„Fólk má alveg dæma mig“ Sindri Sverrisson skrifar 10. febrúar 2025 09:04 Ange Postecoglou var brúnaþungur í gær enda hefur gengi Tottenham verið afleitt. Getty/Catherine Ivill Tottenham-menn hafa átt afar erfiða daga að undanförnu en stjóri liðsins, Ange Postecoglou, vill að öll gagnrýni beinist að sér en ekki að leikmönnum liðsins. Á aðeins örfáum dögum lauk báðum bikardraumum Tottenham en liðið steinlá gegn Liverpool á fimmtudaginn, 4-0, í seinni leik liðanna í undanúrslitum deildabikarins og tapaði svo 2-1 gegn Aston Villa í enska bikarnum í gær. Einu vonir Tottenham um titil á leiktíðinni eru því í Evrópudeildinni en liðið situr í 14. sæti af 20 liðum ensku úrvalsdeildarinnar, aðeins tíu stigum frá fallsæti eftir 24 umferðir en 29 stigum frá toppliði Liverpool. Stuðningsmenn Tottenham hafa helst kosið að láta spjótin beinast að Daniel Levy, eiganda Tottenham, fyrir að leggja ekki nógu mikið í leikmannakaup. Segir leikmenn hafa staðið sig einstaklega vel Postecoglou hefur sjálfur ítrekað kennt miklum meiðslum um þetta slæma gengi í vetur. Aðspurður hvort að það væri aðeins hægt að dæma hans frammistöðu þegar allir lykilmenn yrðu tiltækir að nýju svaraði hann: „Fólk má alveg dæma mig. Það getur sagt að ég hafi skilað slæmu starfi, ráði ekki við þetta eða hvað sem er. Það er í góðu lagi. Það sem ég er hins vegar að segja er að það er ekki hægt að gagnrýna frammistöðu leikmanna á þessum tímapunkti. Ef að menn ætla að dæma út frá því sem þeir eru að gera akkúrat núna, án þess að taka tillit til þeirra öfgafullu aðstæðna sem þeir eru í núna, þá yrði sú greining bjöguð og ekki hlutlaus,“ sagði Postecoglou og hélt áfram. „Ef að það er gert til þess að losna við mig þá er það bara þannig. Flott hjá ykkur. Geri það endilega. En þessi hópur af leikmönnum hefur staðið sig með framúrskarandi hætti síðustu tvo og hálfan mánuð.“ Enski boltinn Mest lesið Uppgjörið: Lech Poznan - Breiðablik 7-1 | Afhroð í Póllandi Fótbolti Enskar í úrslit eftir dramatík Fótbolti Styttist í að Orri Steinn verði ekki lengur stærsta sala FCK Fótbolti Hrósuðu Túfa í hástert: „Á einhvern hátt heldur maður með honum“ Fótbolti Borgarstjórinn forðast að ræða hótanir Trumps Sport „Fjölmennasti leikur sem Breiðablik hefur spilað“ Fótbolti Mætti með bikarinn á frumsýningu Happy Gilmore Golf Rakarastofa og sjónvarp fyrir alla í flottasta búningsklefa heims Sport Sögunni endalausu um Gyökeres loksins að ljúka Enski boltinn Búinn að eyða yfir tuttugu milljörðum en segist vanta meira Fótbolti Fleiri fréttir Palace áfrýjar og vill spila í Evrópudeildinni Sögunni endalausu um Gyökeres loksins að ljúka Amorim og Guardiola vilja fyrrum lærisvein þess fyrrnefnda Mbeumo staðfestur hjá félagi drauma sinna Nýi Liverpool maðurinn í fámennum hópi með Mo Salah Will Ferrell stal athyglinni frá daufum leik Man.United í gær Liverpool kaupir Ekitike fyrir meira en níutíu milljónir evra Rannsaka Íslendingafélagið Burton Albion Rashford nálgast Barcelona Hvar mun Mbeumo spila fyrir Man United? Hrókeringar í markmannsmálum Man City Ince missir prófið og þarf að borga yfir milljón í sekt Madueke skrifar undir hjá Arsenal Hittust á Íslandi og keyptu Mbeumo Stuðningsmenn Manchester United oftast handteknir Snoop Dogg orðinn einn af eigendum Swansea City Liverpool langt komið með að kaupa Ekitike Eigendur Burnley eignast hitt liðið í Barcelona Liverpool reynir líka við Ekitike Steven Gerrard orðinn afi Liverpool tilbúið að slá metið aftur Íslandsvinirnir í Puma borga Manchester City 165 milljarða Kaupa ekki Ekitike vegna þess að þeir ætli að selja Isak til Liverpool Fyrrum leikmaður Manchester United lögsækir félagið Númerin í enska boltanum sem enginn má spila í Umboðsmenn Gyökeres lentir í London og hann sagður á leið í Arsenal Liverpool heiðraði minningu Jota og vann sigur Mínútu þögn fyrir fyrsta leik Liverpool síðan Jota féll frá Grealish líkast til á förum en elskar samt City „meira en allt“ Rio Ferdinand húðskammar Arsenal stuðningsmenn Sjá meira
Á aðeins örfáum dögum lauk báðum bikardraumum Tottenham en liðið steinlá gegn Liverpool á fimmtudaginn, 4-0, í seinni leik liðanna í undanúrslitum deildabikarins og tapaði svo 2-1 gegn Aston Villa í enska bikarnum í gær. Einu vonir Tottenham um titil á leiktíðinni eru því í Evrópudeildinni en liðið situr í 14. sæti af 20 liðum ensku úrvalsdeildarinnar, aðeins tíu stigum frá fallsæti eftir 24 umferðir en 29 stigum frá toppliði Liverpool. Stuðningsmenn Tottenham hafa helst kosið að láta spjótin beinast að Daniel Levy, eiganda Tottenham, fyrir að leggja ekki nógu mikið í leikmannakaup. Segir leikmenn hafa staðið sig einstaklega vel Postecoglou hefur sjálfur ítrekað kennt miklum meiðslum um þetta slæma gengi í vetur. Aðspurður hvort að það væri aðeins hægt að dæma hans frammistöðu þegar allir lykilmenn yrðu tiltækir að nýju svaraði hann: „Fólk má alveg dæma mig. Það getur sagt að ég hafi skilað slæmu starfi, ráði ekki við þetta eða hvað sem er. Það er í góðu lagi. Það sem ég er hins vegar að segja er að það er ekki hægt að gagnrýna frammistöðu leikmanna á þessum tímapunkti. Ef að menn ætla að dæma út frá því sem þeir eru að gera akkúrat núna, án þess að taka tillit til þeirra öfgafullu aðstæðna sem þeir eru í núna, þá yrði sú greining bjöguð og ekki hlutlaus,“ sagði Postecoglou og hélt áfram. „Ef að það er gert til þess að losna við mig þá er það bara þannig. Flott hjá ykkur. Geri það endilega. En þessi hópur af leikmönnum hefur staðið sig með framúrskarandi hætti síðustu tvo og hálfan mánuð.“
Enski boltinn Mest lesið Uppgjörið: Lech Poznan - Breiðablik 7-1 | Afhroð í Póllandi Fótbolti Enskar í úrslit eftir dramatík Fótbolti Styttist í að Orri Steinn verði ekki lengur stærsta sala FCK Fótbolti Hrósuðu Túfa í hástert: „Á einhvern hátt heldur maður með honum“ Fótbolti Borgarstjórinn forðast að ræða hótanir Trumps Sport „Fjölmennasti leikur sem Breiðablik hefur spilað“ Fótbolti Mætti með bikarinn á frumsýningu Happy Gilmore Golf Rakarastofa og sjónvarp fyrir alla í flottasta búningsklefa heims Sport Sögunni endalausu um Gyökeres loksins að ljúka Enski boltinn Búinn að eyða yfir tuttugu milljörðum en segist vanta meira Fótbolti Fleiri fréttir Palace áfrýjar og vill spila í Evrópudeildinni Sögunni endalausu um Gyökeres loksins að ljúka Amorim og Guardiola vilja fyrrum lærisvein þess fyrrnefnda Mbeumo staðfestur hjá félagi drauma sinna Nýi Liverpool maðurinn í fámennum hópi með Mo Salah Will Ferrell stal athyglinni frá daufum leik Man.United í gær Liverpool kaupir Ekitike fyrir meira en níutíu milljónir evra Rannsaka Íslendingafélagið Burton Albion Rashford nálgast Barcelona Hvar mun Mbeumo spila fyrir Man United? Hrókeringar í markmannsmálum Man City Ince missir prófið og þarf að borga yfir milljón í sekt Madueke skrifar undir hjá Arsenal Hittust á Íslandi og keyptu Mbeumo Stuðningsmenn Manchester United oftast handteknir Snoop Dogg orðinn einn af eigendum Swansea City Liverpool langt komið með að kaupa Ekitike Eigendur Burnley eignast hitt liðið í Barcelona Liverpool reynir líka við Ekitike Steven Gerrard orðinn afi Liverpool tilbúið að slá metið aftur Íslandsvinirnir í Puma borga Manchester City 165 milljarða Kaupa ekki Ekitike vegna þess að þeir ætli að selja Isak til Liverpool Fyrrum leikmaður Manchester United lögsækir félagið Númerin í enska boltanum sem enginn má spila í Umboðsmenn Gyökeres lentir í London og hann sagður á leið í Arsenal Liverpool heiðraði minningu Jota og vann sigur Mínútu þögn fyrir fyrsta leik Liverpool síðan Jota féll frá Grealish líkast til á förum en elskar samt City „meira en allt“ Rio Ferdinand húðskammar Arsenal stuðningsmenn Sjá meira