Íbúðarblokkin er teiknuð af Kjartani Sveinssyni arkítekt. Á fasteignasíðu Vísis stendur að íbúðin, sem er staðsett á þriðju hæð, sé vel skipulögð og með þremur svefnherbergjum.
Logi Pedro hefur vakið athygli sem hönnuður að undanförnu og gaf nýverið út sína fyrstu hönnunarlínu undir nafninu Lopedro.
Eigninni fylgir bílskúr þar sem Logi hafði komið sér upp um góða vinnuaðstöðu fyrir listsköpunina.

Logi birti færslu á Facebook í morgun þar sem hann skrifar:
„Við vorum að setja yndislegu íbúðina okkar á sölu. Húsið er einstakt Kjartanshús sem hefur fengið gott og reglulegt viðhald undanfarin ár. Íbúðin er með þremur svefnherbergjum, veglegri stofu og henni fylgir bílskúr sem ég hef notað sem vinnustofu undanfarið ár. En fyrst og fremst býr yndislegt fólk í húsinu og hér er mjög góður andi.“
Hér má sjá fleiri myndir af íbúðinni:





