Sport

„Ég fór ekki í fýlu, ég var bara sóttur“

Stefán Árni Pálsson skrifar
Leifur Steinn var gestur vikunnar í Körfuboltakvöldi Extra.
Leifur Steinn var gestur vikunnar í Körfuboltakvöldi Extra.

Leifur Steinn Árnason var gestur vikunnar í Körfuboltakvöldi Extra og eitt af hans verkefnum fyrir þáttinn var að setja saman sitt draumalið af þeim leikmönnum sem hann lék með á sínum ferli.

Tómas Steindórsson var að venju í þætti gærkvöldsins en hann og Leifur léku saman á sínum tíma með Gnúpverjum.

Þeir félagar voru reyndar ekki alveg sammála hvernig það kom til að Leifur kæmi til Gnúpverja.

„Leifur fór í fýlu hjá Blikum, sóttur til Gnúpverja og mér var kastað út úr byrjunarliðinu fyrir vikið. Hann setti mig á bekkinn,“ sagði Tómas.

„Ég fór ekki í fýlu, ég var bara sóttur. Mate [Dalmay] þarna ungur og efnilegur þjálfari og ég hugsaði bara af hverju ekki?,“ sagði Leifur.

Hér að neðan má sjá draumalið Leifsstöðvarinnar.

Klippa: „Ég fór ekki í fílu, ég var bara sóttur“



Fleiri fréttir

Sjá meira


×