Vatnsleki, fjúkandi þakplötur og ófærir ökumenn Magnús Jochum Pálsson skrifar 1. febrúar 2025 08:10 Eftir óveður næturinnar eru vatnspollar víða og sums staðar hefur lekið inn í hús. Vísir/Vilhelm Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu sinnti ýmsum verkefnum í gærkvöldi og í nótt. Fjöldi meintra stúta voru stoppaðir, þá var eitthvað um umferðarslys og svo var lögreglan bæði kölluð til vegna þakplötufoks og vatnsleka. Þetta kemur fram í dagbók lögreglu frá klukkan 17 í gær til 5 í morgun. Sex ökumenn voru stöðvaðir vegna gruns um akstur undir áhrifum ávana- og fíkniefna. Tveir þeirra vistaðir í þágu rannsóknar mála þar sem þeir höfðu ollið umferðaróhappi eða voru tengdir öðrum málum. Einnig var lögregla kölluð til vegna umferðaóhapps þar sem bíl hafði verið ekið utan í rútu. Um minniháttar tjón var að ræða og enginn slasaðist. Þá var lögreglu kölluð til vegna líkamsárásar í miðborginni en ekki liggur meira fyrir um hana. Fjúkandi þakplötur Í umdæmi lögreglustöðvar 2 sem nær yfir Hafnarfjörð, Garðabæ og Álftanes voru tveir ökumenn stöðvaðir og þeir sviptir ökuréttindum. Ekki kemur fram hvers vegna. Lögreglan var svo kölluð til í húsnæði þar sem þakplötur voru byrjaðar að fjúka af þakinu. Lögregla fór á vettvang og var síðan kallað á viðeigandi viðbragðsaðila. Loks barst lögreglu tilkynning um mann í verslunarmiðstöð í annarlegu ástandi sem hafði átt í hótunum við aðra borgara. Lögreglumenn fóru á vettvang og reyndu að ræða við manninn. Hann var hins vegar ekki viðræðuhæfur né fær um að koma sér sjálfum á brott svo hann var vistaður í fangaklefa. Myndir af vopnum og boðflennur Umdæmi lögreglustöðvar 3 nær yfir Kópavog og Breiðholt. Þar var lögreglan kölluð til vegna manns sem hafði sent öðrum manni myndir af vopnum sem hann hótaði að beita. Sendandinn var handtekinn vegna málsins. Tilkynnt var menn sem höfðu farið inn í húsnæði líkamsræktarstöðvar án leyfis. Mennirnir voru farnir á brott þegar lögregla kom á vettvang en málið er rannsakað sem húsbrot. Lögreglustöð 4 sem nær yfir Grafarvog, Mosfellsbæ og Árbæ barst tilkynning um vatnsleka. Lögreglan var kölluð til og stefndi í að mikill leki yrði inn í íbúðarhúsnæði með tilheyrandi tjón. Lögreglan kallaði viðbragðsaðila á vettvang meðan reynt var að aðstoða íbúa. Lögreglumál Reykjavík Kópavogur Hafnarfjörður Garðabær Mest lesið Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innlent Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ Erlent Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Innlent Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Innlent Málverk stolið af nasistum fannst í argentískri fasteignaauglýsingu Erlent Minntust þess ekki að hafa brennt tösku fyrir Stefán Blackburn Innlent Kallar bandarískan erindreka á teppið vegna Grænlandsmála Erlent 50 prósenta tollar á indverskar vörur taka gildi í Bandaríkjunum Erlent Lögfesta bann gegn símanotkun í skólum Erlent Sakar eftirlitsaðila um að framfylgja ekki leigubílalögum Innlent Fleiri fréttir Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innbrot og slagsmál í miðborginni Segir dóminn áfellisdóm yfir seinagangi lögreglu í kynferðisbrotamálum Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Heilbrigðisráðuneytið færir sig um set Enginn vilji taka ábyrgð á því hvenær eigi að loka Reynisfjöru Minntust þess ekki að hafa brennt tösku fyrir Stefán Blackburn Sakar eftirlitsaðila um að framfylgja ekki leigubílalögum Játaði Hamraborgarmálið, grunaður í hraðbankamálinu og vitni í Gufunesmálinu Hraðbankinn fannst á Hólmsheiði „Starfsemi sem þarf auðvitað bara að stoppa" Ekkjan, fjársvikahrina og ferðamenn sem hunsa lokanir Lenti næstum framan á vörubíl við framúrakstur Nú má heita Snjókaldur en ekki Latína „Það er bara allt á floti hérna alls staðar“ Fjárhús varð öldugangi að bráð Sveinn nýr formaður stjórnar Landspítalans Heimsótti foreldra Matthíasar: Sagðist sjálfur hafa átt hugmynd að lögmannaskiptum Milljónirnar 22 voru enn í hraðbankanum þegar hann fannst Fresta byggingu annarrar heilsugæslu um fimm ár hið minnsta Afsökunarbeiðni Sigríðar Bjarkar skipti sköpum Hunsa rauða ljósið í Reynisfjöru: „Er að setja sig í mjög meðvitaða hættu“ Sagði til myndbönd af Matthíasi að berja menn í tálbeituaðgerðum „Stórsigur fyrir réttlæti“ Þýskur herforingi í heimsókn á Íslandi Mannekla hjá lögreglu engin afsökun fyrir fyrningu mála Skoða hvort hægt sé að beita Ísrael refsiaðgerðum Gufunesmálið, Mannréttindadómstóll Evrópu og Sjálfstæðisflokkur stærstur í borginni Móðir um sakborning: „Matthías er blíður og góður“ Sjá meira
Þetta kemur fram í dagbók lögreglu frá klukkan 17 í gær til 5 í morgun. Sex ökumenn voru stöðvaðir vegna gruns um akstur undir áhrifum ávana- og fíkniefna. Tveir þeirra vistaðir í þágu rannsóknar mála þar sem þeir höfðu ollið umferðaróhappi eða voru tengdir öðrum málum. Einnig var lögregla kölluð til vegna umferðaóhapps þar sem bíl hafði verið ekið utan í rútu. Um minniháttar tjón var að ræða og enginn slasaðist. Þá var lögreglu kölluð til vegna líkamsárásar í miðborginni en ekki liggur meira fyrir um hana. Fjúkandi þakplötur Í umdæmi lögreglustöðvar 2 sem nær yfir Hafnarfjörð, Garðabæ og Álftanes voru tveir ökumenn stöðvaðir og þeir sviptir ökuréttindum. Ekki kemur fram hvers vegna. Lögreglan var svo kölluð til í húsnæði þar sem þakplötur voru byrjaðar að fjúka af þakinu. Lögregla fór á vettvang og var síðan kallað á viðeigandi viðbragðsaðila. Loks barst lögreglu tilkynning um mann í verslunarmiðstöð í annarlegu ástandi sem hafði átt í hótunum við aðra borgara. Lögreglumenn fóru á vettvang og reyndu að ræða við manninn. Hann var hins vegar ekki viðræðuhæfur né fær um að koma sér sjálfum á brott svo hann var vistaður í fangaklefa. Myndir af vopnum og boðflennur Umdæmi lögreglustöðvar 3 nær yfir Kópavog og Breiðholt. Þar var lögreglan kölluð til vegna manns sem hafði sent öðrum manni myndir af vopnum sem hann hótaði að beita. Sendandinn var handtekinn vegna málsins. Tilkynnt var menn sem höfðu farið inn í húsnæði líkamsræktarstöðvar án leyfis. Mennirnir voru farnir á brott þegar lögregla kom á vettvang en málið er rannsakað sem húsbrot. Lögreglustöð 4 sem nær yfir Grafarvog, Mosfellsbæ og Árbæ barst tilkynning um vatnsleka. Lögreglan var kölluð til og stefndi í að mikill leki yrði inn í íbúðarhúsnæði með tilheyrandi tjón. Lögreglan kallaði viðbragðsaðila á vettvang meðan reynt var að aðstoða íbúa.
Lögreglumál Reykjavík Kópavogur Hafnarfjörður Garðabær Mest lesið Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innlent Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ Erlent Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Innlent Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Innlent Málverk stolið af nasistum fannst í argentískri fasteignaauglýsingu Erlent Minntust þess ekki að hafa brennt tösku fyrir Stefán Blackburn Innlent Kallar bandarískan erindreka á teppið vegna Grænlandsmála Erlent 50 prósenta tollar á indverskar vörur taka gildi í Bandaríkjunum Erlent Lögfesta bann gegn símanotkun í skólum Erlent Sakar eftirlitsaðila um að framfylgja ekki leigubílalögum Innlent Fleiri fréttir Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innbrot og slagsmál í miðborginni Segir dóminn áfellisdóm yfir seinagangi lögreglu í kynferðisbrotamálum Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Heilbrigðisráðuneytið færir sig um set Enginn vilji taka ábyrgð á því hvenær eigi að loka Reynisfjöru Minntust þess ekki að hafa brennt tösku fyrir Stefán Blackburn Sakar eftirlitsaðila um að framfylgja ekki leigubílalögum Játaði Hamraborgarmálið, grunaður í hraðbankamálinu og vitni í Gufunesmálinu Hraðbankinn fannst á Hólmsheiði „Starfsemi sem þarf auðvitað bara að stoppa" Ekkjan, fjársvikahrina og ferðamenn sem hunsa lokanir Lenti næstum framan á vörubíl við framúrakstur Nú má heita Snjókaldur en ekki Latína „Það er bara allt á floti hérna alls staðar“ Fjárhús varð öldugangi að bráð Sveinn nýr formaður stjórnar Landspítalans Heimsótti foreldra Matthíasar: Sagðist sjálfur hafa átt hugmynd að lögmannaskiptum Milljónirnar 22 voru enn í hraðbankanum þegar hann fannst Fresta byggingu annarrar heilsugæslu um fimm ár hið minnsta Afsökunarbeiðni Sigríðar Bjarkar skipti sköpum Hunsa rauða ljósið í Reynisfjöru: „Er að setja sig í mjög meðvitaða hættu“ Sagði til myndbönd af Matthíasi að berja menn í tálbeituaðgerðum „Stórsigur fyrir réttlæti“ Þýskur herforingi í heimsókn á Íslandi Mannekla hjá lögreglu engin afsökun fyrir fyrningu mála Skoða hvort hægt sé að beita Ísrael refsiaðgerðum Gufunesmálið, Mannréttindadómstóll Evrópu og Sjálfstæðisflokkur stærstur í borginni Móðir um sakborning: „Matthías er blíður og góður“ Sjá meira