Alma var landlæknir frá 2018 þar til að hún var kjörin til Alþingis og skipuð heilbrigðisráðherra í ríkisstjórn Samfylkingar, Viðreisnar og Flokks fólksins. Hún hefur vikið sæti í málum sem eru til meðferðar í heilbrigðisráðunyetinu og tengjast embætti landlæknis þar sem hún tók þátt í meðferð þeirra á fyrri stigum.
Á ríkisstjórnarfundi í morgun var Jóhann Páll því settur staðgengill heilbrigðisráðherra í þessum málum og við skipun í embætti nýs landlæknis, að því er kemur fram í skriflegu svari forsætisráðuneytisins við fyrirspurn Vísis.
Embætti landlæknis var auglýst til umsóknar um miðjan desember og sækjast fimm eftir því.