Var tilbúinn með tapræðu í matarboðinu Kristín Ólafsdóttir skrifar 3. febrúar 2025 14:32 Úr viðtali Eddu Andrésdóttur við Víking Heiðar sem tekið var upp í Hörpu. Víkingur Heiðar Ólafsson píanóleikari segist hálforðlaus eftir að hafa unnið til Grammy-verðlauna í gærkvöldi. Víkingur var búinn að undirbúa tapræðu til að fara með, hefðu verðlaunin farið annað, eins og hann taldi sjálfur allar líkur á. Það féll í skaut Wayne Brady, leikara sem Íslendingar kannast eflaust flestir við úr spunaþáttunum Whose Line is it Anyway, að kunngjöra sigur Víkings Heiðars Ólafssonar í flokki klassískra einleikshljóðfæraleikara á Grammy-verðlaunahátíðinni í Los Angeles í gærkvöldi. Víkingur hreppti verðlaunin fyrir flutning sinn á Goldberg-tilbrigðum Johanns Sebastian Bach. „Þetta er bara stórkostlegt. Óvænt og skemmtilegt og bara ótrúlegur heiður. Ég er smá orðlaus,“ segir Víkingur í samtali við fréttastofu. Hann er staddur í Berlín á tónleikaferðalagi og var því ekki viðstaddur verðlaunaafhendinguna í gær. „Ég var alveg búinn að ákveða að ég væri ekki að fara að vinna þetta. Þetta er í fyrsta sinn sem ég er tilnefndur, ég hugsaði með mér að ég tæki þetta bara seinna. Þarna væru fjórar aðrar frábærar plötur tilnefndar, tuttugu prósent líkur. Ég var búinn að réttlæta fyrir mér að það væri allt í lagi að ég ynni ekki og var búinn að undirbúa tapræðu til að flytja í matarboðinu sem ég var í,“ segir Víkingur. „En svo bara vann ég!“ Nánar verður rætt við Víking í kvöldfréttum Stöðvar 2 klukkan 18:30 í kvöld. Víkingur er áttundi Íslendingurinn sem vinnur til Grammy-verðlauna. Samlandar sem komist hafa á pall eru meðal annars Laufey Lín Jónsdóttir sem fór heim með styttu í fyrra og Hildur Guðnadóttir, sem var verðlaunuð tvö ár í röð, 2020 og 2021. Beyoncé hafði loksins sigur En þá að sigurvegurum gærkvöldsins sem ekki hafa íslenskt ríkisfang. Kendrick Lamar vann Grammy fyrir lag ársins, Not Like Us, svokallað „disslag“ tileinkað rapparanum Drake. Og viðstaddir sungu hástöfum með þegar lagið var spilað, sem gerðist nokkrum sinnum á athöfninni í nótt. Beyoncé hlaut svo aðalverðlaun kvöldsins, plata hennar Cowboy Carter var valin plata ársins. Beyoncé sagðist full þakklætis þegar hún veitti verðlaununum viðtöku og að hún hefði beðið þessarar stundar í mörg ár. Beyoncé hefur fjórum sinnum áður verið tilnefnd fyrir plötu ársins en aldrei unnið. Tónlistarakademían sem heldur utan um Grammy-verðlaunin hefur sætt gagnrýni fyrir að hafa beinlínis hlunnfarið Beyoncé um verðlaunin í gegnum tíðina og miðað við viðbrögð viðstaddra, sem margir táruðust undir þakkarræðu hennar, er sigurinn löngu tímabær. Grammy-verðlaunin Íslendingar erlendis Tónlist Víkingur Heiðar Tengdar fréttir Best klæddu, flippuðustu og fáklæddustu á Grammy Stærstu stjörnur í heimi voru óhræddar við að taka áhættu á rauða dreglinum í gær þegar Grammy verðlaunahátíðin fór fram í 67. skipti. Ef marka má fataval stjarnanna má gera ráð fyrir að tískan í ár fari bæði í ögrandi og listrænar áttir. 3. febrúar 2025 12:04 Víkingur Heiðar vann til Grammy-verðlauna Víkingur Heiðar Ólafsson píanóleikari vann til Grammy-verðlauna í nótt fyrir flutning sinn á Goldberg-tilbrigðum Johanns Sebastian Bach. Hann vann til verðlauna í flokki klassískra einleikshljóðfæraleikara. 3. febrúar 2025 07:15 Beyoncé loksins verðlaunuð fyrir bestu plötuna Biðin er á enda hjá tónlistarkonunni Beyoncé Knowles-Carter en hún varð loksins hlutskörpust í valinu á bestu plötu ársins á Grammy-verðlaununum í nótt. 3. febrúar 2025 06:45 Mest lesið Skipulögð glæpastarfsemi hjá GameTíví Leikjavísir Stóra stundin runnin upp hjá Sigrúnu Ósk Lífið Greiddi niður 16 milljón króna skuldir á tæpu ári Lífið „Afhverju myndi maður ekki vilja fara alla leið?“ Lífið Ítalskur heilafúi dreifir sér um heimsbyggðina Lífið Sendi syninum stöðugt óbein skilaboð um að hann elskaði hann ekki Lífið Tilkynna leikara fyrir nýja Harry Potter þáttaröð Lífið Logi Þorvalds, Timothée Chalamet og Kylie í stuði á Coachella Lífið Fjöldi fólks á opnun fölsuðu verkanna Menning Bein útsending: Katy Perry fer út í geim Lífið Fleiri fréttir „Afhverju myndi maður ekki vilja fara alla leið?“ Tilkynna leikara fyrir nýja Harry Potter þáttaröð Logi Þorvalds, Timothée Chalamet og Kylie í stuði á Coachella Bein útsending: Katy Perry fer út í geim Skandall sigraði í Söngkeppni framhaldsskólanna Blómin í veisluskreytingunni fara svo út í garð og blómstra áfram Stóra stundin runnin upp hjá Sigrúnu Ósk Stjörnulífið: Skvísurnar stálu senunni Sendi syninum stöðugt óbein skilaboð um að hann elskaði hann ekki Fékk afsökunarbeiðni frá SNL eftir „illkvittinn og ófyndinn“ skets Ítalskur heilafúi dreifir sér um heimsbyggðina Laufey tróð upp á Coachella Sjóðheit stemning og fróunarklefinn frumsýndur Bein útsending: Páskabingó Blökastsins Greiddi niður 16 milljón króna skuldir á tæpu ári Krakkatían: Gaulverjabær, páskaegg og hljóðfæri „Þeir ætluðu að kála okkur og ræna okkur“ Var kölluð „kúkur“ og „súkkulaði“ Fréttatía vikunnar: Esjan, Icelandair og enski boltinn „Ég persónulega fílaði þetta ekkert í botn“ Taylor sögð hóta Kanye lögsókn Joey Christ og Alma selja íbúðina Stjörnum prýdd kynning enska boltans Jón Steinar selur sumarparadís með útsýni að Heklu „Það hefur verið reynt að hafa áhrif á ráðningu mína“ Segir frumburðinn með nefið hans pabba VÆB mögulega með sumarhittara ársins? Rúrik á batavegi eftir aðgerð Grey‘s Anatomy-stjarna greindist með MND Fólki þyki erfiðast að setja mæðrum og tengdamæðrum mörk Sjá meira
Það féll í skaut Wayne Brady, leikara sem Íslendingar kannast eflaust flestir við úr spunaþáttunum Whose Line is it Anyway, að kunngjöra sigur Víkings Heiðars Ólafssonar í flokki klassískra einleikshljóðfæraleikara á Grammy-verðlaunahátíðinni í Los Angeles í gærkvöldi. Víkingur hreppti verðlaunin fyrir flutning sinn á Goldberg-tilbrigðum Johanns Sebastian Bach. „Þetta er bara stórkostlegt. Óvænt og skemmtilegt og bara ótrúlegur heiður. Ég er smá orðlaus,“ segir Víkingur í samtali við fréttastofu. Hann er staddur í Berlín á tónleikaferðalagi og var því ekki viðstaddur verðlaunaafhendinguna í gær. „Ég var alveg búinn að ákveða að ég væri ekki að fara að vinna þetta. Þetta er í fyrsta sinn sem ég er tilnefndur, ég hugsaði með mér að ég tæki þetta bara seinna. Þarna væru fjórar aðrar frábærar plötur tilnefndar, tuttugu prósent líkur. Ég var búinn að réttlæta fyrir mér að það væri allt í lagi að ég ynni ekki og var búinn að undirbúa tapræðu til að flytja í matarboðinu sem ég var í,“ segir Víkingur. „En svo bara vann ég!“ Nánar verður rætt við Víking í kvöldfréttum Stöðvar 2 klukkan 18:30 í kvöld. Víkingur er áttundi Íslendingurinn sem vinnur til Grammy-verðlauna. Samlandar sem komist hafa á pall eru meðal annars Laufey Lín Jónsdóttir sem fór heim með styttu í fyrra og Hildur Guðnadóttir, sem var verðlaunuð tvö ár í röð, 2020 og 2021. Beyoncé hafði loksins sigur En þá að sigurvegurum gærkvöldsins sem ekki hafa íslenskt ríkisfang. Kendrick Lamar vann Grammy fyrir lag ársins, Not Like Us, svokallað „disslag“ tileinkað rapparanum Drake. Og viðstaddir sungu hástöfum með þegar lagið var spilað, sem gerðist nokkrum sinnum á athöfninni í nótt. Beyoncé hlaut svo aðalverðlaun kvöldsins, plata hennar Cowboy Carter var valin plata ársins. Beyoncé sagðist full þakklætis þegar hún veitti verðlaununum viðtöku og að hún hefði beðið þessarar stundar í mörg ár. Beyoncé hefur fjórum sinnum áður verið tilnefnd fyrir plötu ársins en aldrei unnið. Tónlistarakademían sem heldur utan um Grammy-verðlaunin hefur sætt gagnrýni fyrir að hafa beinlínis hlunnfarið Beyoncé um verðlaunin í gegnum tíðina og miðað við viðbrögð viðstaddra, sem margir táruðust undir þakkarræðu hennar, er sigurinn löngu tímabær.
Grammy-verðlaunin Íslendingar erlendis Tónlist Víkingur Heiðar Tengdar fréttir Best klæddu, flippuðustu og fáklæddustu á Grammy Stærstu stjörnur í heimi voru óhræddar við að taka áhættu á rauða dreglinum í gær þegar Grammy verðlaunahátíðin fór fram í 67. skipti. Ef marka má fataval stjarnanna má gera ráð fyrir að tískan í ár fari bæði í ögrandi og listrænar áttir. 3. febrúar 2025 12:04 Víkingur Heiðar vann til Grammy-verðlauna Víkingur Heiðar Ólafsson píanóleikari vann til Grammy-verðlauna í nótt fyrir flutning sinn á Goldberg-tilbrigðum Johanns Sebastian Bach. Hann vann til verðlauna í flokki klassískra einleikshljóðfæraleikara. 3. febrúar 2025 07:15 Beyoncé loksins verðlaunuð fyrir bestu plötuna Biðin er á enda hjá tónlistarkonunni Beyoncé Knowles-Carter en hún varð loksins hlutskörpust í valinu á bestu plötu ársins á Grammy-verðlaununum í nótt. 3. febrúar 2025 06:45 Mest lesið Skipulögð glæpastarfsemi hjá GameTíví Leikjavísir Stóra stundin runnin upp hjá Sigrúnu Ósk Lífið Greiddi niður 16 milljón króna skuldir á tæpu ári Lífið „Afhverju myndi maður ekki vilja fara alla leið?“ Lífið Ítalskur heilafúi dreifir sér um heimsbyggðina Lífið Sendi syninum stöðugt óbein skilaboð um að hann elskaði hann ekki Lífið Tilkynna leikara fyrir nýja Harry Potter þáttaröð Lífið Logi Þorvalds, Timothée Chalamet og Kylie í stuði á Coachella Lífið Fjöldi fólks á opnun fölsuðu verkanna Menning Bein útsending: Katy Perry fer út í geim Lífið Fleiri fréttir „Afhverju myndi maður ekki vilja fara alla leið?“ Tilkynna leikara fyrir nýja Harry Potter þáttaröð Logi Þorvalds, Timothée Chalamet og Kylie í stuði á Coachella Bein útsending: Katy Perry fer út í geim Skandall sigraði í Söngkeppni framhaldsskólanna Blómin í veisluskreytingunni fara svo út í garð og blómstra áfram Stóra stundin runnin upp hjá Sigrúnu Ósk Stjörnulífið: Skvísurnar stálu senunni Sendi syninum stöðugt óbein skilaboð um að hann elskaði hann ekki Fékk afsökunarbeiðni frá SNL eftir „illkvittinn og ófyndinn“ skets Ítalskur heilafúi dreifir sér um heimsbyggðina Laufey tróð upp á Coachella Sjóðheit stemning og fróunarklefinn frumsýndur Bein útsending: Páskabingó Blökastsins Greiddi niður 16 milljón króna skuldir á tæpu ári Krakkatían: Gaulverjabær, páskaegg og hljóðfæri „Þeir ætluðu að kála okkur og ræna okkur“ Var kölluð „kúkur“ og „súkkulaði“ Fréttatía vikunnar: Esjan, Icelandair og enski boltinn „Ég persónulega fílaði þetta ekkert í botn“ Taylor sögð hóta Kanye lögsókn Joey Christ og Alma selja íbúðina Stjörnum prýdd kynning enska boltans Jón Steinar selur sumarparadís með útsýni að Heklu „Það hefur verið reynt að hafa áhrif á ráðningu mína“ Segir frumburðinn með nefið hans pabba VÆB mögulega með sumarhittara ársins? Rúrik á batavegi eftir aðgerð Grey‘s Anatomy-stjarna greindist með MND Fólki þyki erfiðast að setja mæðrum og tengdamæðrum mörk Sjá meira
Best klæddu, flippuðustu og fáklæddustu á Grammy Stærstu stjörnur í heimi voru óhræddar við að taka áhættu á rauða dreglinum í gær þegar Grammy verðlaunahátíðin fór fram í 67. skipti. Ef marka má fataval stjarnanna má gera ráð fyrir að tískan í ár fari bæði í ögrandi og listrænar áttir. 3. febrúar 2025 12:04
Víkingur Heiðar vann til Grammy-verðlauna Víkingur Heiðar Ólafsson píanóleikari vann til Grammy-verðlauna í nótt fyrir flutning sinn á Goldberg-tilbrigðum Johanns Sebastian Bach. Hann vann til verðlauna í flokki klassískra einleikshljóðfæraleikara. 3. febrúar 2025 07:15
Beyoncé loksins verðlaunuð fyrir bestu plötuna Biðin er á enda hjá tónlistarkonunni Beyoncé Knowles-Carter en hún varð loksins hlutskörpust í valinu á bestu plötu ársins á Grammy-verðlaununum í nótt. 3. febrúar 2025 06:45