Martröð fyrir Man. Utd og Slátrarann Sindri Sverrisson skrifar 6. febrúar 2025 12:03 Lisandro Martínez leyndi ekki sárum vonbrigðum sínum eftir að hafa meiðst um helgina. Getty/Joe Prior Manchester United hefur nú staðfest að argentínski miðvörðurinn Lisandro Martínez hafi skaðað krossband í vinstra hné og ljóst að hann verður lengi frá keppni. Ekki kemur skýrt fram hvort um slitið krossband er að ræða en ef sú er raunin er líklegt að Martínez verði frá keppni næstu níu mánuðina og jafnvel lengur. Meiðsli Martínez verða metin betur áður en nánar verður hægt að segja til um bataferlið. We can confirm that @LisandrMartinez suffered an injury to his cruciate ligament in Sunday’s game against Crystal Palace.Wishing you a speedy recovery, Licha ❤️#MUFC— Manchester United (@ManUtd) February 6, 2025 Martínez, eða Slátrarinn (e. The Butcher) eins og hann er kallaður, var borinn af velli í 2-0 tapinu gegn Crystal Palace í ensku úrvalsdeildinni um helgina og var augljóst af viðbrögðum hans að eitthvað alvarlegt hafði gerst, og var hann algjörlega miður sín. Rúben Amorim, stjóri United, sagði jafnframt eftir leik að um alvarlega stöðu væri að ræða. Martínez lék aðeins fjórtán leiki á síðustu leiktíð, en hann var þá í þrígang frá keppni vegna meiðsla, í mislangan tíma. Hann hefur hins vegar verið fastamaður í liði United í vetur og byrjað alla tuttugu deildarleikina sem hann hefur getað spilað, og alls 32 leiki í öllum keppnum. United, sem er í 13. sæti úrvalsdeildarinnar, er einnig án varnarmannsins Jonny Evans en til taks eru miðverðirnir Harry Maguire, Lenny Yoro, Victor Lindelöf, Matthijs De Ligt og nú hinn ungi Ayden Heaven sem var að koma frá Arsenal. Enski boltinn Mest lesið Skoðar sín mál eftir að stuðningsmenn kveiktu í vellinum Fótbolti Sjáðu mark Andra í leik sem gerði þjálfara hans æfan Enski boltinn „Ég er 43 ára og fyrsta manneskjan sem ég hringi í á morgnana er mamma“ Fótbolti Losa sig við goðsögn: „Var að frétta að ég verð sendur heim“ Körfubolti Liverpool með léttasta jólamánuðinn í ensku deildinni Enski boltinn Nýja treyjan sem fylgja á Íslandi inn á næsta stórmót Fótbolti Segir dökk ský yfir íslensku knattspyrnuhreyfingunni Íslenski boltinn Skotspónn eftir skelfilegt víti: „Verða að byggja stærri leikvang“ Fótbolti Ætla ekki í stríð: Daníel þarf ekki að óttast breytingar lengur Sport Spiluðu fótbolta í háloftunum og settu nýtt heimsmet Fótbolti Fleiri fréttir „Ég missti hárið“ Sjáðu mark Andra í leik sem gerði þjálfara hans æfan Öll hundrað mörk Haalands á hundrað sekúndum VARsjáin: Hlaupastíll Sigmundar og eina rifrildi Benna og Fannars Sjáðu hjólhest Romero og níu mörk í sigri City Liverpool með léttasta jólamánuðinn í ensku deildinni Lögreglumenn hefðu verið ákærðir vegna Hillsborough-slyssins Tryggði Tottenham stigið með hjólhestaspyrnu Sjóðheitur Andri Lucas áfram á skotskónum Sögulegt kvöld hjá Haaland endaði næstum því með algjöru klúðri Fyrrverandi enskur landsliðsmaður handtekinn grunaður um nauðgun FC Mávar færa Ólafi Jóhanni montrétt á FM Segir viðbrögð Salah eðlileg: „Ekki sá eini sem var óánægður“ Handtekinn á flugvelli grunaður um nauðgun „Ein leiðin að gera hann nógu fúlan til að heimta að fá að fara“ Segir að Wirtz hafi verið plataður til Liverpool Arsenal að fá Arnar og Bjarka þeirra í Ekvador Sheffield Wednesday fær aftur refsingu og er nú með mínus tíu stig Undirbýr Liverpool líf án Salah? Arsenal minnti á Víking: „Ég elska svona mörk“ Fantasýn: Flaug upp töfluna og fékk „jólabónus“ Útskýrði af hverju hann valdi ekki Salah í fyrsta sinn Sjáðu fíflaganginn hjá Paquetá: Fékk tvö gul með 54 sekúndna millibili Enn einn sigur Villa og Mávarnir á flugi Sanngjarnt jafntefli niðurstaðan Fyrsta deildarmark Isaks kom í langþráðum sigri „Mikilvægi Zirkzee fólst ekki bara í markinu“ Endurkomusigur United á Selhurst Park Sjáðu skallamark Andra Lucasar gegn Wrexham Segir að Dorgu sé að farast úr stressi í hvert sinn sem hann fær boltann Sjá meira
Ekki kemur skýrt fram hvort um slitið krossband er að ræða en ef sú er raunin er líklegt að Martínez verði frá keppni næstu níu mánuðina og jafnvel lengur. Meiðsli Martínez verða metin betur áður en nánar verður hægt að segja til um bataferlið. We can confirm that @LisandrMartinez suffered an injury to his cruciate ligament in Sunday’s game against Crystal Palace.Wishing you a speedy recovery, Licha ❤️#MUFC— Manchester United (@ManUtd) February 6, 2025 Martínez, eða Slátrarinn (e. The Butcher) eins og hann er kallaður, var borinn af velli í 2-0 tapinu gegn Crystal Palace í ensku úrvalsdeildinni um helgina og var augljóst af viðbrögðum hans að eitthvað alvarlegt hafði gerst, og var hann algjörlega miður sín. Rúben Amorim, stjóri United, sagði jafnframt eftir leik að um alvarlega stöðu væri að ræða. Martínez lék aðeins fjórtán leiki á síðustu leiktíð, en hann var þá í þrígang frá keppni vegna meiðsla, í mislangan tíma. Hann hefur hins vegar verið fastamaður í liði United í vetur og byrjað alla tuttugu deildarleikina sem hann hefur getað spilað, og alls 32 leiki í öllum keppnum. United, sem er í 13. sæti úrvalsdeildarinnar, er einnig án varnarmannsins Jonny Evans en til taks eru miðverðirnir Harry Maguire, Lenny Yoro, Victor Lindelöf, Matthijs De Ligt og nú hinn ungi Ayden Heaven sem var að koma frá Arsenal.
Enski boltinn Mest lesið Skoðar sín mál eftir að stuðningsmenn kveiktu í vellinum Fótbolti Sjáðu mark Andra í leik sem gerði þjálfara hans æfan Enski boltinn „Ég er 43 ára og fyrsta manneskjan sem ég hringi í á morgnana er mamma“ Fótbolti Losa sig við goðsögn: „Var að frétta að ég verð sendur heim“ Körfubolti Liverpool með léttasta jólamánuðinn í ensku deildinni Enski boltinn Nýja treyjan sem fylgja á Íslandi inn á næsta stórmót Fótbolti Segir dökk ský yfir íslensku knattspyrnuhreyfingunni Íslenski boltinn Skotspónn eftir skelfilegt víti: „Verða að byggja stærri leikvang“ Fótbolti Ætla ekki í stríð: Daníel þarf ekki að óttast breytingar lengur Sport Spiluðu fótbolta í háloftunum og settu nýtt heimsmet Fótbolti Fleiri fréttir „Ég missti hárið“ Sjáðu mark Andra í leik sem gerði þjálfara hans æfan Öll hundrað mörk Haalands á hundrað sekúndum VARsjáin: Hlaupastíll Sigmundar og eina rifrildi Benna og Fannars Sjáðu hjólhest Romero og níu mörk í sigri City Liverpool með léttasta jólamánuðinn í ensku deildinni Lögreglumenn hefðu verið ákærðir vegna Hillsborough-slyssins Tryggði Tottenham stigið með hjólhestaspyrnu Sjóðheitur Andri Lucas áfram á skotskónum Sögulegt kvöld hjá Haaland endaði næstum því með algjöru klúðri Fyrrverandi enskur landsliðsmaður handtekinn grunaður um nauðgun FC Mávar færa Ólafi Jóhanni montrétt á FM Segir viðbrögð Salah eðlileg: „Ekki sá eini sem var óánægður“ Handtekinn á flugvelli grunaður um nauðgun „Ein leiðin að gera hann nógu fúlan til að heimta að fá að fara“ Segir að Wirtz hafi verið plataður til Liverpool Arsenal að fá Arnar og Bjarka þeirra í Ekvador Sheffield Wednesday fær aftur refsingu og er nú með mínus tíu stig Undirbýr Liverpool líf án Salah? Arsenal minnti á Víking: „Ég elska svona mörk“ Fantasýn: Flaug upp töfluna og fékk „jólabónus“ Útskýrði af hverju hann valdi ekki Salah í fyrsta sinn Sjáðu fíflaganginn hjá Paquetá: Fékk tvö gul með 54 sekúndna millibili Enn einn sigur Villa og Mávarnir á flugi Sanngjarnt jafntefli niðurstaðan Fyrsta deildarmark Isaks kom í langþráðum sigri „Mikilvægi Zirkzee fólst ekki bara í markinu“ Endurkomusigur United á Selhurst Park Sjáðu skallamark Andra Lucasar gegn Wrexham Segir að Dorgu sé að farast úr stressi í hvert sinn sem hann fær boltann Sjá meira