Svona verða umræður um stefnuræðu Kristrúnar í kvöld Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 10. febrúar 2025 10:05 Setning Alþingis febrúar 2025 Kristrún Frostadóttir Stefnuræða forsætisráðherra og umræður um hana fara fram á Alþingi í kvöld, fimm dögum síðar en áætlað var. Kristrún Frostadóttir átti að flytja fyrstu stefnuræðu sína í embætti forsætisráðherra á fimmtudaginn í síðustu viku en því var frestað vegna veðurs. Kristrún tók við embætti forsætisráðherra þann 21. desember og þing kom saman í síðustu viku, en venju samkvæmt flytur forsætisráðherra stefnuræðu sína á fyrstu dögum eftir að þing kemur saman. Tveir þingmenn úr öllum flokkum sem sæti eiga á Alþingi eru á mælendaskrá. Kristrún verður fyrst í pontu en dagskráin hefst klukkan 19:40. Umræðurnar skiptast í tvær umferðir og hefur forsætisráðherra tólf mínútur til framsögu. Ræðumenn annarra þingflokka en þingflokks forsætisráðherra hafa sex mínútur í fyrri umferð. Í seinni umferð hafa þingflokkarnir sex mínútur hver. Röð stjórnmálaflokkanna í umræðunum er í takt við þingstyrk flokkanna en ræðumenn kvöldsins eru eftirfarandi: Samfylkingin Kristrún Frostadóttir, forsætisráðherra, í fyrri umferð og Jóhann Páll Jóhannsson, umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra, í seinni umferð. Sjálfstæðisflokkur Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir, 1. þingmaður Suðvesturkjördæmis, í fyrri umferð og Hildur Sverrisdóttir, 8. þingmaður Reykjavíkurkjördæmis suður, í seinni umferð. Viðreisn Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, utanríkisráðherra, í fyrri umferð og Daði Már Kristófersson, fjármála- og efnahagsráðherra, í seinni umferð. Miðflokkurinn Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, 2. þingmaður Norðausturkjördæmis, í fyrri umferð og Bergþór Ólason, 4. þingmaður Suðvesturkjördæmis, í seinni umferð. Flokkur fólksins Inga Sæland, félags- og húsnæðismálaráðherra, í fyrri umferð og Ragnar Þór Ingólfsson, 5. þingmaður Reykjavíkurkjördæmis norður, í seinni umferð. Framsóknarflokkur Sigurður Ingi Jóhannsson, 10. þingmaður Suðurkjördæmis, í fyrri umferð og Stefán Vagn Stefánsson, 5. þingmaður Norðvesturkjördæmis, í seinni umferð. Hægt verður að fylgjast með umræðunum á Vísi í gegnum spilarann hér að neðan. Kennarar boða komu sína á Austurvöll Þess má geta að Kennarafélag Reykjavíkur hefur boðað til samstöðufundar á Austurvelli á sama tíma í kvöld með það að markmiði að sýna samstöðu með kennurum í yfirstandandi kjaradeilu. Í tilkynningu á vef Kennarasambands Íslands hvetur Kennarafélagið félagsfólk í KÍ til að fjölmenna á Austurvöll „og sýna samstöðu og baráttuvilja meðan forsætisráðherra flytur stefnuræðu sína í þingsal,“ líkt og það er orðað í tilkynningunni. Ráðgert er að safnast saman við Vatnsberann, styttu Ásmundar Sveinssonar, á horni Lækjargötu og Bankastrætis klukkan 19:00 þaðan sem gengið verður á Austurvöll. Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Alþingi Samfylkingin Mest lesið Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Innlent Þessi fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi Innlent Tugir látnir eftir sprengingu í svissneskum skíðabæ Erlent Óttast að um fjörutíu hafi látist á skemmtistaðnum Erlent Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Innlent Kirkja í Amsterdam alelda Erlent Íslendingar tjá sig um skaupið: „Versta skaup ever“ eða það besta í manna minnum? Lífið Hitnar undir feldi Péturs Innlent Pétur fer á móti borgarstjóra og vill fyrsta sætið í Reykjavík Innlent Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Innlent Fleiri fréttir Fluttur á sjúkrahús eftir slys í Hrútafirði Pétur fer á móti borgarstjóra og vill fyrsta sætið í Reykjavík Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Hitnar undir feldi Péturs Þessi fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi „Líðan barna nú mun móta sögu og styrk Íslands á næstu árum“ Fleirum þykir Flokki fólksins ganga illa að hrinda málum í framkvæmd Fimmtán leituðu á bráðamóttöku vegna flugeldaslysa Fjögurra stiga skjálfti í Bárðarbungu: „Stærsti skjálftinn á árinu“ Hvetur Íslendinga til að hafna „svartagallsrausi“ Ríflega tuttugu útköll vegna eldsvoða Vill annað sætið hjá Samfylkingunni í borginni Kveðst hlakka til að mæta aftur til starfa Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Fyrsta barn ársins kom í heiminn klukkan 00:24 Miðahafi á Íslandi vann 642 milljónir í Víkingalottói Stunguárás og margar tilkynningar um flugeldaslys Gleðilegt nýtt ár kæru lesendur Vísis Eitthvað í íslensku samfélagi fjandsamlegt börnunum okkar Simmi vinsælasti leynigesturinn „Þetta er Íslandsmet, Íslandsmet í svikum“ Tal um Ingu eftir kosningar ekki til sóma Gummi lögga er maður ársins 2025 Árangur breyti ekki alltaf upplifun fólks „Viðreisn jafnvel erfiðari viðfangs en Flokkur fólksins“ Vara við hættu á sinubruna Haldlögðu metmagn af fíkniefnum á árinu Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Árið gert upp í Kryddsíld 2025 Hafþór Freyr maður ársins að mati lesenda Vísis og hlustenda Bylgjunnar Sjá meira
Kristrún tók við embætti forsætisráðherra þann 21. desember og þing kom saman í síðustu viku, en venju samkvæmt flytur forsætisráðherra stefnuræðu sína á fyrstu dögum eftir að þing kemur saman. Tveir þingmenn úr öllum flokkum sem sæti eiga á Alþingi eru á mælendaskrá. Kristrún verður fyrst í pontu en dagskráin hefst klukkan 19:40. Umræðurnar skiptast í tvær umferðir og hefur forsætisráðherra tólf mínútur til framsögu. Ræðumenn annarra þingflokka en þingflokks forsætisráðherra hafa sex mínútur í fyrri umferð. Í seinni umferð hafa þingflokkarnir sex mínútur hver. Röð stjórnmálaflokkanna í umræðunum er í takt við þingstyrk flokkanna en ræðumenn kvöldsins eru eftirfarandi: Samfylkingin Kristrún Frostadóttir, forsætisráðherra, í fyrri umferð og Jóhann Páll Jóhannsson, umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra, í seinni umferð. Sjálfstæðisflokkur Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir, 1. þingmaður Suðvesturkjördæmis, í fyrri umferð og Hildur Sverrisdóttir, 8. þingmaður Reykjavíkurkjördæmis suður, í seinni umferð. Viðreisn Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, utanríkisráðherra, í fyrri umferð og Daði Már Kristófersson, fjármála- og efnahagsráðherra, í seinni umferð. Miðflokkurinn Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, 2. þingmaður Norðausturkjördæmis, í fyrri umferð og Bergþór Ólason, 4. þingmaður Suðvesturkjördæmis, í seinni umferð. Flokkur fólksins Inga Sæland, félags- og húsnæðismálaráðherra, í fyrri umferð og Ragnar Þór Ingólfsson, 5. þingmaður Reykjavíkurkjördæmis norður, í seinni umferð. Framsóknarflokkur Sigurður Ingi Jóhannsson, 10. þingmaður Suðurkjördæmis, í fyrri umferð og Stefán Vagn Stefánsson, 5. þingmaður Norðvesturkjördæmis, í seinni umferð. Hægt verður að fylgjast með umræðunum á Vísi í gegnum spilarann hér að neðan. Kennarar boða komu sína á Austurvöll Þess má geta að Kennarafélag Reykjavíkur hefur boðað til samstöðufundar á Austurvelli á sama tíma í kvöld með það að markmiði að sýna samstöðu með kennurum í yfirstandandi kjaradeilu. Í tilkynningu á vef Kennarasambands Íslands hvetur Kennarafélagið félagsfólk í KÍ til að fjölmenna á Austurvöll „og sýna samstöðu og baráttuvilja meðan forsætisráðherra flytur stefnuræðu sína í þingsal,“ líkt og það er orðað í tilkynningunni. Ráðgert er að safnast saman við Vatnsberann, styttu Ásmundar Sveinssonar, á horni Lækjargötu og Bankastrætis klukkan 19:00 þaðan sem gengið verður á Austurvöll.
Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Alþingi Samfylkingin Mest lesið Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Innlent Þessi fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi Innlent Tugir látnir eftir sprengingu í svissneskum skíðabæ Erlent Óttast að um fjörutíu hafi látist á skemmtistaðnum Erlent Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Innlent Kirkja í Amsterdam alelda Erlent Íslendingar tjá sig um skaupið: „Versta skaup ever“ eða það besta í manna minnum? Lífið Hitnar undir feldi Péturs Innlent Pétur fer á móti borgarstjóra og vill fyrsta sætið í Reykjavík Innlent Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Innlent Fleiri fréttir Fluttur á sjúkrahús eftir slys í Hrútafirði Pétur fer á móti borgarstjóra og vill fyrsta sætið í Reykjavík Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Hitnar undir feldi Péturs Þessi fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi „Líðan barna nú mun móta sögu og styrk Íslands á næstu árum“ Fleirum þykir Flokki fólksins ganga illa að hrinda málum í framkvæmd Fimmtán leituðu á bráðamóttöku vegna flugeldaslysa Fjögurra stiga skjálfti í Bárðarbungu: „Stærsti skjálftinn á árinu“ Hvetur Íslendinga til að hafna „svartagallsrausi“ Ríflega tuttugu útköll vegna eldsvoða Vill annað sætið hjá Samfylkingunni í borginni Kveðst hlakka til að mæta aftur til starfa Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Fyrsta barn ársins kom í heiminn klukkan 00:24 Miðahafi á Íslandi vann 642 milljónir í Víkingalottói Stunguárás og margar tilkynningar um flugeldaslys Gleðilegt nýtt ár kæru lesendur Vísis Eitthvað í íslensku samfélagi fjandsamlegt börnunum okkar Simmi vinsælasti leynigesturinn „Þetta er Íslandsmet, Íslandsmet í svikum“ Tal um Ingu eftir kosningar ekki til sóma Gummi lögga er maður ársins 2025 Árangur breyti ekki alltaf upplifun fólks „Viðreisn jafnvel erfiðari viðfangs en Flokkur fólksins“ Vara við hættu á sinubruna Haldlögðu metmagn af fíkniefnum á árinu Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Árið gert upp í Kryddsíld 2025 Hafþór Freyr maður ársins að mati lesenda Vísis og hlustenda Bylgjunnar Sjá meira