Ný Þjórsárbrú bíður í sömu óvissu og Hvammsvirkjun Kristján Már Unnarsson skrifar 5. febrúar 2025 14:44 Nýja brúin er fyrirhuguð um einn kílómetra ofan við fossinn Búða og eyjuna Árnes. Teikning/Vegagerðin Útboð á smíði nýrrar Þjórsárbrúar á móts við þorpið Árnes ásamt gerð Búðafossvegar er í óvissu eftir að Héraðsdómur Reykjavíkur ógilti virkjunarleyfi Hvammsvirkjunar í síðasta mánuði. Vegagerðin hafði gefið út að verkið yrði boðið út fljótlega á þessu ári. „Ég á ekki von á því að Þjórsárbrúin verði boðin út á meðan þessi óvissa er um Hvammsvirkjun,“ segir Jón Heiðar Gestsson, forstöðumaður framkvæmda hjá Vegagerðinni. Brúarsmíðin og vegagerðin tengjast gerð Hvammsvirkjunar. Samkomulag gerir ráð fyrir að Landsvirkjun greiði 40 prósent kostnaðar en Vegagerðin 60 prósent. Miðað er við að Landsvirkjun leggi út fyrir öllum kostnaði en Vegagerðin greiði sinn hluta síðar, eða þegar fjárveiting fæst á samgönguáætlun. Undirbúningur brúarsmíðinnar og vegalagningarinnar heldur hins vegar áfram, bæði hjá Vegagerðinni og Landsvirkjun. Horft yfir Þjórsá úr Árnessýslu yfir í Rangárvallasýslu. Brúin verður 240 metra löng og Búðafossvegur 7,4 kílómetra langur.Teikning/Vegagerðin Jón Heiðar hjá Vegagerðinni gerir ráð fyrir að útboðsgögnin verði tilbúin í næsta mánuði, það er í marsmánuði. „Við höldum áfram vinnu við að klára útboðsgögn og fleira. Við verðum klár þegar greiðist úr þessu,“ segir Einar Már Magnússon, verkefnastjóri á framkvæmdadeild Vegagerðarinnar. Þóra Arnórsdóttir, forstöðumaður samskipta og upplýsingamiðlunar hjá Landsvirkjun, segir að þar sé enn verið að meta framhaldið eftir dóminn. Búið sé að áfrýja dómnum og ekki ljóst hvort málið fari beint til Hæstaréttar. Þá skipti auðvitað miklu máli hvernig löggjöfin, sem umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra hafi boðað, muni líta út. „Okkar er að útvega efni úr frárennslisskurðinum til vegagerðarinnar og það verk er í gangi. Við munum standa við það svo lengi sem framkvæmdaleyfi fyrir vegagerðinni og undirbúningi vinnubúða er í gildi,“ segir Þóra. Stöð 2 fjallaði í nóvember um Þjórsárbrúna og Búðafossveginn í þessari frétt: Sunnlendingar vonuðust til þess að fá brúna fyrir sextán árum, eins og rifja má upp í þessari frétt frá árinu 2009: Vegagerð Samgöngur Deilur um Hvammsvirkjun Skeiða- og Gnúpverjahreppur Rangárþing ytra Landsvirkjun Vatnsaflsvirkjanir Tengdar fréttir Leggur strax fram lagabreytingarfrumvarp vegna Hvammsvirkjunar Ráðherra umhverfis og orku segir á dagskrá að leggja strax fram lagabreytingar til að eyða óvissu og liðka fyrir framgangi Hvammsvirkjunar. Til standi að leggja það fyrir nýtt Alþingi hið snarasta þegar það kemur saman í febrúar. 20. janúar 2025 21:33 Styðja sérlög um Hvammsvirkjun Landsvirkjun telur dóm sem ógilti virkjunarleyfi Hvammsvirkjunar, rangan og óskar eftir því að málið fari beint til Hæstaréttar. Forstjórinn segir samfélagslega mikilvægt að hefja framkvæmdir sem fyrst og líst vel á lagasetningu. Fyrrverandi umhverfisráðherra undrast dóminn og ætlar að styðja núverandi stjórnvöld í aðgerðum til að flýta fyrir virkjunum. 20. janúar 2025 20:01 Telja dóminn rangan og vilja komast beint í Hæstarétt Landsvirkjun hefur ákveðið að áfrýja dómi Héraðsdóms Reykjavíkur frá 15. janúar síðastliðnum þar sem virkjunarleyfi Hvammsvirkjunar var fellt úr gildi og óska eftir því að málið fari beint til Hæstaréttar. 20. janúar 2025 15:18 Ný brú á Þjórsá talin kosta um fimmtung af verði Ölfusárbrúar Ný Þjórsárbrú við Árnes verður boðin út fljótlega eftir áramót. Hún mun ásamt tengivegum sennilega kosta vel innan við fjórðung af því sem Ölfusárbrúin kostar. 19. nóvember 2024 07:07 Mest lesið Dorrit rænd í Lundúnum Innlent Rannsaka mannslát í Kópavogi Innlent Annað sinn sem læknir lýgur um krabbamein: „Þetta mun fara á versta veg“ Innlent Á spítala eftir hnífaárás og örstutt í flug en lét til skarar skríða daginn eftir Innlent Fundurinn afkastamikill en mikið verk fyrir höndum Erlent Hikuðu ekki þegar tækifærið gafst að opna verslun í Grindavík Innlent Þórhildur Sunna mótmælti með Grétu Thunberg Innlent Grunaður um rosalega brotahrinu í aðdraganda hraðbankaþjófnaðarins Innlent Þjóðkirkjan kynnir nýtt merki og vefsíðu Innlent Fjórir handteknir fyrir að dvelja ólöglega á landinu Innlent Fleiri fréttir Sendu inn tilnefningu til manns ársins 2025 Þjóðkirkjan kynnir nýtt merki og vefsíðu Á spítala eftir hnífaárás og örstutt í flug en lét til skarar skríða daginn eftir Fjórir handteknir fyrir að dvelja ólöglega á landinu Hikuðu ekki þegar tækifærið gafst að opna verslun í Grindavík Dorrit rænd í Lundúnum Rannsaka mannslát í Kópavogi Áfanginn „Allt fyrir ástina“ verðlaunaður á Selfossi Þórhildur Sunna mótmælti með Grétu Thunberg Annað sinn sem læknir lýgur um krabbamein: „Þetta mun fara á versta veg“ Læknir gerði sér upp krabbamein í tvígang Réðst á annan með skóflu Færa bílastæðin við Skógafoss: „Nú er stefnan sú að allir skuli helst labba sem lengst“ Harður árekstur á Suðurlandi Grunaður um rosalega brotahrinu í aðdraganda hraðbankaþjófnaðarins Innanlandsflugi Icelandair aflýst Alelda bíll á Dalvegi Orðin hluti af mannlífinu: „Án okkar væri heldur tómlegt að vera til“ Ósanngjarnt að kólnunin bitni á fyrstu kaupendum Tók átta klukkustundir að bjarga föstum ferðamönnum Erlend netverslun eykst og ögurstund hjá stelpunum okkar Eldur í snjóruðningstæki á Keflavíkurflugvelli Forsætisráðherra fer yfir sviðið eftir tæpt ár í starfi Áhyggjuefni að ungir menn hafi ekki jafn frjálslyndar skoðanir og feður þeirra Menn til vandræða á hótelum miðbæjarins Láta reyna á lögmæti ákvörðunar Fjarskiptastofu 30 milljóna króna gjöf frá kvenfélagskonum til fæðingardeilda Brotist inn hjá Viðeyjarferju Túlkar niðurstöðuna sem ákveðin skilaboð Ráðherra telur enn tímabært að hætta hvalveiðum Sjá meira
„Ég á ekki von á því að Þjórsárbrúin verði boðin út á meðan þessi óvissa er um Hvammsvirkjun,“ segir Jón Heiðar Gestsson, forstöðumaður framkvæmda hjá Vegagerðinni. Brúarsmíðin og vegagerðin tengjast gerð Hvammsvirkjunar. Samkomulag gerir ráð fyrir að Landsvirkjun greiði 40 prósent kostnaðar en Vegagerðin 60 prósent. Miðað er við að Landsvirkjun leggi út fyrir öllum kostnaði en Vegagerðin greiði sinn hluta síðar, eða þegar fjárveiting fæst á samgönguáætlun. Undirbúningur brúarsmíðinnar og vegalagningarinnar heldur hins vegar áfram, bæði hjá Vegagerðinni og Landsvirkjun. Horft yfir Þjórsá úr Árnessýslu yfir í Rangárvallasýslu. Brúin verður 240 metra löng og Búðafossvegur 7,4 kílómetra langur.Teikning/Vegagerðin Jón Heiðar hjá Vegagerðinni gerir ráð fyrir að útboðsgögnin verði tilbúin í næsta mánuði, það er í marsmánuði. „Við höldum áfram vinnu við að klára útboðsgögn og fleira. Við verðum klár þegar greiðist úr þessu,“ segir Einar Már Magnússon, verkefnastjóri á framkvæmdadeild Vegagerðarinnar. Þóra Arnórsdóttir, forstöðumaður samskipta og upplýsingamiðlunar hjá Landsvirkjun, segir að þar sé enn verið að meta framhaldið eftir dóminn. Búið sé að áfrýja dómnum og ekki ljóst hvort málið fari beint til Hæstaréttar. Þá skipti auðvitað miklu máli hvernig löggjöfin, sem umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra hafi boðað, muni líta út. „Okkar er að útvega efni úr frárennslisskurðinum til vegagerðarinnar og það verk er í gangi. Við munum standa við það svo lengi sem framkvæmdaleyfi fyrir vegagerðinni og undirbúningi vinnubúða er í gildi,“ segir Þóra. Stöð 2 fjallaði í nóvember um Þjórsárbrúna og Búðafossveginn í þessari frétt: Sunnlendingar vonuðust til þess að fá brúna fyrir sextán árum, eins og rifja má upp í þessari frétt frá árinu 2009:
Vegagerð Samgöngur Deilur um Hvammsvirkjun Skeiða- og Gnúpverjahreppur Rangárþing ytra Landsvirkjun Vatnsaflsvirkjanir Tengdar fréttir Leggur strax fram lagabreytingarfrumvarp vegna Hvammsvirkjunar Ráðherra umhverfis og orku segir á dagskrá að leggja strax fram lagabreytingar til að eyða óvissu og liðka fyrir framgangi Hvammsvirkjunar. Til standi að leggja það fyrir nýtt Alþingi hið snarasta þegar það kemur saman í febrúar. 20. janúar 2025 21:33 Styðja sérlög um Hvammsvirkjun Landsvirkjun telur dóm sem ógilti virkjunarleyfi Hvammsvirkjunar, rangan og óskar eftir því að málið fari beint til Hæstaréttar. Forstjórinn segir samfélagslega mikilvægt að hefja framkvæmdir sem fyrst og líst vel á lagasetningu. Fyrrverandi umhverfisráðherra undrast dóminn og ætlar að styðja núverandi stjórnvöld í aðgerðum til að flýta fyrir virkjunum. 20. janúar 2025 20:01 Telja dóminn rangan og vilja komast beint í Hæstarétt Landsvirkjun hefur ákveðið að áfrýja dómi Héraðsdóms Reykjavíkur frá 15. janúar síðastliðnum þar sem virkjunarleyfi Hvammsvirkjunar var fellt úr gildi og óska eftir því að málið fari beint til Hæstaréttar. 20. janúar 2025 15:18 Ný brú á Þjórsá talin kosta um fimmtung af verði Ölfusárbrúar Ný Þjórsárbrú við Árnes verður boðin út fljótlega eftir áramót. Hún mun ásamt tengivegum sennilega kosta vel innan við fjórðung af því sem Ölfusárbrúin kostar. 19. nóvember 2024 07:07 Mest lesið Dorrit rænd í Lundúnum Innlent Rannsaka mannslát í Kópavogi Innlent Annað sinn sem læknir lýgur um krabbamein: „Þetta mun fara á versta veg“ Innlent Á spítala eftir hnífaárás og örstutt í flug en lét til skarar skríða daginn eftir Innlent Fundurinn afkastamikill en mikið verk fyrir höndum Erlent Hikuðu ekki þegar tækifærið gafst að opna verslun í Grindavík Innlent Þórhildur Sunna mótmælti með Grétu Thunberg Innlent Grunaður um rosalega brotahrinu í aðdraganda hraðbankaþjófnaðarins Innlent Þjóðkirkjan kynnir nýtt merki og vefsíðu Innlent Fjórir handteknir fyrir að dvelja ólöglega á landinu Innlent Fleiri fréttir Sendu inn tilnefningu til manns ársins 2025 Þjóðkirkjan kynnir nýtt merki og vefsíðu Á spítala eftir hnífaárás og örstutt í flug en lét til skarar skríða daginn eftir Fjórir handteknir fyrir að dvelja ólöglega á landinu Hikuðu ekki þegar tækifærið gafst að opna verslun í Grindavík Dorrit rænd í Lundúnum Rannsaka mannslát í Kópavogi Áfanginn „Allt fyrir ástina“ verðlaunaður á Selfossi Þórhildur Sunna mótmælti með Grétu Thunberg Annað sinn sem læknir lýgur um krabbamein: „Þetta mun fara á versta veg“ Læknir gerði sér upp krabbamein í tvígang Réðst á annan með skóflu Færa bílastæðin við Skógafoss: „Nú er stefnan sú að allir skuli helst labba sem lengst“ Harður árekstur á Suðurlandi Grunaður um rosalega brotahrinu í aðdraganda hraðbankaþjófnaðarins Innanlandsflugi Icelandair aflýst Alelda bíll á Dalvegi Orðin hluti af mannlífinu: „Án okkar væri heldur tómlegt að vera til“ Ósanngjarnt að kólnunin bitni á fyrstu kaupendum Tók átta klukkustundir að bjarga föstum ferðamönnum Erlend netverslun eykst og ögurstund hjá stelpunum okkar Eldur í snjóruðningstæki á Keflavíkurflugvelli Forsætisráðherra fer yfir sviðið eftir tæpt ár í starfi Áhyggjuefni að ungir menn hafi ekki jafn frjálslyndar skoðanir og feður þeirra Menn til vandræða á hótelum miðbæjarins Láta reyna á lögmæti ákvörðunar Fjarskiptastofu 30 milljóna króna gjöf frá kvenfélagskonum til fæðingardeilda Brotist inn hjá Viðeyjarferju Túlkar niðurstöðuna sem ákveðin skilaboð Ráðherra telur enn tímabært að hætta hvalveiðum Sjá meira
Leggur strax fram lagabreytingarfrumvarp vegna Hvammsvirkjunar Ráðherra umhverfis og orku segir á dagskrá að leggja strax fram lagabreytingar til að eyða óvissu og liðka fyrir framgangi Hvammsvirkjunar. Til standi að leggja það fyrir nýtt Alþingi hið snarasta þegar það kemur saman í febrúar. 20. janúar 2025 21:33
Styðja sérlög um Hvammsvirkjun Landsvirkjun telur dóm sem ógilti virkjunarleyfi Hvammsvirkjunar, rangan og óskar eftir því að málið fari beint til Hæstaréttar. Forstjórinn segir samfélagslega mikilvægt að hefja framkvæmdir sem fyrst og líst vel á lagasetningu. Fyrrverandi umhverfisráðherra undrast dóminn og ætlar að styðja núverandi stjórnvöld í aðgerðum til að flýta fyrir virkjunum. 20. janúar 2025 20:01
Telja dóminn rangan og vilja komast beint í Hæstarétt Landsvirkjun hefur ákveðið að áfrýja dómi Héraðsdóms Reykjavíkur frá 15. janúar síðastliðnum þar sem virkjunarleyfi Hvammsvirkjunar var fellt úr gildi og óska eftir því að málið fari beint til Hæstaréttar. 20. janúar 2025 15:18
Ný brú á Þjórsá talin kosta um fimmtung af verði Ölfusárbrúar Ný Þjórsárbrú við Árnes verður boðin út fljótlega eftir áramót. Hún mun ásamt tengivegum sennilega kosta vel innan við fjórðung af því sem Ölfusárbrúin kostar. 19. nóvember 2024 07:07