Grein Morgunblaðsins til skammar Rafn Ágúst Ragnarsson skrifar 1. febrúar 2025 15:26 Geir Sveinsson segir Gunnar eiga skilið afsökunarbeiðni frá Morgunblaðinu. Vísir/Samsett Geir Sveinsson, fyrrverandi þjálfari íslenska karlalandsliðsins í handbolta, segir skrif Víðis Sigurðssonar, íþróttablaðamanns hjá Morgunblaðinu, um Gunnar Magnússon til skammar. Morgunblaðið skuldi Gunnari afsökunarbeiðni. Skrif Víðis Sigurðssonar um aðkomu Gunnars Magnússonar að leik Íslands og Króatíu hafa vakið athygli en Ísland tapaði þeim leik og missti þannig af sæti í útsláttarkeppni heimsmeistaramótsins í handbolta. Gunnar Magnússon, fyrrverandi aðstoðarþjálfari íslenska landsliðsins og núverandi þjálfari Aftureldingar, leikgreindi íslenska liðið fyrir Dag Sigurðsson, þjálfara þess króatíska. Sakar Gunnar um föðurlandssvik Í greininni rekur Víðir söguna af símtali sem hann kveðst hafa fengið frá gömlum kunningja sem var ósáttur við aðkomu Gunnars að leiknum örlagaríka. Ekkert sé eðlilegra en að Dagur beiti öllum tiltækum brögðum en Gunnar sé hins vegar fyrrverandi aðstoðarþjálfari íslenska landsliðsins og hafi þjálfað marga af landsliðsmönnunum. Kunninginn gamli setur spurningu við siðferðið. „Ég skil ekkert í honum að svíkja land og þjóð á þennan hátt og afhenda mótherjum Íslands innanhúsupplýsingar um íslenska liðið,“ hefur Víðir eftir kunningjanum og segist taka undir þetta sjónarmið hans. „Vissulega er handbolti bara leikur. En yrðum við sátt ef fyrrverandi aðstoðarmaður utanríkisráðherra myndi gera úttekt á varnarmálum Íslands fyrir óvinveitta þjóð? Ég er ekki viss um það,“ skrifar Víðir svo. Fráleitt að ætlast til að afþakka starfið Geir Sveinsson segir þessi skrif Víðis ósanngjörn og til skammar. Gunnar Magnússon sé einn af traustustu og reynslumestu aðilum íslensks handbolta og hafi unnið ötullega fyrir HSÍ í áratugi. „Dagur Sigurðsson var ráðinn landsliðsþjálfari Króatíu í lok febrúar 2024 og fljótlega réð hann Gunnar Magnússon sér til aðstoðar við leikgreiningu. Það er fráleitt að ætlast til þess að Gunnar hefði átt að hafna starfinu af því að hann gæti einhvern tíma staðið frammi fyrir þeim möguleika að mæta Íslandi. Átti hann að afþakka starfið þegar Dagur bauð honum það af því það væri siðferðilega rangt því Króatía gæti mögulega mætt Íslandi í framtíðinni?“ skrifar Geir. Hann segir það einnig út í hött að Gunnar hafi afhent mikilvægar „innanhússupplýsingar,“ eins og Víðir orðar það. „Hvaða leyndarmál gæti hann mögulega haft sem skipti sköpum sem ekki væri sjáanlegt í leik liðsins eða á myndbandsupptökum? Hann hefur ekki unnið með núverandi landsliðsþjálfurum Íslands og Ísland hafði þegar spilað fjóra leiki á HM áður en það mætti Króatíu. Það sem áhorfendur og sérfræðingar sjá í leik liðsins er aðgengilegt öllum með grunnþekkingu á leikgreiningu,“ segir Geir. Gunnar eigi skilið afsökunarbeiðni Hann segir það ekki standast skoðun að gagnrýna siðferði Gunnars. Í einu orði segir hann það vera fáránlegt. „Við verðum að geta tekið ábyrgð á eigin mistökum í stað þess að leita að blórabögglum. Íslenska liðið var einfaldlega illa undirbúið fyrir leikinn gegn Króatíu, taktískt en einnig andlega, ýmist rangar eða engar ákvarðanir teknar í leiknum sjálfum og leikmenn ekki klárir í þá orrustu sem beið þeirra. Að kenna Gunnari um hrakfarir liðsins er einfaldlega hlægilegt og okkur til minnkunar,“ segir Geir. „Mér þykir miður að Morgunblaðið hafi birt þessa grein og tel að Gunnar eigi skilið afsökunarbeiðni – maður sem hefur lagt íslenskum handbolta mikið til. Greinin hefði mikið frekar átt að snúast um þakklæti íslensks handbolta fyrir hans óeigingjarna starf - og óska honum til hamingju með frábæran árangur sem af er á HM 2025.“ Handbolti HM karla í handbolta 2025 HSÍ Mest lesið Þurfti að ýta þjálfaranum af sér þegar hún kom í mark Sport Uppgjörið: Serbía - Ísland 27-26 | Hársbreidd frá stigi eftir frábæra endurkomu Handbolti Dáður en umdeildur kylfingur látinn Golf Skoraði á móti Arsenal og semur nú við Vestra Fótbolti Dæmdu forsetann og alla leikmenn í bann Fótbolti Scholes sakar Slot um virðingarleysi og að hann fái það í bakið núna Enski boltinn Engin naglalögregla á HM kvenna en nýjar reglur um neglur Handbolti Rautt spjald gegn Íslandi rifjað upp eftir tal um „sérmeðferð“ Ronaldos Fótbolti Fantasýn: Eyjólfur Sverris pakkar fjölskyldunni saman Enski boltinn Sjáðu kraftaverkið í riðli Íslands Körfubolti Fleiri fréttir Leik lokið: Grindavík-Keflavík 95-103 | Keflavíkurkonur sýndu styrk sinn í Grindavík Færeysku stelpurnar unnu Spán: Söguleg stund fyrir Færeyjar Serbía - Ísland 27-26 | Hársbreidd frá stigi eftir frábæra endurkomu Stólarnir með annan sigurinn í röð Leik lokið: Fram-FH 28-30 | Hafnfirðingar unnu meistarana Elísabet stýrði Belgum til sigurs Andri Már tryggði liði sínu jafntefli Fyrsti sigur Eyjamanna í meira en mánuð Upphitunarbardagar ICEBOX 9 í Kaplakrika Þjóðverjar unnu 26 marka stórsigur í næsta leik eftir Íslandsleikinn KSÍ skiptir um mótakerfi og smíðar nýjan vef Íranar fengu enga hjálp frá Infantino og sniðganga HM-dráttinn Ráðherra mættur á HM: „Verður mikil stemning“ Damir Muminovic til Grindavíkur „Okkar konur eiga meira skilið“ Real hafi misst áhugann á slökum Konaté Sjáðu bestu mörkin: Klókur Kanu og eitraður Essien Ein breyting hjá Íslandi fyrir kvöldið Dáður en umdeildur kylfingur látinn Rautt spjald gegn Íslandi rifjað upp eftir tal um „sérmeðferð“ Ronaldos Fjórir bestu mætast í lengri leikjum á Snorrabraut Skoraði á móti Arsenal og semur nú við Vestra „Aðeins öðruvísi en alltaf geggjað að hafa Katrínu með mér“ Segja þetta ekki sanngjarnt og að þetta yrði bara farsi Ísland og Noregur mætast á IceBox í kvöld Dæmdu forsetann og alla leikmenn í bann „Ég er með mikla orku“ Segir Slot hafa viku til þess að bjarga starfi sínu Fantasýn: Eyjólfur Sverris pakkar fjölskyldunni saman Spilaði með brotið bringubein í tvo mánuði Sjá meira
Skrif Víðis Sigurðssonar um aðkomu Gunnars Magnússonar að leik Íslands og Króatíu hafa vakið athygli en Ísland tapaði þeim leik og missti þannig af sæti í útsláttarkeppni heimsmeistaramótsins í handbolta. Gunnar Magnússon, fyrrverandi aðstoðarþjálfari íslenska landsliðsins og núverandi þjálfari Aftureldingar, leikgreindi íslenska liðið fyrir Dag Sigurðsson, þjálfara þess króatíska. Sakar Gunnar um föðurlandssvik Í greininni rekur Víðir söguna af símtali sem hann kveðst hafa fengið frá gömlum kunningja sem var ósáttur við aðkomu Gunnars að leiknum örlagaríka. Ekkert sé eðlilegra en að Dagur beiti öllum tiltækum brögðum en Gunnar sé hins vegar fyrrverandi aðstoðarþjálfari íslenska landsliðsins og hafi þjálfað marga af landsliðsmönnunum. Kunninginn gamli setur spurningu við siðferðið. „Ég skil ekkert í honum að svíkja land og þjóð á þennan hátt og afhenda mótherjum Íslands innanhúsupplýsingar um íslenska liðið,“ hefur Víðir eftir kunningjanum og segist taka undir þetta sjónarmið hans. „Vissulega er handbolti bara leikur. En yrðum við sátt ef fyrrverandi aðstoðarmaður utanríkisráðherra myndi gera úttekt á varnarmálum Íslands fyrir óvinveitta þjóð? Ég er ekki viss um það,“ skrifar Víðir svo. Fráleitt að ætlast til að afþakka starfið Geir Sveinsson segir þessi skrif Víðis ósanngjörn og til skammar. Gunnar Magnússon sé einn af traustustu og reynslumestu aðilum íslensks handbolta og hafi unnið ötullega fyrir HSÍ í áratugi. „Dagur Sigurðsson var ráðinn landsliðsþjálfari Króatíu í lok febrúar 2024 og fljótlega réð hann Gunnar Magnússon sér til aðstoðar við leikgreiningu. Það er fráleitt að ætlast til þess að Gunnar hefði átt að hafna starfinu af því að hann gæti einhvern tíma staðið frammi fyrir þeim möguleika að mæta Íslandi. Átti hann að afþakka starfið þegar Dagur bauð honum það af því það væri siðferðilega rangt því Króatía gæti mögulega mætt Íslandi í framtíðinni?“ skrifar Geir. Hann segir það einnig út í hött að Gunnar hafi afhent mikilvægar „innanhússupplýsingar,“ eins og Víðir orðar það. „Hvaða leyndarmál gæti hann mögulega haft sem skipti sköpum sem ekki væri sjáanlegt í leik liðsins eða á myndbandsupptökum? Hann hefur ekki unnið með núverandi landsliðsþjálfurum Íslands og Ísland hafði þegar spilað fjóra leiki á HM áður en það mætti Króatíu. Það sem áhorfendur og sérfræðingar sjá í leik liðsins er aðgengilegt öllum með grunnþekkingu á leikgreiningu,“ segir Geir. Gunnar eigi skilið afsökunarbeiðni Hann segir það ekki standast skoðun að gagnrýna siðferði Gunnars. Í einu orði segir hann það vera fáránlegt. „Við verðum að geta tekið ábyrgð á eigin mistökum í stað þess að leita að blórabögglum. Íslenska liðið var einfaldlega illa undirbúið fyrir leikinn gegn Króatíu, taktískt en einnig andlega, ýmist rangar eða engar ákvarðanir teknar í leiknum sjálfum og leikmenn ekki klárir í þá orrustu sem beið þeirra. Að kenna Gunnari um hrakfarir liðsins er einfaldlega hlægilegt og okkur til minnkunar,“ segir Geir. „Mér þykir miður að Morgunblaðið hafi birt þessa grein og tel að Gunnar eigi skilið afsökunarbeiðni – maður sem hefur lagt íslenskum handbolta mikið til. Greinin hefði mikið frekar átt að snúast um þakklæti íslensks handbolta fyrir hans óeigingjarna starf - og óska honum til hamingju með frábæran árangur sem af er á HM 2025.“
Handbolti HM karla í handbolta 2025 HSÍ Mest lesið Þurfti að ýta þjálfaranum af sér þegar hún kom í mark Sport Uppgjörið: Serbía - Ísland 27-26 | Hársbreidd frá stigi eftir frábæra endurkomu Handbolti Dáður en umdeildur kylfingur látinn Golf Skoraði á móti Arsenal og semur nú við Vestra Fótbolti Dæmdu forsetann og alla leikmenn í bann Fótbolti Scholes sakar Slot um virðingarleysi og að hann fái það í bakið núna Enski boltinn Engin naglalögregla á HM kvenna en nýjar reglur um neglur Handbolti Rautt spjald gegn Íslandi rifjað upp eftir tal um „sérmeðferð“ Ronaldos Fótbolti Fantasýn: Eyjólfur Sverris pakkar fjölskyldunni saman Enski boltinn Sjáðu kraftaverkið í riðli Íslands Körfubolti Fleiri fréttir Leik lokið: Grindavík-Keflavík 95-103 | Keflavíkurkonur sýndu styrk sinn í Grindavík Færeysku stelpurnar unnu Spán: Söguleg stund fyrir Færeyjar Serbía - Ísland 27-26 | Hársbreidd frá stigi eftir frábæra endurkomu Stólarnir með annan sigurinn í röð Leik lokið: Fram-FH 28-30 | Hafnfirðingar unnu meistarana Elísabet stýrði Belgum til sigurs Andri Már tryggði liði sínu jafntefli Fyrsti sigur Eyjamanna í meira en mánuð Upphitunarbardagar ICEBOX 9 í Kaplakrika Þjóðverjar unnu 26 marka stórsigur í næsta leik eftir Íslandsleikinn KSÍ skiptir um mótakerfi og smíðar nýjan vef Íranar fengu enga hjálp frá Infantino og sniðganga HM-dráttinn Ráðherra mættur á HM: „Verður mikil stemning“ Damir Muminovic til Grindavíkur „Okkar konur eiga meira skilið“ Real hafi misst áhugann á slökum Konaté Sjáðu bestu mörkin: Klókur Kanu og eitraður Essien Ein breyting hjá Íslandi fyrir kvöldið Dáður en umdeildur kylfingur látinn Rautt spjald gegn Íslandi rifjað upp eftir tal um „sérmeðferð“ Ronaldos Fjórir bestu mætast í lengri leikjum á Snorrabraut Skoraði á móti Arsenal og semur nú við Vestra „Aðeins öðruvísi en alltaf geggjað að hafa Katrínu með mér“ Segja þetta ekki sanngjarnt og að þetta yrði bara farsi Ísland og Noregur mætast á IceBox í kvöld Dæmdu forsetann og alla leikmenn í bann „Ég er með mikla orku“ Segir Slot hafa viku til þess að bjarga starfi sínu Fantasýn: Eyjólfur Sverris pakkar fjölskyldunni saman Spilaði með brotið bringubein í tvo mánuði Sjá meira