Útvarp allra starfsmanna – Þegar RÚV verður verkfæri pólitískra herferða Svanur Guðmundsson skrifar 9. febrúar 2025 07:01 Fjölmiðlar eiga að vera sjálfstæðir, óháðir og vinna að sannleikanum. Þeir eiga að vera gagnrýnir en jafnframt sanngjarnir og fylgja siðareglum sem tryggja að fréttir séu ekki spunnar úr engu eða fengnar með óheiðarlegum hætti. En á undanförnum árum hefur ríkisfjölmiðillinn RÚV – eða Útvarp allra starfsmanna, eins og ég kýs að kalla þetta batterí – sýnt að hann þjónar öðrum hagsmunum en þeim sem hann á að standa fyrir. Þjófnaður, ólögleg gagnaöflun og fjölmiðlafárið gegn Páli Steingrímssyni Fjölmiðlar ættu að fordæma glæpsamlega háttsemi, ekki taka þátt í henni. En þegar sími Páls Steingrímssonar var stolið og persónulegum gögnum hans lekið til fjölmiðla, þá var viðbragð þeirra sem fengu gögnin ekki að tilkynna lögreglu um þjófnaðinn – heldur að nýta sér hann. Þeir sem stóðu að þessum verknaði gengu svo langt að: Stela símanum og fara í gegnum hann með það eitt í huga að finna eitthvað sem mætti nota gegn Páli. Dreifa upplýsingum úr honum þrátt fyrir að ekkert fréttnæmt væri í honum. Búa til sögur um meintar „skæruliðadeildir“ og aðrar samsæriskenningar, sem hver og ein hefur reynst vera innantómur tilbúningur. Þegar málið var rannsakað af lögreglu, komu fjölmiðlamennirnir sem höfðu unnið úr þessum ólöglega fengnu gögnum sér undan og neituðu að vinna með yfirvöldum. Þeir vildu aðrir sætu undir ásökunum, á meðan þeir sjálfir héldu áfram í skjóli fjölmiðlahlífar sinnar. Útvarp allra starfsmanna – RÚV sem áróðursmaskína En RÚV hefur ekki aðeins tekið þátt í þessari ófaglegu fréttamennsku heldur hefur stofnunin ítrekað haldið á lofti efni sem er fengið undir fölsku flaggi. Þeir birta efni þar sem ekkert saknæmt er til staðar en reyna engu að síður að skapa skandal úr engu. Tökum dæmi um þegar sonur Jóns Gunnarssonar var tekinn upp án hans vitundar þar sem hann ræddi um föður sinn og hvalveiðar. Upptakan var gerð án samþykkis hans. Þetta var ekki fréttnæmt heldur var reynt að spinna upp einhvers konar deilu út frá einkasamtali. Markmiðið var ekki að upplýsa almenning heldur að skaða mannorð og koma höggi á viðkomandi fjölskyldu. Þetta er ekki hlutlæg fréttamennska. Þetta er ekki rannsóknarblaðamennska. Þetta er ekki þjónusta við almenning. Þetta er hreinn pólitískur áróður sem miðillinn reynir að réttlæta með fögrum orðum um gagnrýna umfjöllun. Hver borgar fyrir þetta? Það sem gerir þetta enn alvarlegra er að þessi fjölmiðill er rekinn fyrir skattfé landsmanna. Páll Steingrímsson, Jón Gunnarsson og fjölskyldur þeirra borga í raun laun þeirra sem beita sér gegn þeim. Skattgreiðendur eiga ekki að fjármagna áróður, heldur trausta og óháða fréttamennsku. Ef RÚV ætlar að halda áfram á þessari braut, þar sem markviss áróður og siðlaus fréttamennska verða hluti af rekstrarmódeli stofnunarinnar, þá á almenningur skilið annað hvort að: Endurskoða fjármögnun RÚV, þar sem almenningur hefur meira að segja um hvernig fé þeirra er notað eða að krefjast aðhalds og ábyrgðar, þannig að RÚV verði ekki notað sem vopn fyrir pólitískar herferðir heldur sem trúverðugur fjölmiðill. Hverjir eiga að skammast sín? Það eru ekki Páll Steingrímsson eða Jón Gunnarsson sem eiga að skammast sín. Það eru ekki fórnarlömb þessarar villtu fjölmiðlastefnu. Það eru þeir sem tóku þátt í að þjófnaður á persónulegum gögnum væri notaður sem fréttnæring. Það eru þeir sem nýta ríkisfjölmiðilinn í pólitískum tilgangi og verja sín eigin hagsmuni með skrumskælingu á fréttum. Þeir sem halda á hnífnum – ekki þeir sem verða fyrir honum – eiga að axla ábyrgð.Ef RÚV ætlar að kalla aðra til ábyrgðar, þá verður stofnunin fyrst að horfa í eigin barm. Annars erum við einfaldlega að fjármagna áróðursstofnun, ekki fjölmiðil. Höfundur er framkvæmdastjóri Bláa hagkerfisins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Svanur Guðmundsson Ríkisútvarpið Samherjaskjölin Byrlunar- og símastuldarmálið Mest lesið Þegar ríkið fer á sjóinn Svanur Guðmundsson Skoðun Heilbrigðisráðherra og stjórn VIRK hafa brugðist okkur Eden Frost Kjartansbur Skoðun Opið bréf til stjórnmálafólks um málefni Palestínu og Ísraels Hjálmtýr Heiðdal Skoðun Verið er að umbreyta borginni en hvað viljum við? Helgi Áss Grétarsson Skoðun Raddir fanga Helgi Gunnlaugsson Skoðun Gróður, einmanaleiki og samfélagsleg samheldni Auður Kjartansdóttir Skoðun Heilbrigðisstarfsfólk eru ekki skotmörk Elísabet Herdísar Brynjarsdóttir,Hildur Harðardóttir,Tryggvi Egilsson,Sunna Snædal,Yousef Tamimi,Örvar Gunnarsson Skoðun Leiðrétting veiðigjalda og varðstaðan um sérhagsmuni Árni Rúnar Þorvaldsson Skoðun Öfgar á Íslandi Ágúst Ólafur Ágústsson Skoðun Þétting í þágu hverra? Sara Björg Sigurðardóttir Skoðun Skoðun Skoðun Heilbrigðisráðherra og stjórn VIRK hafa brugðist okkur Eden Frost Kjartansbur skrifar Skoðun Þegar ríkið fer á sjóinn Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Íbúðarhúsnæði sem heimili fólks Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Íslenskumælandi hjúkrunarfræðingar Guðbjörg Pálsdóttir skrifar Skoðun Heilbrigðisstarfsfólk eru ekki skotmörk Elísabet Herdísar Brynjarsdóttir,Hildur Harðardóttir,Tryggvi Egilsson,Sunna Snædal,Yousef Tamimi,Örvar Gunnarsson skrifar Skoðun Leiðrétting veiðigjalda og varðstaðan um sérhagsmuni Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar Skoðun Þjóðminjasafn án fornleifafræðinga Snædís Sunna Thorlacius,Ingibjörg Áskelsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til stjórnmálafólks um málefni Palestínu og Ísraels Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Í lífshættu eftir ofbeldi Jokka G Birnudóttir skrifar Skoðun Verið er að umbreyta borginni en hvað viljum við? Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Hvers vegna skiptir máli hvernig talað er um velferð dýra? Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar Skoðun Gróður, einmanaleiki og samfélagsleg samheldni Auður Kjartansdóttir skrifar Skoðun Ljúkum því sem hafið er - ný bálstofa í Gufunesi Ingvar Stefánsson skrifar Skoðun Raddir fanga Helgi Gunnlaugsson skrifar Skoðun Kann Jón Steindór ekki að reikna? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Lífið sem var – á Gaza Israa Saed,Katrín Harðardóttir skrifar Skoðun Vöxtur inn á við og blönduð borgarbyggð er málið Ásdís Hlökk Theodórsdóttir skrifar Skoðun Tilskipanafyllerí Trumps Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Öfgar á Íslandi Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Borg þarf breidd, land þarf lausnir Ásta Björg Björgvinsdóttir skrifar Skoðun Framtíð safna í síbreytilegum samfélögum Dagrún Ósk Jónsdóttir skrifar Skoðun Rjúfum þögnina og tölum um dauðann Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Virðisaukaskattur í ferðaþjónustu: Skattfríðindi eða röng túlkun? Eðli virðisaukaskatts, alþjóðlegt samhengi og hlutverk ferðaþjónustunnar sem gjaldeyrisskapandi útflutningsgreinar Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Fátækt á Íslandi: Áskoranir, viðkvæmir hópar og leiðir til úrbóta Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Verndum vörumerki í tónlist Eiríkur Sigurðsson skrifar Skoðun Hann valdi sér nafnið Leó Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Misskilin sjálfsmynd Finnur Thorlacius Eiríksson skrifar Skoðun Hvenær er nóg nóg? Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Byggðalína eða Borgarlína Guðmundur Haukur Jakobsson skrifar Skoðun Úlfar sem forðast sól! Jóna Guðbjörg Árnadóttir skrifar Sjá meira
Fjölmiðlar eiga að vera sjálfstæðir, óháðir og vinna að sannleikanum. Þeir eiga að vera gagnrýnir en jafnframt sanngjarnir og fylgja siðareglum sem tryggja að fréttir séu ekki spunnar úr engu eða fengnar með óheiðarlegum hætti. En á undanförnum árum hefur ríkisfjölmiðillinn RÚV – eða Útvarp allra starfsmanna, eins og ég kýs að kalla þetta batterí – sýnt að hann þjónar öðrum hagsmunum en þeim sem hann á að standa fyrir. Þjófnaður, ólögleg gagnaöflun og fjölmiðlafárið gegn Páli Steingrímssyni Fjölmiðlar ættu að fordæma glæpsamlega háttsemi, ekki taka þátt í henni. En þegar sími Páls Steingrímssonar var stolið og persónulegum gögnum hans lekið til fjölmiðla, þá var viðbragð þeirra sem fengu gögnin ekki að tilkynna lögreglu um þjófnaðinn – heldur að nýta sér hann. Þeir sem stóðu að þessum verknaði gengu svo langt að: Stela símanum og fara í gegnum hann með það eitt í huga að finna eitthvað sem mætti nota gegn Páli. Dreifa upplýsingum úr honum þrátt fyrir að ekkert fréttnæmt væri í honum. Búa til sögur um meintar „skæruliðadeildir“ og aðrar samsæriskenningar, sem hver og ein hefur reynst vera innantómur tilbúningur. Þegar málið var rannsakað af lögreglu, komu fjölmiðlamennirnir sem höfðu unnið úr þessum ólöglega fengnu gögnum sér undan og neituðu að vinna með yfirvöldum. Þeir vildu aðrir sætu undir ásökunum, á meðan þeir sjálfir héldu áfram í skjóli fjölmiðlahlífar sinnar. Útvarp allra starfsmanna – RÚV sem áróðursmaskína En RÚV hefur ekki aðeins tekið þátt í þessari ófaglegu fréttamennsku heldur hefur stofnunin ítrekað haldið á lofti efni sem er fengið undir fölsku flaggi. Þeir birta efni þar sem ekkert saknæmt er til staðar en reyna engu að síður að skapa skandal úr engu. Tökum dæmi um þegar sonur Jóns Gunnarssonar var tekinn upp án hans vitundar þar sem hann ræddi um föður sinn og hvalveiðar. Upptakan var gerð án samþykkis hans. Þetta var ekki fréttnæmt heldur var reynt að spinna upp einhvers konar deilu út frá einkasamtali. Markmiðið var ekki að upplýsa almenning heldur að skaða mannorð og koma höggi á viðkomandi fjölskyldu. Þetta er ekki hlutlæg fréttamennska. Þetta er ekki rannsóknarblaðamennska. Þetta er ekki þjónusta við almenning. Þetta er hreinn pólitískur áróður sem miðillinn reynir að réttlæta með fögrum orðum um gagnrýna umfjöllun. Hver borgar fyrir þetta? Það sem gerir þetta enn alvarlegra er að þessi fjölmiðill er rekinn fyrir skattfé landsmanna. Páll Steingrímsson, Jón Gunnarsson og fjölskyldur þeirra borga í raun laun þeirra sem beita sér gegn þeim. Skattgreiðendur eiga ekki að fjármagna áróður, heldur trausta og óháða fréttamennsku. Ef RÚV ætlar að halda áfram á þessari braut, þar sem markviss áróður og siðlaus fréttamennska verða hluti af rekstrarmódeli stofnunarinnar, þá á almenningur skilið annað hvort að: Endurskoða fjármögnun RÚV, þar sem almenningur hefur meira að segja um hvernig fé þeirra er notað eða að krefjast aðhalds og ábyrgðar, þannig að RÚV verði ekki notað sem vopn fyrir pólitískar herferðir heldur sem trúverðugur fjölmiðill. Hverjir eiga að skammast sín? Það eru ekki Páll Steingrímsson eða Jón Gunnarsson sem eiga að skammast sín. Það eru ekki fórnarlömb þessarar villtu fjölmiðlastefnu. Það eru þeir sem tóku þátt í að þjófnaður á persónulegum gögnum væri notaður sem fréttnæring. Það eru þeir sem nýta ríkisfjölmiðilinn í pólitískum tilgangi og verja sín eigin hagsmuni með skrumskælingu á fréttum. Þeir sem halda á hnífnum – ekki þeir sem verða fyrir honum – eiga að axla ábyrgð.Ef RÚV ætlar að kalla aðra til ábyrgðar, þá verður stofnunin fyrst að horfa í eigin barm. Annars erum við einfaldlega að fjármagna áróðursstofnun, ekki fjölmiðil. Höfundur er framkvæmdastjóri Bláa hagkerfisins.
Heilbrigðisstarfsfólk eru ekki skotmörk Elísabet Herdísar Brynjarsdóttir,Hildur Harðardóttir,Tryggvi Egilsson,Sunna Snædal,Yousef Tamimi,Örvar Gunnarsson Skoðun
Skoðun Heilbrigðisstarfsfólk eru ekki skotmörk Elísabet Herdísar Brynjarsdóttir,Hildur Harðardóttir,Tryggvi Egilsson,Sunna Snædal,Yousef Tamimi,Örvar Gunnarsson skrifar
Skoðun Hvers vegna skiptir máli hvernig talað er um velferð dýra? Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar
Skoðun Virðisaukaskattur í ferðaþjónustu: Skattfríðindi eða röng túlkun? Eðli virðisaukaskatts, alþjóðlegt samhengi og hlutverk ferðaþjónustunnar sem gjaldeyrisskapandi útflutningsgreinar Þórir Garðarsson skrifar
Skoðun Fátækt á Íslandi: Áskoranir, viðkvæmir hópar og leiðir til úrbóta Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar
Heilbrigðisstarfsfólk eru ekki skotmörk Elísabet Herdísar Brynjarsdóttir,Hildur Harðardóttir,Tryggvi Egilsson,Sunna Snædal,Yousef Tamimi,Örvar Gunnarsson Skoðun