vals í kvöld og skoraði tólf mörk með fullkomnri skotnýtingu, sex þeirra voru skoruð af vítalínunni. Thea Imani Sturludóttir, Hildigunnur Einarsdóttir og Lovísa Thompson skoruðu svo allar sex mörk, aðrar minna.
Hafdís Renötudóttir varði vel í Valsmarkinu, 14 skot af 34, rúmt 41 prósent allra skota.
Valur er í efsta sæti deildarinnar með þrettán sigra og eitt tap á tímabilinu. Stjarnan er í fimmta sæti með tíu stig.