Svona verða umræður um stefnuræðu Kristrúnar í kvöld Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 10. febrúar 2025 10:05 Setning Alþingis febrúar 2025 Kristrún Frostadóttir Stefnuræða forsætisráðherra og umræður um hana fara fram á Alþingi í kvöld, fimm dögum síðar en áætlað var. Kristrún Frostadóttir átti að flytja fyrstu stefnuræðu sína í embætti forsætisráðherra á fimmtudaginn í síðustu viku en því var frestað vegna veðurs. Kristrún tók við embætti forsætisráðherra þann 21. desember og þing kom saman í síðustu viku, en venju samkvæmt flytur forsætisráðherra stefnuræðu sína á fyrstu dögum eftir að þing kemur saman. Tveir þingmenn úr öllum flokkum sem sæti eiga á Alþingi eru á mælendaskrá. Kristrún verður fyrst í pontu en dagskráin hefst klukkan 19:40. Umræðurnar skiptast í tvær umferðir og hefur forsætisráðherra tólf mínútur til framsögu. Ræðumenn annarra þingflokka en þingflokks forsætisráðherra hafa sex mínútur í fyrri umferð. Í seinni umferð hafa þingflokkarnir sex mínútur hver. Röð stjórnmálaflokkanna í umræðunum er í takt við þingstyrk flokkanna en ræðumenn kvöldsins eru eftirfarandi: Samfylkingin Kristrún Frostadóttir, forsætisráðherra, í fyrri umferð og Jóhann Páll Jóhannsson, umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra, í seinni umferð. Sjálfstæðisflokkur Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir, 1. þingmaður Suðvesturkjördæmis, í fyrri umferð og Hildur Sverrisdóttir, 8. þingmaður Reykjavíkurkjördæmis suður, í seinni umferð. Viðreisn Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, utanríkisráðherra, í fyrri umferð og Daði Már Kristófersson, fjármála- og efnahagsráðherra, í seinni umferð. Miðflokkurinn Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, 2. þingmaður Norðausturkjördæmis, í fyrri umferð og Bergþór Ólason, 4. þingmaður Suðvesturkjördæmis, í seinni umferð. Flokkur fólksins Inga Sæland, félags- og húsnæðismálaráðherra, í fyrri umferð og Ragnar Þór Ingólfsson, 5. þingmaður Reykjavíkurkjördæmis norður, í seinni umferð. Framsóknarflokkur Sigurður Ingi Jóhannsson, 10. þingmaður Suðurkjördæmis, í fyrri umferð og Stefán Vagn Stefánsson, 5. þingmaður Norðvesturkjördæmis, í seinni umferð. Hægt verður að fylgjast með umræðunum á Vísi í gegnum spilarann hér að neðan. Kennarar boða komu sína á Austurvöll Þess má geta að Kennarafélag Reykjavíkur hefur boðað til samstöðufundar á Austurvelli á sama tíma í kvöld með það að markmiði að sýna samstöðu með kennurum í yfirstandandi kjaradeilu. Í tilkynningu á vef Kennarasambands Íslands hvetur Kennarafélagið félagsfólk í KÍ til að fjölmenna á Austurvöll „og sýna samstöðu og baráttuvilja meðan forsætisráðherra flytur stefnuræðu sína í þingsal,“ líkt og það er orðað í tilkynningunni. Ráðgert er að safnast saman við Vatnsberann, styttu Ásmundar Sveinssonar, á horni Lækjargötu og Bankastrætis klukkan 19:00 þaðan sem gengið verður á Austurvöll. Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Alþingi Samfylkingin Mest lesið Samkomulagið veiti Bandaríkjunum aðgang að auðlindum Grænlands Erlent Viðurkenni nú að hafa beitt Íslendinga efnahagslegri hernaðaraðgerð Innlent Algjörlega óásættanleg staða Innlent Davos-vaktin: „Við fengum allt sem við vildum“ Erlent „Ramma framtíðarsamkomulags“ náð um Grænland og hætt við tolla Erlent Hættu við lendingu í miðju aðflugi Innlent Sveitarstjórnin og Penninn Eymundsson saman í eina sæng Innlent Skýrsla Félagsbústaða kolsvört Innlent Unnu að því að stofna „Vélfag 2.0“ og tölvur með teikningum fjarlægðar Innlent Var á ráðstefnunni í Davos: „Fólk andaði kannski aðeins léttar“ Erlent Fleiri fréttir Viðurkenni nú að hafa beitt Íslendinga efnahagslegri hernaðaraðgerð Algjörlega óásættanleg staða Sveitarstjórnin og Penninn Eymundsson saman í eina sæng Þjóðaröryggisráð boðað til fundar Skýrsla Félagsbústaða kolsvört Formaður Sjálfstæðisflokksins fer yfir þunga stöðu Hættu við lendingu í miðju aðflugi Taldi sig mega birta nektarmyndir af fyrrverandi en dómarinn hélt ekki Unnu að því að stofna „Vélfag 2.0“ og tölvur með teikningum fjarlægðar Drógu dauðan hval lengst út í hafsauga Segir gagnrýni minnihlutans til þess gerða að dreifa athygli Nú má heita Friðálv Gletting Lucíuson Náðu sex byssum úr byssuskáp á Akureyri Parísarheimsókn fjárlaganefndar „mjög fróðleg“ Með 29 kíló af maríjúana í töskunum Brúnni yfir Helluvatn lokað í fimm vikur Stjórnarformaður Vélfags handtekinn í aðgerðum saksóknara „Það er ekki laust við að það fari um mann“ Miðflokkurinn nálgast Samfylkingu Milljarða útspil meirihlutans „fullkomlega ábyrgðarlaust“ og lykti af prófkjörsbaráttu Ákærður fyrir nauðgun á nýársdag Markverð tíðindi í nýrri Maskínukönnun um fylgið á landsvísu Hátt í tíu þúsund manns án atvinnu í desember Sex sagt upp í menntamálaráðuneytinu Hættur í Viðreisn og sækist eftir formennsku í SI Vinnuslys þar sem maður „missti höndina inn í vals“ Baráttan um Framsókn muni snúast um sögulega stöðu Ráðherra segir ríkisvaldið gefa í með framkvæmdir Sverrir Bergmann hættir í bæjarstjórn Norðfirðingar gleðjast að sjá loðnuna birtast Sjá meira
Kristrún tók við embætti forsætisráðherra þann 21. desember og þing kom saman í síðustu viku, en venju samkvæmt flytur forsætisráðherra stefnuræðu sína á fyrstu dögum eftir að þing kemur saman. Tveir þingmenn úr öllum flokkum sem sæti eiga á Alþingi eru á mælendaskrá. Kristrún verður fyrst í pontu en dagskráin hefst klukkan 19:40. Umræðurnar skiptast í tvær umferðir og hefur forsætisráðherra tólf mínútur til framsögu. Ræðumenn annarra þingflokka en þingflokks forsætisráðherra hafa sex mínútur í fyrri umferð. Í seinni umferð hafa þingflokkarnir sex mínútur hver. Röð stjórnmálaflokkanna í umræðunum er í takt við þingstyrk flokkanna en ræðumenn kvöldsins eru eftirfarandi: Samfylkingin Kristrún Frostadóttir, forsætisráðherra, í fyrri umferð og Jóhann Páll Jóhannsson, umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra, í seinni umferð. Sjálfstæðisflokkur Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir, 1. þingmaður Suðvesturkjördæmis, í fyrri umferð og Hildur Sverrisdóttir, 8. þingmaður Reykjavíkurkjördæmis suður, í seinni umferð. Viðreisn Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, utanríkisráðherra, í fyrri umferð og Daði Már Kristófersson, fjármála- og efnahagsráðherra, í seinni umferð. Miðflokkurinn Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, 2. þingmaður Norðausturkjördæmis, í fyrri umferð og Bergþór Ólason, 4. þingmaður Suðvesturkjördæmis, í seinni umferð. Flokkur fólksins Inga Sæland, félags- og húsnæðismálaráðherra, í fyrri umferð og Ragnar Þór Ingólfsson, 5. þingmaður Reykjavíkurkjördæmis norður, í seinni umferð. Framsóknarflokkur Sigurður Ingi Jóhannsson, 10. þingmaður Suðurkjördæmis, í fyrri umferð og Stefán Vagn Stefánsson, 5. þingmaður Norðvesturkjördæmis, í seinni umferð. Hægt verður að fylgjast með umræðunum á Vísi í gegnum spilarann hér að neðan. Kennarar boða komu sína á Austurvöll Þess má geta að Kennarafélag Reykjavíkur hefur boðað til samstöðufundar á Austurvelli á sama tíma í kvöld með það að markmiði að sýna samstöðu með kennurum í yfirstandandi kjaradeilu. Í tilkynningu á vef Kennarasambands Íslands hvetur Kennarafélagið félagsfólk í KÍ til að fjölmenna á Austurvöll „og sýna samstöðu og baráttuvilja meðan forsætisráðherra flytur stefnuræðu sína í þingsal,“ líkt og það er orðað í tilkynningunni. Ráðgert er að safnast saman við Vatnsberann, styttu Ásmundar Sveinssonar, á horni Lækjargötu og Bankastrætis klukkan 19:00 þaðan sem gengið verður á Austurvöll.
Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Alþingi Samfylkingin Mest lesið Samkomulagið veiti Bandaríkjunum aðgang að auðlindum Grænlands Erlent Viðurkenni nú að hafa beitt Íslendinga efnahagslegri hernaðaraðgerð Innlent Algjörlega óásættanleg staða Innlent Davos-vaktin: „Við fengum allt sem við vildum“ Erlent „Ramma framtíðarsamkomulags“ náð um Grænland og hætt við tolla Erlent Hættu við lendingu í miðju aðflugi Innlent Sveitarstjórnin og Penninn Eymundsson saman í eina sæng Innlent Skýrsla Félagsbústaða kolsvört Innlent Unnu að því að stofna „Vélfag 2.0“ og tölvur með teikningum fjarlægðar Innlent Var á ráðstefnunni í Davos: „Fólk andaði kannski aðeins léttar“ Erlent Fleiri fréttir Viðurkenni nú að hafa beitt Íslendinga efnahagslegri hernaðaraðgerð Algjörlega óásættanleg staða Sveitarstjórnin og Penninn Eymundsson saman í eina sæng Þjóðaröryggisráð boðað til fundar Skýrsla Félagsbústaða kolsvört Formaður Sjálfstæðisflokksins fer yfir þunga stöðu Hættu við lendingu í miðju aðflugi Taldi sig mega birta nektarmyndir af fyrrverandi en dómarinn hélt ekki Unnu að því að stofna „Vélfag 2.0“ og tölvur með teikningum fjarlægðar Drógu dauðan hval lengst út í hafsauga Segir gagnrýni minnihlutans til þess gerða að dreifa athygli Nú má heita Friðálv Gletting Lucíuson Náðu sex byssum úr byssuskáp á Akureyri Parísarheimsókn fjárlaganefndar „mjög fróðleg“ Með 29 kíló af maríjúana í töskunum Brúnni yfir Helluvatn lokað í fimm vikur Stjórnarformaður Vélfags handtekinn í aðgerðum saksóknara „Það er ekki laust við að það fari um mann“ Miðflokkurinn nálgast Samfylkingu Milljarða útspil meirihlutans „fullkomlega ábyrgðarlaust“ og lykti af prófkjörsbaráttu Ákærður fyrir nauðgun á nýársdag Markverð tíðindi í nýrri Maskínukönnun um fylgið á landsvísu Hátt í tíu þúsund manns án atvinnu í desember Sex sagt upp í menntamálaráðuneytinu Hættur í Viðreisn og sækist eftir formennsku í SI Vinnuslys þar sem maður „missti höndina inn í vals“ Baráttan um Framsókn muni snúast um sögulega stöðu Ráðherra segir ríkisvaldið gefa í með framkvæmdir Sverrir Bergmann hættir í bæjarstjórn Norðfirðingar gleðjast að sjá loðnuna birtast Sjá meira