Átta af ellefu umsækjendum taldir hæfir í embættið Sólrún Dögg Jósefsdóttir skrifar 6. febrúar 2025 17:46 Menningar-, nýsköpunar- og háskólaráðherra mun skipa háskólarektor til fimm ára samkvæmt tilnefningu háskólaráðs að loknum kosningunum. Vísir/Vilhelm Ellefu umsóknir bárust um embætti rektors Háskóla Íslands fyrir næsta kjörtímabil en átta umsækjendur voru taldir uppfylla skilyrði um embættisgengi. Rektorskjör fer fram á næstu vikum. Þetta kemur fram í fréttatilkynningu frá Háskóla Íslands, en nýr rektor tekur við embætti þann 1. júlí. Sá er kjörinn til fimm ára. Umsóknarfrestur til embættisins rann út síðasta föstudag. Umsækjendurnir voru eftirfarandi. Björn Þorsteinsson, prófessor við Deild heimspeki, sagnfræði og fornleifafræði á Hugvísindasviði Háskóla Íslands Ganna Progrebna, prófessor, Executive Director of AI and Cyber Futures Institute, Bathurst, Orange, Sydney, Canberra, Ástralíu Ingibjörg Gunnarsdóttir, prófessor við Matvæla- og næringarfræðideild á Heilbrigðisvísindasviði Háskóla Íslands og aðstoðarrektor vísinda og samfélags Kolbrún Þ. Pálsdóttir, dósent við Deild heilsueflingar, íþrótta og tómstunda og forseti Menntavísindasviðs Háskóla Íslands Magnús Karl Magnússon, prófessor við Læknadeild á Heilbrigðisvísindasviði Háskóla Íslands Mahdi Teymuri Garakani, rannsóknamaður við Institute for Research in Fundamental Sciences, Teheran, Íran Oluwafemi E Idowu, prófessor í Healthcare Leadership and Strategy, og Chief Academic Officer / Provost við Oxford Business College, Oxford, Englandi Remco Polman, Pro Vice-Chancellor Research & Executive Dean, við Institute of Health and Wellbeing, Federation University, Melbourne, Ástralíu Sashidharan Komandur, dósent við Inland Norway University of Applied Sciences (HINN), Rena, Noregi Silja Bára Ómarsdóttir, prófessor við Stjórnmálafræðideild á Félagsvísindasviði Háskóla Íslands Theresa C. Balser, prófessor við Raunvísindadeild University of Calgary, Calgary, Alberta, Kanada Í tilkyinningunni segir að Háskólaráð hafi fundað í dag og farið yfir niðurstöðu millifundanefndar ráðsins sem falið var að meta hvaða umsækjendur uppfylla skilyrði um embættisgengi. Samkvæmt reglum skólans eru þeir einir embættisgengir sem hafa prófessorshæfi, leiðtogahæfileika og skýra og metnaðarfulla framtíðarsýn fyrir háskólann, ríka samskiptahæfni og víðtæka reynslu af stjórnun og stefnumótun. Niðurstaðan varð sú að átta umsækjendur teljast uppfylla skilyrði um embættisgengi. Þau eru: Björn Þorsteinsson, prófessor við Deild heimspeki, sagnfræði og fornleifafræði á Hugvísindasviði Háskóla Íslands Ganna Progrebna, prófessor, Executive Director of AI and Cyber Futures Institute, Bathurst, Orange, Sydney, Canberra, Ástralíu Ingibjörg Gunnarsdóttir, prófessor við Matvæla- og næringarfræðideild á Heilbrigðisvísindasviði Háskóla Íslands og aðstoðarrektor vísinda og samfélags Kolbrún Þ. Pálsdóttir, dósent við Deild heilsueflingar, íþrótta og tómstunda og forseti Menntavísindasviðs Háskóla Íslands Magnús Karl Magnússon, prófessor við Læknadeild á Heilbrigðisvísindasviði Háskóla Íslands Oluwafemi E Idowu, prófessor í Healthcare Leadership and Strategy, og Chief Academic Officer / Provost við Oxford Business College, Oxford, Englandi Remco Polman, Pro Vice-Chancellor Research & Executive Dean, við Institute of Health and Wellbeing, Federation University, Melbourne, Ástralíu Silja Bára Ómarsdóttir, prófessor við Stjórnmálafræðideild á Félagsvísindasviði Háskóla Íslands Háskólaráð hefur jafnframt skipað kjörstjórn vegna rektorskosninganna. Í kjörstjórn sitja: Víðir Smári Petersen, prófessor við Lagadeild, formaður, Aðalheiður Jóhannsdóttir, prófessor við Lagadeild, Ebba Þóra Hvannberg, prófessor við Iðnaðarverkfræði-, vélaverkfræði- og tölvunarfræðideild, Gréta Dögg Þórisdóttir, nemandi við Lagadeild, Jens Ingi Andrésson, nemandi við Lagadeild, og Sverrir Guðmundsson, verkefnisstjóri á vísinda- og nýsköpunarsviði. Kosið verður í embættið ekki síðar en 21. mars. Atkvæðisrétt hefur starfsfólk í yfir 37 prósent starfshlutfalli og nemendur sem skrásettir eru í Háskóla Íslands við upphaf kjörfundar. Atkvæði starfsfólks vega 70 prósent og atkvæði nemenda 30 prósent. Atkvæðisrétt hefur einnig akademískt starfsfólk á samstarfsstofnunum Háskóla Íslands, sem starfa á grundvelli sérlaga og fara þau með hálft atkvæði. Stofnanirnar sem um ræðir eru Stofnun Árna Magnússonar í íslenskum fræðum, Tilraunastöð Háskóla Íslands í meinafræði að Keldum og Landsbókasafn – háskólabókasafn. Nánar má lesa um framkvæmd rektorskjörsins í reglum fyrir Háskóla Íslands á vef HÍ. Rektorskjör við Háskóla Íslands Háskólar Skóla- og menntamál Mest lesið Trump-liðar heita hefndum Erlent Ríkið situr á þúsundum hektara af framræstu votlendi Innlent Yfirlæknir gagnrýnir auglýsingu gegn lyfi við RS-veiru Innlent Sagði frá fyrirætlunum sínum í SMS-i fyrir morðið Erlent „Ég mun ekki sjá eftir honum“ Innlent Trump höfðar 15 milljarða dala mál gegn New York Times Erlent Frumvarp um afnám laga um orlof húsmæðra lagt fram í tíunda sinn Innlent „Þetta var vissulega ekki í starfslýsingunni“ Innlent Ísland ekki óhult ef til átaka kemur í Evrópu Innlent Samþykkja að framselja Úkraínumann vegna Nord Stream-skemmdarverkanna Erlent Fleiri fréttir Merki um að gjá í samfélaginu sé að stækka Skýrt að Ísland sé ekki griðastaður stríðsglæpamanna Stjórnvöld ætli að hafa yfirhöndina gagnvart skipulögðum glæpahópum Ísraelar sakaðir um þjóðarmorð og dómsmálaráðherra styður lögregluna í aðgerðum gegn Hells Angels Lokun Sorpu á Dalvegi enn frestað Munu áfram stýra fastanefndunum Fá að halda framkvæmdum áfram í bili Eldur í geymslu í blokk á Selfossi Yfirlæknir gagnrýnir auglýsingu gegn lyfi við RS-veiru Flestir sem skráðu sig í Skorradalshrepp fá að kjósa Frumvarp um afnám laga um orlof húsmæðra lagt fram í tíunda sinn Ríkið situr á þúsundum hektara af framræstu votlendi Sló töskunni í vélarhlíf lögreglubifreiðar „Þetta var vissulega ekki í starfslýsingunni“ Hefur ekki áhyggjur af svindli með nýju námsmati Þrjú innbrot og alltaf fúlsað við verkunum: „Þetta er kannski smá yfirlýsing“ Ísland ekki óhult ef til átaka kemur í Evrópu „Ég mun ekki sjá eftir honum“ Fjöldi glæpahópa á Íslandi hefur tvöfaldast á tíu árum „Ekki algengt að svona lekar verði“ Stóraukning skipulagðrar glæpastarfsemi og innbrotahrina hjá listamanni Flugvél með fjórum innanborðs fór út af flugbraut Kallar eftir náðun Kouranis og brottvísun strax á morgun Tiltekt ríkisstjórnar eins og að taka sokk af gólfi unglings Ingvar aftur kominn í leyfi frá þingstörfum Oddvitarnir ætla sér stóra hluti eftir átta mánuði Loka fyrir heitt vatn vegna leka á Bústaðavegi Tvíburarnir fengu ár í viðbót Hlaut náttúruverndarviðurkenningu Sigríðar í Brattholti Vara við svikapóstum um ólöglegar klámsíður og reikninga frá raforkusölum Sjá meira
Þetta kemur fram í fréttatilkynningu frá Háskóla Íslands, en nýr rektor tekur við embætti þann 1. júlí. Sá er kjörinn til fimm ára. Umsóknarfrestur til embættisins rann út síðasta föstudag. Umsækjendurnir voru eftirfarandi. Björn Þorsteinsson, prófessor við Deild heimspeki, sagnfræði og fornleifafræði á Hugvísindasviði Háskóla Íslands Ganna Progrebna, prófessor, Executive Director of AI and Cyber Futures Institute, Bathurst, Orange, Sydney, Canberra, Ástralíu Ingibjörg Gunnarsdóttir, prófessor við Matvæla- og næringarfræðideild á Heilbrigðisvísindasviði Háskóla Íslands og aðstoðarrektor vísinda og samfélags Kolbrún Þ. Pálsdóttir, dósent við Deild heilsueflingar, íþrótta og tómstunda og forseti Menntavísindasviðs Háskóla Íslands Magnús Karl Magnússon, prófessor við Læknadeild á Heilbrigðisvísindasviði Háskóla Íslands Mahdi Teymuri Garakani, rannsóknamaður við Institute for Research in Fundamental Sciences, Teheran, Íran Oluwafemi E Idowu, prófessor í Healthcare Leadership and Strategy, og Chief Academic Officer / Provost við Oxford Business College, Oxford, Englandi Remco Polman, Pro Vice-Chancellor Research & Executive Dean, við Institute of Health and Wellbeing, Federation University, Melbourne, Ástralíu Sashidharan Komandur, dósent við Inland Norway University of Applied Sciences (HINN), Rena, Noregi Silja Bára Ómarsdóttir, prófessor við Stjórnmálafræðideild á Félagsvísindasviði Háskóla Íslands Theresa C. Balser, prófessor við Raunvísindadeild University of Calgary, Calgary, Alberta, Kanada Í tilkyinningunni segir að Háskólaráð hafi fundað í dag og farið yfir niðurstöðu millifundanefndar ráðsins sem falið var að meta hvaða umsækjendur uppfylla skilyrði um embættisgengi. Samkvæmt reglum skólans eru þeir einir embættisgengir sem hafa prófessorshæfi, leiðtogahæfileika og skýra og metnaðarfulla framtíðarsýn fyrir háskólann, ríka samskiptahæfni og víðtæka reynslu af stjórnun og stefnumótun. Niðurstaðan varð sú að átta umsækjendur teljast uppfylla skilyrði um embættisgengi. Þau eru: Björn Þorsteinsson, prófessor við Deild heimspeki, sagnfræði og fornleifafræði á Hugvísindasviði Háskóla Íslands Ganna Progrebna, prófessor, Executive Director of AI and Cyber Futures Institute, Bathurst, Orange, Sydney, Canberra, Ástralíu Ingibjörg Gunnarsdóttir, prófessor við Matvæla- og næringarfræðideild á Heilbrigðisvísindasviði Háskóla Íslands og aðstoðarrektor vísinda og samfélags Kolbrún Þ. Pálsdóttir, dósent við Deild heilsueflingar, íþrótta og tómstunda og forseti Menntavísindasviðs Háskóla Íslands Magnús Karl Magnússon, prófessor við Læknadeild á Heilbrigðisvísindasviði Háskóla Íslands Oluwafemi E Idowu, prófessor í Healthcare Leadership and Strategy, og Chief Academic Officer / Provost við Oxford Business College, Oxford, Englandi Remco Polman, Pro Vice-Chancellor Research & Executive Dean, við Institute of Health and Wellbeing, Federation University, Melbourne, Ástralíu Silja Bára Ómarsdóttir, prófessor við Stjórnmálafræðideild á Félagsvísindasviði Háskóla Íslands Háskólaráð hefur jafnframt skipað kjörstjórn vegna rektorskosninganna. Í kjörstjórn sitja: Víðir Smári Petersen, prófessor við Lagadeild, formaður, Aðalheiður Jóhannsdóttir, prófessor við Lagadeild, Ebba Þóra Hvannberg, prófessor við Iðnaðarverkfræði-, vélaverkfræði- og tölvunarfræðideild, Gréta Dögg Þórisdóttir, nemandi við Lagadeild, Jens Ingi Andrésson, nemandi við Lagadeild, og Sverrir Guðmundsson, verkefnisstjóri á vísinda- og nýsköpunarsviði. Kosið verður í embættið ekki síðar en 21. mars. Atkvæðisrétt hefur starfsfólk í yfir 37 prósent starfshlutfalli og nemendur sem skrásettir eru í Háskóla Íslands við upphaf kjörfundar. Atkvæði starfsfólks vega 70 prósent og atkvæði nemenda 30 prósent. Atkvæðisrétt hefur einnig akademískt starfsfólk á samstarfsstofnunum Háskóla Íslands, sem starfa á grundvelli sérlaga og fara þau með hálft atkvæði. Stofnanirnar sem um ræðir eru Stofnun Árna Magnússonar í íslenskum fræðum, Tilraunastöð Háskóla Íslands í meinafræði að Keldum og Landsbókasafn – háskólabókasafn. Nánar má lesa um framkvæmd rektorskjörsins í reglum fyrir Háskóla Íslands á vef HÍ.
Rektorskjör við Háskóla Íslands Háskólar Skóla- og menntamál Mest lesið Trump-liðar heita hefndum Erlent Ríkið situr á þúsundum hektara af framræstu votlendi Innlent Yfirlæknir gagnrýnir auglýsingu gegn lyfi við RS-veiru Innlent Sagði frá fyrirætlunum sínum í SMS-i fyrir morðið Erlent „Ég mun ekki sjá eftir honum“ Innlent Trump höfðar 15 milljarða dala mál gegn New York Times Erlent Frumvarp um afnám laga um orlof húsmæðra lagt fram í tíunda sinn Innlent „Þetta var vissulega ekki í starfslýsingunni“ Innlent Ísland ekki óhult ef til átaka kemur í Evrópu Innlent Samþykkja að framselja Úkraínumann vegna Nord Stream-skemmdarverkanna Erlent Fleiri fréttir Merki um að gjá í samfélaginu sé að stækka Skýrt að Ísland sé ekki griðastaður stríðsglæpamanna Stjórnvöld ætli að hafa yfirhöndina gagnvart skipulögðum glæpahópum Ísraelar sakaðir um þjóðarmorð og dómsmálaráðherra styður lögregluna í aðgerðum gegn Hells Angels Lokun Sorpu á Dalvegi enn frestað Munu áfram stýra fastanefndunum Fá að halda framkvæmdum áfram í bili Eldur í geymslu í blokk á Selfossi Yfirlæknir gagnrýnir auglýsingu gegn lyfi við RS-veiru Flestir sem skráðu sig í Skorradalshrepp fá að kjósa Frumvarp um afnám laga um orlof húsmæðra lagt fram í tíunda sinn Ríkið situr á þúsundum hektara af framræstu votlendi Sló töskunni í vélarhlíf lögreglubifreiðar „Þetta var vissulega ekki í starfslýsingunni“ Hefur ekki áhyggjur af svindli með nýju námsmati Þrjú innbrot og alltaf fúlsað við verkunum: „Þetta er kannski smá yfirlýsing“ Ísland ekki óhult ef til átaka kemur í Evrópu „Ég mun ekki sjá eftir honum“ Fjöldi glæpahópa á Íslandi hefur tvöfaldast á tíu árum „Ekki algengt að svona lekar verði“ Stóraukning skipulagðrar glæpastarfsemi og innbrotahrina hjá listamanni Flugvél með fjórum innanborðs fór út af flugbraut Kallar eftir náðun Kouranis og brottvísun strax á morgun Tiltekt ríkisstjórnar eins og að taka sokk af gólfi unglings Ingvar aftur kominn í leyfi frá þingstörfum Oddvitarnir ætla sér stóra hluti eftir átta mánuði Loka fyrir heitt vatn vegna leka á Bústaðavegi Tvíburarnir fengu ár í viðbót Hlaut náttúruverndarviðurkenningu Sigríðar í Brattholti Vara við svikapóstum um ólöglegar klámsíður og reikninga frá raforkusölum Sjá meira
Ísraelar sakaðir um þjóðarmorð og dómsmálaráðherra styður lögregluna í aðgerðum gegn Hells Angels