Stálust til að vera tólf á vellinum: „Algjört hneyksli“ Sindri Sverrisson skrifar 3. febrúar 2025 11:45 Robin van Persie tók við Heerenveen í sumar. Getty Robin van Persie var skiljanlega hundóánægður eftir „óhugsandi“ mistök dómara í leik Heerenveen og Fortuna Sittard í hollensku úrvalsdeildinni í fótbolta um helgina. Leikmenn Fortuna náðu í stutta stund undir lok leiks að vera tólf saman á vellinum. Heerenveen var 2-1 yfir þegar komið var fram á 88. mínútu en þá gerði Fortuna tvöfalda skiptingu. Darijo Grujcic og Owen Johnson komu inn á og Ryan Fosso og Jasper Dahlhaus áttu að fara af velli. Hins vegar hætti Dahlhaus við að fara af vellinum og náði að spila í næstum heila mínútu áður en hann var skikkaður til að yfirgefa völlinn. Og mínútu síðar tókst Fortuna að jafna metin upp úr hornspyrnu. Van Persie, sem stýrir Heerenveen, er í sínu fyrsta aðalþjálfarastarfi en hefur upplifað ýmislegt í gegnum árin, til að mynda sem leikmaður Arsenal og Manchester United. Hann kveðst þó aldrei hafa orðið vitni að öðru eins hneyksli og þessu. „Mér fannst það sem gerðist í aðdraganda marksins vera mjög sérstakt. Fortuna Sittard var með 12 menn á vellinum í mínútu áður en þeir fengu þetta innkast. Þetta virðist vera mögulegt án afleiðinga. Maður getur ekki ímyndað sér að svona gerist. Þetta er einfaldlega ekki í lagi,“ sagði Van Persie. „Ég legg það ekki í vana minn að ræða við dómarana og leyfi þeim alltaf að sinna sínu starfi, en þeir geta ekki mátt spila með tólf menn. Það er óhugsandi. Þess vegna sagði ég við fjórða dómarann: „Ættir þú ekki að gera eitthvað í þessu?““ Van Persie var svo spurður hvað hann teldi að ætti að gera í málinu, úr því sem komið er: „Það væri til dæmis hægt að dæma markið ógilt. Það má ekkert spila með tólf menn gegn ellefu. Ég bara skil þetta ekki. Þetta er algjört hneyksli,“ sagði Hollendingurinn. Hollenski boltinn Mest lesið Ævintýralegar lokasekúndur tryggðu Ísland í átta liða úrslit Handbolti „Öllum í ensku úrvalsdeildinni er illa við Man United“ Enski boltinn Ronaldo trúlofaður Fótbolti „Dóri verður að hætta þessu væli“ Íslenski boltinn Duplantis bætti heimsmetið enn á ný Sport Úr enska boltanum í eiturlyfjasmygl og sjö ára fangelsi Enski boltinn Isak ætlar aldrei að spila fyrir Newcastle aftur Enski boltinn Ræddu lætin í Krikanum: „Það er helvítis hundur í Heimi“ Íslenski boltinn Toppurinn á ferlinum hingað til en getur gert betur Sport Bað um að grátandi krakka yrði vísað af vellinum Sport Fleiri fréttir Lehmann færir sig um set á Ítalíu Enrique staðfestir að Donnarumma sé á förum frá PSG „Þetta var bara út um allt“ Wrexham áfram eftir vítaspyrnukeppni „Þetta var eflaust frábær leikur fyrir áhorfendur“ Nýtt hlaðvarp Sýnar um draumaliðsleik enska boltans FCK rassskellti frændur sína frá Malmö Uppgjörið: FHL – Fram 3-2 | Fyrsti sigur FHL í hús Uppgjörið: Víkingur R – Breiðablik 2-4 | Meistararnir áfram í stuði Uppgjörið: FH – Þór/KA 5-3 | Markasúpa í Hafnafirði Heimir fær aðeins einn leik og aganefndin hittir illa á Aftureldingu Dýrasti leikmaður í sögu City lánaður til Everton Enska augnablikið: Forsjáli félaginn sem missti af öllu Úr enska boltanum í eiturlyfjasmygl og sjö ára fangelsi KR fær þýskan varnarmann Isak ætlar aldrei að spila fyrir Newcastle aftur Coote dæmdur í átta vikna bann fyrir ummælin um Klopp Fegin að hvítir leikmenn Englands klikkuðu líka á vítum Ronaldo trúlofaður Ræddu lætin í Krikanum: „Það er helvítis hundur í Heimi“ Sjáðu frábærar afgreiðslur Sigurðar Bjarts, vítavörslur Árna og endurkomu KR-inga „Dóri verður að hætta þessu væli“ Ingibjörg seld til Freiburg Enska augnablikið: Sá allra svalasti „Öllum í ensku úrvalsdeildinni er illa við Man United“ Bale af golfvellinum og á skjáinn Hákon Rafn gæti fengið sénsinn „Óreyndir dómarar sem falla í þessa gryfju“ „Leyfa því að koma og nýta það á góðan hátt sem orku“ „Var farinn að krampa upp í öllum vöðvum líkamans“ Sjá meira
Heerenveen var 2-1 yfir þegar komið var fram á 88. mínútu en þá gerði Fortuna tvöfalda skiptingu. Darijo Grujcic og Owen Johnson komu inn á og Ryan Fosso og Jasper Dahlhaus áttu að fara af velli. Hins vegar hætti Dahlhaus við að fara af vellinum og náði að spila í næstum heila mínútu áður en hann var skikkaður til að yfirgefa völlinn. Og mínútu síðar tókst Fortuna að jafna metin upp úr hornspyrnu. Van Persie, sem stýrir Heerenveen, er í sínu fyrsta aðalþjálfarastarfi en hefur upplifað ýmislegt í gegnum árin, til að mynda sem leikmaður Arsenal og Manchester United. Hann kveðst þó aldrei hafa orðið vitni að öðru eins hneyksli og þessu. „Mér fannst það sem gerðist í aðdraganda marksins vera mjög sérstakt. Fortuna Sittard var með 12 menn á vellinum í mínútu áður en þeir fengu þetta innkast. Þetta virðist vera mögulegt án afleiðinga. Maður getur ekki ímyndað sér að svona gerist. Þetta er einfaldlega ekki í lagi,“ sagði Van Persie. „Ég legg það ekki í vana minn að ræða við dómarana og leyfi þeim alltaf að sinna sínu starfi, en þeir geta ekki mátt spila með tólf menn. Það er óhugsandi. Þess vegna sagði ég við fjórða dómarann: „Ættir þú ekki að gera eitthvað í þessu?““ Van Persie var svo spurður hvað hann teldi að ætti að gera í málinu, úr því sem komið er: „Það væri til dæmis hægt að dæma markið ógilt. Það má ekkert spila með tólf menn gegn ellefu. Ég bara skil þetta ekki. Þetta er algjört hneyksli,“ sagði Hollendingurinn.
Hollenski boltinn Mest lesið Ævintýralegar lokasekúndur tryggðu Ísland í átta liða úrslit Handbolti „Öllum í ensku úrvalsdeildinni er illa við Man United“ Enski boltinn Ronaldo trúlofaður Fótbolti „Dóri verður að hætta þessu væli“ Íslenski boltinn Duplantis bætti heimsmetið enn á ný Sport Úr enska boltanum í eiturlyfjasmygl og sjö ára fangelsi Enski boltinn Isak ætlar aldrei að spila fyrir Newcastle aftur Enski boltinn Ræddu lætin í Krikanum: „Það er helvítis hundur í Heimi“ Íslenski boltinn Toppurinn á ferlinum hingað til en getur gert betur Sport Bað um að grátandi krakka yrði vísað af vellinum Sport Fleiri fréttir Lehmann færir sig um set á Ítalíu Enrique staðfestir að Donnarumma sé á förum frá PSG „Þetta var bara út um allt“ Wrexham áfram eftir vítaspyrnukeppni „Þetta var eflaust frábær leikur fyrir áhorfendur“ Nýtt hlaðvarp Sýnar um draumaliðsleik enska boltans FCK rassskellti frændur sína frá Malmö Uppgjörið: FHL – Fram 3-2 | Fyrsti sigur FHL í hús Uppgjörið: Víkingur R – Breiðablik 2-4 | Meistararnir áfram í stuði Uppgjörið: FH – Þór/KA 5-3 | Markasúpa í Hafnafirði Heimir fær aðeins einn leik og aganefndin hittir illa á Aftureldingu Dýrasti leikmaður í sögu City lánaður til Everton Enska augnablikið: Forsjáli félaginn sem missti af öllu Úr enska boltanum í eiturlyfjasmygl og sjö ára fangelsi KR fær þýskan varnarmann Isak ætlar aldrei að spila fyrir Newcastle aftur Coote dæmdur í átta vikna bann fyrir ummælin um Klopp Fegin að hvítir leikmenn Englands klikkuðu líka á vítum Ronaldo trúlofaður Ræddu lætin í Krikanum: „Það er helvítis hundur í Heimi“ Sjáðu frábærar afgreiðslur Sigurðar Bjarts, vítavörslur Árna og endurkomu KR-inga „Dóri verður að hætta þessu væli“ Ingibjörg seld til Freiburg Enska augnablikið: Sá allra svalasti „Öllum í ensku úrvalsdeildinni er illa við Man United“ Bale af golfvellinum og á skjáinn Hákon Rafn gæti fengið sénsinn „Óreyndir dómarar sem falla í þessa gryfju“ „Leyfa því að koma og nýta það á góðan hátt sem orku“ „Var farinn að krampa upp í öllum vöðvum líkamans“ Sjá meira