Þórunn Sveinbjarnardóttir, nýkjörinn forseti Alþingis, las upp bréf þeirra tveggja þess efnis á fyrsta fundi nýs þings í dag.
Bjarni Benediktsson tilkynnti í janúar að hann væri á leið úr pólitíkinni. Hann hygðist ekki taka sæti á Alþingi samhliða því að hann myndi ekki gefa kost á sér til áframhaldandi setu sem formaður Sjálfstæðisflokksins á komandi landsfundi.
Við afsal þingmennsku Bjarna tekur Jón Gunnarsson, fyrrverandi dómsmálaráðherra, við þingsætinu.
Þórður Snær tilkynnti í aðdraganda kosninganna 30. nóvember að hann ætlaði sér ekki að taka sæti á Alþingi kæmist hann á þing. Þá ákvörðun tók hann í kjölfar þess að gamlar bloggfærslur hans voru rifjaðar upp, en í þeim þótti hann lýsa óviðurkvæmilegum viðhorfum í garð kvenna.
Eftir kosningarnar var greint frá því að Þórður yrði framkvæmdastjóri þingflokks Samfylkingarinnar.
Í stað Þórðar mun Sigmundur Ernir Rúnarsson, fyrrverandi ritstjóri Fréttablaðsins, taka við þingsætinu.