Fótbolti

Albert skoraði á móti gömlu fé­lögunum

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Albert Guðmundsson kom Fiorentina í 2-0 á móti Genoa í dag.
Albert Guðmundsson kom Fiorentina í 2-0 á móti Genoa í dag. Getty/Gabriele Maltinti

Albert Guðmundsson er búinn að skora fyrir Fiorentina á móti sínum gömlu félögum í Genoa en liðin mætast í dag í ítölsku deildinni.

Albert kom Fiorentina í 2-0 á 28. mínútu eftir að Moise Kean hafði skorað fyrsta markið strax á áttundu mínútu.

Mark Albert kom með vinstri fótar skoti utarlega út teignum eftir stoðsendingu frá Robin Gosens.

Þetta var fyrsta skot íslenska landsliðsmannsins í leiknum.

Þetta er annars fjórða deildarmark Alberts fyrir Fiorentina á leiktíðinni en það fyrsta síðan í byrjun október.

Albert missti af fyrri leiknum á móti Genoa vegna meiðsla.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×