Sýrlendingar og Bosníumaður meðal látinna Sólrún Dögg Jósefsdóttir skrifar 6. febrúar 2025 21:58 Víða er flaggað í hálfa stöng í Svíþjóð. Ulf Kristersson forsætisráðherra segir árásina verstu fjöldaskotárás í sögu Svíþjóðar. EPA Fólk af sýrlenskum og bosnískum uppruna var meðal þeirra sem létust í skotárás á skóla í Örebro í Svíþjóð á þriðjudag. Sænskir miðlar hafa þetta eftir sendiráðum bæði Bosníu og Hersegóvínu og Sýrlands. Sænsk stjórnvöld halda spilunum þétt að sér í tengslum við upplýsingagjöf um hina látnu í árásinni. Lögregla hefur einungis gefið þær upplýsingar að hinir látnu séu af nokkrum þjóðernum. Frekari upplýsingar fáist ekki að svo stöddu. Samkvæmt upplýsingum frá bosníska sendiráðinu í Svíþjóð lést einn Bosníumaður í árásinni auk þess sem einn særðist. „Við vottum fjölskyldum hinna látnu okkar innilegustu samúðarkveðjur, þar á meðal sýrlenskum ríkisborgurum og innfæddum,“ hefur BBC eftir sýrlenska sendiráðinu í Svíþjóð. Ekki liggur fyrir hve margir Sýrlendingar særðust eða létust í árásinni en Aftonbladet greinir frá því að hinn 28 ára gamli Salim Iskef frá Sýrlandi sé meðal látinna. Fram kemur að Iskef og fjölskylda hans, hafi flúið stríðið í Sýrlandi árið 2015 og sest að í Svíþjóð. Til stóð að Iskef kvæntist í sumar. Santa Maria Orþódox-kirkjan í Örebro minntist hans á Facebook í gær en hann var meðlimur í trúfélaginu. Hinn 35 ára gamli Rickard Andersson er grunaður um að hafa orðið tíu manns og sjálfum sér að bana í Risbergska-skólanum í Örebro á þriðjudag. Hann fannst látinn með þrjú skotvopn sér við hlið eftir árásina. Stjórnvöld í Svíþjóð sæta gagnrýni vegna þess hve langan tíma hefur tekið að veita upplýsingar um hina látnu látnu. Í umfjöllun Aftonbladet segir að enn sé ekki búið að bera kennsl á alla sem létust. Aðstandendum sé enn óljóst hvort fjölskyldumeðlimir þeirra sem urðu fyrir árásinni séu lífs eða liðnir. Þá hafi reynst erfitt að bera kennsl á einhver lík vegna mikilla áverka. Skotárás í Örebro Svíþjóð Tengdar fréttir Var vopnaður þremur byssum Tilefni skæðustu skotárásar Svíþjóðar liggur enn ekki fyrir. Lögreglan í Svíþjóð segir rannsókn munu taka sinn tíma en myndin sé byrjuð að skýrast. Lögregluþjónar hafa rætt við vitni og lagt hald á muni á borð við síma sem voru í eigu árásarmannsins. 6. febrúar 2025 09:52 Ellefu létust í skotárásinni Ellefu er látnir eftir skæða skotárás í skóla í Svíþjóð. Lögregla segir að tölu látinna geta hækkað. 5. febrúar 2025 00:16 Mest lesið Best að sleppa áfenginu alveg Innlent „Hann var mjög heppinn, hann hefði getað dáið“ Innlent Búðarhnupl aukist um sjötíu prósent Innlent Starfsmenn sendiráðsins í Moskvu hafi verið áreittir Innlent Fjársöfnunin á borð lögreglu í enn eitt skiptið Innlent Ingibjörg æf vegna bókunar meirihlutans í borginni Innlent Svara fyrir hylmingu í einu stærsta þjófnaðarmáli Íslandssögunnar Innlent Lögregla lýsir eftir manni Innlent Mál Breiðholtsskóla á borði menntamálaráðherra Innlent Reyndu að þvinga mann til að taka úr hraðbanka Innlent Fleiri fréttir Saka Norðmenn um hervæðingu Svalbarða Bað Pútín um að hlífa hermönnum sem enginn kannast við Ætla að breyta stjórnarskrá til að auka fjárútlát til varnarmála Einn stofnenda Pirate bay lést í flugslysi Mótmælt vegna dauða átta ára stúlku sem lést í kjölfar nauðgunar Forsvarsmenn Tesla gjalda varhug við tollaaðgerðum stjórnvalda Lúffar af ótta við enn meira niðurrif Trumps Finnar dæma norsk- rússneskan nýnasista fyrir stríðsglæpi í Úkraínu Ítrekar ósk Pólverja um bandarísk kjarnavopn Vínkaup-og veitingamenn uggandi vegna hótana um ofurtolla „Við viljum ekki vera Bandaríkjamenn“ Gerir lítið úr tilkalli Dana til Grænlands Segist opinn fyrir vopnahléi en hafnar tillögu Trumps Vörpuðu sprengju á heimili leiðtoga Íslamsks jíhad Hélt stjúpsyni sínum föngnum í tuttugu ár Ráðgjafi Pútíns segir tillögu Trumps tilgangslausa Vonska vegna vambaráns áhrifavalds í Ástralíu Umhverfisvernd ekki lengur meðal markmiða EPA Saka Ísraela um kerfisbundin mannréttindabrot Rekin eftir að hafa neitað að endurnýja byssuleyfi Mels Gibson Wagnerliðar fremja ódæði í Malí: „Ég sá dauðann alls staðar“ Handtekinn á vafasömum forsendum og hótað brottflutningi Pútín í Kúrsk: Farið verði með úkraínska hermenn eins og hryðjuverkamenn Gamall mafíuforingi skotinn til bana í Grenoble Allir vígamenn drepnir og gíslatökunni lokið „Þjóðin er klofin varðandi hvers konar sjálfstæði hún vill“ Sátu með sprengjuvesti meðal gísla Fella hluta Amazon-frumskógarins vegna loftslagsráðstefnu COP Hörfa frá Kúrsk Var útskrifaður og lifði með gervihjarta í yfir 100 daga Sjá meira
Sænskir miðlar hafa þetta eftir sendiráðum bæði Bosníu og Hersegóvínu og Sýrlands. Sænsk stjórnvöld halda spilunum þétt að sér í tengslum við upplýsingagjöf um hina látnu í árásinni. Lögregla hefur einungis gefið þær upplýsingar að hinir látnu séu af nokkrum þjóðernum. Frekari upplýsingar fáist ekki að svo stöddu. Samkvæmt upplýsingum frá bosníska sendiráðinu í Svíþjóð lést einn Bosníumaður í árásinni auk þess sem einn særðist. „Við vottum fjölskyldum hinna látnu okkar innilegustu samúðarkveðjur, þar á meðal sýrlenskum ríkisborgurum og innfæddum,“ hefur BBC eftir sýrlenska sendiráðinu í Svíþjóð. Ekki liggur fyrir hve margir Sýrlendingar særðust eða létust í árásinni en Aftonbladet greinir frá því að hinn 28 ára gamli Salim Iskef frá Sýrlandi sé meðal látinna. Fram kemur að Iskef og fjölskylda hans, hafi flúið stríðið í Sýrlandi árið 2015 og sest að í Svíþjóð. Til stóð að Iskef kvæntist í sumar. Santa Maria Orþódox-kirkjan í Örebro minntist hans á Facebook í gær en hann var meðlimur í trúfélaginu. Hinn 35 ára gamli Rickard Andersson er grunaður um að hafa orðið tíu manns og sjálfum sér að bana í Risbergska-skólanum í Örebro á þriðjudag. Hann fannst látinn með þrjú skotvopn sér við hlið eftir árásina. Stjórnvöld í Svíþjóð sæta gagnrýni vegna þess hve langan tíma hefur tekið að veita upplýsingar um hina látnu látnu. Í umfjöllun Aftonbladet segir að enn sé ekki búið að bera kennsl á alla sem létust. Aðstandendum sé enn óljóst hvort fjölskyldumeðlimir þeirra sem urðu fyrir árásinni séu lífs eða liðnir. Þá hafi reynst erfitt að bera kennsl á einhver lík vegna mikilla áverka.
Skotárás í Örebro Svíþjóð Tengdar fréttir Var vopnaður þremur byssum Tilefni skæðustu skotárásar Svíþjóðar liggur enn ekki fyrir. Lögreglan í Svíþjóð segir rannsókn munu taka sinn tíma en myndin sé byrjuð að skýrast. Lögregluþjónar hafa rætt við vitni og lagt hald á muni á borð við síma sem voru í eigu árásarmannsins. 6. febrúar 2025 09:52 Ellefu létust í skotárásinni Ellefu er látnir eftir skæða skotárás í skóla í Svíþjóð. Lögregla segir að tölu látinna geta hækkað. 5. febrúar 2025 00:16 Mest lesið Best að sleppa áfenginu alveg Innlent „Hann var mjög heppinn, hann hefði getað dáið“ Innlent Búðarhnupl aukist um sjötíu prósent Innlent Starfsmenn sendiráðsins í Moskvu hafi verið áreittir Innlent Fjársöfnunin á borð lögreglu í enn eitt skiptið Innlent Ingibjörg æf vegna bókunar meirihlutans í borginni Innlent Svara fyrir hylmingu í einu stærsta þjófnaðarmáli Íslandssögunnar Innlent Lögregla lýsir eftir manni Innlent Mál Breiðholtsskóla á borði menntamálaráðherra Innlent Reyndu að þvinga mann til að taka úr hraðbanka Innlent Fleiri fréttir Saka Norðmenn um hervæðingu Svalbarða Bað Pútín um að hlífa hermönnum sem enginn kannast við Ætla að breyta stjórnarskrá til að auka fjárútlát til varnarmála Einn stofnenda Pirate bay lést í flugslysi Mótmælt vegna dauða átta ára stúlku sem lést í kjölfar nauðgunar Forsvarsmenn Tesla gjalda varhug við tollaaðgerðum stjórnvalda Lúffar af ótta við enn meira niðurrif Trumps Finnar dæma norsk- rússneskan nýnasista fyrir stríðsglæpi í Úkraínu Ítrekar ósk Pólverja um bandarísk kjarnavopn Vínkaup-og veitingamenn uggandi vegna hótana um ofurtolla „Við viljum ekki vera Bandaríkjamenn“ Gerir lítið úr tilkalli Dana til Grænlands Segist opinn fyrir vopnahléi en hafnar tillögu Trumps Vörpuðu sprengju á heimili leiðtoga Íslamsks jíhad Hélt stjúpsyni sínum föngnum í tuttugu ár Ráðgjafi Pútíns segir tillögu Trumps tilgangslausa Vonska vegna vambaráns áhrifavalds í Ástralíu Umhverfisvernd ekki lengur meðal markmiða EPA Saka Ísraela um kerfisbundin mannréttindabrot Rekin eftir að hafa neitað að endurnýja byssuleyfi Mels Gibson Wagnerliðar fremja ódæði í Malí: „Ég sá dauðann alls staðar“ Handtekinn á vafasömum forsendum og hótað brottflutningi Pútín í Kúrsk: Farið verði með úkraínska hermenn eins og hryðjuverkamenn Gamall mafíuforingi skotinn til bana í Grenoble Allir vígamenn drepnir og gíslatökunni lokið „Þjóðin er klofin varðandi hvers konar sjálfstæði hún vill“ Sátu með sprengjuvesti meðal gísla Fella hluta Amazon-frumskógarins vegna loftslagsráðstefnu COP Hörfa frá Kúrsk Var útskrifaður og lifði með gervihjarta í yfir 100 daga Sjá meira
Var vopnaður þremur byssum Tilefni skæðustu skotárásar Svíþjóðar liggur enn ekki fyrir. Lögreglan í Svíþjóð segir rannsókn munu taka sinn tíma en myndin sé byrjuð að skýrast. Lögregluþjónar hafa rætt við vitni og lagt hald á muni á borð við síma sem voru í eigu árásarmannsins. 6. febrúar 2025 09:52
Ellefu létust í skotárásinni Ellefu er látnir eftir skæða skotárás í skóla í Svíþjóð. Lögregla segir að tölu látinna geta hækkað. 5. febrúar 2025 00:16