Vara við hættu á skriðum og grjóthruni á Vestfjörðum Eiður Þór Árnason skrifar 9. febrúar 2025 14:24 Veðurstofan varar við því að yfirborðshreyfingar eins og grjóthrun, farvegabundnar aurskriður og jarðvegsskriður geti átt sér stað fyrirvaralaust og skyndilega á Vestfjörðum. Vísir/Arnar Auknar líkur eru á skriðum og grjóthruni á Vestfjörðum en úrkomusamt veður verður bæði þar og á Snæfellsnesi í dag og nótt. Úrkoman er aðallega í formi rigningar en við hana bætist svo yfirborðsrennsli vegna leysinga. Gular viðvaranir eru í gildi á svæðinu vegna sunnan hvassviðris. Í kjölfar úrkomunnar má búast við vatnavöxtum í ám og lækjum, og farvegir sem venjulega eru vatnslausir geta fyllst. Veðurstofan varar við því að yfirborðshreyfingar eins og grjóthrun, farvegabundnar aurskriður og jarðvegsskriður geti átt sér stað fyrirvaralaust og skyndilega á Vestfjörðum. Því er varað við því að dvelja undir bröttum hlíðum og ástæða sögð til að sýna aðgát á vegum landsins, sérstaklega á Vestfjörðum. Þessar aðstæður geti jafnframt skapað hættu í vegakerfinu. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Veðurstofu Íslands. Hitastig verður víða um 5 stig sem ýtir undir leysingar. Gular viðvaranir eru í gildi vegna veðurs á Vestfjörðum, Breiðafirði, Miðhálendi, Ströndum og Norðurlandi vestra. Geti náð 35 metrum á sekúndu á Snæfellsnesi, í Fljótum og á Siglufjarðarvegi Spáð er sunnan 8 til 15 metrum á sekúndu, en 15 til 20 í vindstrengjum á norðvestanverðu landinu. Rigning víða um land, talsverð eða mikil við Breiðafjörð, en úrkomulítið norðaustanlands. Hlýnandi veður, hiti 4 til 8 stig seinnipartinn. Sunnan 10 til 18 metrar á sekúndu á morgun og rigning eða súld með köflum og áfram svipaður hiti, en léttskýjað á Norðausturlandi. Dregur úr vindi annað kvöld. Veðurfræðingur Vegagerðarinnar segir að í dag gangi hvöss sunnanátt um norðvestanvert landið og staðbundið geti hviður náð um og yfir 35 metrum á sekúndu. Einkum á norðanverðu Snæfellsnesi og í Fljótum og á Siglufjarðarvegi. Þetta standi fram á kvöld. Veður Tengdar fréttir Gular viðvaranir og ekkert ferðaveður Gul veðurviðvörun tekur gildi klukkan 10 í Breiðafirði, klukkan 12 á Vestfjörðum, klukkan 13 á Ströndum og Norðurlandi vestra og klukkan 14 á Miðhálendi. Viðvörunin verður í gildi þar til snemma á morgun, mánudag. Í viðvörun Veðurstofunnar segir að búast megi við sunnan 13 til 20 metrum á sekúndu og vindhviðum allt að 35 metrum á sekúndu. Það gæti verið varasamt fyrir ökutæki sem taka á sig mikinn vind. 9. febrúar 2025 07:26 Mest lesið Ungur drengur fékk púður úr flugeldi í augað Innlent „Fasistinn“ og „kommúnistinn“ grófu stríðsöxina Erlent Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Innlent Ungt fólk glími við offitu eftir einangrun í kjölfar Covid Innlent Viðreisn hafi tekið upp málflutning Miðflokksins Innlent Magnús Guðmundsson er látinn Innlent Ráðherra hvatti börn til þess að mótmæla bókstafakerfi Innlent Flestir vilja að störf sérstaks saksóknara verði rannsökuð Innlent Mæðgurnar svöruðu engu Innlent Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Innlent Fleiri fréttir Ungt fólk glími við offitu eftir einangrun í kjölfar Covid Ungur drengur fékk púður úr flugeldi í augað Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Viðreisn hafi tekið upp málflutning Miðflokksins Hernaðarstuðningur hækkar ekki og Rutte kunnugt um „íslenska öryggismódelið“ 80% nemenda á Laugarvatni eru í kór menntaskólans Ráðherra hvatti börn til þess að mótmæla bókstafakerfi Flestir vilja að störf sérstaks saksóknara verði rannsökuð Meira í varnarmál og heitar umræður í beinni Erlendum vasaþjófum vísað úr landi Stöðvuðu stækkun Sigöldustöðvar Kanna fýsileika landeldis á Bakka Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Vara við netsvikum í nafni Skattsins Tæp tvö ár fyrir smygl á tæpum tveimur kílóum af kókaíni Hafa áhyggjur af fjármögnun loftslagsaðgerða stjórnvalda Stöðvar framkvæmdir við nýja Kaffistofu Samhjálpar Öryrkjar fá nú síður gjafsókn Fjörðurinn orðinn tvöfalt stærri Sveinn Óskar leiðir listann áfram Foreldrar eigi líka að leggja símann frá sér Samgönguáætlun ekki afgreidd á haustþingi Spáir enn desembergosi Ný fjármögnunarleið að ryðja sér til rúms og friðaráætlun í Úkraínu gagnrýnd Margir skorað á Ingibjörgu í formanninn Játaði líkamsárás en sleppur í bili vegna tölvubréfs dómara Bílvelta og árekstur í hálkunni Vísbendingar um að færri unglingar drekki áfengi Ráðin bæjarritari í Hveragerði Vilja tryggja stöðu ungs fólks í prófkjöri Samfylkingarinnar Sjá meira
Í kjölfar úrkomunnar má búast við vatnavöxtum í ám og lækjum, og farvegir sem venjulega eru vatnslausir geta fyllst. Veðurstofan varar við því að yfirborðshreyfingar eins og grjóthrun, farvegabundnar aurskriður og jarðvegsskriður geti átt sér stað fyrirvaralaust og skyndilega á Vestfjörðum. Því er varað við því að dvelja undir bröttum hlíðum og ástæða sögð til að sýna aðgát á vegum landsins, sérstaklega á Vestfjörðum. Þessar aðstæður geti jafnframt skapað hættu í vegakerfinu. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Veðurstofu Íslands. Hitastig verður víða um 5 stig sem ýtir undir leysingar. Gular viðvaranir eru í gildi vegna veðurs á Vestfjörðum, Breiðafirði, Miðhálendi, Ströndum og Norðurlandi vestra. Geti náð 35 metrum á sekúndu á Snæfellsnesi, í Fljótum og á Siglufjarðarvegi Spáð er sunnan 8 til 15 metrum á sekúndu, en 15 til 20 í vindstrengjum á norðvestanverðu landinu. Rigning víða um land, talsverð eða mikil við Breiðafjörð, en úrkomulítið norðaustanlands. Hlýnandi veður, hiti 4 til 8 stig seinnipartinn. Sunnan 10 til 18 metrar á sekúndu á morgun og rigning eða súld með köflum og áfram svipaður hiti, en léttskýjað á Norðausturlandi. Dregur úr vindi annað kvöld. Veðurfræðingur Vegagerðarinnar segir að í dag gangi hvöss sunnanátt um norðvestanvert landið og staðbundið geti hviður náð um og yfir 35 metrum á sekúndu. Einkum á norðanverðu Snæfellsnesi og í Fljótum og á Siglufjarðarvegi. Þetta standi fram á kvöld.
Veður Tengdar fréttir Gular viðvaranir og ekkert ferðaveður Gul veðurviðvörun tekur gildi klukkan 10 í Breiðafirði, klukkan 12 á Vestfjörðum, klukkan 13 á Ströndum og Norðurlandi vestra og klukkan 14 á Miðhálendi. Viðvörunin verður í gildi þar til snemma á morgun, mánudag. Í viðvörun Veðurstofunnar segir að búast megi við sunnan 13 til 20 metrum á sekúndu og vindhviðum allt að 35 metrum á sekúndu. Það gæti verið varasamt fyrir ökutæki sem taka á sig mikinn vind. 9. febrúar 2025 07:26 Mest lesið Ungur drengur fékk púður úr flugeldi í augað Innlent „Fasistinn“ og „kommúnistinn“ grófu stríðsöxina Erlent Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Innlent Ungt fólk glími við offitu eftir einangrun í kjölfar Covid Innlent Viðreisn hafi tekið upp málflutning Miðflokksins Innlent Magnús Guðmundsson er látinn Innlent Ráðherra hvatti börn til þess að mótmæla bókstafakerfi Innlent Flestir vilja að störf sérstaks saksóknara verði rannsökuð Innlent Mæðgurnar svöruðu engu Innlent Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Innlent Fleiri fréttir Ungt fólk glími við offitu eftir einangrun í kjölfar Covid Ungur drengur fékk púður úr flugeldi í augað Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Viðreisn hafi tekið upp málflutning Miðflokksins Hernaðarstuðningur hækkar ekki og Rutte kunnugt um „íslenska öryggismódelið“ 80% nemenda á Laugarvatni eru í kór menntaskólans Ráðherra hvatti börn til þess að mótmæla bókstafakerfi Flestir vilja að störf sérstaks saksóknara verði rannsökuð Meira í varnarmál og heitar umræður í beinni Erlendum vasaþjófum vísað úr landi Stöðvuðu stækkun Sigöldustöðvar Kanna fýsileika landeldis á Bakka Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Vara við netsvikum í nafni Skattsins Tæp tvö ár fyrir smygl á tæpum tveimur kílóum af kókaíni Hafa áhyggjur af fjármögnun loftslagsaðgerða stjórnvalda Stöðvar framkvæmdir við nýja Kaffistofu Samhjálpar Öryrkjar fá nú síður gjafsókn Fjörðurinn orðinn tvöfalt stærri Sveinn Óskar leiðir listann áfram Foreldrar eigi líka að leggja símann frá sér Samgönguáætlun ekki afgreidd á haustþingi Spáir enn desembergosi Ný fjármögnunarleið að ryðja sér til rúms og friðaráætlun í Úkraínu gagnrýnd Margir skorað á Ingibjörgu í formanninn Játaði líkamsárás en sleppur í bili vegna tölvubréfs dómara Bílvelta og árekstur í hálkunni Vísbendingar um að færri unglingar drekki áfengi Ráðin bæjarritari í Hveragerði Vilja tryggja stöðu ungs fólks í prófkjöri Samfylkingarinnar Sjá meira
Gular viðvaranir og ekkert ferðaveður Gul veðurviðvörun tekur gildi klukkan 10 í Breiðafirði, klukkan 12 á Vestfjörðum, klukkan 13 á Ströndum og Norðurlandi vestra og klukkan 14 á Miðhálendi. Viðvörunin verður í gildi þar til snemma á morgun, mánudag. Í viðvörun Veðurstofunnar segir að búast megi við sunnan 13 til 20 metrum á sekúndu og vindhviðum allt að 35 metrum á sekúndu. Það gæti verið varasamt fyrir ökutæki sem taka á sig mikinn vind. 9. febrúar 2025 07:26