Friðrik Ómar og Hera skilja ekkert í úrslitunum Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 10. febrúar 2025 13:55 Birgitta á sviði á laugardagskvöld. Vísir/Viktor Freyr Birgitta Ólafsdóttir, betur þekkt sem Birgó, segir að skilaboðunum hafi rignt yfir hana í kjölfar þess að hún komst ekki áfram í úrslit Söngvakeppninnar síðastliðinn laugardag. Fjölmargir lýsa yfir furðu vegna málsins, meðal annars Friðrik Ómar og Hera Björk. „Ég er með endalaust af skilaboðum, ég er bara að reyna að fara í gegnum þau öll,“ segir Birgitta í Bítinu á Bylgjunni. Hún flutti lagið sitt Ég flýg í storminn síðastliðið laugardagskvöld í fyrri undanúrslitum keppninnar. Þrjú af fimm lögum fóru áfram, það voru Róa með Væb bræðrum, Frelsið mitt með Stebba Jak og lagið Eins og þú með Ágústi. Hafi átt fullt erindi áfram Það er óhætt að fullyrða að eftirseta Birgittu hafi vakið mikla athygli. Í sérlegum aðdáendahópi Eurovision nörda á Facebook hafa yfir hundrað manns brugðist við færslu þar sem fullyrt er að Eurovision heimurinn sé í sjokki vegna málsins. „Á maður að trúa því að svona flutningur komist ekki, þó í það minnsta, áfram á úrslitakvöldið?“ spyr Jóhann Már Sigurbjörnsson í hópnum og fjölmargir taka undir. Sömu sögu er að segja af athugasemdum erlendra Eurovision aðdáaenda sem keppast við að lýsa yfir furðu vegna málsins á Youtube við myndband af sviðsframkomu Birgittu. „Hvað er á seyði á Íslandi? Er ykkur alvara? Þetta er meistaraverk,“ skrifar einn hinna erlendu aðdáenda. Annar gengur svo langt að fullyrða að lagið hafi verið það besta í ár, ekki á Íslandi, heldur í gervallri keppninni. Og það eru ekki bara íslenskir og erlendur aðdáendur sem eru á þessari skoðun vegna þess að alvöru Eurovision kanónur og reynsluboltar hafa að sama skapi undrast það að Birgitta hafi ekki komist áfram. Þar á meðal er Friðrik Ómar, Eurovision-fari með meiru. „Eftir að hafa horft aftur á fyrra undanúrslitakvöld Söngvakeppninnar í gær er ég sannfærður um það að Birgo og lagið „Ég flýg í storminn“ er einhver flottasti vocal performance í keppninni fyrr og síðar,“ skrifar Friðrik Ómar og ljóst að hann veit sínu viti. Hann segir ömurlegt að Birgitta verði ekki á lokakvöldinu, frammistaða hennar hafi verið „next-level.“ Það eru fáir sem vita eins mikið hvað þeir tala um þegar það kemur að Eurovision eins og Friðrik Ómar Hjörleifsson.Vísir/Vilhelm Færslan hefur vakið mikla athygli og taka margir undir, meðal annars Hera Björk fulltrúi Íslands í Eurovision í fyrra og sannkölluð Júrókempa. Hún segist sammála, atriði Birgittu hafi verið geggjað og hafi átt fullt erindi áfram. Grétar Örvarsson tónlistarmaður tekur undir og það gera líka Jóna Hrönn Bolladóttir prestur og söngkonan Erna Hrönn. Ljóst er eftir breytingar á reglum Söngvakeppninnar sem kynntar voru fyrr á árinu að Birgitta á ekki lengur séns á því að komast áfram. Síðustu ár hefur eitt lag, svokallað „wild-card,“ sem ekki komst áfram í úrslit verið valið af stjórn Söngvakeppninnar áfram í úrslitin. Í ár hefur verið tekið fyrir það auk þess sem úrslitaeinvígið svokallaða er á bak og burt. Peppið hjálpar við að takast á við vonbrigðin Í Bítinu á Bylgjunni lýsir Birgitta því að hún hafi fengið ógrynni af skilaboðum eftir keppnina. Allt séu þetta hvetjandi og peppandi skilaboð. Hún segist líka hafa lesið margar jákvæðar athugasemdir. „Af því að það er auðvitað sorg að lenda í því að detta út þegar þetta er svona mikill draumur, þannig að það peppar mann bara áfram og svo er fólk líka að hvetja mann til að koma og taka aftur þátt á næsta ári og það er mögulega í plönum,“ segir Birgitta sem skaust fyrst upp á stjörnuhiminninn í Idol. Hún segist hafa séð þó nokkra svekkja sig á því að hafa ekki kosið þar sem þeir hafi gefið sér að hún myndi komast áfram. Birgitta segir ekkert við þessu að gera en að sætta sig við orðinn hlut og halda áfram. Birgitta segist hafa nóg fyrir stafni en hún er meðal annars í tónlistarnámi í Bretlandi. „Ég bara held áfram að gefa út á fullu. Ég ætla að fara all in og nýta þetta tækifæri, þar sem Ísland og öll Evrópa er að styðja við bakið á mér. Þannig það eru spennandi tímar framundan.“ Eurovision Bítið Tónlist Eurovision 2025 Mest lesið Rokkar pils sem bol og snýr flíkum öfugt Tíska og hönnun Óvíst hvort Ísland verði með í Eurovision Lífið Innblásturinn að gamanhrollvekju kom frá vídeoleigu bæjarins Bíó og sjónvarp „Ég elskaði þig í fyrra lífi, ég elska þig í þessu lífi og mun finna þig í næsta“ Lífið Hildur Yeoman lofuð í hástert á Style Bubble Lífið Troðfull Þorlákskirkja minntist Karls Sighvatssonar Tónlist Skringilega stór kaffibolli: „Ég verð aldrei aftur hreinn“ Lífið Pabbi fyrir tvítugt, ekkill þrítugur, afi um fertugt og veltir rúmum milljarði Áskorun Próteinríkt avókadó-salat að hætti Önnu Eiríks Matur Tjáði sig um ástarsambandið sem splundraði tveimur hjónaböndum Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir „Ég elskaði þig í fyrra lífi, ég elska þig í þessu lífi og mun finna þig í næsta“ Sjarmerandi Vesturbæjarperla með sjávarútsýni Óvíst hvort Ísland verði með í Eurovision Guðrún Sørtveit og Steinar „loksins“ trúlofuð Skringilega stór kaffibolli: „Ég verð aldrei aftur hreinn“ Brúðarbíllinn gömul dráttarvél frá langafa Stjörnulífið: „Skemmtilegasta kvöld lífs míns“ Rick Davies í Supertramp er látinn Gleði og samvera í 60 plús leikfimi á Selfossi Kynlífsstellingar sem kveikja í kofanum Virkilega sláandi lífsreynsla að koma til Grindavíkur Bein útsending: Haustbingó Blökastsins Slóvenar draga sig úr Eurovision ef Ísraelar verða með Myndaveisla: Líf og fjör á Ljósanótt Vill brúa bilið milli almennings og réttarkerfisins Krakkatían: Eurovision, skíðasvæði og portúgalska Pamela slær á sögusagnirnar Gullkistan opnuð á Vestfjörðum Nýupptekið grænmeti á Flúðum í dag og opnar garðyrkjustöðvar Haustbingó í beinni á sunnudag Fréttatía vikunnar: Friðlýsing, frumsýning og handtaka Allt ætlaði um koll að keyra í Borgarleikhúsinu Hleypur 110 kílómetra á dag til að setja heimsmet Tók sex ólíka stera fyrir hjartastoppið: „Þannig ég segi nei við sterum“ Glæsihöll Livar og Sverris á Arnarnesi til sölu Eldgos og elskhugar á frumsýningu Eldanna Segir Candy hafa séð að faðir hans væri „skrímsli“ á undan öðrum Glæsibústaðir yfir hundrað milljónum Yfir sig ástfangin og býr bæði á Spáni og Íslandi Friðrik Þór og Guðrún selja 225 milljón króna parhús í Hlíðunum Sjá meira
„Ég er með endalaust af skilaboðum, ég er bara að reyna að fara í gegnum þau öll,“ segir Birgitta í Bítinu á Bylgjunni. Hún flutti lagið sitt Ég flýg í storminn síðastliðið laugardagskvöld í fyrri undanúrslitum keppninnar. Þrjú af fimm lögum fóru áfram, það voru Róa með Væb bræðrum, Frelsið mitt með Stebba Jak og lagið Eins og þú með Ágústi. Hafi átt fullt erindi áfram Það er óhætt að fullyrða að eftirseta Birgittu hafi vakið mikla athygli. Í sérlegum aðdáendahópi Eurovision nörda á Facebook hafa yfir hundrað manns brugðist við færslu þar sem fullyrt er að Eurovision heimurinn sé í sjokki vegna málsins. „Á maður að trúa því að svona flutningur komist ekki, þó í það minnsta, áfram á úrslitakvöldið?“ spyr Jóhann Már Sigurbjörnsson í hópnum og fjölmargir taka undir. Sömu sögu er að segja af athugasemdum erlendra Eurovision aðdáaenda sem keppast við að lýsa yfir furðu vegna málsins á Youtube við myndband af sviðsframkomu Birgittu. „Hvað er á seyði á Íslandi? Er ykkur alvara? Þetta er meistaraverk,“ skrifar einn hinna erlendu aðdáenda. Annar gengur svo langt að fullyrða að lagið hafi verið það besta í ár, ekki á Íslandi, heldur í gervallri keppninni. Og það eru ekki bara íslenskir og erlendur aðdáendur sem eru á þessari skoðun vegna þess að alvöru Eurovision kanónur og reynsluboltar hafa að sama skapi undrast það að Birgitta hafi ekki komist áfram. Þar á meðal er Friðrik Ómar, Eurovision-fari með meiru. „Eftir að hafa horft aftur á fyrra undanúrslitakvöld Söngvakeppninnar í gær er ég sannfærður um það að Birgo og lagið „Ég flýg í storminn“ er einhver flottasti vocal performance í keppninni fyrr og síðar,“ skrifar Friðrik Ómar og ljóst að hann veit sínu viti. Hann segir ömurlegt að Birgitta verði ekki á lokakvöldinu, frammistaða hennar hafi verið „next-level.“ Það eru fáir sem vita eins mikið hvað þeir tala um þegar það kemur að Eurovision eins og Friðrik Ómar Hjörleifsson.Vísir/Vilhelm Færslan hefur vakið mikla athygli og taka margir undir, meðal annars Hera Björk fulltrúi Íslands í Eurovision í fyrra og sannkölluð Júrókempa. Hún segist sammála, atriði Birgittu hafi verið geggjað og hafi átt fullt erindi áfram. Grétar Örvarsson tónlistarmaður tekur undir og það gera líka Jóna Hrönn Bolladóttir prestur og söngkonan Erna Hrönn. Ljóst er eftir breytingar á reglum Söngvakeppninnar sem kynntar voru fyrr á árinu að Birgitta á ekki lengur séns á því að komast áfram. Síðustu ár hefur eitt lag, svokallað „wild-card,“ sem ekki komst áfram í úrslit verið valið af stjórn Söngvakeppninnar áfram í úrslitin. Í ár hefur verið tekið fyrir það auk þess sem úrslitaeinvígið svokallaða er á bak og burt. Peppið hjálpar við að takast á við vonbrigðin Í Bítinu á Bylgjunni lýsir Birgitta því að hún hafi fengið ógrynni af skilaboðum eftir keppnina. Allt séu þetta hvetjandi og peppandi skilaboð. Hún segist líka hafa lesið margar jákvæðar athugasemdir. „Af því að það er auðvitað sorg að lenda í því að detta út þegar þetta er svona mikill draumur, þannig að það peppar mann bara áfram og svo er fólk líka að hvetja mann til að koma og taka aftur þátt á næsta ári og það er mögulega í plönum,“ segir Birgitta sem skaust fyrst upp á stjörnuhiminninn í Idol. Hún segist hafa séð þó nokkra svekkja sig á því að hafa ekki kosið þar sem þeir hafi gefið sér að hún myndi komast áfram. Birgitta segir ekkert við þessu að gera en að sætta sig við orðinn hlut og halda áfram. Birgitta segist hafa nóg fyrir stafni en hún er meðal annars í tónlistarnámi í Bretlandi. „Ég bara held áfram að gefa út á fullu. Ég ætla að fara all in og nýta þetta tækifæri, þar sem Ísland og öll Evrópa er að styðja við bakið á mér. Þannig það eru spennandi tímar framundan.“
Eurovision Bítið Tónlist Eurovision 2025 Mest lesið Rokkar pils sem bol og snýr flíkum öfugt Tíska og hönnun Óvíst hvort Ísland verði með í Eurovision Lífið Innblásturinn að gamanhrollvekju kom frá vídeoleigu bæjarins Bíó og sjónvarp „Ég elskaði þig í fyrra lífi, ég elska þig í þessu lífi og mun finna þig í næsta“ Lífið Hildur Yeoman lofuð í hástert á Style Bubble Lífið Troðfull Þorlákskirkja minntist Karls Sighvatssonar Tónlist Skringilega stór kaffibolli: „Ég verð aldrei aftur hreinn“ Lífið Pabbi fyrir tvítugt, ekkill þrítugur, afi um fertugt og veltir rúmum milljarði Áskorun Próteinríkt avókadó-salat að hætti Önnu Eiríks Matur Tjáði sig um ástarsambandið sem splundraði tveimur hjónaböndum Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir „Ég elskaði þig í fyrra lífi, ég elska þig í þessu lífi og mun finna þig í næsta“ Sjarmerandi Vesturbæjarperla með sjávarútsýni Óvíst hvort Ísland verði með í Eurovision Guðrún Sørtveit og Steinar „loksins“ trúlofuð Skringilega stór kaffibolli: „Ég verð aldrei aftur hreinn“ Brúðarbíllinn gömul dráttarvél frá langafa Stjörnulífið: „Skemmtilegasta kvöld lífs míns“ Rick Davies í Supertramp er látinn Gleði og samvera í 60 plús leikfimi á Selfossi Kynlífsstellingar sem kveikja í kofanum Virkilega sláandi lífsreynsla að koma til Grindavíkur Bein útsending: Haustbingó Blökastsins Slóvenar draga sig úr Eurovision ef Ísraelar verða með Myndaveisla: Líf og fjör á Ljósanótt Vill brúa bilið milli almennings og réttarkerfisins Krakkatían: Eurovision, skíðasvæði og portúgalska Pamela slær á sögusagnirnar Gullkistan opnuð á Vestfjörðum Nýupptekið grænmeti á Flúðum í dag og opnar garðyrkjustöðvar Haustbingó í beinni á sunnudag Fréttatía vikunnar: Friðlýsing, frumsýning og handtaka Allt ætlaði um koll að keyra í Borgarleikhúsinu Hleypur 110 kílómetra á dag til að setja heimsmet Tók sex ólíka stera fyrir hjartastoppið: „Þannig ég segi nei við sterum“ Glæsihöll Livar og Sverris á Arnarnesi til sölu Eldgos og elskhugar á frumsýningu Eldanna Segir Candy hafa séð að faðir hans væri „skrímsli“ á undan öðrum Glæsibústaðir yfir hundrað milljónum Yfir sig ástfangin og býr bæði á Spáni og Íslandi Friðrik Þór og Guðrún selja 225 milljón króna parhús í Hlíðunum Sjá meira