Anníe Mist verður ekki með í The Open af siðferðislegum ástæðum Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 7. febrúar 2025 07:01 Íslenska CrossFit goðsögnin Anníe Mist Þórisdóttir verður ekki með á þessu tímabili. @anniethorisdottir Íslenska CrossFit goðsögnin Anníe Mist Þórisdóttir verður ekki með á þessu keppnistímabili í baráttunni um heimsmeistaratitilinn í CrossFit því hún hefur ákveðið að taka ekki þátt í opna hluta undankeppni heimsleikanna. Ástæðan er staða öryggismála og skortur á viðbrögðum hjá CrossFit samtökunum þegar keppandi drukknaði á síðustu heimsleikum. Þetta þýðir að Anníe á ekki möguleika á því að vinna sér sæti á heimsleikunum í ár. Anníe Mist sagði fyrst frá þessari ákvörðun sinni í Buttery Bros heimildarmyndinni um íslensku goðsagnirnar þrjár en hefur síðan sett inn hjartnæmt myndband á samfélagsmiðla sína þar sem hún útskýrir betur afstöðu sína. Anníe sagði frá því að atburður á síðustu heimsleikunum hafi verið mikið áfall fyrir hana eins og alla í CrossFit fjölskyldunni. Setti allt sitt traust á CrossFit samtökin Hingað til hafði hún haldið, að sama hvað gerðist á heimsleikunum, þá væri alltaf einhver til taks til að bjarga málunum ef hlutirnir færu illa. Hún setti allt traust sitt á CrossFit samtökin gætu passað upp á öryggi keppenda á heimsleikunum sem væru að gefa allt sitt í keppnina. Lazar Djukic drukknaði í fyrstu grein heimsleikanna síðasta haust þar sem enginn kom honum til bjargar en forráðamenn heimsleikanna ákváðu engu að síður að klára keppnina þrátt fyrir andstöðu Djukic fjölskyldunnar. Það sem meira er að samtökin lugu því að það væri gert með samþykki Djukic fjölskyldunnar. View this post on Instagram A post shared by Morning Chalk Up (@morningchalkup) Anníe segir að samtökin hafi þar með brugðist trausti sínu að alltaf væri passað upp á öryggi keppenda. Fyrsta sinn frá árinu 2009 „Ég get ekki tekið þátt í The Open í ár af siðferðislegum ástæðum. Það verður í fyrsta sinn frá árinu 2009 sem það gerist eða síðan að fyrstu opni hlutinn fór fram. Ég mun því ekki taka þátt í heimsleikunum ár,“ sagði Anníe í mynd Buttery Bros. Þetta verður sögulegt tímabil, það fyrsta í sextán ár sem Anníe mun ekki taka þátt í opna hlutanum. Hún hefur meðal annars skilað inn æfingum í bæði skiptin sem hún hefur verið ólétt. „Ég mun samt gera æfingarnar í stöðinni minni en ég get ekki gefið þessu minni stuðning,“ sagði Anníe í heimildarmyndinni en hún vildi útskýra mál sitt enn frekar. Þess vegna tók hún upp myndband þar sem hún fer betur yfir þessa erfiðu ákvörðun. Legið þungt á henni „Þessi ákvörðun hefur legið mjög þungt á mér og ég vil útskýra betur af hverju ég tók þessa ákvörðun,“ sagði Anníe í myndbandinu sínu. „Ég átta mig á því að slys geta gerst en við eigum og ættum að vera að gera allt sem í okkar valdi stendur til að koma í veg fyrir slys og passa upp á það að öll öryggisatriði séu í lagi,“ sagði Anníe. „Það er mjög erfitt fyrir mig að trúa að því að það hafi verið til staðar á þessari stundu miðað við það sem gerðist. Þetta snýst ekki bara um það hvernig þetta gerðist heldur einnig hvernig var tekið á þessu máli í framhaldinu,“ sagði Anníe í myndbandinu sínu. Það má sjá alla útskýringu hennar hér fyrir neðan. Kallar eftir gagnsæi og ábyrgð Anníe kallar eftir meira gagnsæi og skilningi. Hún vill líka að einhver taki ábyrgð á því hvað gerðist. Anníe segir líka frá því að oft hafi hún verið skíthrædd á heimsleikunum þar sem hún hafði komist að þolmörkum sínum. „Ég hafði hingað til alltaf trúað því að við værum örugg og það væri passað upp á okkur. Ég sagði sjálfri mér að ég myndi ekki deyja,“ sagði Anníe sem kallar eftir fleiri breytingum. Anníe dæmir engan sem vill taka þátt í CrossFit tímabilinu þótt að hún sjálf hafi tekið þessa ákvörðun. Dæmir ekki þá sem vilja vera með „Ég hef verið hluti CrossFit samfélaginu síðan ég var nítján ára gömul eða allan minn fullorðinsaldur. Ég mun alltaf vera hluti af CrossFit samfélaginu,“ sagði Anníe eins og sjá má hér fyrir neðan. Hún segist styðja allt íþróttafólkið sem mun taka þátt en að hún sé með þessu að berjast fyrir framtíð þeirra í íþróttinni. Það eina sem hún styður ekki eru höfuðstöðvar CrossFit samtakanna. View this post on Instagram A post shared by Annie Thorisdottir (@anniethorisdottir) CrossFit Mest lesið Segir Eið Smára ekki fá það hrós sem hann á skilið Sport Forráðamenn PSG ósáttir við læknateymi landsliðsins Fótbolti Íbúð landsliðsmanns Úkraínu í rúst eftir sprengjuárás Rússa Fótbolti „Maður er í þessu fyrir svona leiki“ Fótbolti Doncic náði allskonar tölfræðiáföngum í kvöld Sport Víkingar á fleygiferð eftir EM pásuna Fótbolti Dagskráin í dag: Íslenska U21 landsliðið mætir Eistum Sport Onana samþykkir skiptin til Tyrklands Fótbolti Ísraelar númeri of litlir fyrir Grikki Körfubolti Spánverjar og Belgar skoruðu sex Fótbolti Fleiri fréttir „Tottenham Hotspur er ekki til sölu“ Áhorfandi sló leikmann og missti af ótrúlegri endurkomu Alcaraz tekur toppsætið af Sinner eftir sigur á Opna bandaríska „Maður er í þessu fyrir svona leiki“ Segir Eið Smára ekki fá það hrós sem hann á skilið Dagskráin í dag: Íslenska U21 landsliðið mætir Eistum Íbúð landsliðsmanns Úkraínu í rúst eftir sprengjuárás Rússa Forráðamenn PSG ósáttir við læknateymi landsliðsins Doncic náði allskonar tölfræðiáföngum í kvöld Víkingar á fleygiferð eftir EM pásuna Spánverjar og Belgar skoruðu sex Ísraelar númeri of litlir fyrir Grikki Donni og félagar örugglega áfram í Evrópudeildinni Onana samþykkir skiptin til Tyrklands „Held að þetta séu auðveldustu leikirnir sem þú spilar“ Depay orðinn markahæstur í sögu Hollands Nýliðar KA/Þórs byrja með sigri Slóvenar sluppu með skrekkinn gegn Ítölum Andrea tók sjötta sætið Uppgjörið: Þróttur - FHL 2-2 | Jafnt í Laugardalnum Langþráð hjá Melsungen Piastri sagt að hleypa Norris fram úr en Verstappen vann Óvænt þegar Georgía sló Frakkland út Ingibjörg fékk rautt í fyrsta leiknum með Freiburg Mega ekki sýna neikvæð viðbrögð í garð Trumps Nýi ríkisborgarinn leiddi Pólverja til sigurs Rúrik segir að Füllkrug vilji ekki láta laga tennurnar í sér Segir að enska liðinu hafi farið aftur undir stjórn Tuchels Innlit í löngu úrelta klefa Íslands sem Ceferin vill láta taka í gegn Frek stuðningskona Phillies fordæmd fyrir að taka bolta af barni Sjá meira
Þetta þýðir að Anníe á ekki möguleika á því að vinna sér sæti á heimsleikunum í ár. Anníe Mist sagði fyrst frá þessari ákvörðun sinni í Buttery Bros heimildarmyndinni um íslensku goðsagnirnar þrjár en hefur síðan sett inn hjartnæmt myndband á samfélagsmiðla sína þar sem hún útskýrir betur afstöðu sína. Anníe sagði frá því að atburður á síðustu heimsleikunum hafi verið mikið áfall fyrir hana eins og alla í CrossFit fjölskyldunni. Setti allt sitt traust á CrossFit samtökin Hingað til hafði hún haldið, að sama hvað gerðist á heimsleikunum, þá væri alltaf einhver til taks til að bjarga málunum ef hlutirnir færu illa. Hún setti allt traust sitt á CrossFit samtökin gætu passað upp á öryggi keppenda á heimsleikunum sem væru að gefa allt sitt í keppnina. Lazar Djukic drukknaði í fyrstu grein heimsleikanna síðasta haust þar sem enginn kom honum til bjargar en forráðamenn heimsleikanna ákváðu engu að síður að klára keppnina þrátt fyrir andstöðu Djukic fjölskyldunnar. Það sem meira er að samtökin lugu því að það væri gert með samþykki Djukic fjölskyldunnar. View this post on Instagram A post shared by Morning Chalk Up (@morningchalkup) Anníe segir að samtökin hafi þar með brugðist trausti sínu að alltaf væri passað upp á öryggi keppenda. Fyrsta sinn frá árinu 2009 „Ég get ekki tekið þátt í The Open í ár af siðferðislegum ástæðum. Það verður í fyrsta sinn frá árinu 2009 sem það gerist eða síðan að fyrstu opni hlutinn fór fram. Ég mun því ekki taka þátt í heimsleikunum ár,“ sagði Anníe í mynd Buttery Bros. Þetta verður sögulegt tímabil, það fyrsta í sextán ár sem Anníe mun ekki taka þátt í opna hlutanum. Hún hefur meðal annars skilað inn æfingum í bæði skiptin sem hún hefur verið ólétt. „Ég mun samt gera æfingarnar í stöðinni minni en ég get ekki gefið þessu minni stuðning,“ sagði Anníe í heimildarmyndinni en hún vildi útskýra mál sitt enn frekar. Þess vegna tók hún upp myndband þar sem hún fer betur yfir þessa erfiðu ákvörðun. Legið þungt á henni „Þessi ákvörðun hefur legið mjög þungt á mér og ég vil útskýra betur af hverju ég tók þessa ákvörðun,“ sagði Anníe í myndbandinu sínu. „Ég átta mig á því að slys geta gerst en við eigum og ættum að vera að gera allt sem í okkar valdi stendur til að koma í veg fyrir slys og passa upp á það að öll öryggisatriði séu í lagi,“ sagði Anníe. „Það er mjög erfitt fyrir mig að trúa að því að það hafi verið til staðar á þessari stundu miðað við það sem gerðist. Þetta snýst ekki bara um það hvernig þetta gerðist heldur einnig hvernig var tekið á þessu máli í framhaldinu,“ sagði Anníe í myndbandinu sínu. Það má sjá alla útskýringu hennar hér fyrir neðan. Kallar eftir gagnsæi og ábyrgð Anníe kallar eftir meira gagnsæi og skilningi. Hún vill líka að einhver taki ábyrgð á því hvað gerðist. Anníe segir líka frá því að oft hafi hún verið skíthrædd á heimsleikunum þar sem hún hafði komist að þolmörkum sínum. „Ég hafði hingað til alltaf trúað því að við værum örugg og það væri passað upp á okkur. Ég sagði sjálfri mér að ég myndi ekki deyja,“ sagði Anníe sem kallar eftir fleiri breytingum. Anníe dæmir engan sem vill taka þátt í CrossFit tímabilinu þótt að hún sjálf hafi tekið þessa ákvörðun. Dæmir ekki þá sem vilja vera með „Ég hef verið hluti CrossFit samfélaginu síðan ég var nítján ára gömul eða allan minn fullorðinsaldur. Ég mun alltaf vera hluti af CrossFit samfélaginu,“ sagði Anníe eins og sjá má hér fyrir neðan. Hún segist styðja allt íþróttafólkið sem mun taka þátt en að hún sé með þessu að berjast fyrir framtíð þeirra í íþróttinni. Það eina sem hún styður ekki eru höfuðstöðvar CrossFit samtakanna. View this post on Instagram A post shared by Annie Thorisdottir (@anniethorisdottir)
CrossFit Mest lesið Segir Eið Smára ekki fá það hrós sem hann á skilið Sport Forráðamenn PSG ósáttir við læknateymi landsliðsins Fótbolti Íbúð landsliðsmanns Úkraínu í rúst eftir sprengjuárás Rússa Fótbolti „Maður er í þessu fyrir svona leiki“ Fótbolti Doncic náði allskonar tölfræðiáföngum í kvöld Sport Víkingar á fleygiferð eftir EM pásuna Fótbolti Dagskráin í dag: Íslenska U21 landsliðið mætir Eistum Sport Onana samþykkir skiptin til Tyrklands Fótbolti Ísraelar númeri of litlir fyrir Grikki Körfubolti Spánverjar og Belgar skoruðu sex Fótbolti Fleiri fréttir „Tottenham Hotspur er ekki til sölu“ Áhorfandi sló leikmann og missti af ótrúlegri endurkomu Alcaraz tekur toppsætið af Sinner eftir sigur á Opna bandaríska „Maður er í þessu fyrir svona leiki“ Segir Eið Smára ekki fá það hrós sem hann á skilið Dagskráin í dag: Íslenska U21 landsliðið mætir Eistum Íbúð landsliðsmanns Úkraínu í rúst eftir sprengjuárás Rússa Forráðamenn PSG ósáttir við læknateymi landsliðsins Doncic náði allskonar tölfræðiáföngum í kvöld Víkingar á fleygiferð eftir EM pásuna Spánverjar og Belgar skoruðu sex Ísraelar númeri of litlir fyrir Grikki Donni og félagar örugglega áfram í Evrópudeildinni Onana samþykkir skiptin til Tyrklands „Held að þetta séu auðveldustu leikirnir sem þú spilar“ Depay orðinn markahæstur í sögu Hollands Nýliðar KA/Þórs byrja með sigri Slóvenar sluppu með skrekkinn gegn Ítölum Andrea tók sjötta sætið Uppgjörið: Þróttur - FHL 2-2 | Jafnt í Laugardalnum Langþráð hjá Melsungen Piastri sagt að hleypa Norris fram úr en Verstappen vann Óvænt þegar Georgía sló Frakkland út Ingibjörg fékk rautt í fyrsta leiknum með Freiburg Mega ekki sýna neikvæð viðbrögð í garð Trumps Nýi ríkisborgarinn leiddi Pólverja til sigurs Rúrik segir að Füllkrug vilji ekki láta laga tennurnar í sér Segir að enska liðinu hafi farið aftur undir stjórn Tuchels Innlit í löngu úrelta klefa Íslands sem Ceferin vill láta taka í gegn Frek stuðningskona Phillies fordæmd fyrir að taka bolta af barni Sjá meira