„Vertu auðmjúkur“ leikurinn, taka tvö Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 2. febrúar 2025 11:03 Það gekk mikið á milli þeirra Erling Haaland hjá Manchester City og Gabriel hjá Arsenal í fyrri leiknum. Getty/Stuart MacFarlane Slagur Manchester City og Arsenal á Etihad leikvanginum í september olli engum vonbrigðum og er einn af leikjum ársins. Liðin mætast aftur á heimavelli Arsenal í dag. Arsenal komst 2-1 yfir á móti City í fyrri leiknum en missti svo mann af velli. Arsenal tókst að halda út allt þar til að John Stones náði að skora jöfnunarmarkið sekúndum fyrir leikslok. 2-2 var lokastaðan. Þá hófust lætin. Erling Haaland fagnaði jöfnunarmarkinu með því að henda boltanum í niðurbrotinn Gabriel. Eftir lokaflautið þá náðu sjónvarpsmyndavélarnar því þegar Haaland sagði við Mikel Arteta, knattspyrnustjóra Arsenal: „Stay humble“ eða „vertu auðmjúkur“ á íslensku. City leikmennirnir John Stones og Kyle Walker sökuðu síðan lið Arsenal um að beita skuggabrögðum á vellinum eða „dark arts“ eins og þeir orðuðu það. Ofan á allt saman þá var þetta einnig leikurinn þar sem Manchester City missti sinn besta leikmann út tímabilið því Rodri sleit krossband í leiknum. Liðið var ekki það sama á eftir. <a href="https://www.youtube.com/watch?v=4_ZMGFY_j0I">watch on YouTube</a> Það var mikið undir þótt að þarna væri bara september. Manchester City hafði unnið Englandsmeistarattilinn fjögur ár í röð þar af tvö undanfarin ár eftir harða baráttu við Arsenal. City mætti í leikinn með fullt hús en Arsenal hafði byrjað tímabilið vel og var einnig taplaust. Flestir sáu fyrir sér þessi tvö lið halda áfram að berjast um titilinn. Nú hittast þú þau aftur á Emirates leikvanginum 133 dögum síðar en mikið hefur breyst. Vonbrigðin eru öllu meiri hjá City sem fór í mikla lægð og spilaði sig nánast út úr titilbaráttunni. Arsenal er mun nærri toppnum en hefur samt einnig verið að gefa eftir. Fyrir vikið er Liverpool á toppnum með tíu stiga forskot á Arsenal, sem er í öðru sæti og fimmtán stiga forskot á City sem er í fjórða sætið. Það er ljóst að City verður að vinna leikinn til að eiga einhverja smá von á fimmta titlinum í röð og tapi Arsenal þá verður Liverpool áfram með níu stiga forskot auk þess að eiga leiki inni. Þegar kemur að hinum auðmjúka Norðmanni Erling Haaland þá skoraði hann í fyrri leiknum sitt tíunda deildarmark á tímabilinu og það aðeins í hans fimmta leik. Eftir „vertu auðmjúkur“ skotið hans á stjóra Arsenal þá skoraði sá norski ekki í þremur leikjum í röð og aðeins þrjú mörk í þrettán leikjum. Haaland er þó að komast aftur í gang eins og City liðið sjálft og er með fimm mörk í síðustu fimm leikjum sínum. City menn hafa unnið fjóra af þessum fimm leikjum og sá fimmti endaði með 2-2 jafntefli þar sem liðið missti frá sér 2-0 forystu í lokin. Það er því mikið undir í stórleik dagsins. Hver ætlar að eiga lokaorðið í leitinni af hógværðinni og þremur dýrmætum stigum í eltingarleiknum við Liverpool? Það kemur allt í ljós frá klukkan 16.30 og fylgst verður með leiknum í textalýsingu hér inn á Vísi. <a href="https://www.youtube.com/watch?v=tkwWukF8aJA">watch on YouTube</a> Enski boltinn Mest lesið Bað kærastann sinn afsökunar Sport Konunum fórnað í peningavandræðum karlaliðs Barcelona Fótbolti „Fáránleg staða sem er komin upp“ Enski boltinn Spáir Bröndby sigri í einvíginu á móti Víkingum Fótbolti Gullsending Sveindísar Jane valin sú besta Fótbolti Enska augnablikið: Hefði gengið af Hjálmari dauðum Enski boltinn Hent út úr Tottenham liðinu fyrir óstundvísi Enski boltinn Donnarumma sagður á leið til City í sögulegum skiptum Fótbolti Rashford segir Man. United fast í einskismannslandi Enski boltinn Grealish valdi númerið sitt vegna Rooney og Gascoigne Enski boltinn Fleiri fréttir Enska augnablikið: Hugsaði til van Persie eftir frægt mark í Eyjum Rashford segir Man. United fast í einskismannslandi Grealish valdi númerið sitt vegna Rooney og Gascoigne „Fáránleg staða sem er komin upp“ Stuðningsmenn Chelsea bjartsýnastir en mjög svartsýnir hjá Newcastle Enska augnablikið: Hefði gengið af Hjálmari dauðum Hent út úr Tottenham liðinu fyrir óstundvísi Vildi hvergi annarsstaðar spila Dýrasti leikmaður í sögu City lánaður til Everton Enska augnablikið: Forsjáli félaginn sem missti af öllu Úr enska boltanum í eiturlyfjasmygl og sjö ára fangelsi Isak ætlar aldrei að spila fyrir Newcastle aftur Coote dæmdur í átta vikna bann fyrir ummælin um Klopp Enska augnablikið: Sá allra svalasti „Öllum í ensku úrvalsdeildinni er illa við Man United“ Bale af golfvellinum og á skjáinn Hákon Rafn gæti fengið sénsinn Donnarumma skilinn eftir heima Enska augnablikið: Hlaupið út úr húsinu Hafa selt næstum alla vörnina en liðsstyrkur á leiðinni frá liði Hákonar Grealish lánaður burt en City vill ekki selja Savinho Crystal Palace tapaði áfrýjun og þarf að spila í Sambandsdeildinni Newcastle loks að fá leikmann Delap með tvö í öruggum sigri í síðasta leik fyrir mót Palace stefnir á að selja fyrirliðann fyrir gluggalok Enska augnablikið: Skellur þegar hann hrinti dómaranum Crystal Palace vann Samfélagsskjöldinn Enska augnablikið: Hjátrú og alsæla Mo Salah krefur UEFA um svör vegna Palestínu Pele Enska augnablikið: Lærði 200 ný blótsyrði Sjá meira
Arsenal komst 2-1 yfir á móti City í fyrri leiknum en missti svo mann af velli. Arsenal tókst að halda út allt þar til að John Stones náði að skora jöfnunarmarkið sekúndum fyrir leikslok. 2-2 var lokastaðan. Þá hófust lætin. Erling Haaland fagnaði jöfnunarmarkinu með því að henda boltanum í niðurbrotinn Gabriel. Eftir lokaflautið þá náðu sjónvarpsmyndavélarnar því þegar Haaland sagði við Mikel Arteta, knattspyrnustjóra Arsenal: „Stay humble“ eða „vertu auðmjúkur“ á íslensku. City leikmennirnir John Stones og Kyle Walker sökuðu síðan lið Arsenal um að beita skuggabrögðum á vellinum eða „dark arts“ eins og þeir orðuðu það. Ofan á allt saman þá var þetta einnig leikurinn þar sem Manchester City missti sinn besta leikmann út tímabilið því Rodri sleit krossband í leiknum. Liðið var ekki það sama á eftir. <a href="https://www.youtube.com/watch?v=4_ZMGFY_j0I">watch on YouTube</a> Það var mikið undir þótt að þarna væri bara september. Manchester City hafði unnið Englandsmeistarattilinn fjögur ár í röð þar af tvö undanfarin ár eftir harða baráttu við Arsenal. City mætti í leikinn með fullt hús en Arsenal hafði byrjað tímabilið vel og var einnig taplaust. Flestir sáu fyrir sér þessi tvö lið halda áfram að berjast um titilinn. Nú hittast þú þau aftur á Emirates leikvanginum 133 dögum síðar en mikið hefur breyst. Vonbrigðin eru öllu meiri hjá City sem fór í mikla lægð og spilaði sig nánast út úr titilbaráttunni. Arsenal er mun nærri toppnum en hefur samt einnig verið að gefa eftir. Fyrir vikið er Liverpool á toppnum með tíu stiga forskot á Arsenal, sem er í öðru sæti og fimmtán stiga forskot á City sem er í fjórða sætið. Það er ljóst að City verður að vinna leikinn til að eiga einhverja smá von á fimmta titlinum í röð og tapi Arsenal þá verður Liverpool áfram með níu stiga forskot auk þess að eiga leiki inni. Þegar kemur að hinum auðmjúka Norðmanni Erling Haaland þá skoraði hann í fyrri leiknum sitt tíunda deildarmark á tímabilinu og það aðeins í hans fimmta leik. Eftir „vertu auðmjúkur“ skotið hans á stjóra Arsenal þá skoraði sá norski ekki í þremur leikjum í röð og aðeins þrjú mörk í þrettán leikjum. Haaland er þó að komast aftur í gang eins og City liðið sjálft og er með fimm mörk í síðustu fimm leikjum sínum. City menn hafa unnið fjóra af þessum fimm leikjum og sá fimmti endaði með 2-2 jafntefli þar sem liðið missti frá sér 2-0 forystu í lokin. Það er því mikið undir í stórleik dagsins. Hver ætlar að eiga lokaorðið í leitinni af hógværðinni og þremur dýrmætum stigum í eltingarleiknum við Liverpool? Það kemur allt í ljós frá klukkan 16.30 og fylgst verður með leiknum í textalýsingu hér inn á Vísi. <a href="https://www.youtube.com/watch?v=tkwWukF8aJA">watch on YouTube</a>
Enski boltinn Mest lesið Bað kærastann sinn afsökunar Sport Konunum fórnað í peningavandræðum karlaliðs Barcelona Fótbolti „Fáránleg staða sem er komin upp“ Enski boltinn Spáir Bröndby sigri í einvíginu á móti Víkingum Fótbolti Gullsending Sveindísar Jane valin sú besta Fótbolti Enska augnablikið: Hefði gengið af Hjálmari dauðum Enski boltinn Hent út úr Tottenham liðinu fyrir óstundvísi Enski boltinn Donnarumma sagður á leið til City í sögulegum skiptum Fótbolti Rashford segir Man. United fast í einskismannslandi Enski boltinn Grealish valdi númerið sitt vegna Rooney og Gascoigne Enski boltinn Fleiri fréttir Enska augnablikið: Hugsaði til van Persie eftir frægt mark í Eyjum Rashford segir Man. United fast í einskismannslandi Grealish valdi númerið sitt vegna Rooney og Gascoigne „Fáránleg staða sem er komin upp“ Stuðningsmenn Chelsea bjartsýnastir en mjög svartsýnir hjá Newcastle Enska augnablikið: Hefði gengið af Hjálmari dauðum Hent út úr Tottenham liðinu fyrir óstundvísi Vildi hvergi annarsstaðar spila Dýrasti leikmaður í sögu City lánaður til Everton Enska augnablikið: Forsjáli félaginn sem missti af öllu Úr enska boltanum í eiturlyfjasmygl og sjö ára fangelsi Isak ætlar aldrei að spila fyrir Newcastle aftur Coote dæmdur í átta vikna bann fyrir ummælin um Klopp Enska augnablikið: Sá allra svalasti „Öllum í ensku úrvalsdeildinni er illa við Man United“ Bale af golfvellinum og á skjáinn Hákon Rafn gæti fengið sénsinn Donnarumma skilinn eftir heima Enska augnablikið: Hlaupið út úr húsinu Hafa selt næstum alla vörnina en liðsstyrkur á leiðinni frá liði Hákonar Grealish lánaður burt en City vill ekki selja Savinho Crystal Palace tapaði áfrýjun og þarf að spila í Sambandsdeildinni Newcastle loks að fá leikmann Delap með tvö í öruggum sigri í síðasta leik fyrir mót Palace stefnir á að selja fyrirliðann fyrir gluggalok Enska augnablikið: Skellur þegar hann hrinti dómaranum Crystal Palace vann Samfélagsskjöldinn Enska augnablikið: Hjátrú og alsæla Mo Salah krefur UEFA um svör vegna Palestínu Pele Enska augnablikið: Lærði 200 ný blótsyrði Sjá meira