Var tilbúinn með tapræðu í matarboðinu Kristín Ólafsdóttir skrifar 3. febrúar 2025 14:32 Úr viðtali Eddu Andrésdóttur við Víking Heiðar sem tekið var upp í Hörpu. Víkingur Heiðar Ólafsson píanóleikari segist hálforðlaus eftir að hafa unnið til Grammy-verðlauna í gærkvöldi. Víkingur var búinn að undirbúa tapræðu til að fara með, hefðu verðlaunin farið annað, eins og hann taldi sjálfur allar líkur á. Það féll í skaut Wayne Brady, leikara sem Íslendingar kannast eflaust flestir við úr spunaþáttunum Whose Line is it Anyway, að kunngjöra sigur Víkings Heiðars Ólafssonar í flokki klassískra einleikshljóðfæraleikara á Grammy-verðlaunahátíðinni í Los Angeles í gærkvöldi. Víkingur hreppti verðlaunin fyrir flutning sinn á Goldberg-tilbrigðum Johanns Sebastian Bach. „Þetta er bara stórkostlegt. Óvænt og skemmtilegt og bara ótrúlegur heiður. Ég er smá orðlaus,“ segir Víkingur í samtali við fréttastofu. Hann er staddur í Berlín á tónleikaferðalagi og var því ekki viðstaddur verðlaunaafhendinguna í gær. „Ég var alveg búinn að ákveða að ég væri ekki að fara að vinna þetta. Þetta er í fyrsta sinn sem ég er tilnefndur, ég hugsaði með mér að ég tæki þetta bara seinna. Þarna væru fjórar aðrar frábærar plötur tilnefndar, tuttugu prósent líkur. Ég var búinn að réttlæta fyrir mér að það væri allt í lagi að ég ynni ekki og var búinn að undirbúa tapræðu til að flytja í matarboðinu sem ég var í,“ segir Víkingur. „En svo bara vann ég!“ Nánar verður rætt við Víking í kvöldfréttum Stöðvar 2 klukkan 18:30 í kvöld. Víkingur er áttundi Íslendingurinn sem vinnur til Grammy-verðlauna. Samlandar sem komist hafa á pall eru meðal annars Laufey Lín Jónsdóttir sem fór heim með styttu í fyrra og Hildur Guðnadóttir, sem var verðlaunuð tvö ár í röð, 2020 og 2021. Beyoncé hafði loksins sigur En þá að sigurvegurum gærkvöldsins sem ekki hafa íslenskt ríkisfang. Kendrick Lamar vann Grammy fyrir lag ársins, Not Like Us, svokallað „disslag“ tileinkað rapparanum Drake. Og viðstaddir sungu hástöfum með þegar lagið var spilað, sem gerðist nokkrum sinnum á athöfninni í nótt. Beyoncé hlaut svo aðalverðlaun kvöldsins, plata hennar Cowboy Carter var valin plata ársins. Beyoncé sagðist full þakklætis þegar hún veitti verðlaununum viðtöku og að hún hefði beðið þessarar stundar í mörg ár. Beyoncé hefur fjórum sinnum áður verið tilnefnd fyrir plötu ársins en aldrei unnið. Tónlistarakademían sem heldur utan um Grammy-verðlaunin hefur sætt gagnrýni fyrir að hafa beinlínis hlunnfarið Beyoncé um verðlaunin í gegnum tíðina og miðað við viðbrögð viðstaddra, sem margir táruðust undir þakkarræðu hennar, er sigurinn löngu tímabær. Grammy-verðlaunin Íslendingar erlendis Tónlist Víkingur Heiðar Tengdar fréttir Best klæddu, flippuðustu og fáklæddustu á Grammy Stærstu stjörnur í heimi voru óhræddar við að taka áhættu á rauða dreglinum í gær þegar Grammy verðlaunahátíðin fór fram í 67. skipti. Ef marka má fataval stjarnanna má gera ráð fyrir að tískan í ár fari bæði í ögrandi og listrænar áttir. 3. febrúar 2025 12:04 Víkingur Heiðar vann til Grammy-verðlauna Víkingur Heiðar Ólafsson píanóleikari vann til Grammy-verðlauna í nótt fyrir flutning sinn á Goldberg-tilbrigðum Johanns Sebastian Bach. Hann vann til verðlauna í flokki klassískra einleikshljóðfæraleikara. 3. febrúar 2025 07:15 Beyoncé loksins verðlaunuð fyrir bestu plötuna Biðin er á enda hjá tónlistarkonunni Beyoncé Knowles-Carter en hún varð loksins hlutskörpust í valinu á bestu plötu ársins á Grammy-verðlaununum í nótt. 3. febrúar 2025 06:45 Mest lesið „Versta hljómsveit Íslandssögunnar“ segir rappara vera með sig á heilanum Menning „Ég nenni ekki að hlusta á 7. október rökstuðninginn enn og aftur“ Lífið Fagnaði afmælinu með sínum kærustu vinkonum Lífið Einhentar íslenskar vinkonur: „Eins og við hefðum þekkst alla ævi“ Lífið Abba skilar 350 milljörðum í kassann Tónlist Höfundur Kaupalkabókanna látinn Lífið Alltaf til í flipp en nennir ekki að borða vondan mat Lífið Einn tenóranna þriggja með tónleika í Hörpu í mars Lífið Aðeins of leiðinlegt til að vera skemmtilegt Gagnrýni Konfektleikur í tilefni 90 ára afmælis Nóa Síríus Lífið samstarf Fleiri fréttir Höfundur Kaupalkabókanna látinn „Myndi gjarnan vilja að barnið mitt færi líka í heimsókn í mosku“ Einn tenóranna þriggja með tónleika í Hörpu í mars Alltaf til í flipp en nennir ekki að borða vondan mat „Ég nenni ekki að hlusta á 7. október rökstuðninginn enn og aftur“ Einhentar íslenskar vinkonur: „Eins og við hefðum þekkst alla ævi“ Sungu um Labubu og þriðju vaktina um jólin Fagnaði afmælinu með sínum kærustu vinkonum Rúv býður upp á hollenskt fréttastef Gummi Ben mætti með Michelin-kokk Glænýr bóksölulisti: Skólastjóri Ævars Þórs skýtur kónginum ref fyrir rass Áfall að dóttirin ætti 44 árum eldri kærasta Ómar Úlfur nýr dagskrárstjóri Bylgjunnar Sveppi gerði fyrsta ógeðsdrykkinn í tuttugu ár fyrir Bjarna Ben Dench segir Weinstein hafa mátt þola nóg Þrír Geirar skírðir í Jónshúsi Bílakarókí Bítisins: Hauspokinn gerði mikið fyrir sönginn Þessi eru tilnefnd til Golden Globe-verðlauna Gunnar Smári látinn heyra það fyrir færslu um Davíð á Sorpu Stjörnum prýtt afmæli Nínu „Ætla að verða ógeðslega fræg og ógeðslega rík” Stjörnulífið: Kim Kardashian norðursins fundin Fótboltastelpan sem endaði í kristnum háskóla í suðurríkjunum Deila fyrstu myndunum af hvort öðru „Mig hefði aldrei grunað að þetta ætti eftir að koma fyrir mig“ Skelfing greip um sig þegar björgunarbátnum hvolfdi Krakkatían: Borgari, bækur og aðfangadagur jóla Tommi Steindórs og Hrafnhildur trúlofuð Slagsmálin tengd hrósi, ekki framhjáhaldi Fékk veipeitrun Sjá meira
Það féll í skaut Wayne Brady, leikara sem Íslendingar kannast eflaust flestir við úr spunaþáttunum Whose Line is it Anyway, að kunngjöra sigur Víkings Heiðars Ólafssonar í flokki klassískra einleikshljóðfæraleikara á Grammy-verðlaunahátíðinni í Los Angeles í gærkvöldi. Víkingur hreppti verðlaunin fyrir flutning sinn á Goldberg-tilbrigðum Johanns Sebastian Bach. „Þetta er bara stórkostlegt. Óvænt og skemmtilegt og bara ótrúlegur heiður. Ég er smá orðlaus,“ segir Víkingur í samtali við fréttastofu. Hann er staddur í Berlín á tónleikaferðalagi og var því ekki viðstaddur verðlaunaafhendinguna í gær. „Ég var alveg búinn að ákveða að ég væri ekki að fara að vinna þetta. Þetta er í fyrsta sinn sem ég er tilnefndur, ég hugsaði með mér að ég tæki þetta bara seinna. Þarna væru fjórar aðrar frábærar plötur tilnefndar, tuttugu prósent líkur. Ég var búinn að réttlæta fyrir mér að það væri allt í lagi að ég ynni ekki og var búinn að undirbúa tapræðu til að flytja í matarboðinu sem ég var í,“ segir Víkingur. „En svo bara vann ég!“ Nánar verður rætt við Víking í kvöldfréttum Stöðvar 2 klukkan 18:30 í kvöld. Víkingur er áttundi Íslendingurinn sem vinnur til Grammy-verðlauna. Samlandar sem komist hafa á pall eru meðal annars Laufey Lín Jónsdóttir sem fór heim með styttu í fyrra og Hildur Guðnadóttir, sem var verðlaunuð tvö ár í röð, 2020 og 2021. Beyoncé hafði loksins sigur En þá að sigurvegurum gærkvöldsins sem ekki hafa íslenskt ríkisfang. Kendrick Lamar vann Grammy fyrir lag ársins, Not Like Us, svokallað „disslag“ tileinkað rapparanum Drake. Og viðstaddir sungu hástöfum með þegar lagið var spilað, sem gerðist nokkrum sinnum á athöfninni í nótt. Beyoncé hlaut svo aðalverðlaun kvöldsins, plata hennar Cowboy Carter var valin plata ársins. Beyoncé sagðist full þakklætis þegar hún veitti verðlaununum viðtöku og að hún hefði beðið þessarar stundar í mörg ár. Beyoncé hefur fjórum sinnum áður verið tilnefnd fyrir plötu ársins en aldrei unnið. Tónlistarakademían sem heldur utan um Grammy-verðlaunin hefur sætt gagnrýni fyrir að hafa beinlínis hlunnfarið Beyoncé um verðlaunin í gegnum tíðina og miðað við viðbrögð viðstaddra, sem margir táruðust undir þakkarræðu hennar, er sigurinn löngu tímabær.
Grammy-verðlaunin Íslendingar erlendis Tónlist Víkingur Heiðar Tengdar fréttir Best klæddu, flippuðustu og fáklæddustu á Grammy Stærstu stjörnur í heimi voru óhræddar við að taka áhættu á rauða dreglinum í gær þegar Grammy verðlaunahátíðin fór fram í 67. skipti. Ef marka má fataval stjarnanna má gera ráð fyrir að tískan í ár fari bæði í ögrandi og listrænar áttir. 3. febrúar 2025 12:04 Víkingur Heiðar vann til Grammy-verðlauna Víkingur Heiðar Ólafsson píanóleikari vann til Grammy-verðlauna í nótt fyrir flutning sinn á Goldberg-tilbrigðum Johanns Sebastian Bach. Hann vann til verðlauna í flokki klassískra einleikshljóðfæraleikara. 3. febrúar 2025 07:15 Beyoncé loksins verðlaunuð fyrir bestu plötuna Biðin er á enda hjá tónlistarkonunni Beyoncé Knowles-Carter en hún varð loksins hlutskörpust í valinu á bestu plötu ársins á Grammy-verðlaununum í nótt. 3. febrúar 2025 06:45 Mest lesið „Versta hljómsveit Íslandssögunnar“ segir rappara vera með sig á heilanum Menning „Ég nenni ekki að hlusta á 7. október rökstuðninginn enn og aftur“ Lífið Fagnaði afmælinu með sínum kærustu vinkonum Lífið Einhentar íslenskar vinkonur: „Eins og við hefðum þekkst alla ævi“ Lífið Abba skilar 350 milljörðum í kassann Tónlist Höfundur Kaupalkabókanna látinn Lífið Alltaf til í flipp en nennir ekki að borða vondan mat Lífið Einn tenóranna þriggja með tónleika í Hörpu í mars Lífið Aðeins of leiðinlegt til að vera skemmtilegt Gagnrýni Konfektleikur í tilefni 90 ára afmælis Nóa Síríus Lífið samstarf Fleiri fréttir Höfundur Kaupalkabókanna látinn „Myndi gjarnan vilja að barnið mitt færi líka í heimsókn í mosku“ Einn tenóranna þriggja með tónleika í Hörpu í mars Alltaf til í flipp en nennir ekki að borða vondan mat „Ég nenni ekki að hlusta á 7. október rökstuðninginn enn og aftur“ Einhentar íslenskar vinkonur: „Eins og við hefðum þekkst alla ævi“ Sungu um Labubu og þriðju vaktina um jólin Fagnaði afmælinu með sínum kærustu vinkonum Rúv býður upp á hollenskt fréttastef Gummi Ben mætti með Michelin-kokk Glænýr bóksölulisti: Skólastjóri Ævars Þórs skýtur kónginum ref fyrir rass Áfall að dóttirin ætti 44 árum eldri kærasta Ómar Úlfur nýr dagskrárstjóri Bylgjunnar Sveppi gerði fyrsta ógeðsdrykkinn í tuttugu ár fyrir Bjarna Ben Dench segir Weinstein hafa mátt þola nóg Þrír Geirar skírðir í Jónshúsi Bílakarókí Bítisins: Hauspokinn gerði mikið fyrir sönginn Þessi eru tilnefnd til Golden Globe-verðlauna Gunnar Smári látinn heyra það fyrir færslu um Davíð á Sorpu Stjörnum prýtt afmæli Nínu „Ætla að verða ógeðslega fræg og ógeðslega rík” Stjörnulífið: Kim Kardashian norðursins fundin Fótboltastelpan sem endaði í kristnum háskóla í suðurríkjunum Deila fyrstu myndunum af hvort öðru „Mig hefði aldrei grunað að þetta ætti eftir að koma fyrir mig“ Skelfing greip um sig þegar björgunarbátnum hvolfdi Krakkatían: Borgari, bækur og aðfangadagur jóla Tommi Steindórs og Hrafnhildur trúlofuð Slagsmálin tengd hrósi, ekki framhjáhaldi Fékk veipeitrun Sjá meira
Best klæddu, flippuðustu og fáklæddustu á Grammy Stærstu stjörnur í heimi voru óhræddar við að taka áhættu á rauða dreglinum í gær þegar Grammy verðlaunahátíðin fór fram í 67. skipti. Ef marka má fataval stjarnanna má gera ráð fyrir að tískan í ár fari bæði í ögrandi og listrænar áttir. 3. febrúar 2025 12:04
Víkingur Heiðar vann til Grammy-verðlauna Víkingur Heiðar Ólafsson píanóleikari vann til Grammy-verðlauna í nótt fyrir flutning sinn á Goldberg-tilbrigðum Johanns Sebastian Bach. Hann vann til verðlauna í flokki klassískra einleikshljóðfæraleikara. 3. febrúar 2025 07:15
Beyoncé loksins verðlaunuð fyrir bestu plötuna Biðin er á enda hjá tónlistarkonunni Beyoncé Knowles-Carter en hún varð loksins hlutskörpust í valinu á bestu plötu ársins á Grammy-verðlaununum í nótt. 3. febrúar 2025 06:45