„Það fór eitthvað leikrit í gang“ Valur Páll Eiríksson skrifar 4. febrúar 2025 11:02 Róbert Orri Þorkelsson er mættur í Víkina. Mynd/Víkingur Nýr leikmaður Víkings er spenntur fyrir því að læra af þjálfaranum Sölva Geir Ottesen og segir ekki skref aftur á bak að snúa heim úr atvinnumennsku. Hann stökk á tilboð Víkinga eftir svokallað leikrit sem danska liðið SönderjyskE setti á svið. Á meðan önnur lið á Íslandi undirbúa sig fyrir átökin í Bestu deildinni næsta sumar eru búa Víkingar sig undir sögulegan leik í umspili Sambandsdeildarinnar við Panathinaikos eftir rúma viku. Þeim hefur borist mikill liðsstyrkur fyrir þau átök í Róberti Orra Þorkelssyni, sem samdi við félagið á dögunum. Róbert lenti hins vegar í hremmingum skömmu fyrr þegar hann hélt til Spánar þar sem lið SönderjyskE frá Danmörku var í æfingabúðum. Róbert Orri hélt þangað út til að ganga frá samningum en sneri aftur heim með skottið milli lappanna. „Ég var í rauninni bara á leiðinni út til að skrifa undir samning við SönderjyskE. Það er kannski erfitt að segja hvað gekk á en tveimur dögum seinna var annar maður mættur þarna sem spilar sömu stöðu. Hvort hann hafi dottið inn, en það fór eitthvað leikrit í gang sem leiðir til þess að þeir hætta við og búa til einhverjar sögur í kringum þetta í staðinn fyrir að vera bara hreinskilnir,“ segir Róbert sem var eðlilega ósáttur við vinnubrögðin. „Það var allt svolítið skrýtið í kringum þetta og ég var auðvitað ekki sáttur. En það er ekkert hægt að gera í því annað en að halda áfram.“ Víkingar höfðu verið í sambandi við Róbert, sem og önnur íslensk félög, en hann ákvað að taka slaginn með Víkingum eftir uppákomuna á Spáni. „Víkingur hefur sýnt það undanfarin ár að þeir eru að berjast á toppnum og um titla. Þeir eru búnir að vera hrikalega flottir í Evrópukeppninni sem heillar mikið og spennandi leikir fram undan. Svo ertu með Sölva sem þjálfara og Kára sem geta kennt manni helling, sem spiluðu mína stöðu. Ég held að ég geti lært mikið hérna og orðið betri leikmaður,“ segir Róbert Orri. Róbert er uppalinn í Aftureldingu en átti frábært tímabil með Breiðabliki sumarið 2020 sem leiddi til þess að Montreal Impact í MLS-deildinni keypti hann. Róbert mætti meiddur til félagsins og meiðslin áttu eftir að gera honum lífið leitt þar. Hann komst aftur á beinu brautina sem lánsmaður Kongsvinger í Noregi í fyrra og segir ekki skref aftur á við að snúa heim. „Nei, nei. Ég var að spila í fyrra í Kongsvinger og er í dag í toppliði á Íslandi á leið í Evrópukeppni. Maður þarf að spila til að í þessum bolta og ég held það sé skref fram á við að fá að spila,“ segir Róbert. Fleira kemur fram í viðtalinu sem má sjá í heild að neðan. Klippa: Leikrit þeirra dönsku vonbrigði en lítur til framtíðar Íslenski boltinn Besta deild karla Víkingur Reykjavík Sambandsdeild Evrópu Fótbolti Mest lesið Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 110-97 | Stólarnir svöruðu og leiða nú úrslitaeinvígið Körfubolti Þeir bestu (40.-31. sæti): Gullfundur í Góða hirðinum, galdurinn í Garðabænum og költhetjan Íslenski boltinn Varð að þegja yfir samningnum við Barcelona í margar vikur Handbolti „Einhvers staðar er skemmt epli ef niðurstaða þingsins var svona afdráttarlaus“ Körfubolti Birtir gamla mynd af sér í Barcelona-treyju: „Stór draumur að rætast“ Handbolti Félagið neitar að borga svo Amorim opnar veskið Enski boltinn „Þegar þeir eru orðnir þreyttir hinum megin þá erum við með eitt stykki Basile“ Körfubolti Sonur Ronaldo spilaði fyrsta landsleikinn fyrir Portúgal Fótbolti Awoniyi sofandi á gjörgæslu og gengst undir aðra aðgerð í dag Enski boltinn Dæmdur fyrir að keyra yfir eiginkonu sína eftir rifrildi um eldhúsinnréttingu Sport Fleiri fréttir Afturelding lagði ÍA á Akranesi og ÍBV hefndi sín Þeir bestu (40.-31. sæti): Gullfundur í Góða hirðinum, galdurinn í Garðabænum og költhetjan Þór komið áfram eftir öruggan sigur á Suðurlandi Einn besti leikmaður KR frá næsta mánuðinn hið minnsta Víðir og Reynir ekki í eina sæng Þeir bestu (50.-41. sæti): Skagamiðverðir, markahrókar úr Eyjum og Laugardalnum og öldungurinn aftast Uppbótartíminn: „Ég hef miklar áhyggjur af þeim“ Þróttur skoraði sex og flaug áfram Valur marði Fram í framlengingu Tindastóll, FH og HK áfram í bikarnum Hafa notað sama byrjunarliðið í öllum leikjunum Áttar sig ekki á Stjörnunni: „Bíð bara eftir því að Garpur poppi þarna upp“ Hafa unnið FH tólf sinnum í röð Hrósuðu Alexander: „Varð ekkert var við það að þarna væri fimmtán ára strákur inni á vellinum“ Þeir bestu (60.-51. sæti): Himnasending frá Skotlandi, Sölvi Helgason íslenska boltans og tíur af guðs náð Sjáðu skrípamörkin í Víkinni og öll mörkin úr sjöttu umferðinni Þeir bestu: Fylgt úr hlaði Eiður Smári missir hvert metið á fætur öðru til ungra KR-inga Heimir Guðjónsson: Ef það var einhvern tíma lag að vinna Víking þá var það núna „Þurftum að grafa djúpt“ Uppgjörið: Víkingur - FH 3-1 | Víkingar aftur á toppinn eftir hauskúpuleik Rosenörn „Ef við mætum svona í leiki munum við fá fullt af stigum” Uppgjörið: KA - Breiðablik 0-1 | Blikar sluppu með skrekkinn í blálokin „Finnst að þeir eigi að vera betri en við í reglunum“ Sjáðu mörkin sem tryggðu Fram sinn fyrsta sigur, þrennu Söndru Maríu og öll hin Myndaveisla: Grindvíkingar léku loks á heimavelli Yngsti markaskorari efstu deildar: „Langaði í annað“ Uppgjörið: Valur - ÍA 6-1 | Valsmenn tóku pirringinn út á Skagamönnum Alexander Rafn yngsti markaskorari í sögu efstu deildar Uppgjörið: Stjarnan - Fram 2-0 | Stjörnumenn á beinu brautina Sjá meira
Á meðan önnur lið á Íslandi undirbúa sig fyrir átökin í Bestu deildinni næsta sumar eru búa Víkingar sig undir sögulegan leik í umspili Sambandsdeildarinnar við Panathinaikos eftir rúma viku. Þeim hefur borist mikill liðsstyrkur fyrir þau átök í Róberti Orra Þorkelssyni, sem samdi við félagið á dögunum. Róbert lenti hins vegar í hremmingum skömmu fyrr þegar hann hélt til Spánar þar sem lið SönderjyskE frá Danmörku var í æfingabúðum. Róbert Orri hélt þangað út til að ganga frá samningum en sneri aftur heim með skottið milli lappanna. „Ég var í rauninni bara á leiðinni út til að skrifa undir samning við SönderjyskE. Það er kannski erfitt að segja hvað gekk á en tveimur dögum seinna var annar maður mættur þarna sem spilar sömu stöðu. Hvort hann hafi dottið inn, en það fór eitthvað leikrit í gang sem leiðir til þess að þeir hætta við og búa til einhverjar sögur í kringum þetta í staðinn fyrir að vera bara hreinskilnir,“ segir Róbert sem var eðlilega ósáttur við vinnubrögðin. „Það var allt svolítið skrýtið í kringum þetta og ég var auðvitað ekki sáttur. En það er ekkert hægt að gera í því annað en að halda áfram.“ Víkingar höfðu verið í sambandi við Róbert, sem og önnur íslensk félög, en hann ákvað að taka slaginn með Víkingum eftir uppákomuna á Spáni. „Víkingur hefur sýnt það undanfarin ár að þeir eru að berjast á toppnum og um titla. Þeir eru búnir að vera hrikalega flottir í Evrópukeppninni sem heillar mikið og spennandi leikir fram undan. Svo ertu með Sölva sem þjálfara og Kára sem geta kennt manni helling, sem spiluðu mína stöðu. Ég held að ég geti lært mikið hérna og orðið betri leikmaður,“ segir Róbert Orri. Róbert er uppalinn í Aftureldingu en átti frábært tímabil með Breiðabliki sumarið 2020 sem leiddi til þess að Montreal Impact í MLS-deildinni keypti hann. Róbert mætti meiddur til félagsins og meiðslin áttu eftir að gera honum lífið leitt þar. Hann komst aftur á beinu brautina sem lánsmaður Kongsvinger í Noregi í fyrra og segir ekki skref aftur á við að snúa heim. „Nei, nei. Ég var að spila í fyrra í Kongsvinger og er í dag í toppliði á Íslandi á leið í Evrópukeppni. Maður þarf að spila til að í þessum bolta og ég held það sé skref fram á við að fá að spila,“ segir Róbert. Fleira kemur fram í viðtalinu sem má sjá í heild að neðan. Klippa: Leikrit þeirra dönsku vonbrigði en lítur til framtíðar
Íslenski boltinn Besta deild karla Víkingur Reykjavík Sambandsdeild Evrópu Fótbolti Mest lesið Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 110-97 | Stólarnir svöruðu og leiða nú úrslitaeinvígið Körfubolti Þeir bestu (40.-31. sæti): Gullfundur í Góða hirðinum, galdurinn í Garðabænum og költhetjan Íslenski boltinn Varð að þegja yfir samningnum við Barcelona í margar vikur Handbolti „Einhvers staðar er skemmt epli ef niðurstaða þingsins var svona afdráttarlaus“ Körfubolti Birtir gamla mynd af sér í Barcelona-treyju: „Stór draumur að rætast“ Handbolti Félagið neitar að borga svo Amorim opnar veskið Enski boltinn „Þegar þeir eru orðnir þreyttir hinum megin þá erum við með eitt stykki Basile“ Körfubolti Sonur Ronaldo spilaði fyrsta landsleikinn fyrir Portúgal Fótbolti Awoniyi sofandi á gjörgæslu og gengst undir aðra aðgerð í dag Enski boltinn Dæmdur fyrir að keyra yfir eiginkonu sína eftir rifrildi um eldhúsinnréttingu Sport Fleiri fréttir Afturelding lagði ÍA á Akranesi og ÍBV hefndi sín Þeir bestu (40.-31. sæti): Gullfundur í Góða hirðinum, galdurinn í Garðabænum og költhetjan Þór komið áfram eftir öruggan sigur á Suðurlandi Einn besti leikmaður KR frá næsta mánuðinn hið minnsta Víðir og Reynir ekki í eina sæng Þeir bestu (50.-41. sæti): Skagamiðverðir, markahrókar úr Eyjum og Laugardalnum og öldungurinn aftast Uppbótartíminn: „Ég hef miklar áhyggjur af þeim“ Þróttur skoraði sex og flaug áfram Valur marði Fram í framlengingu Tindastóll, FH og HK áfram í bikarnum Hafa notað sama byrjunarliðið í öllum leikjunum Áttar sig ekki á Stjörnunni: „Bíð bara eftir því að Garpur poppi þarna upp“ Hafa unnið FH tólf sinnum í röð Hrósuðu Alexander: „Varð ekkert var við það að þarna væri fimmtán ára strákur inni á vellinum“ Þeir bestu (60.-51. sæti): Himnasending frá Skotlandi, Sölvi Helgason íslenska boltans og tíur af guðs náð Sjáðu skrípamörkin í Víkinni og öll mörkin úr sjöttu umferðinni Þeir bestu: Fylgt úr hlaði Eiður Smári missir hvert metið á fætur öðru til ungra KR-inga Heimir Guðjónsson: Ef það var einhvern tíma lag að vinna Víking þá var það núna „Þurftum að grafa djúpt“ Uppgjörið: Víkingur - FH 3-1 | Víkingar aftur á toppinn eftir hauskúpuleik Rosenörn „Ef við mætum svona í leiki munum við fá fullt af stigum” Uppgjörið: KA - Breiðablik 0-1 | Blikar sluppu með skrekkinn í blálokin „Finnst að þeir eigi að vera betri en við í reglunum“ Sjáðu mörkin sem tryggðu Fram sinn fyrsta sigur, þrennu Söndru Maríu og öll hin Myndaveisla: Grindvíkingar léku loks á heimavelli Yngsti markaskorari efstu deildar: „Langaði í annað“ Uppgjörið: Valur - ÍA 6-1 | Valsmenn tóku pirringinn út á Skagamönnum Alexander Rafn yngsti markaskorari í sögu efstu deildar Uppgjörið: Stjarnan - Fram 2-0 | Stjörnumenn á beinu brautina Sjá meira
Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 110-97 | Stólarnir svöruðu og leiða nú úrslitaeinvígið Körfubolti
Þeir bestu (40.-31. sæti): Gullfundur í Góða hirðinum, galdurinn í Garðabænum og költhetjan Íslenski boltinn
Þeir bestu (50.-41. sæti): Skagamiðverðir, markahrókar úr Eyjum og Laugardalnum og öldungurinn aftast
Þeir bestu (60.-51. sæti): Himnasending frá Skotlandi, Sölvi Helgason íslenska boltans og tíur af guðs náð
Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 110-97 | Stólarnir svöruðu og leiða nú úrslitaeinvígið Körfubolti
Þeir bestu (40.-31. sæti): Gullfundur í Góða hirðinum, galdurinn í Garðabænum og költhetjan Íslenski boltinn