Keflavík í vandræðum: „Vörnin hélt áfram að vera léleg og varð eiginlega verri“ Ágúst Orri Arnarson skrifar 8. febrúar 2025 23:32 Remu Raitanen er, líkt og fleiri í Keflavík, ekki eins öflugur í vörn og sókn. Þrátt fyrir að búa yfir stjörnuprýddu liði er Keflavík í bölvuðum vandræðum í Bónus deild karla. Engar framfarir var að sjá eftir þjálfaraskiptin og liðið gæti tapað fimm leikjum í röð í fyrsta sinn í sögunni. Vörnin verri en nokkru sinni fyrr „Hræðilegt svar við því sem gerist núna á síðustu dögum,“ sagði þáttastjórnandinn Stefán Árni og átti þar við að eftir þarsíðasta leik gegn KR steig Pétur Ingvarsson, þjálfari Keflavíkur, frá borði. Magnús Þór Gunnarsson stýrði liðinu í leiknum gegn ÍR á fimmtudag. ÍR byrjaði töluvert betur og komst þrettán stigum yfir 2-15. „Maður sá það strax frá fyrstu sekúndu hversu hræddir þeir [Keflvíkingar] voru, þeir voru hræddir í öllum aðgerðum sóknarlega, sem hefur ekki verið vandamál hingað til. Sóknin hefur yfirleitt gengið ágætlega, en vörnin hélt áfram að vera léleg og varð eiginlega verri en hún hefur nokkru sinni verið,“ sagði Sævar Sævarsson. „Ég hélt að þeir kæmu alveg dýrvitlausir í þennan leik. Þeir eru með Magga þarna að taka leik, þeir eiga bara að sýna honum þá virðingu að koma út með smá blóð á tönnunum,“ tók Helgi Már Magnússon undir. „Hvernig gat þessi leikmaður komist í NBA?“ „Auðvitað verðum við að hrósa ÍR-ingum fyrir þeirra innkomu. Strákar sem spila venjulega ekki mjög mikið komu þarna og gjörsamlega pökkuðu saman einhverjum „stjörnum“ í Keflavíkurliðinu. Sjá þennan leikmann sem var fenginn hérna sem einhver NBA stjarna…“ sagði Sævar um Ty-Shon Alexander, fyrrum leikmann Phoenix Suns. Ty-Shon Alexander mun ekki fá annað starf að mati Sævars. „Ég velti því fyrir mér og ræddi þetta við gamlan körfuboltamann í hádeginu; Er NBA deildin svona léleg eða? Hvernig gat þessi leikmaður komist í NBA? Það segir mér kannski frekar að hann hafi einhvern tímann verið mjög góður og sé bara búinn að gefast upp á körfuboltaferlinum sínum, vegna þess að frammistaða hans er svo léleg að ég efast um að hann muni bara fá starf eftir þetta,“ sagði Sævar einnig en alla umræðuna um Keflavík má sjá í spilaranum hér fyrir neðan. Klippa: Vandræði Keflavíkur í Bónus deild karla Keflavík hefur nú tapað fjórum leikjum í röð og gæti þurft að þola fimmta tapið næsta fimmtudag þegar liðið heimsækir Hauka. Þetta er í áttunda sinn frá upphafi sem Keflavík tapar fjórum leikjum í röð í efstu deild en það hefur aldrei gerst að Keflavík tapi fimm í röð. Körfuboltakvöld Bónus-deild karla Keflavík ÍF Mest lesið Uppgjörið: Lech Poznan - Breiðablik 7-1 | Afhroð í Póllandi Fótbolti Styttist í að Orri Steinn verði ekki lengur stærsta sala FCK Fótbolti Hrósuðu Túfa í hástert: „Á einhvern hátt heldur maður með honum“ Fótbolti Borgarstjórinn forðast að ræða hótanir Trumps Sport Í beinni: England - Ítalía | Úrslitaleikur í boði Fótbolti „Fjölmennasti leikur sem Breiðablik hefur spilað“ Fótbolti Mætti með bikarinn á frumsýningu Happy Gilmore Golf Rakarastofa og sjónvarp fyrir alla í flottasta búningsklefa heims Sport Sögunni endalausu um Gyökeres loksins að ljúka Enski boltinn Þurfa að losa leikmenn til að skrá Rashford Fótbolti Fleiri fréttir Daðraði við Dallas áður en hann skrifaði undir hjá Lakers á nýjan leik Frá Skagafirði á Akranes Paul ætlar að klára ferilinn hjá Clippers Gömul Boston Celtics stjarna semur við Los Angeles Lakers Þjóðverjar sendu íslensku strákana niður í B-deildina Fyrsta konan til að þjálfa karlalið í Brasilíu „Borgið okkur það sem þið skuldið okkur“ Strákarnir tryggðu sér úrslitaleik um sæti í A-deild EM með stórsigri Vill eyða draugasögunni um að Grindavík spili ekki í Grindavík í vetur Slapp snemma úr sjö ára banni og samdi strax við Skagamenn Ofurstjarnan Caitlin Clark ekki með í Stjörnuleiknum Hörður tekur við starfi Arnars Guðjóns hjá KKÍ Fær átta milljarða frá tveimur félögum á tímabili þar sem hann spilar ekki leik Bjóða dómurum í WNBA ókeypis LASIK aðgerðir Hentu frá sér leiknum með hörmungarbyrjun á seinni Körfuboltakvöld í Boston: Nablinn tók viðtal við Ice Cube og sættist við Pargo Caitlin Clark aftur meidd og vandaði dómaranum ekki kveðjurnar Bradley Beal til Clippers Íslensku strákarnir töpuðu stórt í sextán liða úrslitunum Stólarnir verða með í Evrópukeppninni í vetur „Getum ekki beðið eftir að sjá þig gera kraftaverk“ Yfirgefur Aþenu og semur við nýliðana Elvar Már til Póllands Erlendum leikmönnum Ármanns fækkar um einn Oladipo með augastað á endurkomu Enginn Kobe Bryant á topp tíu yfir þá bestu í sögunni Wembanyama fær grænt ljós frá læknateymi Spurs Raggi Nat á Nesið Sautján ára troðsludrottning vekur athygli Stólarnir semja við spænskan leikstjórnanda Sjá meira
Vörnin verri en nokkru sinni fyrr „Hræðilegt svar við því sem gerist núna á síðustu dögum,“ sagði þáttastjórnandinn Stefán Árni og átti þar við að eftir þarsíðasta leik gegn KR steig Pétur Ingvarsson, þjálfari Keflavíkur, frá borði. Magnús Þór Gunnarsson stýrði liðinu í leiknum gegn ÍR á fimmtudag. ÍR byrjaði töluvert betur og komst þrettán stigum yfir 2-15. „Maður sá það strax frá fyrstu sekúndu hversu hræddir þeir [Keflvíkingar] voru, þeir voru hræddir í öllum aðgerðum sóknarlega, sem hefur ekki verið vandamál hingað til. Sóknin hefur yfirleitt gengið ágætlega, en vörnin hélt áfram að vera léleg og varð eiginlega verri en hún hefur nokkru sinni verið,“ sagði Sævar Sævarsson. „Ég hélt að þeir kæmu alveg dýrvitlausir í þennan leik. Þeir eru með Magga þarna að taka leik, þeir eiga bara að sýna honum þá virðingu að koma út með smá blóð á tönnunum,“ tók Helgi Már Magnússon undir. „Hvernig gat þessi leikmaður komist í NBA?“ „Auðvitað verðum við að hrósa ÍR-ingum fyrir þeirra innkomu. Strákar sem spila venjulega ekki mjög mikið komu þarna og gjörsamlega pökkuðu saman einhverjum „stjörnum“ í Keflavíkurliðinu. Sjá þennan leikmann sem var fenginn hérna sem einhver NBA stjarna…“ sagði Sævar um Ty-Shon Alexander, fyrrum leikmann Phoenix Suns. Ty-Shon Alexander mun ekki fá annað starf að mati Sævars. „Ég velti því fyrir mér og ræddi þetta við gamlan körfuboltamann í hádeginu; Er NBA deildin svona léleg eða? Hvernig gat þessi leikmaður komist í NBA? Það segir mér kannski frekar að hann hafi einhvern tímann verið mjög góður og sé bara búinn að gefast upp á körfuboltaferlinum sínum, vegna þess að frammistaða hans er svo léleg að ég efast um að hann muni bara fá starf eftir þetta,“ sagði Sævar einnig en alla umræðuna um Keflavík má sjá í spilaranum hér fyrir neðan. Klippa: Vandræði Keflavíkur í Bónus deild karla Keflavík hefur nú tapað fjórum leikjum í röð og gæti þurft að þola fimmta tapið næsta fimmtudag þegar liðið heimsækir Hauka. Þetta er í áttunda sinn frá upphafi sem Keflavík tapar fjórum leikjum í röð í efstu deild en það hefur aldrei gerst að Keflavík tapi fimm í röð.
Körfuboltakvöld Bónus-deild karla Keflavík ÍF Mest lesið Uppgjörið: Lech Poznan - Breiðablik 7-1 | Afhroð í Póllandi Fótbolti Styttist í að Orri Steinn verði ekki lengur stærsta sala FCK Fótbolti Hrósuðu Túfa í hástert: „Á einhvern hátt heldur maður með honum“ Fótbolti Borgarstjórinn forðast að ræða hótanir Trumps Sport Í beinni: England - Ítalía | Úrslitaleikur í boði Fótbolti „Fjölmennasti leikur sem Breiðablik hefur spilað“ Fótbolti Mætti með bikarinn á frumsýningu Happy Gilmore Golf Rakarastofa og sjónvarp fyrir alla í flottasta búningsklefa heims Sport Sögunni endalausu um Gyökeres loksins að ljúka Enski boltinn Þurfa að losa leikmenn til að skrá Rashford Fótbolti Fleiri fréttir Daðraði við Dallas áður en hann skrifaði undir hjá Lakers á nýjan leik Frá Skagafirði á Akranes Paul ætlar að klára ferilinn hjá Clippers Gömul Boston Celtics stjarna semur við Los Angeles Lakers Þjóðverjar sendu íslensku strákana niður í B-deildina Fyrsta konan til að þjálfa karlalið í Brasilíu „Borgið okkur það sem þið skuldið okkur“ Strákarnir tryggðu sér úrslitaleik um sæti í A-deild EM með stórsigri Vill eyða draugasögunni um að Grindavík spili ekki í Grindavík í vetur Slapp snemma úr sjö ára banni og samdi strax við Skagamenn Ofurstjarnan Caitlin Clark ekki með í Stjörnuleiknum Hörður tekur við starfi Arnars Guðjóns hjá KKÍ Fær átta milljarða frá tveimur félögum á tímabili þar sem hann spilar ekki leik Bjóða dómurum í WNBA ókeypis LASIK aðgerðir Hentu frá sér leiknum með hörmungarbyrjun á seinni Körfuboltakvöld í Boston: Nablinn tók viðtal við Ice Cube og sættist við Pargo Caitlin Clark aftur meidd og vandaði dómaranum ekki kveðjurnar Bradley Beal til Clippers Íslensku strákarnir töpuðu stórt í sextán liða úrslitunum Stólarnir verða með í Evrópukeppninni í vetur „Getum ekki beðið eftir að sjá þig gera kraftaverk“ Yfirgefur Aþenu og semur við nýliðana Elvar Már til Póllands Erlendum leikmönnum Ármanns fækkar um einn Oladipo með augastað á endurkomu Enginn Kobe Bryant á topp tíu yfir þá bestu í sögunni Wembanyama fær grænt ljós frá læknateymi Spurs Raggi Nat á Nesið Sautján ára troðsludrottning vekur athygli Stólarnir semja við spænskan leikstjórnanda Sjá meira