Bent á rangan mann eftir að lýst var eftir meintum kynferðisbrotamanni Jón Þór Stefánsson skrifar 5. febrúar 2025 21:29 Maðurinn var grunaður í málinu eftir að lögreglan lýsti eftir einstaklingum sem sáust í öryggismyndavélum. Myndin er úr safni. Getty Maður sem var boðaður í skýrslutöku eftir að lögreglan lýsti eftir einstaklingum við kynferðisbrotarannsókn á rétt á bótum frá ríkinu. Hann vildi fá 900 þúsund krónur, en fær 150 þúsund krónur. Þetta var niðurstaða Héraðsdóms Reykjavíkur. Við rannsókn á meintu kynferðisbroti árið 2022 aflaði lögreglan myndefnis úr öryggismyndavélum. Í kjölfarið var lýst eftir einstaklingum sem birtust í þessu myndefni. Myndir þessar birtust því í fjölmiðlum. Í kjölfarið barst ábending að um væri að ræða áðurnefndan mann, og hann var boðaður í skýrslutöku. Þá veitti maðurinn lögreglu heimild til að afla gagna í síma hans, og þá samþykkti hann að gangast undir lífsýnatöku vegna DNA-rannsóknar. Niðurstaða þeirrar rannsóknar var sú að maðurinn væri ekki viðriðinn málið. Manninum var síðan tilkynnt að rannsókn málsins hefði verið hætt. Héraðsdómur Reykjavíkur dæmdi í málinu.Vísir/Vilhelm. Í kjölfarið krafðist maðurinn miskabóta frá ríkinu vegna þvingunarráðstafana. Ríkið bauðst til að greiða manninum 150 þúsund krónur í miskabætur, og fyrir lögmannskostnað sem hljóðaði upp á 217 þúsund krónur. Maðurinn hafnaði því. Síðan höfðaði hann mál og krafðist 1,2 milljóna króna. Sú krafa var reyndar lækkuð um 300 þúsund krónur daginn fyrir aðalmeðferð málsins. Valdið fjölskyldunni miklu álagi Í stefnu mannsins var byggt á því að rannsóknaraðgerðir lögreglu hafi verið óþarfar og sakarefnið alvarlegt. Þetta hafi valdið manninum og fjölskyldu hans verulegu álagi. Þá hafi ekkert í málinu réttætt það að leggja íþyngjandi rannsóknarráðstafanir á manninn. Þá sagði að aðgerðir lögreglu hafi byggt á órökstuddum grun, og að útilokað hafi verið að maðurinn hafi með nokkrum hætti valdið eða stuðlað að þeim. Ekki sýnt fram á að aðgerðirnar hafi verið óþarfar Í málsástæðum íslenska ríkisins hins vegar sagði að ekki væri rétt að aðgerðirnar hafi verið tilhæfulausar með öllu. Hið rétta væri að þær hefðu komið til vegna ábendinga sem lögreglan fékk um að maðurinn kynni að vera sá sem lýst var eftir. „Birtar hafi verið myndir úr öryggismyndavélum í fjölmiðlum til að fá fram upplýsingar um aðila sem grunaður væri um að vera viðriðinn málið. Líkt og gögn málsins beri með sér hafi borist ábendingar um að stefnandi kynni að vera sá maður sem birtist á umræddum myndum,“ segir um málsástæður ríkisins í dómnum. Dómurinn komst að þeirri niðurstöðu að maðurinn hefði ekki sýnt fram á að rannsóknaraðgerðir lögreglu hafi verið óþarfar. Jafnframt hefðu ekki verið lögð fram gögn sem sýndu fram á að málið hefði valdið fjölskyldu hans álagi. Héraðsdómur komst að sömu niðurstöðu og ríkið upphaflega, að rétt væri að greiða manninum 150 þúsund krónur í miskabætur. Þá mun gjafsóknakostnaður mannsins greiðast úr ríkissjóði. Dómsmál Lögreglumál Kynferðisofbeldi Mest lesið Vaktin: Tillagan samþykkt og annarri umræðu um veiðigjöld lokið Innlent Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Innlent „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ Innlent Fordæmalaus ákvörðun sem gæti breytt Alþingi til framtíðar Innlent Indversk tenniskona skotin til bana af föður sínum við morgunverðarborðið Erlent Lögregla rannsakar alvarlegt slys í Lágafellslaug Innlent Hóta að loka svæðinu við Seljalandsfoss Innlent Velti bílnum við Fjarðarhraun Innlent Lögregla rannsakar slys í sundlauginni í Stykkishólmi Innlent Krefjast bóta verði ekki fallið frá áformum um skólaþorp Innlent Fleiri fréttir Airbnb-íbúðir leigðar út undir fölsku flaggi Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Forstöðumaður spilar og syngur fyrir gesti Sundlaugar Akureyrar Sögulegur dagur á Alþingi og vændi í Airbnb-íbúðum Árekstur bíls og vespu á Hafnarfjarðarvegi Sögulegur dagur á Alþingi: Lýðræðisákvæði eða kjarnorkusprengja? Varðskipið Þór heldur heim frá Noregi í næstu viku Frumvarpið komið yfir erfiðasta hjallann en gæti átt nóg eftir Einn handtekinn í mansalsrannsókn lögreglunnar Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Lögregla rannsakar slys í sundlauginni í Stykkishólmi Kristrún fái ef til vill að bragða á eigin meðali fyrr en síðar Hóta að loka svæðinu við Seljalandsfoss „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ „Hræðilegar fréttir fyrir lýðræðið á Íslandi“ Fordæmalaus ákvörðun sem gæti breytt Alþingi til framtíðar Dramatík á Alþingi og bílastæðablús hjá World Class Velti bílnum við Fjarðarhraun Flytja hluta starfsemi SAk vegna myglu Sjá ekki fyrir endann á umfangsmikilli rannsókn á fíkniefnaframleiðslu „Þetta er alvarlegur áfellisdómur yfir forsætisráðherra“ Vaktin: Tillagan samþykkt og annarri umræðu um veiðigjöld lokið Fundu 36 hugsanlega þolendur mansals á Íslandi í alþjóðlegri lögregluaðgerð „Eftir þetta hvassviðri í þinginu í gær heldur lífið áfram“ Tekjur af laxveiði í Borgarfirði eru vel yfir 50% af tekjum landbúnaðar á svæðinu Krefjast bóta verði ekki fallið frá áformum um skólaþorp Halda áfram að ræða veiðigjöldin Tekur önnur Íslendinga þátt í erfiðustu og lengstu kappreið í heimi Draga Dettifoss til Reykjavíkur Sjá meira
Við rannsókn á meintu kynferðisbroti árið 2022 aflaði lögreglan myndefnis úr öryggismyndavélum. Í kjölfarið var lýst eftir einstaklingum sem birtust í þessu myndefni. Myndir þessar birtust því í fjölmiðlum. Í kjölfarið barst ábending að um væri að ræða áðurnefndan mann, og hann var boðaður í skýrslutöku. Þá veitti maðurinn lögreglu heimild til að afla gagna í síma hans, og þá samþykkti hann að gangast undir lífsýnatöku vegna DNA-rannsóknar. Niðurstaða þeirrar rannsóknar var sú að maðurinn væri ekki viðriðinn málið. Manninum var síðan tilkynnt að rannsókn málsins hefði verið hætt. Héraðsdómur Reykjavíkur dæmdi í málinu.Vísir/Vilhelm. Í kjölfarið krafðist maðurinn miskabóta frá ríkinu vegna þvingunarráðstafana. Ríkið bauðst til að greiða manninum 150 þúsund krónur í miskabætur, og fyrir lögmannskostnað sem hljóðaði upp á 217 þúsund krónur. Maðurinn hafnaði því. Síðan höfðaði hann mál og krafðist 1,2 milljóna króna. Sú krafa var reyndar lækkuð um 300 þúsund krónur daginn fyrir aðalmeðferð málsins. Valdið fjölskyldunni miklu álagi Í stefnu mannsins var byggt á því að rannsóknaraðgerðir lögreglu hafi verið óþarfar og sakarefnið alvarlegt. Þetta hafi valdið manninum og fjölskyldu hans verulegu álagi. Þá hafi ekkert í málinu réttætt það að leggja íþyngjandi rannsóknarráðstafanir á manninn. Þá sagði að aðgerðir lögreglu hafi byggt á órökstuddum grun, og að útilokað hafi verið að maðurinn hafi með nokkrum hætti valdið eða stuðlað að þeim. Ekki sýnt fram á að aðgerðirnar hafi verið óþarfar Í málsástæðum íslenska ríkisins hins vegar sagði að ekki væri rétt að aðgerðirnar hafi verið tilhæfulausar með öllu. Hið rétta væri að þær hefðu komið til vegna ábendinga sem lögreglan fékk um að maðurinn kynni að vera sá sem lýst var eftir. „Birtar hafi verið myndir úr öryggismyndavélum í fjölmiðlum til að fá fram upplýsingar um aðila sem grunaður væri um að vera viðriðinn málið. Líkt og gögn málsins beri með sér hafi borist ábendingar um að stefnandi kynni að vera sá maður sem birtist á umræddum myndum,“ segir um málsástæður ríkisins í dómnum. Dómurinn komst að þeirri niðurstöðu að maðurinn hefði ekki sýnt fram á að rannsóknaraðgerðir lögreglu hafi verið óþarfar. Jafnframt hefðu ekki verið lögð fram gögn sem sýndu fram á að málið hefði valdið fjölskyldu hans álagi. Héraðsdómur komst að sömu niðurstöðu og ríkið upphaflega, að rétt væri að greiða manninum 150 þúsund krónur í miskabætur. Þá mun gjafsóknakostnaður mannsins greiðast úr ríkissjóði.
Dómsmál Lögreglumál Kynferðisofbeldi Mest lesið Vaktin: Tillagan samþykkt og annarri umræðu um veiðigjöld lokið Innlent Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Innlent „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ Innlent Fordæmalaus ákvörðun sem gæti breytt Alþingi til framtíðar Innlent Indversk tenniskona skotin til bana af föður sínum við morgunverðarborðið Erlent Lögregla rannsakar alvarlegt slys í Lágafellslaug Innlent Hóta að loka svæðinu við Seljalandsfoss Innlent Velti bílnum við Fjarðarhraun Innlent Lögregla rannsakar slys í sundlauginni í Stykkishólmi Innlent Krefjast bóta verði ekki fallið frá áformum um skólaþorp Innlent Fleiri fréttir Airbnb-íbúðir leigðar út undir fölsku flaggi Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Forstöðumaður spilar og syngur fyrir gesti Sundlaugar Akureyrar Sögulegur dagur á Alþingi og vændi í Airbnb-íbúðum Árekstur bíls og vespu á Hafnarfjarðarvegi Sögulegur dagur á Alþingi: Lýðræðisákvæði eða kjarnorkusprengja? Varðskipið Þór heldur heim frá Noregi í næstu viku Frumvarpið komið yfir erfiðasta hjallann en gæti átt nóg eftir Einn handtekinn í mansalsrannsókn lögreglunnar Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Lögregla rannsakar slys í sundlauginni í Stykkishólmi Kristrún fái ef til vill að bragða á eigin meðali fyrr en síðar Hóta að loka svæðinu við Seljalandsfoss „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ „Hræðilegar fréttir fyrir lýðræðið á Íslandi“ Fordæmalaus ákvörðun sem gæti breytt Alþingi til framtíðar Dramatík á Alþingi og bílastæðablús hjá World Class Velti bílnum við Fjarðarhraun Flytja hluta starfsemi SAk vegna myglu Sjá ekki fyrir endann á umfangsmikilli rannsókn á fíkniefnaframleiðslu „Þetta er alvarlegur áfellisdómur yfir forsætisráðherra“ Vaktin: Tillagan samþykkt og annarri umræðu um veiðigjöld lokið Fundu 36 hugsanlega þolendur mansals á Íslandi í alþjóðlegri lögregluaðgerð „Eftir þetta hvassviðri í þinginu í gær heldur lífið áfram“ Tekjur af laxveiði í Borgarfirði eru vel yfir 50% af tekjum landbúnaðar á svæðinu Krefjast bóta verði ekki fallið frá áformum um skólaþorp Halda áfram að ræða veiðigjöldin Tekur önnur Íslendinga þátt í erfiðustu og lengstu kappreið í heimi Draga Dettifoss til Reykjavíkur Sjá meira