Vítisfjörður Guðni Ársæll Indriðason skrifar 4. febrúar 2025 07:03 Maður hrekkur óneitanlega við þegar fréttist af tilraun í nærumhverfinu með vítissóta. Óhagnaðardrifin tilraun, já já kunna menn ekki einn annan? Það ætlar aldrei neinn að græða neitt á neinu, sér í lagi þegar þegar menn eru farnir að feta vafasama stíga. Ég las grein hér á Vísi (Að eitra Hvalfjörð) um fyrirætlanir Rastar sjávarrannsóknaseturs ehf um að grípa inn í ferli náttúrunnar í Hvalfirði með vítissóta, og ekki nóg með það þá hefur þetta fyrirtæki mokað fjármunum til Hafrannsóknarstofnunar til rannsókna í Hvalfirði í þágu þessara fyrirætlana Rastar. Þetta er góð aðferð til að fá jákvæða umsögn fá opinberri stofnun þegar sótt er um leyfið. Að auki ráða fólk frá stofnuninni til fyrirtækisins. Þá hefur oddviti Hvalfjarðarsveitar þekkst boð um stjórnarsetu í fyrirtækinu, ætli oddvitum hinna sveitarfélaganna, Reykjavíkur og Kjósarhrepps, sem standa við Hvalfjörðinn hafi verið boðin þátttaka. Sennilega er þekkingin ekki meiri en svo að það teljist bara vera eitt sveitarfélag við Hvalfjörðinn. Enda hefur kynning ekki farið fram hér á Kjalarnesinu. Ég velti fyrir mér pólitískri framtíð oddvitans með vítissóda tilraun í farteskinu. Ýmsum öðrum hefur verið flækt í vefinn, „stjörnufræðingur“ nokkur hefur ljáð þeim rödd sína á myndband til að sannfæra okkur um ágæti verkefnisins. Þessar fyrirætlanir Rastar eiga að fara fram á „opnu hafsvæði“, en allt umlykjandi eru jarðir með sína strandlengju og landhelgi og eiga fullan rétt á að hafa eitthvað um málið að segja. Ef landeigendur vilja ekki að áhrifa tilraunarinnar gæti ekki innan þeirra lögsögu, hvernig verður við því brugðist? Utanríkisráðuneytið ku fara með yfirráð yfir opnu hafsvæði, ætli Utanríkisráðherra hafi tíma til að fara yfir þetta mál vegna Brusselferða sinna. Þrátt fyrir fullyrðinga um að fyrirtækið Röst ætli ekki að græða peninga á verkefninu þá skapar þetta möguleikann á að ausa skítnum út í Hvalfjörðinn til að græða peninga á kostnað Hvalfjarðar. Hvað ef þetta fer allt í skrúfuna, hver borgar þá brúsann, við íslenskir skattgreiðendur eins og vanalega. Ég spyr ráðamenn þjóðarinnar HVENÆR ER NÓG NÓG? Er endalaust hægt að rugla í kollinum á ykkur, í nafni loftslagskirkjunnar? Verður það þannig hér við Hvalfjörðinn, ef klósettið stíflast þá er bara að skreppa niður í fjöru og sækja eina fötu af sjó til að losa stífluna? Höfundur er íbúi á Kjalarnesi við Hvalfjörð. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Reykjavík Mest lesið Köllum Skjöld Íslands réttu nafni: Rasískt götugengi Ian McDonald Skoðun Hverjir eru komnir með nóg? Nichole Leigh Mosty Skoðun Að leigja okkar eigin innviði Halldóra Mogensen Skoðun Evrópusambandsaðild - valdefling íslensks almennings Magnús Árni Skjöld Magnússon Skoðun Málþóf sem valdníðsla Einar G. Harðarson Skoðun Alltof mörg sveitarfélög á Íslandi! Gunnar Alexander Ólafsson Skoðun Lýðheilsan að veði? Willum Þór Þórsson Skoðun Þið voruð í partýinu líka! Gísli Sigurður Gunnlaugsson Skoðun Öryggi betur tryggt – fangelsismál færð til nútímans Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir Skoðun Sameiginleg yfirlýsing 28 ríkja um málefni Palestínu, hvers virði er hún? Einar Ólafsson Skoðun Skoðun Skoðun Sameiginleg yfirlýsing 28 ríkja um málefni Palestínu, hvers virði er hún? Einar Ólafsson skrifar Skoðun Alltof mörg sveitarfélög á Íslandi! Gunnar Alexander Ólafsson skrifar Skoðun Öryggi betur tryggt – fangelsismál færð til nútímans Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Lýðheilsan að veði? Willum Þór Þórsson skrifar Skoðun Evrópusambandsaðild - valdefling íslensks almennings Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Köllum Skjöld Íslands réttu nafni: Rasískt götugengi Ian McDonald skrifar Skoðun Hverjir eru komnir með nóg? Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Að leigja okkar eigin innviði Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Málþóf sem valdníðsla Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Klaufaskapur og reynsluleysi? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hvernig spyr ég gervigreind til að fá besta svarið? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Ertu bitur? Björn Leví Gunnarsson skrifar Skoðun Er hægt að læra af draumum? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Afstæði Ábyrgðar Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Klassapróf fína fólksins – eða hvernig erfingjar kenna okkur að lifa Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Fjárhagslegt virði vörumerkja Elías Larsen skrifar Skoðun Við ákærum – hver sveik strandveiðisjómenn? Kjartan Páll Sveinsson skrifar Skoðun Þið voruð í partýinu líka! Gísli Sigurður Gunnlaugsson skrifar Skoðun Af hverju varð heimsókn framkvæmdastjóra ESB að NATO-fundi? Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Veimiltítustjórn og tugþúsundir dáinna barna Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Bragðefni eru ekki vandamálið - Bann við þeim myndi skaða lýðheilsu Abdullah Shihab Wahid skrifar Skoðun Swuayda blæðir: Hróp sem heimurinn heyrir ekki Mouna Nasr skrifar Skoðun Skattar fyrst, svo allt hitt – og hagræðingin sem gleymdist Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson skrifar Skoðun Þetta er allt hinum að kenna! Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson skrifar Skoðun Sleppir ekki takinu svo auðveldlega aftur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Opið bréf til fullorðna fólksins Úlfhildur Elísa Hróbjartsdóttir skrifar Skoðun Vill Sjálfstæðisflokkurinn láta taka sig alvarlega? Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Þjórsá í hættu – Hvammsvirkjun og rof á náttúrulegu ástandi árinnar Gunnar Þór Jónsson skrifar Sjá meira
Maður hrekkur óneitanlega við þegar fréttist af tilraun í nærumhverfinu með vítissóta. Óhagnaðardrifin tilraun, já já kunna menn ekki einn annan? Það ætlar aldrei neinn að græða neitt á neinu, sér í lagi þegar þegar menn eru farnir að feta vafasama stíga. Ég las grein hér á Vísi (Að eitra Hvalfjörð) um fyrirætlanir Rastar sjávarrannsóknaseturs ehf um að grípa inn í ferli náttúrunnar í Hvalfirði með vítissóta, og ekki nóg með það þá hefur þetta fyrirtæki mokað fjármunum til Hafrannsóknarstofnunar til rannsókna í Hvalfirði í þágu þessara fyrirætlana Rastar. Þetta er góð aðferð til að fá jákvæða umsögn fá opinberri stofnun þegar sótt er um leyfið. Að auki ráða fólk frá stofnuninni til fyrirtækisins. Þá hefur oddviti Hvalfjarðarsveitar þekkst boð um stjórnarsetu í fyrirtækinu, ætli oddvitum hinna sveitarfélaganna, Reykjavíkur og Kjósarhrepps, sem standa við Hvalfjörðinn hafi verið boðin þátttaka. Sennilega er þekkingin ekki meiri en svo að það teljist bara vera eitt sveitarfélag við Hvalfjörðinn. Enda hefur kynning ekki farið fram hér á Kjalarnesinu. Ég velti fyrir mér pólitískri framtíð oddvitans með vítissóda tilraun í farteskinu. Ýmsum öðrum hefur verið flækt í vefinn, „stjörnufræðingur“ nokkur hefur ljáð þeim rödd sína á myndband til að sannfæra okkur um ágæti verkefnisins. Þessar fyrirætlanir Rastar eiga að fara fram á „opnu hafsvæði“, en allt umlykjandi eru jarðir með sína strandlengju og landhelgi og eiga fullan rétt á að hafa eitthvað um málið að segja. Ef landeigendur vilja ekki að áhrifa tilraunarinnar gæti ekki innan þeirra lögsögu, hvernig verður við því brugðist? Utanríkisráðuneytið ku fara með yfirráð yfir opnu hafsvæði, ætli Utanríkisráðherra hafi tíma til að fara yfir þetta mál vegna Brusselferða sinna. Þrátt fyrir fullyrðinga um að fyrirtækið Röst ætli ekki að græða peninga á verkefninu þá skapar þetta möguleikann á að ausa skítnum út í Hvalfjörðinn til að græða peninga á kostnað Hvalfjarðar. Hvað ef þetta fer allt í skrúfuna, hver borgar þá brúsann, við íslenskir skattgreiðendur eins og vanalega. Ég spyr ráðamenn þjóðarinnar HVENÆR ER NÓG NÓG? Er endalaust hægt að rugla í kollinum á ykkur, í nafni loftslagskirkjunnar? Verður það þannig hér við Hvalfjörðinn, ef klósettið stíflast þá er bara að skreppa niður í fjöru og sækja eina fötu af sjó til að losa stífluna? Höfundur er íbúi á Kjalarnesi við Hvalfjörð.
Skoðun Sameiginleg yfirlýsing 28 ríkja um málefni Palestínu, hvers virði er hún? Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Öryggi betur tryggt – fangelsismál færð til nútímans Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar
Skoðun Klassapróf fína fólksins – eða hvernig erfingjar kenna okkur að lifa Sigríður Svanborgardóttir skrifar
Skoðun Bragðefni eru ekki vandamálið - Bann við þeim myndi skaða lýðheilsu Abdullah Shihab Wahid skrifar
Skoðun Skattar fyrst, svo allt hitt – og hagræðingin sem gleymdist Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson skrifar
Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson skrifar
Skoðun Þjórsá í hættu – Hvammsvirkjun og rof á náttúrulegu ástandi árinnar Gunnar Þór Jónsson skrifar