„Í þessu jarðneska lífsbraski er G-vítamínið bráðnauðsynlegt“ Geðhjálp 7. febrúar 2025 12:28 Lögmaðurinn Helga Vala Helgadóttir og fjölmiðlamaðurinn Þorsteinn J. segja lesendum Vísis frá G-vítamínunum sínum. Landssamtökin Geðhjálp ýttu úr vör í upphafi þorrans árlegu 30 daga geðræktarátaki sem ber heitið G-vítamín og er byggt á Geðorðunum 10 og 14 Lífsorðum Héðins Unnsteinssonar og Þórdísar Rúnarsdóttur. Hér segja fjölmiðlamaðurinn Þorsteinn J. og lögmaðurinn Helga Vala Helgadóttir lesendum frá G-vítamínunum sínum. „Í þessu jarðneska lífsbraski er G-vítamínið bráðnauðsynlegt,“ segir Þorsteinn. „Ég geri hluti sem ég veit að eru nærandi, svo ég nefni strax það nýjasta: Yoga Nidra klukkan fimm á föstudögum hjá Stefáni Atla í Skeifunni, stórkostlegur endir á vinnuvikunni. Svo hóflegar lyftingar og gufa í Neslauginni þar sem útiklefinn er alveg G-vítamín pakki út af fyrir sig. Ég nota hljóðbækur mikið, dásamlegt að láta lesa fyrir sig og svo það allra besta: Matur og góðir eftirréttir, það er jafnvel sterkara G-vítamín að sleppa matnum alveg og fara beint í eftirréttinn ef svo ber undir.“ Á þorranum munu birtast á Vísi greinar sem fjalla um átakið, auk þess sem eitt G-vítamín mun birtast á forsíðunni á Vísi daglega meðan átakið stendur yfir. Á sama tíma munu útvarpsstöðvarnar Bylgjan, FM957 og X977 vekja athygli á átakinu, fjalla um G-vítamín dagsins og fjalla almennt um geðheilbrigði. „Það er heilmikið vítamín í því að minna sig á það góða í lífi sínu og dvelja ekki í því sem er flókið og neikvætt,” segir Helga Vala Helgadóttir lögmaður. Helga Vala segir sín G-vítamín vera helst þessa litlu, hversdagslegu hluti í lífinu. „Það er t.d. kaffibollinn á laugardagsmorgnum með manninum mínum eða það að dunda mér lengi við að elda einhvern skemmtilegan mat og fá fjölskylduna saman við borðstofuborðið.“ Þannig að ég ætla að segja að mitt G-vítamín í dag er þakklætið. Að skjótast út í göngutúr er líka vítamín sem Helga sækir í þegar hún þarf að hreinsa hugann. „En akkúrat núna, þegar ég hugsa um lífið þá er G-vítamínið í dag kannski bara þakklæti fyrir litla sem stóra sigra í eigin lífi. Þakklæti fyrir allt góða og skemmtilega fólkið sem maður umgengst í lífi og starfi. Það er heilmikið vítamín í því að minna sig á það góða í lífi sínu og dvelja ekki í því sem er flókið og neikvætt. Sólin vermir og fær mann til að brosa en það gerir þakklætið líka. Þannig að ég ætla að segja að mitt G-vítamín í dag er þakklætið.“ Dagatal með G-vítamínskömmtum er til sölu á vef Geðhjálpar og í völdum verslunum Krónunnar um allt land. Geðheilbrigði G vítamín Heilsa Mest lesið Ungfrú Ísland rýfur tengslin við Ungfrú Ísland Lífið Konungur bóksölunnar á í vök að verjast Menning Að gluða tómatsósu yfir sushi-ið Menning Segir síðasta ár hafa verið strembið Lífið Stjörnulífið: Skýrslutaka hjá lögreglu, æla og Æðis-legir endurfundir Lífið „Þegar maður er með einhverjum sem elskar að borða, þá er svo gaman að elda“ Lífið Palestínskir fánar leyfðir og óánægjuhróp áhorfenda ekki falin Lífið Segja Helenu fara með „hreinar rangfærslur“ Lífið Bríet ældi á miðjum tónleikum Lífið Hver mínúta tók heilan mánuð af vinnu Lífið Fleiri fréttir Íslensk nauta- og sælkeratólg slær í gegn Sú besta hingað til Sjórinn er enn á sínum stað Þroskuð húð fær aukinn ljóma Mzungu þýðir ekki annað en trúgjörn bráð Amor svífur yfir Norðurlandi Aftenging í sítengdum heimi Spennandi nýjungar í íslensku konfekti Metsölulisti og enn betra bókaverð í Nettó Hröð og skemmtileg rússíbanareið EKOhúsið sér um umhverfisvænu jólagjafirnar Ekkert betra en sú þerapía að rifja sitt eigið líf upp Næturserum fyrir hárið – bylting í hárumhirðu Glóandi hættulestur Árni Már og Unnar Ari opna vinnustofuna á laugardaginn Fólk hafði af því miklar áhyggjur að ég ætlaði að „pipra“ Fallegu jólagjafirnar fást í Maí Alvöru ítalskur veitingastaður í hjarta borgarinnar Pöbbkviss 5 söluhæsta spil landsins Gefðu töfrandi skemmtun í jólagjöf Epli með nýja stórglæsilega verslun Konfektleikur í tilefni 90 ára afmælis Nóa Síríus Samsæri á Paradísareyjunni Bjóða upp á jólakaffi allar helgar fram að jólum Fröken Dúlla og konurnar sem báru skömmina 48% aukið áhorf á sjónvarpsstöðvar Sýnar Snörp og áhrifamikil bók Jólagjafahugmyndir sem hitta í mark Vestfirsk náttúra skapar dulúð í nýjustu bók Margrétar S. Höskuldsdóttur Elvis heimsmeistari snýr aftur til Íslands Sjá meira
„Í þessu jarðneska lífsbraski er G-vítamínið bráðnauðsynlegt,“ segir Þorsteinn. „Ég geri hluti sem ég veit að eru nærandi, svo ég nefni strax það nýjasta: Yoga Nidra klukkan fimm á föstudögum hjá Stefáni Atla í Skeifunni, stórkostlegur endir á vinnuvikunni. Svo hóflegar lyftingar og gufa í Neslauginni þar sem útiklefinn er alveg G-vítamín pakki út af fyrir sig. Ég nota hljóðbækur mikið, dásamlegt að láta lesa fyrir sig og svo það allra besta: Matur og góðir eftirréttir, það er jafnvel sterkara G-vítamín að sleppa matnum alveg og fara beint í eftirréttinn ef svo ber undir.“ Á þorranum munu birtast á Vísi greinar sem fjalla um átakið, auk þess sem eitt G-vítamín mun birtast á forsíðunni á Vísi daglega meðan átakið stendur yfir. Á sama tíma munu útvarpsstöðvarnar Bylgjan, FM957 og X977 vekja athygli á átakinu, fjalla um G-vítamín dagsins og fjalla almennt um geðheilbrigði. „Það er heilmikið vítamín í því að minna sig á það góða í lífi sínu og dvelja ekki í því sem er flókið og neikvætt,” segir Helga Vala Helgadóttir lögmaður. Helga Vala segir sín G-vítamín vera helst þessa litlu, hversdagslegu hluti í lífinu. „Það er t.d. kaffibollinn á laugardagsmorgnum með manninum mínum eða það að dunda mér lengi við að elda einhvern skemmtilegan mat og fá fjölskylduna saman við borðstofuborðið.“ Þannig að ég ætla að segja að mitt G-vítamín í dag er þakklætið. Að skjótast út í göngutúr er líka vítamín sem Helga sækir í þegar hún þarf að hreinsa hugann. „En akkúrat núna, þegar ég hugsa um lífið þá er G-vítamínið í dag kannski bara þakklæti fyrir litla sem stóra sigra í eigin lífi. Þakklæti fyrir allt góða og skemmtilega fólkið sem maður umgengst í lífi og starfi. Það er heilmikið vítamín í því að minna sig á það góða í lífi sínu og dvelja ekki í því sem er flókið og neikvætt. Sólin vermir og fær mann til að brosa en það gerir þakklætið líka. Þannig að ég ætla að segja að mitt G-vítamín í dag er þakklætið.“ Dagatal með G-vítamínskömmtum er til sölu á vef Geðhjálpar og í völdum verslunum Krónunnar um allt land.
Geðheilbrigði G vítamín Heilsa Mest lesið Ungfrú Ísland rýfur tengslin við Ungfrú Ísland Lífið Konungur bóksölunnar á í vök að verjast Menning Að gluða tómatsósu yfir sushi-ið Menning Segir síðasta ár hafa verið strembið Lífið Stjörnulífið: Skýrslutaka hjá lögreglu, æla og Æðis-legir endurfundir Lífið „Þegar maður er með einhverjum sem elskar að borða, þá er svo gaman að elda“ Lífið Palestínskir fánar leyfðir og óánægjuhróp áhorfenda ekki falin Lífið Segja Helenu fara með „hreinar rangfærslur“ Lífið Bríet ældi á miðjum tónleikum Lífið Hver mínúta tók heilan mánuð af vinnu Lífið Fleiri fréttir Íslensk nauta- og sælkeratólg slær í gegn Sú besta hingað til Sjórinn er enn á sínum stað Þroskuð húð fær aukinn ljóma Mzungu þýðir ekki annað en trúgjörn bráð Amor svífur yfir Norðurlandi Aftenging í sítengdum heimi Spennandi nýjungar í íslensku konfekti Metsölulisti og enn betra bókaverð í Nettó Hröð og skemmtileg rússíbanareið EKOhúsið sér um umhverfisvænu jólagjafirnar Ekkert betra en sú þerapía að rifja sitt eigið líf upp Næturserum fyrir hárið – bylting í hárumhirðu Glóandi hættulestur Árni Már og Unnar Ari opna vinnustofuna á laugardaginn Fólk hafði af því miklar áhyggjur að ég ætlaði að „pipra“ Fallegu jólagjafirnar fást í Maí Alvöru ítalskur veitingastaður í hjarta borgarinnar Pöbbkviss 5 söluhæsta spil landsins Gefðu töfrandi skemmtun í jólagjöf Epli með nýja stórglæsilega verslun Konfektleikur í tilefni 90 ára afmælis Nóa Síríus Samsæri á Paradísareyjunni Bjóða upp á jólakaffi allar helgar fram að jólum Fröken Dúlla og konurnar sem báru skömmina 48% aukið áhorf á sjónvarpsstöðvar Sýnar Snörp og áhrifamikil bók Jólagjafahugmyndir sem hitta í mark Vestfirsk náttúra skapar dulúð í nýjustu bók Margrétar S. Höskuldsdóttur Elvis heimsmeistari snýr aftur til Íslands Sjá meira