Þrjár í framboði formanns Fíh Lovísa Arnardóttir skrifar 6. febrúar 2025 10:23 Þrjár konur eru í framboði til formanns Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga. Aðsendar Þrjár eru í framboði til formanns Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga. Það eru þær Helga Rósa Másdóttir, Hulda Björg Óladóttir, Jórunn Ósk Frímannsdóttir Jensen. Atkvæðagreiðslan hefst á hádegi föstudaginn 28. febrúar og lýkur á hádegi þriðjudaginn 4. mars. Nýr formaður tekur við af Guðbjörgu Pálsdóttur sem hefur verið formaður síðustu ár. Í tilkynningu frá félaginu segir að hjúkrunarfræðingar sem eru með fulla aðild, fagaðild og lífeyrisaðild hafi atkvæðisrétt í formannskosningum. Atkvæðagreiðslan verður rafræn og kjörseðill aðgengilegur í gegnum Mínar síður. Farið verður í aðra umferð á milli þeirra tveggja sem hljóta flest atkvæði nái enginn einn frambjóðandi meira en 50 prósent atkvæða. Hulda Björg er varaformaður félagsins.Aðsend Hulda Björg hefur frá útskrift 2006 starfað á bráðamóttöku Landspítalans, á heilsugæslunni í Árbæ, hjá Icepharma, Hrafnistu og Sóltúni. Hulda Björg er varaformaður félagsins og hefur verið í stjórn þess síðustu þrjú árin. „Í dag starfa ég sem fagstjóri hjúkrunar á Heilsugæslunni í Mjódd. Síðastliðin þrjú ár hef ég setið í stjórn Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga sem aðalmaður og gjaldkeri stjórnar. Síðastliðið starfsár hef ég gegnt hlutverki varaformanns Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga. Á þessum árum sem ég hef starfað í stjórn félagsins og sem varaformaður hef ég öðlast dýrmæta reynslu sem snýr að rekstri félagsins og hagsmunamálum hjúkrunarfræðinga,“ segir Hulda Björg í kynningu á heimasíðu félagsins. Helga Rósa er sviðstjóri fagsviðs hjá Félagi íslenskra hjúkrunarfræðinga.Aðsend Helga Rósa Másdóttir hefur frá útskrift árið 2004 einnig komið víða við. Á heilsugæslu, bráðamóttöku, á sjúkrahúsinu í Neskaupstað og á Indlandi. Eftir það sneri hún aftur á bráðamóttökuna þar sem hún starfaði um árabil. Frá árinu 2023 hefur hún starfað sem sviðstjóri fagsviðs hjá Félagi íslenskra hjúkrunarfræðinga. „Laun og kjör hjúkrunarfræðinga eiga að endurspegla ábyrgð, menntun, hæfni og reynslu þeirra. Það þarf að byggja á því jákvæða skrefi sem tekið var við síðustu kjarasamninga þar sem samið var um nýja launatöflu sem gerir samanburð við aðra háskólamenntaða sérfræðinga auðveldari. Brýnt er að halda þeirri vinnu áfram við stofnanasamninga til að mynda en þar liggja tækifæri til frekari kjarabóta og starfsþróunar hjúkrunarfræðinga,“ segir Helga Rósa sem fer yfir sín áherslumál hér. Jórunn Ósk er gjaldkeri Félags hjúkrunarfræðinga.Aðsend Jórunn Ósk Frímannsdóttir Jensen er menntaður hjúkrunarfræðingur en einnig búin með meistaranám í opinberri stjórnsýslu. Jórunn er gjaldkeri félagsins og hefur víðtæka reynslu af bæði hjúkrun og stjórnun samkvæmt kynningu á vef félagsins. „Hagsmunagæsla hjúkrunarfræðinga fer fram á mörgum vígstöðvum og mikilvægt að félagið eigi sterkan talsmann meðal aðildarfélaga og innan stjórnsýslunnar. Þó nú sé í höfn kjarasamningur til næstu fjögurra ára er ástæða til að hefja undirbúning fyrir næstu kjaraviðræður. Laun hjúkrunarfræðinga þurfa að hækka, hækkun grunnlauna er forsenda þess að viðhalda stéttinni og tryggja áfram gott heilbrigðiskerfi til framtíðar. Jákvætt skref var tekið með vörpun í nýja töflu sem styrkir okkur í samanburði til frekari hækkunar grunnlauna. Það er aldrei mikilvægara en nú að standa vörð um menntun, þekkingu og símenntun okkar ásamt skilgreiningu ábyrgðar. Eftirspurn eftir hjúkrunarfræðingum er þegar meiri en framboð og mun aukast, framtíð hjúkrunar er björt og tækifærin mörg,“ segir Jórunn í sinni kynningu hér. Stéttarfélög Kjaramál Vistaskipti Heilbrigðismál Mest lesið Vaktin: Dómur yfir Alberti kveðinn upp í Landsrétti Innlent Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent Grunaði strax að kveikt hefði verið í bílnum hans Innlent Nú hægt að aka nýja leið af flugvallarsvæðinu Innlent „Við erum með stórt sár á sálinni“ Innlent Friðuð Árbæjarstífla fái nýtt útlit og verði „upplifunarbrú“ Innlent Kristrún og Rutte boða til blaðamannafundar Innlent Átta ára fangelsi fyrir að skipuleggja fjöldamorð á Eurovision Erlent Makar Bandaríkjamanna handteknir í dvalarleyfisviðtölum Erlent Að minnsta kosti 44 látnir og 280 saknað Erlent Fleiri fréttir Vaktin: Dómur yfir Alberti kveðinn upp í Landsrétti Grunaði strax að kveikt hefði verið í bílnum hans Bein útsending: Staða fæðuöryggis á Íslandi Kristrún og Rutte boða til blaðamannafundar Veginum lokað milli Skaftafells og Jökulsárlóns vegna veðurs Íslandsheimsókn þegar uppi er flókin og erfið staða í NATO Nú hægt að aka nýja leið af flugvallarsvæðinu Gæti þýtt aukna viðveru NATO hér á landi Milljarðauppbygging í Helguvík og verðbólgan hjaðnar Vilja að borgin selji Carbfix og bílastæðahúsin Ritstjóri Mosfellings vill leiða lista Sjálfstæðismanna Tíu milljarða fjárfesting í Helguvíkurhöfn vegna NATO Friðuð Árbæjarstífla fái nýtt útlit og verði „upplifunarbrú“ Vill fá svör um málsmeðferðartíma úrskurðarnefndar Fundar með Kristrúnu, Þorgerði og þingmönnum á Íslandi í dag Tugir á bráðamóttökuna á dag vegna hálku Framsóknarmenn boða til blaðamannafundar Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Ákall íbúa leiðir til enn minni þéttingar í Grafarvogi Lögmannafélagið aðhefst ekki Allir Grindvíkingar fái að kjósa í Grindavík Stjórn RÚV vill vísa Ísraelum úr Eurovision Mjófirðingar segja laxeldi geta lyft byggðinni snöggt „Við erum með stórt sár á sálinni“ Grindvíkingar fá orðið, hálkuslys og frestun barneigna „Það er búið að vera steinpakkað“ Þakkar fjölmiðlaumfjöllun að grænt ljós fékkst „Fullkomið hneyksli“ ef Alþingi veitti Daða Má skattlagningarvald Vísuðu þremur frá Keflavíkurflugvelli Sóttvarnarlæknir gegnir embætti landlæknis tímabundið Sjá meira
Í tilkynningu frá félaginu segir að hjúkrunarfræðingar sem eru með fulla aðild, fagaðild og lífeyrisaðild hafi atkvæðisrétt í formannskosningum. Atkvæðagreiðslan verður rafræn og kjörseðill aðgengilegur í gegnum Mínar síður. Farið verður í aðra umferð á milli þeirra tveggja sem hljóta flest atkvæði nái enginn einn frambjóðandi meira en 50 prósent atkvæða. Hulda Björg er varaformaður félagsins.Aðsend Hulda Björg hefur frá útskrift 2006 starfað á bráðamóttöku Landspítalans, á heilsugæslunni í Árbæ, hjá Icepharma, Hrafnistu og Sóltúni. Hulda Björg er varaformaður félagsins og hefur verið í stjórn þess síðustu þrjú árin. „Í dag starfa ég sem fagstjóri hjúkrunar á Heilsugæslunni í Mjódd. Síðastliðin þrjú ár hef ég setið í stjórn Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga sem aðalmaður og gjaldkeri stjórnar. Síðastliðið starfsár hef ég gegnt hlutverki varaformanns Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga. Á þessum árum sem ég hef starfað í stjórn félagsins og sem varaformaður hef ég öðlast dýrmæta reynslu sem snýr að rekstri félagsins og hagsmunamálum hjúkrunarfræðinga,“ segir Hulda Björg í kynningu á heimasíðu félagsins. Helga Rósa er sviðstjóri fagsviðs hjá Félagi íslenskra hjúkrunarfræðinga.Aðsend Helga Rósa Másdóttir hefur frá útskrift árið 2004 einnig komið víða við. Á heilsugæslu, bráðamóttöku, á sjúkrahúsinu í Neskaupstað og á Indlandi. Eftir það sneri hún aftur á bráðamóttökuna þar sem hún starfaði um árabil. Frá árinu 2023 hefur hún starfað sem sviðstjóri fagsviðs hjá Félagi íslenskra hjúkrunarfræðinga. „Laun og kjör hjúkrunarfræðinga eiga að endurspegla ábyrgð, menntun, hæfni og reynslu þeirra. Það þarf að byggja á því jákvæða skrefi sem tekið var við síðustu kjarasamninga þar sem samið var um nýja launatöflu sem gerir samanburð við aðra háskólamenntaða sérfræðinga auðveldari. Brýnt er að halda þeirri vinnu áfram við stofnanasamninga til að mynda en þar liggja tækifæri til frekari kjarabóta og starfsþróunar hjúkrunarfræðinga,“ segir Helga Rósa sem fer yfir sín áherslumál hér. Jórunn Ósk er gjaldkeri Félags hjúkrunarfræðinga.Aðsend Jórunn Ósk Frímannsdóttir Jensen er menntaður hjúkrunarfræðingur en einnig búin með meistaranám í opinberri stjórnsýslu. Jórunn er gjaldkeri félagsins og hefur víðtæka reynslu af bæði hjúkrun og stjórnun samkvæmt kynningu á vef félagsins. „Hagsmunagæsla hjúkrunarfræðinga fer fram á mörgum vígstöðvum og mikilvægt að félagið eigi sterkan talsmann meðal aðildarfélaga og innan stjórnsýslunnar. Þó nú sé í höfn kjarasamningur til næstu fjögurra ára er ástæða til að hefja undirbúning fyrir næstu kjaraviðræður. Laun hjúkrunarfræðinga þurfa að hækka, hækkun grunnlauna er forsenda þess að viðhalda stéttinni og tryggja áfram gott heilbrigðiskerfi til framtíðar. Jákvætt skref var tekið með vörpun í nýja töflu sem styrkir okkur í samanburði til frekari hækkunar grunnlauna. Það er aldrei mikilvægara en nú að standa vörð um menntun, þekkingu og símenntun okkar ásamt skilgreiningu ábyrgðar. Eftirspurn eftir hjúkrunarfræðingum er þegar meiri en framboð og mun aukast, framtíð hjúkrunar er björt og tækifærin mörg,“ segir Jórunn í sinni kynningu hér.
Stéttarfélög Kjaramál Vistaskipti Heilbrigðismál Mest lesið Vaktin: Dómur yfir Alberti kveðinn upp í Landsrétti Innlent Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent Grunaði strax að kveikt hefði verið í bílnum hans Innlent Nú hægt að aka nýja leið af flugvallarsvæðinu Innlent „Við erum með stórt sár á sálinni“ Innlent Friðuð Árbæjarstífla fái nýtt útlit og verði „upplifunarbrú“ Innlent Kristrún og Rutte boða til blaðamannafundar Innlent Átta ára fangelsi fyrir að skipuleggja fjöldamorð á Eurovision Erlent Makar Bandaríkjamanna handteknir í dvalarleyfisviðtölum Erlent Að minnsta kosti 44 látnir og 280 saknað Erlent Fleiri fréttir Vaktin: Dómur yfir Alberti kveðinn upp í Landsrétti Grunaði strax að kveikt hefði verið í bílnum hans Bein útsending: Staða fæðuöryggis á Íslandi Kristrún og Rutte boða til blaðamannafundar Veginum lokað milli Skaftafells og Jökulsárlóns vegna veðurs Íslandsheimsókn þegar uppi er flókin og erfið staða í NATO Nú hægt að aka nýja leið af flugvallarsvæðinu Gæti þýtt aukna viðveru NATO hér á landi Milljarðauppbygging í Helguvík og verðbólgan hjaðnar Vilja að borgin selji Carbfix og bílastæðahúsin Ritstjóri Mosfellings vill leiða lista Sjálfstæðismanna Tíu milljarða fjárfesting í Helguvíkurhöfn vegna NATO Friðuð Árbæjarstífla fái nýtt útlit og verði „upplifunarbrú“ Vill fá svör um málsmeðferðartíma úrskurðarnefndar Fundar með Kristrúnu, Þorgerði og þingmönnum á Íslandi í dag Tugir á bráðamóttökuna á dag vegna hálku Framsóknarmenn boða til blaðamannafundar Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Ákall íbúa leiðir til enn minni þéttingar í Grafarvogi Lögmannafélagið aðhefst ekki Allir Grindvíkingar fái að kjósa í Grindavík Stjórn RÚV vill vísa Ísraelum úr Eurovision Mjófirðingar segja laxeldi geta lyft byggðinni snöggt „Við erum með stórt sár á sálinni“ Grindvíkingar fá orðið, hálkuslys og frestun barneigna „Það er búið að vera steinpakkað“ Þakkar fjölmiðlaumfjöllun að grænt ljós fékkst „Fullkomið hneyksli“ ef Alþingi veitti Daða Má skattlagningarvald Vísuðu þremur frá Keflavíkurflugvelli Sóttvarnarlæknir gegnir embætti landlæknis tímabundið Sjá meira
Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent
Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent