Segir galið að byggja íbúðir svo nálægt flugbrautum Kristján Már Unnarsson skrifar 7. febrúar 2025 21:31 Sigrún Björk Jakobsdóttir, framkvæmdastjóri Isavia innanlands, á fundinum í gær um framtíð Reykjavíkurflugvallar. Flugmálafélag Íslands Einar Þorsteinsson borgarstjóri segir borgina eiga flugvallarlandið í Skerjafirði og það sé bara formsatriði að hefja þar uppbyggingu nýs íbúðahverfis. Framkvæmdastjóri Isavia innanlands segir áformin galin. Þótt borgin hafi eignast landið fyrir tólf árum hafa ráðamenn flugvallarins lengi tregðast við að færa flugvallargirðinguna sem er forsenda þess að borgin geti byrjað að byggja. Á fundi Flugmálafélags Íslands í gær um framtíð flugvallarins sýndi Sigrún Björk Jakobsdóttir, framkvæmdastjóri Isavia innanlands, myndband af staðsetningu hins fyrirhugaða hverfis skammt frá brautamótum flugbrautanna. Íbúðahverfið er nefnt Nýi Skerjafjörður og sést ofarlega til vinstri.Isavia innanlands „Þarna er verið að byggja bara á krossinum. Allir þessir íbúar, sem þarna munu búa, munu verða fyrir áhrifum frá báðum flugbrautum,“ sagði Sigrún Björk. Hún sagði að girðing hverfisins yrði 167 metra frá miðlínu flugbrautar og taldi lækkun húsa eða breytta hönnun litlu breyta. Fyrirhugað íbúðahverfi séð úr suðri.Isavia innanlands „Þetta er ekki að ganga. Hollenska geimferðastofnunin, sem rýndi þetta verkefni fyrir skýrsluna hjá Eyjólfi Árna (Rafnssyni – innskot Vísis), hún sagði að þetta yrði aldrei leyft í Hollandi. Það yrði aldrei leyft að staðsetja íbúðir - þarna eru fyrstukaupa íbúðir, þetta eru lítil börn, jafnvel öldrunarheimili - það yrði aldrei leyft að staðsetja þetta þarna. Því meira sem ég skoða þetta verkefni, og því meira sem við getum sett þetta fram svona, þeim mun galnara er þetta. Ég verð bara að vera algerlega heiðarleg með það,“ sagði Sigrún Björk. Einar Þorsteinsson borgarstjóri í viðtali við Stöð 2 á Loftleiðahótelinu í gær, sólarhring áður en hann sleit borgarstjórnarmeirhlutanum.Bjarni Einarsson Fréttastofa spurði Einar Þorsteinsson borgarstjóra á Loftleiðahótelinu síðdegis í gær í ljósi orða Sigrúnar hvort borgin ætlaði að knýja þetta fram: „Þetta er í deiliskipulagi. Það þarf ekki að koma á óvart að Sigrún Björk hafi skoðanir á því.“ -En mun borgin þrýsta á það að fá landið svo hægt sé að hefja þar uppbyggingu íbúðahverfis? Flugvallarlandið umdeilda í Skerjafirði.KMU „Það liggur fyrir að borgin á þetta land og um það var gerður samningur. Þannig að það er í sjálfu sér bara formsatriði,“ svaraði Einar en tók fram að fyrst þyrfti að hreinsa jarðveg á svæðinu og að uppbygging væri ekki handan við hornið. Dagur B. Eggertsson, þá staðgengill borgarstjóra, og Katrín Júlíusdóttir fjármálaráðherra handsala samninginn um sölu flugvallarlandsins frá ríki til borgar árið 2013.Reykjavíkurborg „Mér finnst mikilvægt að hraða allri húsnæðisuppbyggingu og þarna er deiliskipulagt hverfi sem myndi styðja við húsnæðisuppbygginguna. En ég skal alveg viðurkenna það að ég hef smááhyggjur af stöðu flugvallarins,“ sagði borgarstjóri í viðtali sem tekið var í gær. Hér má sjá frétt Stöðvar 2: Reykjavíkurflugvöllur Borgarstjórn Skipulag Fréttir af flugi Reykjavík Húsnæðismál Tengdar fréttir Á hreinu að ekki verður grafið undan Reykjavíkurflugvelli Isavia bíður með að færa flugvallargirðingu í Skerjafirði þar til nýr samgönguráðherra hefur tekið afstöðu til þess hvort svæðið umdeilda verði afhent Reykjavíkurborg til nýrra húsbygginga. Ráðherrann segir alveg á hreinu að ekkert verði gert sem grafi undan tilvist Reykjavíkurflugvallar. 4. febrúar 2025 21:21 Ráðherra segist ekki skilja hvað þau hjá borginni eru að hugsa Eyjólfur Ármannsson samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra segir grafalvarlegt mál að einni flugbraut Reykjavíkurflugvallar verði lokað sökum þess að Reykjavíkurborg hafi dregið að fella trjágróður í Öskjuhlíð. Ráðherrann segist ekki skilja hvað þau hjá borginni eru að hugsa með því að haga sér svona. 6. febrúar 2025 22:20 Segir mannslífum stofnað í hættu með lokun flugbrautar Flugrekstrarstjóri Norlandair, sem annast sjúkraflug innanlands, segir mannslífum stofnað í hættu með lokun annarrar flugbrautar Reykjavíkurflugvallar. Hann segir að þetta megi ekki gerast og biðlar til ráðamanna ríkis og borgar að leysa málið strax. 6. febrúar 2025 13:26 Flugvöllurinn fari ekki fet á næstu áratugum Einar Þorsteinsson, borgarstjóri Reykjavíkur, segir ljóst að flugvöllurinn í Vatnsmýri muni ekki fara neitt á aðalskipulagstímabili Reykjavíkur til 2040. 4. febrúar 2025 19:03 Mest lesið Bylgja Dís er látin Innlent Gestur Guðmundsson er látinn Innlent Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Innlent Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Innlent Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Erlent Breski sundkappinn kominn í land og lofsyngur Íslendinga Innlent Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Erlent Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Innlent Féll af baki íslensks hests og fær engar skaðabætur Innlent Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Innlent Fleiri fréttir Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Tveir fluttir til aðhlynningar eftir árekstur á Suðurlandsvegi Tekist á um fjárlög, lykkjumálið og aleigan í rafmynt Einn bílstjóri án leyfis og skráningar „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Skjálfti upp á 3,3 í Vatnafjöllum Afnemur æviskipanir varasaksóknara eftir mál Helga Magnúsar Gul úrkomuviðvörun á Austfjörðum og á Suðausturlandi Gestur Guðmundsson er látinn Breski sundkappinn kominn í land og lofsyngur Íslendinga Háskólinn hafi ekki breytt stefnu sinni um inntöku alþjóðlegra nema Hallar á karla í fjárlagafrumvarpi Féll af baki íslensks hests og fær engar skaðabætur Óttast verðhækkanir sem bitni á konum og barnafjölskyldum Ósáttur við skattana og hefði viljað loka fjárlagagatinu Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Ólík sýn á nýja fjárlagafrumvarpið Bylgja Dís er látin Fundu villuráfandi ferðamenn nærri skálanum í Landmannalaugum „Allir vilja alltaf meira“ Reikna með fimmtán milljarða halla á næsta ári Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Bjargað af efri hæð eftir að eldur kom upp á jarðhæð í íbúðarhúsi Leitað að manni með öxi „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Syrgja fallið kornabarn: „Það er ekkert plan, engin lausn“ Engin slys á fólki þegar hjólhýsi valt Sjá meira
Þótt borgin hafi eignast landið fyrir tólf árum hafa ráðamenn flugvallarins lengi tregðast við að færa flugvallargirðinguna sem er forsenda þess að borgin geti byrjað að byggja. Á fundi Flugmálafélags Íslands í gær um framtíð flugvallarins sýndi Sigrún Björk Jakobsdóttir, framkvæmdastjóri Isavia innanlands, myndband af staðsetningu hins fyrirhugaða hverfis skammt frá brautamótum flugbrautanna. Íbúðahverfið er nefnt Nýi Skerjafjörður og sést ofarlega til vinstri.Isavia innanlands „Þarna er verið að byggja bara á krossinum. Allir þessir íbúar, sem þarna munu búa, munu verða fyrir áhrifum frá báðum flugbrautum,“ sagði Sigrún Björk. Hún sagði að girðing hverfisins yrði 167 metra frá miðlínu flugbrautar og taldi lækkun húsa eða breytta hönnun litlu breyta. Fyrirhugað íbúðahverfi séð úr suðri.Isavia innanlands „Þetta er ekki að ganga. Hollenska geimferðastofnunin, sem rýndi þetta verkefni fyrir skýrsluna hjá Eyjólfi Árna (Rafnssyni – innskot Vísis), hún sagði að þetta yrði aldrei leyft í Hollandi. Það yrði aldrei leyft að staðsetja íbúðir - þarna eru fyrstukaupa íbúðir, þetta eru lítil börn, jafnvel öldrunarheimili - það yrði aldrei leyft að staðsetja þetta þarna. Því meira sem ég skoða þetta verkefni, og því meira sem við getum sett þetta fram svona, þeim mun galnara er þetta. Ég verð bara að vera algerlega heiðarleg með það,“ sagði Sigrún Björk. Einar Þorsteinsson borgarstjóri í viðtali við Stöð 2 á Loftleiðahótelinu í gær, sólarhring áður en hann sleit borgarstjórnarmeirhlutanum.Bjarni Einarsson Fréttastofa spurði Einar Þorsteinsson borgarstjóra á Loftleiðahótelinu síðdegis í gær í ljósi orða Sigrúnar hvort borgin ætlaði að knýja þetta fram: „Þetta er í deiliskipulagi. Það þarf ekki að koma á óvart að Sigrún Björk hafi skoðanir á því.“ -En mun borgin þrýsta á það að fá landið svo hægt sé að hefja þar uppbyggingu íbúðahverfis? Flugvallarlandið umdeilda í Skerjafirði.KMU „Það liggur fyrir að borgin á þetta land og um það var gerður samningur. Þannig að það er í sjálfu sér bara formsatriði,“ svaraði Einar en tók fram að fyrst þyrfti að hreinsa jarðveg á svæðinu og að uppbygging væri ekki handan við hornið. Dagur B. Eggertsson, þá staðgengill borgarstjóra, og Katrín Júlíusdóttir fjármálaráðherra handsala samninginn um sölu flugvallarlandsins frá ríki til borgar árið 2013.Reykjavíkurborg „Mér finnst mikilvægt að hraða allri húsnæðisuppbyggingu og þarna er deiliskipulagt hverfi sem myndi styðja við húsnæðisuppbygginguna. En ég skal alveg viðurkenna það að ég hef smááhyggjur af stöðu flugvallarins,“ sagði borgarstjóri í viðtali sem tekið var í gær. Hér má sjá frétt Stöðvar 2:
Reykjavíkurflugvöllur Borgarstjórn Skipulag Fréttir af flugi Reykjavík Húsnæðismál Tengdar fréttir Á hreinu að ekki verður grafið undan Reykjavíkurflugvelli Isavia bíður með að færa flugvallargirðingu í Skerjafirði þar til nýr samgönguráðherra hefur tekið afstöðu til þess hvort svæðið umdeilda verði afhent Reykjavíkurborg til nýrra húsbygginga. Ráðherrann segir alveg á hreinu að ekkert verði gert sem grafi undan tilvist Reykjavíkurflugvallar. 4. febrúar 2025 21:21 Ráðherra segist ekki skilja hvað þau hjá borginni eru að hugsa Eyjólfur Ármannsson samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra segir grafalvarlegt mál að einni flugbraut Reykjavíkurflugvallar verði lokað sökum þess að Reykjavíkurborg hafi dregið að fella trjágróður í Öskjuhlíð. Ráðherrann segist ekki skilja hvað þau hjá borginni eru að hugsa með því að haga sér svona. 6. febrúar 2025 22:20 Segir mannslífum stofnað í hættu með lokun flugbrautar Flugrekstrarstjóri Norlandair, sem annast sjúkraflug innanlands, segir mannslífum stofnað í hættu með lokun annarrar flugbrautar Reykjavíkurflugvallar. Hann segir að þetta megi ekki gerast og biðlar til ráðamanna ríkis og borgar að leysa málið strax. 6. febrúar 2025 13:26 Flugvöllurinn fari ekki fet á næstu áratugum Einar Þorsteinsson, borgarstjóri Reykjavíkur, segir ljóst að flugvöllurinn í Vatnsmýri muni ekki fara neitt á aðalskipulagstímabili Reykjavíkur til 2040. 4. febrúar 2025 19:03 Mest lesið Bylgja Dís er látin Innlent Gestur Guðmundsson er látinn Innlent Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Innlent Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Innlent Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Erlent Breski sundkappinn kominn í land og lofsyngur Íslendinga Innlent Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Erlent Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Innlent Féll af baki íslensks hests og fær engar skaðabætur Innlent Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Innlent Fleiri fréttir Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Tveir fluttir til aðhlynningar eftir árekstur á Suðurlandsvegi Tekist á um fjárlög, lykkjumálið og aleigan í rafmynt Einn bílstjóri án leyfis og skráningar „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Skjálfti upp á 3,3 í Vatnafjöllum Afnemur æviskipanir varasaksóknara eftir mál Helga Magnúsar Gul úrkomuviðvörun á Austfjörðum og á Suðausturlandi Gestur Guðmundsson er látinn Breski sundkappinn kominn í land og lofsyngur Íslendinga Háskólinn hafi ekki breytt stefnu sinni um inntöku alþjóðlegra nema Hallar á karla í fjárlagafrumvarpi Féll af baki íslensks hests og fær engar skaðabætur Óttast verðhækkanir sem bitni á konum og barnafjölskyldum Ósáttur við skattana og hefði viljað loka fjárlagagatinu Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Ólík sýn á nýja fjárlagafrumvarpið Bylgja Dís er látin Fundu villuráfandi ferðamenn nærri skálanum í Landmannalaugum „Allir vilja alltaf meira“ Reikna með fimmtán milljarða halla á næsta ári Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Bjargað af efri hæð eftir að eldur kom upp á jarðhæð í íbúðarhúsi Leitað að manni með öxi „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Syrgja fallið kornabarn: „Það er ekkert plan, engin lausn“ Engin slys á fólki þegar hjólhýsi valt Sjá meira
Á hreinu að ekki verður grafið undan Reykjavíkurflugvelli Isavia bíður með að færa flugvallargirðingu í Skerjafirði þar til nýr samgönguráðherra hefur tekið afstöðu til þess hvort svæðið umdeilda verði afhent Reykjavíkurborg til nýrra húsbygginga. Ráðherrann segir alveg á hreinu að ekkert verði gert sem grafi undan tilvist Reykjavíkurflugvallar. 4. febrúar 2025 21:21
Ráðherra segist ekki skilja hvað þau hjá borginni eru að hugsa Eyjólfur Ármannsson samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra segir grafalvarlegt mál að einni flugbraut Reykjavíkurflugvallar verði lokað sökum þess að Reykjavíkurborg hafi dregið að fella trjágróður í Öskjuhlíð. Ráðherrann segist ekki skilja hvað þau hjá borginni eru að hugsa með því að haga sér svona. 6. febrúar 2025 22:20
Segir mannslífum stofnað í hættu með lokun flugbrautar Flugrekstrarstjóri Norlandair, sem annast sjúkraflug innanlands, segir mannslífum stofnað í hættu með lokun annarrar flugbrautar Reykjavíkurflugvallar. Hann segir að þetta megi ekki gerast og biðlar til ráðamanna ríkis og borgar að leysa málið strax. 6. febrúar 2025 13:26
Flugvöllurinn fari ekki fet á næstu áratugum Einar Þorsteinsson, borgarstjóri Reykjavíkur, segir ljóst að flugvöllurinn í Vatnsmýri muni ekki fara neitt á aðalskipulagstímabili Reykjavíkur til 2040. 4. febrúar 2025 19:03