Sýrlendingar og Bosníumaður meðal látinna Sólrún Dögg Jósefsdóttir skrifar 6. febrúar 2025 21:58 Víða er flaggað í hálfa stöng í Svíþjóð. Ulf Kristersson forsætisráðherra segir árásina verstu fjöldaskotárás í sögu Svíþjóðar. EPA Fólk af sýrlenskum og bosnískum uppruna var meðal þeirra sem létust í skotárás á skóla í Örebro í Svíþjóð á þriðjudag. Sænskir miðlar hafa þetta eftir sendiráðum bæði Bosníu og Hersegóvínu og Sýrlands. Sænsk stjórnvöld halda spilunum þétt að sér í tengslum við upplýsingagjöf um hina látnu í árásinni. Lögregla hefur einungis gefið þær upplýsingar að hinir látnu séu af nokkrum þjóðernum. Frekari upplýsingar fáist ekki að svo stöddu. Samkvæmt upplýsingum frá bosníska sendiráðinu í Svíþjóð lést einn Bosníumaður í árásinni auk þess sem einn særðist. „Við vottum fjölskyldum hinna látnu okkar innilegustu samúðarkveðjur, þar á meðal sýrlenskum ríkisborgurum og innfæddum,“ hefur BBC eftir sýrlenska sendiráðinu í Svíþjóð. Ekki liggur fyrir hve margir Sýrlendingar særðust eða létust í árásinni en Aftonbladet greinir frá því að hinn 28 ára gamli Salim Iskef frá Sýrlandi sé meðal látinna. Fram kemur að Iskef og fjölskylda hans, hafi flúið stríðið í Sýrlandi árið 2015 og sest að í Svíþjóð. Til stóð að Iskef kvæntist í sumar. Santa Maria Orþódox-kirkjan í Örebro minntist hans á Facebook í gær en hann var meðlimur í trúfélaginu. Hinn 35 ára gamli Rickard Andersson er grunaður um að hafa orðið tíu manns og sjálfum sér að bana í Risbergska-skólanum í Örebro á þriðjudag. Hann fannst látinn með þrjú skotvopn sér við hlið eftir árásina. Stjórnvöld í Svíþjóð sæta gagnrýni vegna þess hve langan tíma hefur tekið að veita upplýsingar um hina látnu látnu. Í umfjöllun Aftonbladet segir að enn sé ekki búið að bera kennsl á alla sem létust. Aðstandendum sé enn óljóst hvort fjölskyldumeðlimir þeirra sem urðu fyrir árásinni séu lífs eða liðnir. Þá hafi reynst erfitt að bera kennsl á einhver lík vegna mikilla áverka. Skotárás í Örebro Svíþjóð Tengdar fréttir Var vopnaður þremur byssum Tilefni skæðustu skotárásar Svíþjóðar liggur enn ekki fyrir. Lögreglan í Svíþjóð segir rannsókn munu taka sinn tíma en myndin sé byrjuð að skýrast. Lögregluþjónar hafa rætt við vitni og lagt hald á muni á borð við síma sem voru í eigu árásarmannsins. 6. febrúar 2025 09:52 Ellefu létust í skotárásinni Ellefu er látnir eftir skæða skotárás í skóla í Svíþjóð. Lögregla segir að tölu látinna geta hækkað. 5. febrúar 2025 00:16 Mest lesið Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Erlent Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Erlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Erlent Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús Innlent „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Innlent Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Erlent Diddy ekki veittur aukafrestur Erlent Stígvél og tækniframfarir Innlent Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Innlent Fleiri fréttir Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Diddy ekki veittur aukafrestur Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Hamas hafnar tillögu Ísrael um vopnahlé Skoða hugsanlega breytingu á samstarfssamningi Norðurlanda Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Sterkar vísbendingar um líf á annarri plánetu Hótar að banna erlenda nemendur í Harvard „Þetta er pólitískt val og meðvituð árás á getu fólks til að lifa af“ Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Furðureikistjarna sem gengur hornrétt um tvístirni Telja ákvæði jafnréttislaga ekki ná yfir trans konur Fyrrverandi forseti Perú í fimmtán ára fangelsi fyrir peningaþvætti Hafa nú lýst yfir stofnun ríkisstjórnar í landinu Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Blaðamenn fangelsaðir vegna samstarfs við Navalní Líkir viðurkenningu á Palestínu við „sigur fyrir hryðjuverk“ Kyrrsetja þyrlufyrirtækið eftir banaslysið í New York Kveikti í ríkisstjórasetrinu og ætlaði að berja ríkisstjórann með hamri Frysta milljarða fjárveitingar til að refsa Harvard-háskóla Segir Selenskí ábyrgan fyrir stríðsástandinu Sjá meira
Sænskir miðlar hafa þetta eftir sendiráðum bæði Bosníu og Hersegóvínu og Sýrlands. Sænsk stjórnvöld halda spilunum þétt að sér í tengslum við upplýsingagjöf um hina látnu í árásinni. Lögregla hefur einungis gefið þær upplýsingar að hinir látnu séu af nokkrum þjóðernum. Frekari upplýsingar fáist ekki að svo stöddu. Samkvæmt upplýsingum frá bosníska sendiráðinu í Svíþjóð lést einn Bosníumaður í árásinni auk þess sem einn særðist. „Við vottum fjölskyldum hinna látnu okkar innilegustu samúðarkveðjur, þar á meðal sýrlenskum ríkisborgurum og innfæddum,“ hefur BBC eftir sýrlenska sendiráðinu í Svíþjóð. Ekki liggur fyrir hve margir Sýrlendingar særðust eða létust í árásinni en Aftonbladet greinir frá því að hinn 28 ára gamli Salim Iskef frá Sýrlandi sé meðal látinna. Fram kemur að Iskef og fjölskylda hans, hafi flúið stríðið í Sýrlandi árið 2015 og sest að í Svíþjóð. Til stóð að Iskef kvæntist í sumar. Santa Maria Orþódox-kirkjan í Örebro minntist hans á Facebook í gær en hann var meðlimur í trúfélaginu. Hinn 35 ára gamli Rickard Andersson er grunaður um að hafa orðið tíu manns og sjálfum sér að bana í Risbergska-skólanum í Örebro á þriðjudag. Hann fannst látinn með þrjú skotvopn sér við hlið eftir árásina. Stjórnvöld í Svíþjóð sæta gagnrýni vegna þess hve langan tíma hefur tekið að veita upplýsingar um hina látnu látnu. Í umfjöllun Aftonbladet segir að enn sé ekki búið að bera kennsl á alla sem létust. Aðstandendum sé enn óljóst hvort fjölskyldumeðlimir þeirra sem urðu fyrir árásinni séu lífs eða liðnir. Þá hafi reynst erfitt að bera kennsl á einhver lík vegna mikilla áverka.
Skotárás í Örebro Svíþjóð Tengdar fréttir Var vopnaður þremur byssum Tilefni skæðustu skotárásar Svíþjóðar liggur enn ekki fyrir. Lögreglan í Svíþjóð segir rannsókn munu taka sinn tíma en myndin sé byrjuð að skýrast. Lögregluþjónar hafa rætt við vitni og lagt hald á muni á borð við síma sem voru í eigu árásarmannsins. 6. febrúar 2025 09:52 Ellefu létust í skotárásinni Ellefu er látnir eftir skæða skotárás í skóla í Svíþjóð. Lögregla segir að tölu látinna geta hækkað. 5. febrúar 2025 00:16 Mest lesið Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Erlent Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Erlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Erlent Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús Innlent „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Innlent Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Erlent Diddy ekki veittur aukafrestur Erlent Stígvél og tækniframfarir Innlent Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Innlent Fleiri fréttir Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Diddy ekki veittur aukafrestur Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Hamas hafnar tillögu Ísrael um vopnahlé Skoða hugsanlega breytingu á samstarfssamningi Norðurlanda Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Sterkar vísbendingar um líf á annarri plánetu Hótar að banna erlenda nemendur í Harvard „Þetta er pólitískt val og meðvituð árás á getu fólks til að lifa af“ Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Furðureikistjarna sem gengur hornrétt um tvístirni Telja ákvæði jafnréttislaga ekki ná yfir trans konur Fyrrverandi forseti Perú í fimmtán ára fangelsi fyrir peningaþvætti Hafa nú lýst yfir stofnun ríkisstjórnar í landinu Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Blaðamenn fangelsaðir vegna samstarfs við Navalní Líkir viðurkenningu á Palestínu við „sigur fyrir hryðjuverk“ Kyrrsetja þyrlufyrirtækið eftir banaslysið í New York Kveikti í ríkisstjórasetrinu og ætlaði að berja ríkisstjórann með hamri Frysta milljarða fjárveitingar til að refsa Harvard-háskóla Segir Selenskí ábyrgan fyrir stríðsástandinu Sjá meira
Var vopnaður þremur byssum Tilefni skæðustu skotárásar Svíþjóðar liggur enn ekki fyrir. Lögreglan í Svíþjóð segir rannsókn munu taka sinn tíma en myndin sé byrjuð að skýrast. Lögregluþjónar hafa rætt við vitni og lagt hald á muni á borð við síma sem voru í eigu árásarmannsins. 6. febrúar 2025 09:52
Ellefu létust í skotárásinni Ellefu er látnir eftir skæða skotárás í skóla í Svíþjóð. Lögregla segir að tölu látinna geta hækkað. 5. febrúar 2025 00:16