Hugsi yfir bílastæðamálum sem eru til skoðunar Stefán Árni Pálsson skrifar 5. febrúar 2025 15:25 Ólafur Egilsson og Ester segja geta verið bagalegt þegar gestir þeirra þurfa að færa bíla sína á annað gjaldsvæði eftir þriggja tíma heimsókn. Þau elska lífið í miðborginni og segja málið í stóra samhenginu ekki skipta miklu máli. vísir Hjónin Ólafur Egill Egilsson og Esther Talía Casey búa á dýrasta gjaldsvæðinu í miðborg Reykjavíkur. Greiða þarf rúmar 600 krónur á tímann fyrir bílastæði við húsið þeirra á Grettisgötunni. Þetta kom fram í Íslandi í dag á Stöð 2 í gærkvöldi þar sem Vala Matt tók bílastæðamál í miðbænum til skoðounar. Vala Matt hafði samband við hjónin fyrrnefndu og fór einnig yfir málin með fulltrúa í skipulagsráði borgarinnar. Í innslaginu lýsa þau að gestir þeirra þurfi að greiða rúmar 600 krónur á tímann í stöðumæli alla daga vikunnar frá því á morgnana til klukkan níu á kvöldin, einnig á laugardögum og sunnudögum. „Við búum í 101 á Grettisgötunni og erum með stæði sem við eigum á okkar lóð sem þýðir að við sleppum með mesta straffið frá borginni. En þetta er stundum svolítið erfitt ef maður er að fá gesti eða iðnaðarmenn,“ segir Ólafur og heldur áfram. „Ef fólk ætlar ekki að borga sex hundruð krónur á klukkustund og vera bara í heimsókn í þrjár klukkustundir þá þarf það að leggja niðri á Lindargötu eða uppi á Óðinstorgi sem eru svona sex til sjö hundruð metra í burtu.“ Ester bendir á áhrif sem bílastæðamálin geta haft á matarboð þeirra. Færa bílinn eftir þrjár klukkustundir „Ef þú kemur í matarboð og ert á bíl því það er ógeðslega vont veður þá þarft þú að fara úr matarboðinu eftir þrjá tíma og flytja bílinn á annað svæði því það er líka búið að lengja tímann til níu á kvöldin,“ segir Ester en bílar mega bara vera lagðir á Grettisgötunni í þrjá klukkutíma og þá þarf að fjarlægja þá og flytja í annað gjaldsvæði nokkrum götum frá. „Svo mega gestir okkar ekki leggja bílnum sínum fyrir aftan okkar bíl við okkar stæði,“ segir Ólafur. „Ég var með pípara um daginn og ég bauð honum að leggja fyrir aftan minn bíl, hann var bara sektaður,“ segir Ólafur. Hjónin hlæja aðspurð hvort það sé búandi í 101 við slíkt regluverk. Ástandið sé alls ekki það slæmt enda elski þau lífið í miðborginni. Vala ræddi einnig við Dóru Björt Guðjónsdóttur, formann umhverfis- og skipulagsráðs Reykjavíkur. Hún var spurð af hverju íbúar fengu aðeins eitt íbúakort við svæðið. „Þetta eru reglurnar eins og staðan er í dag en það er verið að skoða hvort hægt sé að rýmka reglurnar. Þegar það er verið að byggja í dag er miðað við eitt stæði á hvert heimili og það er verið að vinna með þann ramma hjá okkur þarna,“ segir Dóra. Svæðið sem Ólafur og Ester búa á er með dýrustu gjaldskylduna. „Gjaldskyldan á þessu svæði er auðvitað alveg í miðborginni og í kringum Laugaveginn. Ég veit að það eru skiptar skoðanir með þessar reglur en þess vegna erum við að rýna í það hvort við teljum að það sé ástæða til þess að skapa enn meira svigrúm til að mæta þessum þörfum.“ Hér að neðan má sjá innslagið í heild sinni. Ísland í dag Reykjavík Bílastæði Mest lesið Sama hvað öllum finnst, nema mömmu og pabba Tónlist Sat uppi með útgáfu af sjálfri sér sem hún kunni ekki við Lífið Fréttatía vikunnar: Play, fiskbúðingur og stjörnuskilnaður Lífið Óöruggur eftir að kærastan stundaði hópkynlíf erlendis Lífið Ungir Sjálfstæðismenn samankomnir á sambandsþingi Lífið Baunar á kókaða söngkonu fyrir baktal Tónlist Freðinn faðir, fáránlegir fasistar og fyrsta flokks bíó Gagnrýni Þessi litla breyting breytti í raun öllu! Lífið samstarf „Rétturinn sem fjölskyldan þín mun elska og biðja um aftur og aftur“ Lífið „Ákvað að skilja hana eftir þar og athuga hversu langt ég kæmist“ Lífið Fleiri fréttir Sat uppi með útgáfu af sjálfri sér sem hún kunni ekki við Ungir Sjálfstæðismenn samankomnir á sambandsþingi Fréttatía vikunnar: Play, fiskbúðingur og stjörnuskilnaður Gerður í Blush hennar helsta fyrirmynd Útbjó lágkolvetna prógram fyrir systur sína sem léttist strax og fékk meiri orku Flugfreyja, íþróttakona og ráðherra breyttu leiknum „Ákvað að skilja hana eftir þar og athuga hversu langt ég kæmist“ „Gætum orðið fyrsta þjóð í heimi til að útrýma leghálskrabbameini“ „Rétturinn sem fjölskyldan þín mun elska og biðja um aftur og aftur“ Keeping Up Appearances-leikkona látin Auðveldara að tengjast fólki í eigin persónu Galopnar sig og segist ætla að breyta hlutunum Heimatilbúið „corny“ Skilin að borði og sæng eftir 28 ára hjónaband Framlag Kenýu til Óskarsverðlaunanna til sýnis á Ísafirði Keith sagður kominn með nýja kærustu Það var bannað að hlæja á Kjarval Eitt rými sem má alls ekki mynda í Alþingishúsinu Centro-hjónin selja Beverly Hills-villuna Ástarsenur í viku tvö með stórleikaranum Segir spjallmenni Meta herja kynferðislega á börn „Rúrik Gíslason hefur sagt hæ við mig“ Jafet Máni selur íbúð með ræktarsal „Þarf ekkert að klífa Everest til að finnast ég einhvers virði“ Ertu sauður? Fimm ráð sem geta forðað þér frá hjarðhegðun Óöruggur eftir að kærastan stundaði hópkynlíf erlendis Samhengið með Sif: „Það má blanda saman hámenningu og dægurmenningu“ Hefðbundið ítalskt „Pesto Alla Genovese“ Úrslitaspurningin var um letigarð „Amma mín, ert þú nokkuð dáin?“ Sjá meira
Þetta kom fram í Íslandi í dag á Stöð 2 í gærkvöldi þar sem Vala Matt tók bílastæðamál í miðbænum til skoðounar. Vala Matt hafði samband við hjónin fyrrnefndu og fór einnig yfir málin með fulltrúa í skipulagsráði borgarinnar. Í innslaginu lýsa þau að gestir þeirra þurfi að greiða rúmar 600 krónur á tímann í stöðumæli alla daga vikunnar frá því á morgnana til klukkan níu á kvöldin, einnig á laugardögum og sunnudögum. „Við búum í 101 á Grettisgötunni og erum með stæði sem við eigum á okkar lóð sem þýðir að við sleppum með mesta straffið frá borginni. En þetta er stundum svolítið erfitt ef maður er að fá gesti eða iðnaðarmenn,“ segir Ólafur og heldur áfram. „Ef fólk ætlar ekki að borga sex hundruð krónur á klukkustund og vera bara í heimsókn í þrjár klukkustundir þá þarf það að leggja niðri á Lindargötu eða uppi á Óðinstorgi sem eru svona sex til sjö hundruð metra í burtu.“ Ester bendir á áhrif sem bílastæðamálin geta haft á matarboð þeirra. Færa bílinn eftir þrjár klukkustundir „Ef þú kemur í matarboð og ert á bíl því það er ógeðslega vont veður þá þarft þú að fara úr matarboðinu eftir þrjá tíma og flytja bílinn á annað svæði því það er líka búið að lengja tímann til níu á kvöldin,“ segir Ester en bílar mega bara vera lagðir á Grettisgötunni í þrjá klukkutíma og þá þarf að fjarlægja þá og flytja í annað gjaldsvæði nokkrum götum frá. „Svo mega gestir okkar ekki leggja bílnum sínum fyrir aftan okkar bíl við okkar stæði,“ segir Ólafur. „Ég var með pípara um daginn og ég bauð honum að leggja fyrir aftan minn bíl, hann var bara sektaður,“ segir Ólafur. Hjónin hlæja aðspurð hvort það sé búandi í 101 við slíkt regluverk. Ástandið sé alls ekki það slæmt enda elski þau lífið í miðborginni. Vala ræddi einnig við Dóru Björt Guðjónsdóttur, formann umhverfis- og skipulagsráðs Reykjavíkur. Hún var spurð af hverju íbúar fengu aðeins eitt íbúakort við svæðið. „Þetta eru reglurnar eins og staðan er í dag en það er verið að skoða hvort hægt sé að rýmka reglurnar. Þegar það er verið að byggja í dag er miðað við eitt stæði á hvert heimili og það er verið að vinna með þann ramma hjá okkur þarna,“ segir Dóra. Svæðið sem Ólafur og Ester búa á er með dýrustu gjaldskylduna. „Gjaldskyldan á þessu svæði er auðvitað alveg í miðborginni og í kringum Laugaveginn. Ég veit að það eru skiptar skoðanir með þessar reglur en þess vegna erum við að rýna í það hvort við teljum að það sé ástæða til þess að skapa enn meira svigrúm til að mæta þessum þörfum.“ Hér að neðan má sjá innslagið í heild sinni.
Ísland í dag Reykjavík Bílastæði Mest lesið Sama hvað öllum finnst, nema mömmu og pabba Tónlist Sat uppi með útgáfu af sjálfri sér sem hún kunni ekki við Lífið Fréttatía vikunnar: Play, fiskbúðingur og stjörnuskilnaður Lífið Óöruggur eftir að kærastan stundaði hópkynlíf erlendis Lífið Ungir Sjálfstæðismenn samankomnir á sambandsþingi Lífið Baunar á kókaða söngkonu fyrir baktal Tónlist Freðinn faðir, fáránlegir fasistar og fyrsta flokks bíó Gagnrýni Þessi litla breyting breytti í raun öllu! Lífið samstarf „Rétturinn sem fjölskyldan þín mun elska og biðja um aftur og aftur“ Lífið „Ákvað að skilja hana eftir þar og athuga hversu langt ég kæmist“ Lífið Fleiri fréttir Sat uppi með útgáfu af sjálfri sér sem hún kunni ekki við Ungir Sjálfstæðismenn samankomnir á sambandsþingi Fréttatía vikunnar: Play, fiskbúðingur og stjörnuskilnaður Gerður í Blush hennar helsta fyrirmynd Útbjó lágkolvetna prógram fyrir systur sína sem léttist strax og fékk meiri orku Flugfreyja, íþróttakona og ráðherra breyttu leiknum „Ákvað að skilja hana eftir þar og athuga hversu langt ég kæmist“ „Gætum orðið fyrsta þjóð í heimi til að útrýma leghálskrabbameini“ „Rétturinn sem fjölskyldan þín mun elska og biðja um aftur og aftur“ Keeping Up Appearances-leikkona látin Auðveldara að tengjast fólki í eigin persónu Galopnar sig og segist ætla að breyta hlutunum Heimatilbúið „corny“ Skilin að borði og sæng eftir 28 ára hjónaband Framlag Kenýu til Óskarsverðlaunanna til sýnis á Ísafirði Keith sagður kominn með nýja kærustu Það var bannað að hlæja á Kjarval Eitt rými sem má alls ekki mynda í Alþingishúsinu Centro-hjónin selja Beverly Hills-villuna Ástarsenur í viku tvö með stórleikaranum Segir spjallmenni Meta herja kynferðislega á börn „Rúrik Gíslason hefur sagt hæ við mig“ Jafet Máni selur íbúð með ræktarsal „Þarf ekkert að klífa Everest til að finnast ég einhvers virði“ Ertu sauður? Fimm ráð sem geta forðað þér frá hjarðhegðun Óöruggur eftir að kærastan stundaði hópkynlíf erlendis Samhengið með Sif: „Það má blanda saman hámenningu og dægurmenningu“ Hefðbundið ítalskt „Pesto Alla Genovese“ Úrslitaspurningin var um letigarð „Amma mín, ert þú nokkuð dáin?“ Sjá meira